Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. E YÞÓR Garðarsson er 34 ára gamall Grund- firðingur. Hann hefur stundað sjómennsku í mörg ár, en hann fór fyrst til sjós 13 ára gamall með föður sínum Garðari Gunnarssyni. Hann keypti sér trillu í vor, en Sæbjörn Ásgeirsson, skipstjóri á Svanborgu SH frá Ólafsvík, bað hann að fara nokkra túra með sér vegna þess að einn skipverja hafði nýlega eignast barn og tók sér þess vegna nokkurra vikna frí. „Við lögðum af stað frá Ólafsvík um níuleytið á föstudagsmorgun. Við fórum fyrst út fyrir Ólafsvík í átt að Rifi. Þar var suðaustan hægviðri. Við fórum svo aðeins út fyrir nes, en skipstjórinn talaði um að taka þar þrjú köst og fara svo í land. Þar var þá blíða. Það gekk ágætlega með fyrstu tvö köstin. Þriðja kastið var hins vegar mjög stórt, líklega nálægt 20 tonn. Við byrjuðum að poka það inn fyrir; tókum fyrst fjögur tonn og blóðg- uðum það um leið. Síðan tókum við inn önnur fjögur tonn. Það var dálít- ið bras á okkur því að það slitnaði sterturinn í pokanum. Þá var aðeins farið að hvessa. Við tókum þá stefn- una í land með pokann aftan í. Veðr- ið versnaði hins vegar nánast eins og hendi væri veifað. Við skárum því pokann aftan úr, kölluðum manninn sem var í lestinni upp úr, lokuðum henni og héldum áfram til lands. Við tókum niður það sem eftir var af voðinni sem var enn uppi á troml- unni og settum hana stjórnborðs- megin; þeim megin sem vindurinn stóð. Þetta gerðum við til að voðin héldi á móti hallanum á bátnum. Veðrið versnaði hins vegar æ meir. Við ákváðum því að tæma í sjóinn það sem enn var í móttökunni. Bát- urinn lagðist hins vegar fljótlega á stjórnborðssíðuna. Þá keyrðum við bátinn upp í veðrið og við það réttist hann af. Síðan tókum við aftur stefn- una í land, en hann lagðist fljótlega aftur undan veðrinu. Við keyrðum hann aftur upp í veðrið og réttum hann af en þá reið brot yfir bátinn, og við það drapst á vélinni. Þegar Eyþór Garðarsson sem bjargaði Líkja má björgun- inni við kraftaverk Eyþór Garðarsson segist telja það ganga kraftaverki næst að hann skyldi bjargast þegar dragnótarbáturinn Svanborg SH fórst við Öndverðarnes sl. föstudagskvöld. Hann lýsir atburðarásinni í samtali við Egil Ólafsson, en Eyþór beið á þaki stýrishúss Svanborgar í um þrjá tíma eftir björgun meðan sjór gekk stöðugt yfir hann. þarna var komið sögu skip stjórinn okkur öllum að far unargallana. Hann kallaði j eftir aðstoð björgunarþyrlu út neyðarkall.“ Báturinn kastaðist í hamravegginn Eyþór sagðist ekki vera á hreinu hvað báturinn var landi þegar vélin stöðvaðist „Við settum fljótlega út og þegar þau tóku niðri vor faðmar í land. Við reyndum að setja vélina í gang en þ ekki. Síðan slitnuðu ankeri það kastaðist báturinn fljót í hamravegginn. Þarna er mjög aðdjúpt þ báturinn tók ekki niðri fyrr við klettana. Við vorum búnir að setja unarbáta. Annar fauk strax en ég barðist hins vegar við hinum. Þegar skipið ska hamrana var Héðinn véls hliðina á mér stjórnbor Höggið sem kom á skipið þungt og við það kastaðis sjóinn. Þá kallaði Sæbjörn s á mig og bað mig að koma u arþak. Þegar ég kom þan voru hann og Vigfús stý búnir að koma sér þar f skorðaði mig þar fastan við og félagar mínir við hliðin Sæbjörn var með litla talstö að hann gat haft samband í Við biðum þarna þrír eft un í langan tíma. Útlitið gott