Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 45 ✝ Halldór Sig-urðsson Guð- mundson húsa- smíðameistari fæddist í Hafnar- firði 13. október 1930. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði hinn 2. desember síðastlið- inn. Halldór var sonur hjónanna Matthildar Sigurð- ardóttur, f. á Akra- nesi 30. júlí 1901, d. 18. jan. 1987, og Guðmundar Krist- jáns Guðmundssonar, f. í Arn- arfirði 2. nóv. 1898, d. 24. júní 1971. Halldór var elstur fjögurra barna Matthildar og Guðmund- ar. Systkini hans eru: Jónína, f. 19. apríl 1932, gift Gunnari Baldvinssyni, Ásgeir Jón, f. 9. febrúar 1935, kvæntur Maríu Sigmundsdóttur, og Kristín Sig- ríður, f. 17. febrúar 1937, gift Herði Jónssyni. Halldór kvæntist 11. apríl 1953 Hönnu Mörtu Kjeld, f. 16. des. 1933. Þau eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Viðar fram- kvæmdastjóri, f. 23. maí 1953, kvæntur Guðrúnu B. Bjarnadótt- ur. Þau eiga þrjá syni, a) Arnar Þór, f. 1978, b) Davíð Þór, f. Halldór tók fullnaðarpróf frá Barnaskóla Hafnarfjarðar. Þá fór hann í Flensborg og daginn sem hann varð 16 ára fór hann á námssamning hjá Tryggva Stef- ánssyni sem lauk með sveins- prófi í húsasmíðum fjórum árum síðar. Meistaragráðu í grein sinni hlaut Halldór í janúar 1954. Halldór var umfangsmikill byggingarverktaki í Hafnarfirði, starfaði sem sjálfstæður bygg- ingarmeistari en stofnaði síðan og rak fyrirtækið Halldór Guð- mundsson hf. um langt árabil. Meðal verkefna hans voru hluti álversins í Straumsvík, Norður- stjarnan, Öldutúnsskóli, ýmsar verksmiðjubyggingar og íbúðar- hús. Þegar mest lét voru starfs- menn hans í kringum 70 talsins. Í kringum 1980 urðu breytingar á starfshögum Halldórs. Þá fór hann til sjós hjá Skipafélaginu Víkum hf. þar sem hann gerðist fljótlega kokkur, fór síðan til Eimskipafélagsins þar sem hann var lengi bryti á skipum þeirra en hætti 1998 til sjós fyrir aldurs sakir. Halldór starfaði síðustu ár sem vaktmaður í skipum Eim- skipafélagsins. Halldór var félagi í Kiwanis- klúbbnum Eldborg, Iðnaðar- mannafélagi Hafnarfjarðar og Meistarafélagi iðnaðarmanna í Hafnarfirði. Hann bjó alla sína ævi í Hafnarfirði. Útför Halldórs fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1984, c) Bjarna Þór, f. 1988. 2) Matthildur Kristín tjáningar- þerapisti, f. 16. júní 1954, gift Rhony Alhalel. Þau eiga einn son, Nóa Þór, f. 1992. 3) Jón Rúnar framkvæmdastjóri, f. 23. okt. 1957, kvænt- ur Ásthildi Ragnars- dóttur. Þau eiga fjögur börn, a) Maríu Mjöll, f. 1978, b) Hönnu Borg, f. 1985, c) Jón Ragnar, f. 1985, d) Friðrik Dór, f. 1988. 4) Kári fasteignasali, f. 27. júní 1959, kvæntur Lovísu Óladóttur. Þau eiga tvö börn, a) Búa Stein, f. 1989, b) Þórunni, f. 1991. 5) Halldór héraðsdómari, f. 23. apríl 1961, kvæntur Ragn- heiði Matthíasdóttur. Þau eiga einn son, Halldór, f. 1989. Sonur Halldórs frá fyrri sambúð er Hugi Jens, f. 1981; fóstursonur Halldórs og sonur Ragnheiðar er Matthías Rúnarsson, f. 1981. 6) Ásgerður læknaritari, f. 12. sept. 1966, gift Friðriki Þorsteinssyni. Þau eiga eina dóttur, Laufeyju Matthildi, f. 2000. Halldór og Hanna skildu. Seinni kona Hall- dórs var Þorbjörg Guðnadóttir, þau skildu. Elskulegur bróðir minn, Halldór Guðmundsson, er látinn. Hann lést á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði 2. des. sl. Halli var fæddur í Hafn- arfirði og átti þar heima alla ævi sína. Hann var elstur af fjórum systkinum. Faðir okkar var Vest- firðingur, fæddur í Arnarfirði, og móðir okkar ættuð úr Borgarfirði og Árnessýslu, fædd á Akranesi. Þau hófu svo búskap í Hafnarfirði og bjuggu þar allan sinn búskap. Halli lærði húsasmíði og vann við húsasmíðar framan af ævinni, byggði hús og blokkir. Hann kvæntist og eignaðist sex mann- vænleg börn. Síðustu áratugina var Halli til sjós. Húsasmíðameist- arinn gerðist kokkur, lengst af á skipum Eimskipafélags Íslands, og eftir því sem ég best veit fórst honum það vel úr hendi. Ég ætla ekki að tíunda lífshlaup þitt, Halli minn. Fyrir allmörgum árum gekkst þú