Morgunblaðið - 11.12.2001, Side 40

Morgunblaðið - 11.12.2001, Side 40
UMRÆÐAN 40 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ POLAR PÚLSMÆLIR ER EINKAÞJÁLFARINN ÞINN SÖLUAÐILAR: Intersport Nanoq Útilíf Hreysti Markið Hlaupasíðan (hlaup.is) Úrsm. Halldór Ólafsson Akureyri P. Ólafsson ehf. Trönuhrauni 6, 220 Hf. www.p.olafsson.is sími 565 1533 PÚLSMÆLAR SENDUM Í PÓSTKRÖFU EINS og flestum mun kunnugt stefnir Landsvirkjun að því að veita efri hluta Jökulsár á Dal (Jöklu) austur í Jökulsá í Fljótsdal og Lag- arfljót. Um er að ræða ca. helming af rennsli Jöklu við ósinn, og allt jökulvatnið, sem til hennar fellur. Svo stórfelldar veitur milli vatna- sviða hafa ekki verið gerðar eða áætlaðar í alvöru hérlendis enda munu þær sjaldgæfar. Með veitunum yrði báðum stærstu vatnsföllum Héraðs gjör- breytt. Jökla myndi breytast úr jökulsá í bergvatnsá nema þann stutta tíma sem Hálslón er fullt og jökulvatn flæðir yfir stíflur. Þá gæti hún orðið nær eins mikil og nú vanalega á sumrin. Annars minnir nafnið aðeins á forna frægð og Kárahnjúkagljúfur verða tóm. Aur- ar þorna og hætta er á auknu áfoki af þeim. Selalátur eyðast. Lagarfljót tvöfaldast næstum að vatnsmagni og aurstyrkurinn allt að fimmfaldast. Gegnsæi vatnsins minnkar um helming, og hitinn lækkar að sumarlagi. Litur breytist úr blágráu í grábrúnt. Meðalvatns- borð hækkar, flóðahætta eykst, og hætta er á auknu landbroti. Lífríki fljótsins mun hraka verulega og fiskveiði og fuglalíf minnka. Þetta er viðurkennt í matsskýrslu Lands- virkjunar. Hins vegar hefur verið hljótt um ýmislegt annað. Nátt- úrufræðileg og söguleg sérstaða vatnanna hef- ur ekki verið dregin fram í dagsljósið, né heldur þýðing þeirra eða mikilvægi fyrir náttúru og mannlíf. Eðlislæg sérstaða Jöklu felst m.a. í, hversu vatnsmagn er breytilegt eftir árstím- um og að hún er aurugasta jök- ulvatn á Íslandi, og þar með eflaust í Evrópu, og líklega á jörðinni, enda er talið að hún beri fram um 10 milljón rúmmetra af möl, sandi og svifaur á ári. Einnig er sérstætt að hún er fossalaus frá upphafi til ósa, en víðast mjög straumhörð, og hef- ur á fáum árþúsundum grafið dýpstu og hrikalegustu gljúfur á Ís- landi. Sögulega séð er Jökla ekki síður sérstæð. Hún er eina stórfljótið, sem hefur verið brúað, líklega frá upphafi byggðar, sbr. nafnið Jök- ulsá á Brú, og eina vatnsfallið þar sem kláfar hafa verið notaðir til samgangna, líklega jafn lengi. Þeir eru annars óþekktir nema etv. í Suður-Ameríku! Ekkert vatnsfall er eins heimaríkt í dal sínum og Jökla, þar sem hún er órofa þáttur í mannlífinu, og margir hafa hrifist af tröllslegum krafti hennar. Margt fleira mætti tína til. Verði Jökla svipt jökulvatni sínu heyrir flest það sem hér var talið aðeins sögunni til. Gígjustrengur Jöklu slitnar og sam- bandið við uppruna og fortíð rofið. Varla er hægt að hugsa sér ólíkari vatnsföll en Jöklu og Lagarfljót, en þó er Fljótið ekki síður sér- stætt en áin. Eggert Ólafsson kallar það „mesta vatnsfall landsins“, sem ekki er fjarri lagi, þó að sum séu vatnsmeiri. Ef litið er á Lagarfljót sem straumvatn er það dýpsta og breiðasta fljót landsins, enda eina vatnsfallið þar sem reglulegar sigl- ingar hafa verið stundaðar hérlend- is. Þá má líta á Fljótið sem röð af stöðuvötnum, tvö, þrjú, eða jafnvel allt að 6 