Morgunblaðið - 11.12.2001, Page 43

Morgunblaðið - 11.12.2001, Page 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 43 BIRGIR Sigurðsson rithöfundur skýtur að mér eitruðum skeytum í Morgunblaðinu 6. des- ember. Tilefnið var frétt í sama blaði frá 25. nóvember um áhrif Norðingaölduveitu á vatnafar í Þjórsárver- um og grennd. Birgir er hatrammur andstæð- ingur allra virkjunar- áforma þar efra og sparar ekki stóryrðin í garð Landsvirkjunar og Orkustofnunar og vegur í leiðinni óvægi- lega að mér persónu- lega og vísindaheiðri mínum. Grein hans heitir „Rang- færslur og húsbóndahollusta“ og þegar að er gáð eru það getsakir hans um meðvitaðar rangfærslur mínar og hollusta við illan húsbónda sem eru kveikja nafnsins. Fréttin um Norð- lingaölduveitu er í grunninn byggð á greinargerðum sem ég skrifaði fyrir Landsvirkjun um áhrif lóns við Norð- lingaöldu á vatnafar. Upp úr þeim sauð almannatengslafyrirtækið At- hygli örstuttan útdrátt sem settur var á netsíðu Landsvirkjunar um Norðlingaölduveitu. Hann var síðan gerður að frétt á Morgunblaðs- vefnum og endaði svo að lokum sem baksíðuuppsláttur í Morgunblaðinu sjálfu. Á þessari leið bjöguðust nið- urstöður mínar nokkuð eins og ég kem að síðar. Það sem m.a. fór fyrir brjóstið á Birgi var að ég hafði ekki gert mikið úr neikvæðum vatnafarslegum áhrif- um lóns með vatnshæð í 575 m y.s. við Norðlingaöldu. Óbætanlegar nátt- úruminjar fara ekki á kaf, lindasvæði eða hverir hverfa ekki í vatn, leki út í grunn- vatnskerfið verður lítill. Lónið kaffærir að vísu 29 km² lands (þar af raunar yfir 20 km² utan friðlandsins í Þjórsár- verum) og ég benti á að fallegt votlendi með rústum syðst í Tjarnar- veri myndi fara á kaf svo og Eyfafen, rennsli í Þjórsá neðan stíflu myndi minnka verulega og fossarnir niður með ánni, Hvanngiljafoss, Dynkur og Gljúfurleita- foss, myndu rýrna að sama skapi. Þannig sé ég kost og löst á þessu lóni og læt það koma fram í skrifum mínum. Aðalaðfinnslur Birgis gagnvart mér byggjast þó á augljósum villum sem eiga rót sína að rekja til mistaka hjá þeim sem gerði útdrátt úr grein- argerðum mínum hjá Athygli. Þar kom fram að draga myndi úr upp- blæstri sem orðið hefur við gamlan farveg Þúfuverskvíslar því lónið myndi teygja sig inn eftir honum. Þessi ábending mín á þó alls ekki við lón í 575 m hæð því það nær ekki að Þúfuverskvísl en hún á við eldri hug- myndir og stærri lón, sem nú er horf- ið frá að gera, lón í 579 m og 581 m hæð. Villan stóð ekki nema í örfáa tíma á Morgunblaðsvefnum en var þá leiðrétt en í millitíðinni rataði hún inn í útsíðufréttir Morgunblaðsins. Birg- ir sá villuna strax og greip til stíl- vopna sinna. Hann bendir réttilega á að hér hafi eitthvað skolast til en ger- ir því skóna að annarlegar hvatir hjá mér valdi því. En þannig er því sem sé ekki varið. Stóryrði um rang- færslur og húsbóndahollustu, sem beri vísindamennsku mína ofurliði, eru því á misskilningi og missögnum byggð. Þannig verður hann sjálfur rangfærslum að bráð og það var leitt, en öllum getur orðið á. Birgir Sig- urðsson er ágætur sagnfræðingur, eins og bækur hans sýna, en í ákafa dægurmálaumræðunnar gleymir hann þeirri gullnu reglu að líta í frumheimildir. Hann hefði getað skoðað Norðlingaölduvefinn betur en hann gerði, hann hefði getað náð sér í greinargerðir mínar og lesið þær milliliðalaust og hann hefði getað haft samband við mig og spurt mig í ein- lægni hvort mér hefði virkilega orðið sú ótrúlega skyssa á að rugla saman lónhæðum í Norðlingaöldulóni. Þetta gerði hann ekki í ákafa sínum. Hon- um fannst hann hafa skotfæri á mér og gæti í leiðinni gert Orkustofnun tortryggilega og þess vegna lét hann ríða af. En það var ekki viturlegt því það á aldrei að skjóta fyrst en spyrja svo. Um rangfærslur og húsbóndahollustu Árni Hjartarson Norðlingaalda Það á aldrei að skjóta fyrst en spyrja svo, seg- ir Árni Hjartarson, í svargrein til Birgis Sigurðssonar um Norðlingaölduveitu. Höfundurinn vinnur hjá Orkustofn- um og er jarðfræðingur og sérfræð- ingur um