Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í BYRJUN nóvember sl. óskuðu Samtök iðnaðarins eftir því að Fjármálaeftirliti, Seðlabanka eða öðrum opinberum hlutlausum aðila yrði falið að kanna þróun vaxta- munar hjá íslenskum lánastofnun- um þar sem samtökunum virtist að álagning banka og annarra lána- stofnana, bæði í formi vaxtamunar og þóknana, færi mjög hækkandi. Með öðrum orðum: Við fáum ekki betur séð en að ofan á svimandi háa grunnvexti hér á landi hafi bankar og aðrar lánastofnanir að undan- förnu, í skjóli fákeppni, notað tæki- færið og aukið sína álagningu. Viðskiptaráðherra hefur tekið þessu erindi vel og er þess að vænta að niðurstöður komi fyrir al- mennings sjónir fljótlega. Það er sannarlega ekki vanþörf á að fyr- irtæki og almenningur fylgist með þessari þróun en það er ekki auð- velt því þessar upplýsingar liggja ekki á lausu. Sú var að minnsta kosti raunin þegar eftir þeim var leitað sl. haust. Vaxtatekjur aukast sem svarar gengistapi Í Morgunblaðinu 15. nóvember fullyrti Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyr- irtækja, að vaxtamun- ur hér á landi færi minnkandi. Svo skemmtilega vildi til að daginn eftir birtist í sama blaði frétt í til- efni af níu mánaða uppgjöri Landsbank- ans þar sem sagði: „Gengistap af hluta- bréfum nam 1.610 milljónum króna og eru umskiptin frá fyrra ári um tveir milljaðar króna, en á sama tímabili í fyrra nam gengishagnaður af hlutabréfum 424 milljónum króna. Vaxtatekjur jukust u.þ.b. sem svarar auknu gengistapi af hlutabréfum og koma þar til aukin áhrif verðbólgu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsbankanum.“ Í annarri frétt sagði: „Hreinar vaxtatekjur bank- ans jukust um 44% eða 1.892 millj- ónir króna í samanburði við fyrstu níu mánuði ársins 2000.“ Ég skil þessar fréttir ósköp ein- faldlega svona: Lántakendur bank- ans eru umsvifalaust látnir greiða tapið af hlutabréfaeign bank- ans. Reikningskúnstir Guðjón Rúnarsson er aftur kominn fram á ritvöllinn í Morgun- blaðinu 4. desember og er enn við sama heygarðshornið. Hann segir álagningu bank- anna fara minnkandi nema bara rétt núna allra síðustu mánuð- ina. Hann tekur mis- mun vaxtatekna- og vaxtagjalda og deilir í með niðurstöðutölu efnahagsreikn- ings. Þetta segi ég að sé villandi málflutningur. Nær væri að deila með meðalstöðu inn- og útlána eða vaxtaberandi eigna og skulda bank- anna. Undanfarin ár hafa bankar og aðrar lánastofnanir þanið út efnahagsreikninga sína með endur- lánuðu erlendu lánsfé, skuldabréfa- og hlutabréfakaupum innanlands og utan. Hlutabréfin skila bönkunum engum vaxtatekjum og reyndar engum arði heldur um þessar mundir. Vaxtagjöldin aukast og nið- urstöðutala efnahagsreikningsins stækkar. Ég fæ hins vegar ekki séð að vaxtamunurinn hafi minnkað. Þvert á móti. Að reikna niður vaxtamuninn Tökum lítið dæmi: Í Morgun- blaðinu 5. des. sl. er þessi frétt á bls. 20: „Þá jók Íslandsbanki-FBA eignarhlut sinn í Baugi í gær í 10,15% með því að kaupa hlutabréf að nafnvirði 5.000.000 í félaginu. Eignarhlutur bankans í Baugi er því 172.186.775 að nafnvirði ...“ Bankinn á sem sagt rúmlega 1,7 milljarða að markaðsverði í Baugi. Þetta eykur vaxtagjöld bankans, sem þarf að fjármagna þessa eign, og um leið stækkar efnahagsreikn- ingur bankans. Hefur vaxtamunur eða álagning Íslandsbanka minnkað við þessi kaup? Ég segi nei. Guðjón Rúnarsson reiknar út að vaxtamun- urinn hafi minnkað. Hvað segja við- skiptavinir bankans og þú lesandi góður? Vaxtamunur bankanna er reynd- ar orðinn ótrúlega lítill samkvæmt þessum útreikningum Guðjóns Rúnarssonar: Innan við 3% í fyrra og myndi minnka stórlega ef ís- lensku bankarnir væru með hús- næðislánin eins og t.d. í Danmörku þá „mundi vaxtamunurinn vera um 1-1,5% stigum lægri en hann er nú“. Þeir sem af eigin raun þekkja hver munur er á inn- og útláns- vöxtum íslenskra banka