Morgunblaðið - 11.12.2001, Side 38

Morgunblaðið - 11.12.2001, Side 38
LISTIR 38 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar jólaskreyting- arnar birtast hvarflar hugurinn til bernsku- jólanna í Siglufirði. Einhvern veginn stenzt nútíminn þeim alls ekki snúning. Kjarni jólanna, fæðing frelsarans, er alltaf samur við sig, en yfirbragðið er nú annað. Það sem nú ber hæst í minning- unni um aðdraganda jólanna eru eplin og bækurnar. Þegar greni- borðarnir birtust yfir Aðalgötunni og jólasveinarnir mættu í búð- argluggana hófst ballið. Bærinn varð einhvern veginn allur annar. Loftið fylltist dísætri eftirvænt- ingu og það var alltaf hvítur og jafnfallinn snjór. Það var ólýsanleg til- finning að reka nefið inn hjá Gesti Fanndal og finna eplailminn leggja um búðina. Sá ilmur var svo sannarlega aðdragandi jólanna. Svo var farið í portið og gramsað í vínberjatunnunum. Og alltaf leyndust einhver vínber í tunn- unum, þótt kaupmaðurinn væri búinn að tæma þær í búðarborðið. Stundum dettur mér í hug, að Gestur hafi hreint og beint skilið einhver ber eftir til þess að gleðja okkur. En nei, það var ekki þann- ig. Þetta var gullgrafaraævintýrið í Siglufirði, ómengað Klondæk. Eða þá ilmurinn af appelsínunum. Maður guðs og lifandi! Ekkert annað kom til greina hjá barnssál- inni, en að á ökrum himnaríkis ræktuðu menn appelsínur og epli. Það var ilmurinn, sem mætti manni í Gullna hliðinu. Svo fór ég auðvitað líka í Kaup- félagið og líka í Verzlunarfélagið; allt til þess að anda þessum jóla- ilmi að mér. Eða þá bókabúðirnar. Þær voru tvær í Siglufirði; Aðalbúðin og Kidda Hannesar. Og það var blátt áfram yndislegt að sjá bækurnar koma í gluggana. Fyrstu dagana lét ég mér nægja að standa fyrir utan og fletja nefið við rúðurnar. Ég treindi mér það að fara inn; eins lengi og ég gat. Svo héldu mér engin bönd. Ég fór inn og fór höndum um bækurnar, sem mig langaði að lesa. Bækur Ármanns Kr. Einarssonar um Árna í Hraunkoti rötuðu árum saman í pakkann minn. Þetta var eiginlega orðinn óbærilegur spenningur að horfa á bókina í bókabúðinni, vega hana í hendinni, strjúka hana svo blítt og láta mig dreyma um það, þegar pappírsilmurinn og und- urmjúkt brakið í kilinum leiddu mig inn í ævintýraheiminn. Það var hreint ekki sama, hvernig jólabækurnar voru lesnar. Alveg eins og maður spennti greipar og beindi huga og hjarta að bæninni, þá átti jólalesningin sínar stellingar. Ég gaf nú svo sem ekkert fyrir pappírinn, þegar hann var búinn að þjóna sínu hlutverki. En bókina bar ég varlega þangað sem ég vildi lesa hana. Þar dró ég fæturna undir mig, hagræddi mér, þakkaði almættinu fyrir jólabarnið og Ármann Kr. Einarsson, og með sælgætiskörfuna innan seilingar hófst lesturinn. Auðvitað komu engin jól fyrr en búið var að fara til kirkju. Ég man hvenær nákvæmlega sjálf jólin hófust. Jólaguðspjallið var á sínum stað. En þegar hátíðasöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar hljómuðu ofan af söngloftinu, þá komu jólin. Svo var gengið frá kirkju og heim í ómi kirkjuklukknanna með gleðileg jól á báða bóga. Maður kastaði aldrei snjóbolta á leið heim úr jólamessunni. Það bara til- heyrði ekki. Á tímabili var gamli maðurinn með kindur í félagi við Pétur frænda. Það hjálpaði mér alltaf inn í jólin að koma í fjárhúsið. Mér fannst ég geta lesið textann út úr rólyndum kindaaugunum og jórtr- ið skóp honum fastan og hátíðleg- an rytma. En auðvitað var oftast nær meiri snjór