talsins, eftir því hvernig þau eru afmörkuð. Efsta vatnið, Lögurinn, er þriðja stærsta stöðu- vatn landsins að flatarmáli og rúm- máli, einnig með þeim dýpstu, og mestur hluti þess er neðan sjáv- armáls. Í botni þess fer fram meiri gasmyndun en þekkist í öðrum vötnum á Íslandi, og kallar gasið fram fjölbreytt fyrirbæri á yfir- borðinu. Jökulsá í Fljótsdal er beint fram- hald Lagarfljóts. Andstætt Jöklu er hún er ein fossauðugasta jökulsá á Íslandi. Í fljótinu er Lagarfoss, virkjaður 1975. Lagarfljótsormurinn er lang- frægasta vatnaskrímsli landsins, og það eina sem hefur orðið heims- þekkt. Mikill fjöldi ritaðra og prent- aðra heimilda er til um Orminn, og því má það teljast með ólíkindum að hans er hvergi getið í mats- skýrslu Landsvirkjunar. Sumar Orms-sýnir má rekja til gasfyrir- bæra, en aðrar eru torskiljanlegar. (Sjá grein höf. „Lagarfljót“, Lesb. Mbl. 18. 8. 2001). Í fljótu bragði virðast breytingar Fljótsins ekki eins róttækar og á Jöklu. Sýnileg breyting verður einkum í litarfari. Aðrar breytingar geta þó orðið verulegar, þegar til lengri tíma er litið, svo sem á lífrík- inu, og um sumar ríkir óvissa, þar sem rannsóknir vantar. T.d. er ekk- ert vitað um breytingu á ísalögum, eða áhrif aukins sethraða á gas- myndun og gaslosun. Hér er nauðsynlegt að líta á heildaráhrifin og þá tilfinningu sem Héraðsbúar hafa fyrir þessu vatns- falli, sem frá örófi alda hefur verið lífæð héraðsins og áhrifavaldur. Vitundin um breytingu, sem menn verða stöðugt minntir á með nýjum lit fljótsins, vegur hér ef til vill þyngra en flest annað. Gallar umhverfismats Helsti galli mats á umhverfis- áhrifum, eins og það er framkvæmt hér á landi, er skortur á yfirsýn og víðri skilgreiningu á umhverfinu. Það er þó varla lögunum að kenna, því að þar er umhverfi skilgreint mjög vítt í 3. grein, j-lið: Samheiti fyrir menn, dýr, plöntur og annað í lífríkinu, jarðveg, jarðmyndanir, vatn, loft, veðurfar, landslag, sam- félag, heilbrigði, menningu og menningarminjar, atvinnu og efn- isleg verðmæti. Samt sem áður hafa sumir þess- ara þátta hafa orðið útundan í matsferlum undanfarinna ára. Það á fyrst og fremst við „menningu og menningarminjar“, og að miklu leyti um „landslag“. Einnig hættir matsmönnum til að týna sér í smá- atriðum, og sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Sem dæmi má taka að fastar fornminjar (rústir o.fl.) hafa verið skráðar meðfram Lagarfljóti, allt að 100 m frá bakka, en ekki er minnst á sögulegt gildi Fljótsins, né hina sérstæðu samgöngusögu Jök- ulsár á Dal. Varla verður sagt að reynt hafi verið að meta landslag á áhrifa- svæði Kárahjúkavirkjunar, þó að óbeint komi það víða við sögu, t.d. í tengslum við jarðfræðiminjar. Kennt er um skorti á aðferðafræði, en skynjun landslags og mat á því verður ætíð persónulegt, eins og þegar um listaverk er að ræða. Greinarhöfundur hefur haft það verkefni í þrjá áratugi að skoða og skilgreina landslag. Síðustu 15 ár hefur Hérað og hálendið upp af því verið kannað. Niðurstöður af þeirri könnnun voru ekki notaðar við um- hverfismat Kárahnjúkavirkjunar, heldur stuðst við vanburðuga nátt- úruminjaskrá, sem Náttúruvernd ríkisins stendur fyrir. Hún byggir á litlum athugunum og handahófs- kenndu vali og er því oft verri en engin. Lagarfljót og Jökla – vanmetin vötn Helgi