finnst þetta ef til vill fyndið eða að minnsta kosti hlægilegt. „Umbreytingar- fjárfestingar“ Við Guðjón erum ósammála um fleira. Ég tel að bankar og spari- sjóðir hafi gengið allt of langt í því að fjárfesta í atvinnurekstri. Fleiri og fleiri dæmi eru um það að lána- stofnanir sem ætluðu upphaflega að taka þátt í því sem Guðjón kallar því skondna nafni „umbreytingar- fjárfestingar“ hafa brunnið inni í fjárfestingum sem hafa súrnað og orðið að gamaldags fjárfestingar- mistökum. Fleiri og fleiri forsvars- menn fyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins kvarta yfir því að vera komnir í samkeppni við banka og aðrar lánastofnanir. Jafnvel eigin viðskiptabanka. Áður þóttu það hin verstu mál ef lánastofnanir þurftu að taka yfir rekstur þrotabúa tímabundið til að verja eigin hagsmuni og koma eign- um í verð. Nú eru bankarnir á fullri ferð í því sem talsmaður þeirra kallar „framtaksfjármögnun“ og keppa þar hver við annan og við eigin viðskiptamenn. Hvað við tek- ur þegar þessi fyrirtæki hrapa í verði eða fara á hausinn er hins vegar áhyggjuefni. Það eru nefni- lega ekki allir sem búa við sam- keppni á fjármálamarkaðinum ís- lenska. Þeir sem ekki eiga í önnur hús að venda eru lítil og meðalstór fyrirtæki og heimilin. Þau eru látin borga brúsann í formi aukins vaxta- álags. Þetta er augljóst hverjum þeim sem les fréttatilkynningar bankanna sjálfra. Bættur skaði Sveinn Hannesson Vaxtamunur Smærri lántakendur eru, segir Sveinn Hannesson, umsvifa- laust látnir greiða tapið af hlutabréfaeign bankanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. STEFÁN Snævarr gerir mér mikinn sóma hér í blaðinu á laugardag (8/12) og auðvitað gladdist ég mjög við að heyra að „ódrjúgan“ hluta af visku sinni um örlög gelískunnar hefði hann úr lítilli grein sem ég skrifaði í Skírni vorið 1998. Sé hins vegar um það að ræða að Stefán telji sig hafa verið að endursegja umfjöllun mína í fyrri Morgun- blaðsgrein sinni (2/11) verð ég að lýsa and- mælum mínum. Alltént get ég ekki skrifað upp á að fúlmennska Eng- lendinga ein og sér hafi valdið undanhaldi gelískunnar á Írlandi á nítjándu öld, líkt og Stefán óneit- anlega færði rök að. Sagan er nefnilega margslungn- ari en þetta, eins og hann raunar viðurkennir í sinni nýjustu ritsmíð. Ég verð að játa að ég undraðist það nokkuð að Stefán skyldi í fyrri grein sinni gagnrýna Kristján Árnason og Sigurð Kristinsson fyrir ummæli sem þeir létu falla um örlög gelískunnar enda þótt ljóst mætti vera, í það minnsta hvað Sigurð varðaði, að þar var hann að vitna til skrifa minna. Taldi ég auðsýnt að úr því að mín væri einskis getið í þessu samhengi hlyti ég að vera einn landráða- mannanna, sem Stef- án ræddi um, og sem hann telur vilja ís- lenska tungu feiga. Þykir mér gott að fá nú hreint sakarvott- orð útgefið af Stefáni hvað það varðar. Rétt er hins vegar að ég lýsi við þetta tækifæri efasemdum mínum um að sú að- ferð Stefáns, að saka mann og annan um landráð fyrir að nota ekki íslenskuna sem skyldi, sé líkleg til árangurs. Slík stóryrði fá áreiðanlega marga upp á móti málverndarátakinu fremur en hitt. Um annað geri ég ekki ágrein- ing – er honum raunar sammála um sumt af því er varðar verndun íslenskunnar. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna við hann að jafn- vel þó að Írland hafi til skamms tíma verið eitt af fátækustu lönd- um Vestur-Evrópu þá hefur hag- vöxtur hvergi verið meiri en þar undanfarinn áratug. Ekki er mér kunnugt um að menn telji þá þró- un skýrast af endurreisn gelísk- unnar, enda fer litlum sögum af henni. Enn um Írafár Davíð Logi Sigurðsson Höfundur er blaðamaður. Gelíska Ég efast um að sú aðferð Stefáns, segir Davíð Logi Sigurðsson, að saka mann og annan um landráð fyrir að nota ekki íslenskuna sem skyldi, sé líkleg til árangurs. KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.