Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ S: 564-4120 BRILLIANT B E R Ð U Þ A Ð B E S T A H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað        ●    ●    ●   ●    ●  !"#$ # ● #% &&  ● ' (# ) ' &*+*, ÉG hef setið flesta landsfundi Sjálfstæðis- flokksins sl. 35 ár og oftast haft mikla ánægju af. Þó hafa tveir síðustu landsfundir valdið mér vonbrigðum og áhyggjum. Það var aðallega tvennt sem olli því. Í fyrsta lagi afstaða ungs fólks á landsfund- unum. Því virðist vera mikið í mun að miðla okkur hinum af reynsluleysi sínu. Helstu hugsjónir þess eru að vera á móti RÚV, tónlistarhúsi, symfóníuhljómsveit og aðild að ESB en meðmælt auknu frjálsræði í áfengissölu og jafnvel á hassi. Í öðru lagi olli það mér miklum vonbrigðum að stærsta mál samtím- ans, afstaða okkar til ESB, var alls ekki rætt á síðasta landsfundi. Ég bar upp fyrirspurn til Davíðs Odds- sonar í fyrirspurnatíma um mál sem snerti evruna og ummæli sem hann hafði haft um hana, en henni var ekki svarað. Til að gæta alls sannmælis þá var afstaðan til ESB rædd í afar fá- mennri nefnd um utanríkismál. Þarna var mættur formaður utanrík- ismálanefndar Alþingis, Tómas Ingi Olrich, og passaði vel upp á að allt færi „rétt“ fram. Fyrir nefndinni lágu illa samin og ónákvæm drög að ályktun um utan- ríkismál, sérstaklega þar sem rætt var um ESB og Norðurlandaráð var ekki nefnt á nafn. Það urðu snarpar umræður um hugsanlega aðild Íslands að ESB og var ég ekki einn á báti um nauðsyn aðildar. Hægt er að hafa tvenns konar af- stöðu til aðildar að ESB, annars veg- ar pólitíska og hins vegar út frá fjár- hagslegum ávinningi af aðild. Það er viðurkennd staðreynd að ESB hefur fært Evrópu aukna velsæld og frið, en einnig gífurlega aukið pólitískt vægi í heiminum. Sem Evrópubúi vil ég taka þátt í þessu merkilega sam- starfi mikils meirihluta Evrópuríkja. Hin skoðunin sem gengur aðeins út á krónur og aura virðist vera sú afstaða sem flestir horfa til og gleyma þeirri pólitísku. Ég er þó fullviss um að að- ild muni hafa mikil jákvæð efnahags- leg áhrif. Aðild okkar að EES er ein- göngu byggð á fjárhagslegu afstöðunni. Ég er ekki einn um að finnast afstaða okkar til ESB nálgast að vera niðurlægjandi. Við er- um með samningi við EES skuldbundin til að taka við tilskipunum ESB og lögleiða þær, án þess að hafa nokkra möguleika til áhrifa á þær. Það er svo annað mál að þessar tilskipanir sem við höfum fengið með EES-samningnum hafa innleitt nánast nýtt siðferði t.d. í við- skiptum og athyglisvert er hversu vel hagsmuna þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu er gætt í þeim. Ég skil vel afstöðu manna sem telja að EES-samningurinn jaðri við stjórnarskrárbrot en full aðild að ESB sé það miklu síður. Athyglisverð er ábyrg framkoma Halldórs Ás- grímssonar varðandi þessar stóru spurningar um EES og ESB, ég ætla að Halldór hafi með kynnum sínum af þessum málum öðlast víðtæka þekk- ingu á þeim og komist að þeirri nið- urstöðu að Íslendingar verði að fara að gera upp hug sinn um stöðu sína í Evrópu og að núverandi einangrun- arstefna sé þjóðinni ekki til fram- dráttar. Varðandi Norðurlandaráð tel ég það veikja stöðu okkar þar að vera ekki með fulla aðild að ESB. Norð- urlöndin í ESB ræða málefni Evrópu í ljósi þess að þau hafa bein áhrif í ESB og á þau er hlustað. Það er oft nefnt í umræðunni um aðild að ESB að við munum ekki hafa þar nein áhrif sökum smæðar okkar. Ég var í Lúxemborg nýlega og heyrði stjórnmálafræðing þar benda á að Lúxemborg fór fyrst að hafa einhver áhrif í Evrópu eftir inngönguna í ESB og mikil velsæld hefði hafist þar eftir inngönguna. Hann sagði það reynsluna að áhrif þjóða í ESB færu ekki síður eftir fulltrúum þeirra en stærð. Það er ætíð hlustað á þunga- vigtarmenn í pólitík sagði hann. Mér finnst afar mikilvægt að við sem þjóð höfum atkvæðisrétt innan ESB, við skulum hafa það hugfasrt að við erum nú þegar komin u.