því að báturinn brotn meira og meira. Ekkert lát anum í veðrinu. Eftir að ha ítrekað upp í hamraveggin aðist báturinn fastur inni í FAGNAÐARFUNDIR urðu í myndveri Stöðvar tvö í gærkvöld þegar sjómaðurinn Eyþór Garðarsson hitti bjargvætt sinn, bandaríska sigmanninn Jay Lane, sem bjargaði Eyþóri úr Svanborgu SH af strandstað nálægt Skálasnagavita á Snæfellsnesi á föstudagskvöld. Lane sagðist aldrei hafa hugsað að björgun væri ómöguleg meðan á björg- unarstarfinu stóð en sagðist þó aldrei fyrr hafa upplifað nokkuð þessu líkt. Í fylgd með Lane var flugstjóri þyrlu bandaríska varnarliðsins, sem bjargaði Eyþóri, Javier Cas- anova. Hann sagði að aðstæðurnar á vettvangi hefðu sannarlega verið erfiðar en þetta væri vinna þeirra. Aðspurður sagði hann að ekki væri hægt að æfa fyrir aðstæður eins og þær voru á föstudag. Fagnaðarfundir eftir fræki- lega björgun Jay Lane heilsar Eyþóri Gar MIKILVÆG ÁKVÖRÐUN ASÍ AÐSTÆÐUR EINHVERFRA Á undanförnum áratugum hafaorðið víðtækar breytingar áviðhorfum almennings til margra málefna í samfélaginu sem leitt hafa til mikilvægra úrbóta fyrir ýmsa þjóðfélagshópa – úrbóta sem bætt hafa samfélagsgerðina og sjálfs- mynd okkar sem þjóðar. Því miður er þó enn víða pottur brotinn. Í grein sem birtist hér í blaðinu sl. sunnudag undir fyrirsögninni „Einhverfa og samfélagið“ kom ljóslega fram að þrátt fyrir að töluvert hafi áunnist í málefnum fatlaðra og þroskaheftra er enn langt í land til þess að ástandið geti talist viðunandi. Þar kemur fram að enn þann dag í dag mæta fatlaðir fordómum og at- hygli vekur að einn viðmælenda blaðsins, Eiríkur Þorláksson, formað- ur Umsjónarfélags einhverfra, segir að almenningur sýni „mun meiri skilning og þolinmæði gagnvart fötl- uðum og þroskaheftum þegar bækl- unin er sjáanleg heldur en þegar hún er innra með fólki“. Bryndís Sumarliðadóttir, móðir einhverfrar stúlku, segir áþekka sögu af muninum á viðbrögðum umhverf- isins við veikindum sonar hennar sem barðist við krabbamein, en þá naut fjölskyldan mikils stuðnings, og þeirri reynslu að eignast einhverft barn, sem umhverfið sýnir mun meira fálæti. Sem betur fer er slíkt fálæti þó yfirleitt fyrst og fremst merki um ör- yggisleysi gagnvart fötlun sem fæstir þekkja af eigin raun. Almenn fræðsla og umræða um málefni fatlaðra á borð við einhverfa er því afar mikilvæg til að auka skilning okkar allra á þörfum þeirra og rétti í samfélagslegu tilliti. En fjölskyldur fatlaðra einstak- linga þurfa ekki einungis að takast á við „hræðslu [samfélagsins] gagnvart fötlun“, eins og Bryndís orðar það, heldur þurfa þær einnig að berjast fyrir rétti barna sinna til þess að njóta þess stuðnings sem þau þurfa til að nýta hæfileika sína sem best. Eins og nú er ástatt er biðlisti eftir grein- ingu hjá Greiningarstöð ríkisins og getur tekið langan tíma að komast þar að, þrátt fyrir að mikilvægt sé að greina einhverfu og Asperger-heil- kenni sem fyrst svo hægt sé að hefja þjálfun við hæfi. En eins og formaður Umsjónarfélags einhverfra bendir á, er markviss þjálfun og kennsla ein- hverfra barna frá unga aldri fyrir- byggjandi aðgerð sem skiptir sköpum við að gera þau að sjálfbjarga einstak- lingum. Slík þjálfun getur því sparað ríkinu mikla fjármuni við umönnun þegar til lengdar er litið. Í viðtali við Ásgerði Ólafsdóttur og Sigrúnu Hjartardóttur, sem stofnað