í Siglufirði um þetta leyti árs en sögur fóru af á Betlehemsvöllum. Margt hefur með fullorðins- árum breytzt; aðdragandi jólanna eins og annað. Einn góðan veð- urdag voru appelsínur, epli og vín- ber á boðstólum í öllum búðum á öllum dögum, allt árið um kring. Ilmurinn varð svo hversdagslegur, að ég hætti að taka eftir honum, hvað þá tengja hann við hátíða- brigði. Ekkert hefur komið í stað- inn fyrir þennan ilm og gefið mér þessa tilfinningu aftur. Hestarnir mínir hafa leyst kindurnar pabba og Péturs af hólmi. En hlutur bókanna er óbreytt- ur. Þær vekja mér enn sömu gleði. Útgáfa þeirra hefur reyndar dreifzt meira yfir árið en áður var. Og starfs míns vegna hef ég staðið dýpra í bókaflóðinu en forðum var í Aðalbúðinni og hjá Kiddu Hann- esar. En ilmur bókanna hefur aldrei horfið mér úr vitum. Reynd- ar er Ármann Kr. Einarsson geng- inn á himneska eplaakra, en Árni í Hraunkoti læðist stundum ennþá í lófann á mér og er alltaf jafnmikill aufúsugestur. Það er eins með bækurnar og fiskinn. Ég get lesið bók upp á hvern einasta dag og líka notið bókalesturs til hátíðabrigða á jól- um. En jólaguðspjallið stendur alltaf fyrir sínu. Mér er enn og aftur frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hátíða- söngvar séra Bjarna hafa ekkert dalað. Þrátt fyrir skegg og sköllótt höfuð býr barnið í mér sig enn til jóla. Ég man spenninginn, þegar við læddumst að stofuhurðinni og pabbi kallaði inn: „Jólasveinn! Ertu búinn, megum við koma inn?“ Og alltaf stóð það á endum, að jólasveinninn var búinn að skreyta jólatréð og setja pakkana við tréð. Glugginn var alltaf opinn, því þar kom jólasveinninn inn og hvarf á braut aftur. Ég man að eitt sinn hljóp ég beinustu leið að gluggan- um til að sjá jólasveininn, en það var of dimmt úti. Þó tel ég enn þann dag í dag að ég hafi séð eitthvað þjóta fyrir hornið hjá Jóa bílstjóra. Bráðum koma bless- uð jólin Hér segir af bernskujólum í Siglufirði, þegar eplailmur og bækur í búðarglugg- um voru fyrstu jólaboðarnir og hátíða- söngvar séra Bjarna ómissandi. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is ,,LEYNDARDÓMAR litbrigða ópalsins felast ekki í sjálfum kjarna hans heldur í því sem hann annars skortir.“ Þessa margræðu tilvitnun í nýlegt vísindarit not- ar breski höfundurinn Ben Rice sem lykil að fyrstu skáldsögu sinni. Pobby og Dingan er yndislegur gimsteinn, margræður og marg- brotinn, sem hægt er að lesa og túlka á mörgum sviðum sam- tímis. Ekki síst er það fengur að fá bók sem er falleg og einföld barnasaga um leið og hún er táknræn og djúphugsuð fullorðins- bók, sorgleg og fyndin í senn. Líf aðalpersónanna snýst um leitina að ópalsteinum eins og líf allra hinna átta þúsund fjörutíu og níu íbúanna í ástralska námabænum þar sem sagan gerist. Eina ástæða þess að fólk býr þarna í hita og ryki á berangri er þráin eftir ópalnum. Þrá eftir fegurð hans og verðmæti. Allir eru að- fluttir, komnir til að freista gæf- unnar. Þegar Pobby og Dingan hverfa breytist margt; í stað þess að leita að ópalsteinum fer allur bærinn að leita að tveimur ósýni- legum og ímynduðum krökkum. Sagan er sögð í fyrstu persónu, af stráknum Ashmol sem er um það bil tólf ára gamall. Ashmol segir frá atburðum sem gjörbreyta lífi hans og skilningi á heiminum þann- ig að sagan verður sannkölluð þroskasaga. Faðir hans er fyrir- myndin, hetja í augum sonarins þó að gallar hans séu margir og aug- ljósir. Hann er stórkostleg persóna sem