Hallgrímsson Hálendið Varla verður sagt, segir Helgi Hallgrímsson, að reynt hafi verið að meta landslag á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar. Höfundur er líffræðingur. FULLYRT er af og til á opinber- um vettvangi að banna beri olíuflutn- inga um Reykjanesbraut og Grinda- víkurveg vegna hættu á mengun vatnsbóla á Suðurnesjum. Umræða þessa efnis var nú síðast á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesj- um (sbr. umfjöllun í Mbl. 30. október sl.) og gera má ráð fyrir skoðana- skiptum um málið á Alþingi vegna tveggja tillagna til þingsályktunar sem þar hafa verið lagðar fram. Þingsályktunartillaga um olíuflutn- inga á Suðurnesjum var rædd á síð- asta löggjafarþingi en ekki afgreidd. Olíudreifing ehf. sendi þá umhverf- isnefnd Alþingis greinargerð um málið sem ástæða er til að vekja á at- hygli þingmanna og almennings. Helstu niðurstöður greinargerðar- innar sem er að finna á slóðinni www.hes.is eru eftirfarandi:  Margfalt meiri líkur eru á að venjulegur vöruflutningabíll með 200-400 lítra af olíu í geymum lendi í umferðaróhappi en eldsneytis- flutningabíll.  Afleiðingar þess, að 400 lítrar af ol- íu renni af geymi flutningabíls ná- lægt vatnsbólum Suðurnesja- manna eða að heill farmur olíuflutningabíls (40.000 lítrar) fari niður eru mjög svipaðar. Talsverð- ar líkur eru á að vatnsból myndu mengast í báðum tilvikum, mis- miklar þó. Mengunarhætta af öðr- um efnum hefur ekki verið metin en full þörf er á að það verði gert.  Allir þungaflutningar geta skapað hættu gagnvart vatnsbólum að Lágum, þ.e. mengun vegna um- ferðaróhappa á um tveggja kíló- metra kafla á þjóðveginum og að vatnsból í Vogum mengist á um eins kílómetra kafla.  Eðlilegt væri að gera varúðarráð- stafanir á vatnsverndarsvæðum og á öryggissvæðum kringum þau, t.d. þétta vegkanta og útbúa þétta skurði sem tækju við olíunni áður en hún kæmist í grunnvatnið. Slík aðgerð myndi minnka mengunar- hættu frá allri umferð.  Sjóflutningar eldsneytis til Grindavíkur myndu auka flutningskostn- að um u.b.b. 260% (að meðtöldum kostnaði við tilheyr- andi birgðastöð og lagnir). Innsiglingin í Grindavík getur auk þess verið vara- söm eins og dæmin sanna. Slys á sjó, þar sem olíuleki kemur við sögu, eru jafnan mun erfiðari við- fangs en slys á landi og sérstaklega alvar- leg þar sem hrygn- ingarstöðvar helstu nytjastofna þjóðarinnar eru úti fyrir.  Ályktunin af framansögðu er sú að vatnsbólunum stafi óveruleg hætta af flutningi eldsneytis ef miðað er við alla aðra umferð á þjóðvegum á Suðurnesjum. Aðrar flutningsleiðir eru dýrar og hættu- legar og koma ekki til álita.  Eldsneytisflutningar landleiðina til Suðurnesja eru afar mikilvægur hlekkir í dreifingarkerfi Olíudreif- ingar ehf. Ráðamenn fyrirtækisins og sérfræðingar um áhættu við flutninga telja að hættan sé í heild minnst þegar flutningsleiðir elds- neytis og annars varnings eru sem stystar, óháð flutningsaðferð. Bann við olíuflutningum á landi væri óskynsamleg og raunar frá- leit aðgerð. Nær væri að hyggja að flutningi vatnsbóla eins og reynd- ar hefur þegar verið ákveðið varð- andi vatnsbólið við Voga – sem er lofsverð og framsýn ákvörðun ráðamanna í Vatnsleysustrandar- hreppi. Þá má þétta vegkanta Grindavíkurvegarins, lækka há- markshraða og setja upp vegrið.  