þ.b. 80% inn í ESB með EES-samningn- um. Tómas Ingi Olrich hefur ásakað Evrópusinna um að grafa undan krónunni undanfarið, m.a. með tali um nauðsyn þess að taka upp evruna. Ég spyr, er það af tiltrú á krónunni að fyrirtækjum er leyft að gera upp ársreikninga sína í erlendum gjald- miðlum? Hannes Hólmsteinn Gissur- arson talar um möguleikann á því að hér verði þrír gjaldmiðlar í gangi inn- an tíðar og sennilega er það rétt. Vek- ur þetta tiltrú á krónunni? Ég nefni hann vegna áhrifa hans innan Sjálf- stæðisflokksins. Nú má gera ráð fyrir því að hlut- irnir fari að gerast hratt og að þau lönd innan ESB sem ekki hafa sam- þykkt evruna geri það mun fyrr en áður var reiknað með. Ég spyr eins og margir aðrir, halda menn virkilega að almenningur láti bjóða sér enda- lausar holskeflur í gengismálum eins og verið hafa að undanförnu? Til að komast hjá þessum holskeflum þurf- um við sterkan gjaldmiðil. Íhaldsflokkurinn breski klofnaði vegna afstöðunnar til evrunnar og ESB. Klofningur flokksins og áhrifa- leysi er arfur frá Margaret Thatcher og mikilli andstöðu hennar við frek- ara samrunaferli í ESB. Það er ætíð hættulegt þegar stjórnmálamenn fyllast svo af hroka yfir eigin ágæti og yfirburðum að þeir geta ekki unnið með öðrum þjóðum að framförum. Ég hef það fyrir satt að Thatcher hafi sagt í ræðu: „Og Guð sagði og ég tel það rétt!“ Sem sjálfstæðismaður lít ég á aðild að ESB sem brýnasta sjálfstæðismál þjóðarinnar. Að við verðum fullir þátttakendur í sköpun öflugrar Evr- ópu þar sem hvert þjóðríki tekur þátt af fullri reisn og án minnimáttar- kenndar. En hvað á ég og mínir líkar að gera í næstu alþingiskosningum ef einangrunarsinnar eins og Tómas Ingi Olrich og skoðanabræður hans í VG eiga að ráða ferðinni um afstöðu okkar til aðildar að ESB? Ég veit um marga sjálfstæðismenn sem velta þessari spurningu alvarlega fyrir sér og kvíða næstu alþingiskosningum ef þeir geta ekki fylgt Sjálfstæðis- flokknum að málum. Mun afstaðan til ESB kljúfa Sjálfstæðisflokkinn? Guðmundur Hallgrímsson ESB Sem sjálfstæðismaður, segir Guðmundur Hallgrímsson, lít ég á aðild að ESB sem brýn- asta sjálfstæðismál þjóðarinnar. Höfundur er lyfjafræðingur. ÁTÖKIN í Palestínu taka stöðugt á sig al- varlegri mynd. Mann- dráp og limlestingar, eyðilegging og önnur glæpastarfsemi færist í aukana. Palestínumenn virð- ast standa höllum fæti í því fjölmiðlastríði sem nútímahernaður byggist svo mikið á. Ósvífnar yfirlýsingar ráðamanna Ísraelsrík- is glymja hátt meðan mun minna fer fyrir málsvörum Palestínu- manna. Eitt er þó víst að nú er bráð nauðsyn að allir frið- elskandi aðilar láti málið til sín taka og stöðvi þann yfirgang við Palest- ínumenn sem Sharon stýrir. Yfirgangur Nú er svo komið að Palesetínu- stjórn ræður innan við 18% af Vest- urbakkanum og Gaza. Þjóðin og þjóðarstoltið er markvisst brotið niður af Ísraelsher sem hefur m.a. hlutað það land sem Palestínumenn „ráða“ í um 220 smáeiningar. Ísr- aelsher heftir umgang Palestínu- manna sjálfra um svæðið. Stöðugar ógnanir Ísraelshers og yfirgangur, m.a. eyðilegging húsa Palestínu- manna með jarðýtum, dráp á Pal- estínumönnum, m.a. börnum, hefur kallað fram óstjórnlegt hatur þeirra á Ísraelsmönnum. Þessar aðferðir hafa skiljanlega leitt til þess að ill- mögulegt er að hafa stjórn á æstu fólki. Hryðjuverkasamtök eins og Hamas þrífast á slíku ástandi. Fjöldi fólks er fús að fórna lífinu til að hefna sín á kvölurunum, Ísraels- mönnum. Viðbrögð fólks í sárum, hvort sem um er að ræða unglinga með teygjubyssur eða unga menn með naglasprengjur um sig miðja, eru svo notuð af Ísraelsstjórn til að herða enn frekar árásir á þessa þjáðu þjóð. Árásir sem í raun er ekki hægt að flokka