stjórnar lífi fjölskyldunnar með því hve heltekinn hann er af draumi sínum um ópalsteinanna. Móðirin saknar fyrra lífs, þess sem hefði getað orðið í Englandi hjá ensku ömmu ef hún hefði ekki fylgt ástinni til Ástralíu. Systirin Kelly- anne, sem er átta eða níu ára, lifir sínu lífi í gegnum ímynduðu vinina sína, Pobby og Dingan. Flestir þekkja litla krakka sem búa til sína eigin vini þegar þeir flytja eða eru einmana eða passa ekki inn í umhverfi sitt. Ben Rice fer óendanlega langt og frumlega með þetta fyrirbæri ímyndunarafls- ins og gerir það að hreyfiafli sög- unnar. Litla stelpan Kellyanne verður sterkasta per- sónan; eins konar táknmynd kærleika, staðfestu, heiðarleika, samúðar og einlægrar trúar á það sem ekki sést með berum aug- um. Ashmol bróðir hennar verður boðberi þessarar trúar, eftir að hafa gengið í gegn- um sálarhreinsun. Vís- un í dýrlinga, guðdóm- lega snertingu og vitrun, útbreiðslu sannleikans en ekki síst í sammannlegan sársauka og þrá liggur alls staðar milli lín- anna. Með hjálp bróður síns og með Pobby og Dingan sér við hlið snertir Kellyanne við öllum í kring- um sig. Mannlýsingarnar eru fjölbreytt- ar, lifandi og oft mjög fyndnar. Pælingar drengsins um annað fólk og um sjálfan sig krauma jafnt af kímni og sársauka. Stíllinn alveg ótrúlega knappur og hnitmiðaður, það er engu orði ofaukið í bókinni en þó er svo mikið sagt. Sjónar- hornið er markvisst og málfarið alltaf trúverðugt sem talsmáti barns að breytast í ungling. Þýðing Bjarna Jónssonar er alveg sérstak- lega lipur og sannfærandi en það hlýtur að vera þrautin þyngri að koma barnslegu en þó kæruleys- islegu málfarinu til skila í jafn knöppum stíl. Kápa bókarinnar er falleg og vönduð en myndin af litlu stúlkunni kallast á við fegurð og dulmagn sögunnar. Ég mæli eindregið með þessari bók fyrir börn og fullorðna. Með einfaldri fegurð sinni og djúphugs- uðu táknsæi er hún lítill glitrandi gimsteinn. Gimsteinn fyrir fólk á öllum aldri BÆKUR Skáldsaga Eftir Ben Rice. Bjarni Jónsson þýddi. Vaka-Helgafell, Reykjavík 2001, 124 bls. POBBY OG DINGAN Hrund Ólafsdóttir Bjarni Jónsson Komnar eru út bækur í bókaflokknum Skemmtilegu barnabækurnar. Splass! eftir Judy Hamilton með myndum Sue King, er þýdd af Björgvini E. Björg- vinssyni. Bókin fjallar á gáska- fullan hátt um vatn og kynni barna af því. Bókin er 25 bls. Verð: 365 kr. Sjáðu eftir Judy Hamilton með mynd- um Sue King, er þýdd af Björgvini E. Björgvinssyni. Í bókinni er börnunum bent á ýmislegt eftirtektarvert í um- hverfinu. Bókin er 25 bls. Verð: 365 kr. Klukkan eftir Judy Hamilton með myndum Mimi Everett, er þýdd af Kristjáni Hreinssyni. Í léttum texta og vísum er börnunum kennt á klukku. Bókin er 25 bls. Verð: 365 kr. Svarta kisa eftir Alice Williamson í endursögn Vilbergs Júlíussonar er endurútgefin. Bókin segir frá kisunni litlu sem í leit sinni að mjólk fer bón- leið til búðar uns hún hittir góðhjart- aða stúlku. Bókin er 32 bls. Verð: 365 kr. Kolur í leikskóla eftir Lucille Hamm- ond með myndum Eugenie Fernades í þýðingu Stefáns Júlíussonar er end- urútgefin. Bókin segir frá því hvernig hvolpurinn Kolur upplifir sinn fyrsta dag í leikskóla. Bókin er 24 bls. Verð: 365 kr. Smásögur fyrir smáfólk er nýr bóka- flokkur. Í hverri sögu er að finna boð- skap sem dreginn er saman í vísu í bókarlok. Bækurnar eru eftirfarandi Krummi litli er eftir Kristján Hreins- son og teikningar gerir Sigurður Óli Pálmason. Sagan undirstrikar