grunnvatn og vatnafar. SAMFYLKINGIN vill að mótuð verði at- vinnustefna í menningu og listum þar sem við- urkennt sé að þekking, sköpunarkraftur, hefð- ir og hæfileikar séu mikilvæg auðlind fyrir íslenskt samfélag. Um það var ályktað ítar- lega á landsfundi flokksins í nóvember sl. og byggt á vinnu hóps sem undir forystu Ásu Richardsdóttur hefur haldið utan um mark- vissa umræðu um menningarmál, ekki síst mikilvægi þess að litið sé á fjölbreytta menningu og kröftugar listir sem eina af megin- stoðunum í grunni nútímasamfélags. Nýir miðlar og möguleikar Umhverfi menningar og lista hef- ur tekið miklum breytingum á und- anförnum árum. Með tilkomu nýrra miðla og starfsgreina hafa orðið til möguleikar sem brýnt er að stjórn- völd, fyrirtæki og einstaklingar fjár- festi í. Menning og listir eru orðin öflug atvinnugrein á Íslandi, sem styrkir fjölbreytni hagkerfisins, eyk- ur hagvöxt og virkar sem mótvægi og innblástur fyrir aðrar stoðir þess. Þess vegna ályktaði landsfundur Samfylkingarinnar að stjórnvöld ættu að ráðist í stórátak við að móta atvinnustefnu um menningu og list- ir. Með slíkri atvinnustefnu væru styrktar þær stoðir sem íslenskt menningarlíf hvílir á og nýjum starfsgreinum innan þess gefnir möguleikar til vaxtar. Einnig var á það minnt að Ísland er að verða fjöl- menningarlegt samfélag og við mót- un menningarstefnu ber að taka tillit til þess fjölda fólks af erlendum upp- runa sem býr í landinu. Það er nauðsynlegt að hagræn umsvif menningar og lista verði rannsökuð og gerð úttekt á stöðu at- vinnugreinarinnar í ís- lensku samfélagi og í alþjóðlegu samhengi. Jafnframt verður að endurskoða skilyrði og stjórnsýslu menningar og lista. Sérstaklega er brýnt að hugað sé að skilyrðum sjálfstætt starfandi listamanna og að byggt sé upp hvetjandi skattaum- hverfi sem örvar inn- lend og erlend fyrirtæki til að fjár- festa í íslenskri menningu og listum. Þá var mikill stuðningur við að byggð yrði upp menningartengd ferðaþjónusta, umgjörð hennar styrkt og hvatti fundurinn til þess að nýjar leiðir yrðu fundnar til að kynna íslenskan þjóðararf og tengja hann nútímamenningu þjóðarinnar. Tengsl verndunar og sköpunar voru talin lykilatriði í uppbyggingu menn- ingartengdrar ferðaþjónustu. Nýsköpun og útflutningur Landsfundur Samfylkingarinnar telur mikilvægt að gerð verði lang- tímaáætlun um kynningu á íslenskri list og menningu á erlendri grund, þar sem sérstök áhersla er lögð á ný- sköpun og list ungs fólks. Í því sam- bandi ályktaði fundurinn um að stofnaður yrði sjóður um erlent sam- starf á sviði lista og menningar þar sem lögð yrði áhersla á verkefni sjálfstæðra aðila í öllum listgreinum. Þá var ítrekað að efnd yrðu fyrirheit um útflutnings- og þróunarsjóð ís- lenska tónlistariðnaðarins en þar hafa stjórnvöld verið á flótta undan eigin loforðum við tónlistarmenn. Landsfundurinn vill líka að skap- andi starf í öllum skólum verði stórum eflt og leggur í því sambandi sérstaka áherslu á menntun kennara og kjör í samræmi við hana. Og þá ekki síður að uppbygging Listahá- skóla Íslands verði efld og tryggt að skólinn geti rækt hlutverk sitt sem skóli miðlunar og sköpunar til fram- tíðar. Það er trú okkar að það muni skipta sköpum fyrir atvinnulíf fram- tíðarinnar að frjó hugsun og skap- andi starf hafi verið þroskað með uppvaxandi kynslóð. Í stuttri blaðagrein er ekki unnt að halda öllu því til haga sem unnið hef- ur verið í starfshópi eða ályktað um á fundinum. Af því sem rakið er sést þó að mikil og góð vinna hefur farið fram og mun henni verða fylgt eftir með ýmsum hætti. Fundurinn álykt- aði einnig um framtíð ríkisútvarps- ins. Því máli verður hinsvegar að gera skil í sérstakri grein. Menning er mikilvægt atvinnumál Svanfríður Jónasdóttir Atvinnustefna Samfylkingin vill að mótuð verði atvinnu- stefna í menningu og listum, segir Svanfríður Jónasdóttir, þar sem viðurkennt sé að þekk- ing, sköpunarkraftur, hefðir og hæfileikar séu mikilvæg auðlind. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.