hafa Einhverfuráðgjöfina Ás, kemur fram að fyrir tuttugu árum þurfti að berjast fyrir því að fá börn með ein- hverfu inn í skóla Barna- og unglinga- geðdeildarinnar við Dalbraut þar sem ekki þótti sjálfsagt að þau gengju í skóla. Sem betur fer hafa viðhorfin breyst til batnaðar síðan þá, enda hef- ur reynslan sýnt að einhverfir hafa getu til að ganga í skóla, njóti þeir nauðsynlegs stuðnings við námið. Það er því afar slæmt að biðlistar eftir greiningu og skortur á nægilegri þjálfun og stuðningi í skóla skuli valda því að þessir einstaklingar fái ekki notið hæfileika sinna sem skyldi þrátt fyrir lögbundinn rétt til að stunda nám eins og aðrir. Viðhorfum samfélagsins til fatlaðra þarf að breyta á þann veg að við sættum okk- ur ekki við minna en jafnan rétt allra til þess að nýta hæfileika sína til fulln- ustu í námi og starfi. Ákvörðun formannafundar aðildar-félaga ASÍ í gær um að fresta endurskoðun kjarasamninga um þrjá mánuði frá því í febrúar og fram í maí er afar mikilvæg. Hún stuðlar að meiri festu í efnahagsmálum þjóðar- innar fram á mitt næsta ár og eykur líkur á því, að okkur takist að komast án stóráfalla í gegnum það umrót, sem einkennt hefur undanfarna mán- uði í atvinnu- og efnahagslífi lands- manna. Verkalýðsfélögin hefðu getað sagt launalið kjarasamninganna upp í febrúar vegna brostinna forsendna. Þau taka hins vegar ákvörðun um að fara sér hægt, sem sýnir að þau njóta ábyrgrar forystu. Þessi ákvörðun verkalýðshreyfing- arinnar er tekin með þeim fyrirvara, að Samtök atvinnulífsins samþykki það, sem að þeim snýr, á fundi í dag. Þessi ákvörðun kostar sitt. Gert er ráð fyrir, að 1% mótframlag vinnu- veitenda vegna viðbótarlífeyrissparn- aðar verði fast en ekki valfrjálst sem þýðir útgjaldaauka fyrir fyrirtækin frá því, sem nú er. Þá hefur verið rætt um að launahækkun um önnur áramót verði heldur meiri en samningar höfðu gert ráð fyrir. Á móti kemur, að tryggingargjald hækkar ekki eins mikið og að var stefnt. Gert er ráð fyrir, að sett verði rauð strik í maí og fari verðbólga fram úr þeim verði launalið kjarasamning- anna sagt upp. Gera má ráð fyrir að ríkisstjórnin beiti sér fyrir aðgerðum af einhverju tagi til þess að stuðla að því að dragi úr verðbólgu en allar spár benda til þess að verðbólgan fari minnkandi á næsta ári. Áhrif þessara ákvarðana verða tví- mælalaust þau að skapa meiri ró á vinnumarkaðnum en ella. Margt bendir til að erfitt ár fari í hönd. Á yf- irstandandi ári hefur komið til sam- dráttar á ýmsum sviðum viðskipta- lífsins, þótt betur gangi í öðrum greinum eins og t.d. í sjávarútvegi. Þeirri aðlögun að breyttum aðstæð- um, sem staðið hefur yfir á þessu ári, er ekki lokið. Hún mun halda áfram á árinu 2002 og kannski verða erfiðari en í ár. Sá hreinsunareldur, sem fyrirtæk- in hafa gengið í gegnum á þessu ári, hefur hins vegar ýmislegt jákvætt í för með sér. Þau fyrirtæki, sem kom- ast í gegnum þetta tímabil, munu standa sterkari eftir. Það fer hins vegar ekki hjá því, að einhver at- vinnustarfsemi leggist niður, sem grundvöllur var fyrir í góðæri en ekki þegar erfiðlega árar. Það er fagnaðarefni að aðilar vinnu- markaðarins hafa tekið til hendi svo snemma og þar með komið í veg fyrir að óvissa um framhald kjarasamninga mótaði allt atvinnulífið fram í febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.