mik- ilvægi samskipta og gildi þess að vinna saman. Bókin er 23 bls. Verð: 365 kr. Þjófótta músin er eftir Kristján Hreinsson og teikningar gerir Sigurður Óli Pálmason. Sagan fjallar um það hvernig græðgi getur komið okkur í vanda. Bókin er 23 bls.Verð: 365 kr. Fyrir þessi jól koma út þrjár bækur í nýjum flokki um börnin Gyðu og Geir. Gyða og Geir heimsækja tann- lækninn fjallar um komu barnanna ásamt föður sín- um á tann- læknastofu Teddu. Gyða og Geir flytja í nýtt hús. Bókin fjallar um það hvernig systkinin eru búin undir það að skipta um íverustað. Gyða og Geir læra umferðarreglur fjallar um búðarferð barnanna ásamt móður sinni. Útgefandi er Bókaútgáfan Björk. Bækurnar eru 25 bls. eftir Judy Ha- milton. Mimi Everett myndskeytir. Björgvin E. Björgvinsson þýðir.. Verð: 480 kr. hver bók. Börn LITÍUMBÓKIN kom fyrst út á dönsku í Kaupmannahöfn 1978 og var endurútgefin 1991. Höfundur hennar, Mogens Schou, er danskur geðlæknir og vísindamaður og er meðal fremstu sérfræðinga í heim- inum í notkun lyfsins litíums. Í bók- inni er fjallað um notkun litíums við geðhvarfasjúkdómum og þar koma fram mörg gagnleg atriði hvað varðar þessa sjúkdóma en lesefni um þá er af skornum skammti á ís- lensku. Í fyrri hluta bókarinnar er fjallað á skýran og aðgengilegan hátt um geðhvarfasjúkdóma (mania-de- pression). Sagt er frá breytilegum sjúkdómsmyndum þessara ein- kennilegu sjúkdóma þar sem skiptast á örlyndi og depurð. Sjúk- dómsferlið er rakið og sagt er frá hvernig einkennin geta blandast saman. Þá er greining sjúkdómsins og meðferð kynnt. Fram kemur hversu mikill ávinningur er af for- varnarmeðferð fyrir sjúklinga með þessa sjúkdóma og hve mikilvægt er að ganga lengra en að meðhöndla eingöngu köstin og skipuleggja meðferðina til langs tíma með fyr- irbyggjandi þætti í fyrirrúmi. Í síð- ari hluta bókarinnar er sagt frá notkun lyfsins litíums gegn þessum sjúkdómum. Saga litíums er rakin í stórum dráttum en hún er löng og merk. Hefur litíum sem lyf skipað einstaka stöðu í nútímalæknisfræði. Notkun þess í forvarnarmeðferð gegn geðhvarfasjúkdómum er áhrifarík og hefur rutt brautina fyr- ir fleiri tegundir af forvarnarmeð- ferð gegn þessum sjúkdómum en miklar framfarir eiga sér nú stað á þessu sviði. Þannig er bókin ekki einungis fræðandi um lyfið litíum heldur einnig ágæt leiðbeining og fræðsla hvað varðar geðhvarfasjúkdóma. Lítið hefur verið til af greinargóð- um upplýsingum og fræðslu á ís- lensku um þessa sjúkdóma og bætir þessi bók í vandaðri þýðingu Magn- úsar Skúlasonar þar verulega úr. Ávinningur af forvarnarmeðferð BÆKUR Fræði – um litíummeðferð við geðhvarfa- sjúkdómi eftir Mogens Schou í þýðingu Magnúsar Skúlasonar geðlæknis. Gefin út af Geðverndarfélagi Íslands árið 2000. Bókina má nálgast á skrifstofu félagsins í Hátúni 10, eða í Bóksölu stúdenta. LITÍUMBÓKIN Ólafur Þór Ævarsson Mátturinn í núinu er eftir Eckhart Tolle í þýðingu Vé- steins Lúðvíks- sonar. Í kynningu segir m.a.: „Höfund- urinn varð tæp- lega þrítugur fyrir þeirri reynslu sem kippti honum ekki aðeins út úr langvarandi kvíða og þunglyndi heldur inn í þann frið sem ekki hefur yfirgefið hann síðan. Bókin kennir að máttur okkar býr í Núinu, því andartaki sem við lifum hverju sinni. Hún kennir okkur að lifa lífinu lifandi.“ Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 187 bls., prentuð í Lettlandi. Verð: 3.480 kr. Handbók

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.