undir stóra hjartaað- gerð sem gekk vel. Eftir það áttir þú mörg góð ár, en síðar fór að halla undan fæti og síðustu mán- uðir voru þér erfiðir, þrekið búið en hugurinn skýr til hinstu stund- ar. Ég á margar góðar minningar um þig, elsku bróðir minn, og munu þær ylja mér um ókomin ár. Þú varst mjög minnugur og sagðir oft skemmtilega frá ferðum þínum um heiminn í stofunni heima í Bjarmalandi. Nú verða ekki fleiri sögur sagðar, því að þegar fór að morgna fyrsta sunnudag í aðventu og síminn hringdi, vissi ég, Halli minn, að þú værir lagður upp í þína síðustu ferð. Þessi gullfallegi sálmur eftir Valdimar Briem kom mér í hug. Ég horfi yfir hafið um haust af auðri strönd, í skuggaskýjum grafið það skilur mikil lönd. Sú ströndin strjála og auða, er stari eg héðan af, er ströndin stríðs og nauða, er ströndin hafsins dauða, og hafið dauðans haf. En fyrir handan hafið þar hillir undir land, í gullnum geislum vafið það girðir skýjaband. Þar gróa í grænum hlíðum með gullslit blómin smá, í skógarbeltum blíðum í blómsturlundum fríðum má alls kyns aldin sjá. Ég og fjölskylda mín sendum börnum Halla og öllum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Ég bið algóðan Guð að ylja þeim við góðar minningar á aðventunni og komandi jólahátíð. Halli minn, ég óska þér góðrar ferðar í þinni hinstu ferð. Ég trúi því að þú fáir góðar móttökur þeg- ar þú kemur í höfn. Þú varst mér mjög kær. Far þú í friði. Þín systir, Jónína. Mágur minn kær, Halldór, er látinn. Þegar ég kom fyrst á heim- ili tilvonandi tengdaforeldra minna, Matthildar og Guðmundar, á Herjólfsgötuna voru Hanna og Halli nýgift. Þar bjuggu þau með Viðar, elsta son sinn nýfæddan, en voru að byggja sér hús við Fög- rukinn. Það var gaman að heimsækja þau hjón og mikill samgangur var milli fjölskyldnanna. Börnunum fjölgaði og seinna fluttu þau í nýtt hús við Arnarhraun. Halli var með eigið byggingarfyrirtæki og vann mikið á þeim árum enda fjölskyld- an stór. Halli var alla tíð mjög kær fjöl- skyldu okkar Ásgeirs. Um þriggja ára skeið bjó hann á neðri hæðinni hjá okkur en þá var hann mat- sveinn á millilandaskipi. Þá var oft setið og spjallað um þjóðmálin eða um gamla tíma í Hafnarfirðinum, en bræðurnir voru sannir „gafl- arar“ og stoltir af því. Halli var fróður um sögu Hafnarfjarðar og fólkið sem þar bjó þegar þau systkinin voru að alast upp. Það eru um tíu ár síðan Halli fór í erfiða hjartaaðgerð og má segja að hann hafi ekki fengið fullan bata eftir það. Seinni árin versnaði heilsan og síðustu mánuði hefur hann aðallega dvalist á sjúkrahús- um, en heilsubresti tók hann með æðruleysi og stillingu. Ég þakka Halla trausta vináttu þau 48 ár sem við þekktumst og votta börnum hans og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. María Sigmundsdóttir. Fallinn er frá æskuvinur minn Halldór Guðmundsson húsasmíða- meistari. Halldór var sonur hjónanna Matthildar Sigurðardótt- ur húsmóður og Guðmundar Krist- jáns Guðmundssonar vörubifreiða- stjóra sem lengst af bjuggu á Herjólfsgötu 14 hér í bæ. Hann var elstur fjögurra barna þeirra hjóna. Eiginlega hófst vinskapur okkar Halla, en það kallaði ég hann æv- inlega, á unglingsárunum um það leyti er bíladellan heltók okkur báða. Ég hafði þá fest kaup á her- jeppa sem þurfti mikillar lagfær- ingar við. Það var sameiginlegt áhugamál okkar að koma jeppan- um í ökufært ástand. Á næstu ár- um voru farnar margar ferðir norður í land, vestur og austur í sveitir, sem enn lifa í minningunni. Oft var komið við á Herjólfsgöt- unni eftir bíltúra eða böll, farið í „búrið“ og gætt sér á nýbökuðum kökum, sem áttu ef til vill að not- ast um helgina en stór hluti þeirra var horfinn ofan í svanga pilta þegar Matthildur kom fram morg- uninn eftir. Ungur að árum kynntist Halli góðri og glæsilegri stúlku, Hönnu Kjeld, sem ættuð er úr Innri Njarðvík og gengu þau í hjóna- band. Þau eignuðust sex efnileg börn. Á þessum árum voru menn bjartsýnir og þar sem við vorum báðir smiðir fannst okkur það liggja beinast