Umræðan snýst nær einvörðungu um olíuflutninga og hugsanlega mengun af þeirra völdum. Önnur mengandi efni eru flutt í stórum stíl um Reykjanesbraut og Grindavíkurveg en engar upplýs- ingar er að hafa um umfang þeirra flutninga. Nauðsyn- legt er að gerð verði einnig úttekt á þess- um flutningum. Umferð um Lágasvæðið Grindavíkurvegur frá Reykjanesbraut til Grindavíkur er 7,5 metra breiður vegur ut- an byggða með 6,5 metra breiðu bundnu slitlagi. Umferðarþung- inn á veginum eru 1.753 bílar á dag og áætlar Vegagerðin að um 10% af þeim fjölda sé þung umferð eða 175 þungir bílar á dag. Eldsneytisflutningabílar fóru á síð- asta ári 652 ferðir um veginn, þar af 326 lestaðir bílar sem svarar til 0,9 lestaðra bíla á dag eða 0,05% af um- ferðinni um veginn. Tölfræðilegar líkur á óhöppum í eldsneytisflutning- um eru þannig litlar en hættan er vissulega alltaf fyrir hendi og Olíu- dreifing ehf. tekur sannarlega tillit til þess í rekstri sínum. Viðbragðsáætlun – öryggisráðstafanir Olíudreifing ehf. kappkostar að gæta öryggis í hvívetna í starfsemi sinni. Starfsmenn fyrirtækisins eru þjálfaðir í að framfylgja sérstakri við- bragðsáætlun ef eldsneytisflutninga- bíll lendir í óhappi í umferðinni. Gert er ráð fyrir að umsvifalaust hefjist undirbúningur jarðborana og dæl- ingar til bjargar vatnsbólum ef sýnt þykir að takist ekki að koma í veg fyr- ir mengun grunnvatns með dælingu, þéttingum eða brottflutningi jarð- vegs. Slíkar ráðstafanir eru vel þekktar annars staðar í Evrópu og í Norður-Ameríku. Olíudreifing ehf. hefur sérfræðinga á þessu sviði í þjónustu sinni og auk þess greiðan aðgang að sérfræðifyrirtækjum er- lendis. Ef björgunaraðgerðir mistakast og olíumengun berst í vatnsbólið að Lágum þyrfti að grípa til viðeigandi aðgerða. Flutningur vatnstöku á nýtt svæði austan vegar yrði mjög kostn- aðarsamur og því mun fýsilegra að líta til hreinsunar á drykkjarvatni. Nokkrar aðferðir koma til álita en al- gengast er að nota kolasíu. Fyrirtæk- ið Flemming Zwicky ApS í Dan- mörku, sem sett hefur upp hreinsibúnað í fjölmargar vatnsveit- ur vestanhafs og austan, telur að búnaður til að hreinsa vatnið myndi kosta um 35 milljónir króna og rekst- ur á hreinsistöðinni um 4 milljónir króna á ári. Þá er miðað við vatns- notkun upp á 160 lítra á sekúndu. Kostnaðurinn myndi dragast saman með tímanum eftir því sem styrkur olíuefnanna minnkaði. Flutningur á vatnsbólum Voga- manna suður fyrir Reykjanesbraut væri augljóslega ódýrari en hreinsun vatns og yrði sennilega öruggasti og hagkvæmasti kosturinn ef til slíks kæmi. Olíudreifing ehf. er tryggð gagnvart tjónum af þessum toga en það má spyrja hvort sama eigi við um aðra þá aðila sem stunda flutninga- akstur um þjóðvegina og gætu valdið álíka miklu tjóni vegna olíuleka? Olíuflutningar á Suðurnesjum Gestur Guðjónsson Olíudreifing Flutningur á vatns- bólum Vogamanna suð- ur fyrir Reykjanes- braut, segir Gestur Guðjónsson, væri aug- ljóslega ódýrari en hreinsun vatns og yrði sennilega öruggasti og hagkvæmasti kosturinn ef til slíks kæmi. Höfundur er umhverfisverkfræð- ingur, M.Sc., umhverfis- og öryggis- fulltrúi hjá Olíudreifingu ehf. Meðgöngufatnaður fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið. Þumalína, Pósthússtr. 13, sími 551 2136

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.