undir annað en hryðjuverk, þótt þau séu framin af skipulögðum her og undir stjórn Sharons forsætisráðherra. Áróðursstríð Sú harka sem Ísraelsstjórn hefur beitt Palestínumenn leiðir aðeins til fjölgunar á þeim einstaklingum sem öllu hafa tapað. Þar með fjölgar þeim einstaklingum sem tilbúnir eru að fórna lífinu í baráttunni gegn Ísraelsmönnum. „Átök milli Ísr- aelsmanna og Palestínumanna blossuðu upp 28. september 2000 þegar Ariel Sharon, núverandi for- sætisráðherra Ísraels, heimsótti stað í gamla borgarhluta Jerúsal- ems sem gyðingar nefna Musteris- hæðina en múslimar nefna Haram as-Sharif, eða Stórbrotna helgistað- inn. Síðan hafa 648 Palestínumenn fallið í bardögum og 177 Ísr- aelsmenn.“ (mbl.is 28.09.2001) Oft eru það því lítt skipulagðir nánast vit- stola einstaklingar, í andstöðu við vilja heimastjórnar Palest- ínu, í baráttu við skipulagðan her, undir beinni stjórn stjórn- valda Ísraelsríkis. Það ætti því engum að dyljast hverjir bera höfuðábyrgð á því ástandi sem þarna rík- ir. Auk þess hefur Ísraelsstjórn útbúið lista yfir foystumenn araba og lýst því yfir að þeir verði drepnir. Ísraelsher hefur nú þegar tekist að drepa nokkra þeirra og því ekki við öðru að búast en að fylgismenn þeirra leiti hefnda. Það er mikil- vægt að fólk hafi það í huga að hér er ekki um að ræða einhverja aðila óháða stjórnvöldum í Ísrael. Það er sjálf stjórnin sem hefur gefið út listann og hún beitir hernum mark- visst til að drepa þá menn sem á listanum eru. Á þetta eitthvað skylt við þær hugmyndir sem við gerum okkur um það hvernig stjórnvöld eigi að haga sér. Nei, mun eðlilegra er að tala um Ísraelsstjórn og þann her sem hún ræður yfir sem rík- isrekin hryðjuverkasamtök. Trúnaður brostinn? Um þessar mundir heyrast vangaveltur um að sennilega sé trúnaður brostinn milli stjórnar- herra í Ísrael og Palestínu. Er nokkur furða þótt svo sé? Eftir að Sharon hefur látið útbúa drápslista yfir palestínska ráðamenn, látið ráðast á skrifstofu höfuðstöðva Yassers Arafats í Ramallah á Vest- urbakkanum meðan Arafat var staddur á skrifstofu sinni í aðeins nokkurra metra fjarlægð. Er ein- hver hissa á að eitthvað skorti á trúnað og virðingu milli þessara manna? Á sama tíma ítrekar Bush þá kröfu að Arafat hafi upp á þeim sem ábyrgir eru fyrir sjálfsmorðs- árásum sem gerðar voru í Ísrael um helgina og dragi þá fyrir dóm. Ekkert hefur farið fyrir samsvar- andi kröfum um að ráðamenn í Ísr- ael verði dregnir fyrir dóm vegna fjöldamorða þeirra á Palestínu- mönnum. Munið að á ári féllu 648 Palestínumenn en 177 Ísraelsmenn. Það er jafnframt rétt að hafa það í huga að Sharon er m.a. dæmdur fyrir stríðsglæpi af sínu fólki. Araf- at og Símon Peres, sem reynt hefur að ná fram viðræðum um frið, eru hins vegar friðarverðlaunahafar Nóbels. Viðurkennum sjálfstætt ríki Palestínu Eina vonin til að koma á friði á þessum slóðum er að viðurkenna Palestínuríki. Þingflokkur Samfylk- ingarinnar hefur flutt tillögu þess efnis á Alþingi og í þessu máli hefur Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra talað um þetta mál á óvenju skynsömum nótum. Þótt viðurkenning á Palestínuríki sé að vísu verulega gott skref í rétta átt þarf meira að koma til. Það þarf að beita Ísraelsríki þrýst- ingi til að það virði sjálfstæði Pal- estínuríkis. Það er þó ólíklegt að sá friður komist á meðan Sharon og hans líkar eru við völd. Líklega er borin von að friður komist á nema Verkamannaflokkurinn með mönn- um eins og Peres komist þar til valda. Sjálfstæð Palestína nauð- synlegt skref í átt til friðar Jóhann Geirdal Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar í Reykjanesbæ. Átök Það þarf að beita Ísr- aelsríki þrýstingi, segir Jóhann Geirdal, til að það virði sjálfstæði Palestínuríkis. Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.