við að við drifum í að koma okkur upp húsum. Við byggðum húsin hlið við hlið að Fögrukinn 7 og 9. Við Halli hjálp- uðumst að við byggingarnar. Þá kom sér vel vörubíll Guðmundar, föður Halla, G-33, en hann höfðum við til afnota á kvöldin, nóttunni og um helgar. Fluttum við í húsin á svipuðum tíma með fjölskyldur okkar. Mikill samgangur var á milli okkar og áttum við Ella og þau hjónin margar yndislegar stundir saman. Ber þar hæst skemmtilega ökuferð okkar um Evrópu á bíl er Halli keypti í Hamborg. Var það sex landa sýn. Halli og Hanna báru ekki gæfu til þess að ganga lífsbrautina til enda saman og slitu samvistum, en svona er lífið stundum. Halli stundaði húsasmíðar mest- an part starfsævi sinnar og stóð fyrir mörgum stórbyggingum en seinni hluta ævinnar gerðist hann sjómaður á farskipum, fyrst á skipum fyrrverandi mágs síns, Finnboga Kjeld, og síðar hjá Eim- skip. Þrátt fyrir að undanfarin ár hafi ekki verið mikill samgangur fund- um við þegar við hittumst að milli okkar ríkti alltaf sönn vinátta. Við Ella og fjölskylda okkar sendum börnum hans og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng lifa. Trausti Ó. Lárusson. HALLDÓR S. GUÐMUNDSSON ✝ Sigurður Guð-laugur Helgason fæddist í Reykjavík 4. júní 1926. Hann lést á Kumbaravogi 3. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Rannveig E. Jóns- dóttir, f. 10.3. 1892, d. 23.10. 1965, og Helgi Ívarsson fiski- matsmaður, f. 19.2. 1892, d. 8.8. 1978. Sigurður átti einn bróður, Ívar, fulltrúa hjá Landssímanum, f. 30.5. 1922, d. 15.5. 1989. Ívar var kvæntur Lilju Th. Ingi- mundardóttur, f. 26.12. 1924, d. 2.9. 2000. Börn þeirra eru: 1) Helgi, f. 19.3. 1948, kvænt- ur og á þrjú börn. 2) Rannveig, f. 13.8. 1950, gift og á fjögur börn og tvö barna- börn. 3) Guðbjörg, f. 22.4. 1963, gift og á þrjú börn. Sigurður var kokkur til sjós í mörg ár. Eftir að hann kom í land vann hann í Sveins- bakaríi. Sigurður var ókvæntur og barnlaus. Útför Sigurðar fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag kveðjum við föðurbróður minn Sigurð Guðlaug Helgason (Didda). Margs er að minnast og þakka þegar litið er til baka. Diddi var fastur punktur í tilverunni þegar ég var lítil. Hann var gjafmildur, góð- ur, einstaklega handlaginn og mikill húmoristi og sagði skemmtilega frá. Til dæmis man ég eftir einni sögu sem hann sagði mér, það var þannig að á stríðsárunum vann hann í skó- versluninni Hektor sem var við Laugaveg. Kemur þá inn kona að kaupa sér skó, nema hvað hennar númer er ekki til, bara of lítið númer. Konuna langaði í skóna svo hún keypti þá þótt litlir væru. Nokkrum dögum seinna er Diddi á kvöldgöngu. Á undan honum gengur kona með mjög svo undarlegt göngulag, tvö skref áfram og eitt afturábak, sér hann þá að þetta er sama konan og keypti litlu skóna í þessari líka skók- reppu. Alltaf hló hann að tilhugsun- inni einni saman ef maður orðaði þetta við hann. Diddi var mjög músíkalskur og spilaði vel á píanó. Sat maður í andakt og hlustaði á fjárlögin (nótnabókin var með kindum utan á) og uppá- haldslagið var Sov dukkelíse. Þá söng hann gjarnan með. Diddi var góður kokkur enda vann hann við það í mörg ár á togurum. Farið var með aflann og hann seldur í útlöndum. Þá var nú gaman því hann kom ævinlega með eitthvað fallegt handa okkur systkinunum. Ég á t.d. mjög fallega dúkkukerru og margar dúkkur sem hann gaf þegar hann kom úr slíkum ferðum. Eftir að hann kom í land fór hann að vinna í Sveins- bakaríi hjá Dóu frænku og Mumma manninum hennar. Diddi og Dóa voru alltaf góðir vinir og mikill kær- leikur þeirra á milli. Síðasta ár átti Diddi heimili á Kumbaravogi. Þar leið honum vel og hann naut þess að geta farið í handavinnu og fengið góð- an mat hjá öllu þessu yndislega starfsfólki sem þar er. Það á allar mínar þakkir fyrir frábæra umönnun. Rannveig Ívarsdóttir og fjölskylda. SIGURÐUR GUÐLAUGUR HELGASON Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar                  ! !  !" #!$$! %& !' ! $(## )$'   $! "# ! (##  * ! !$$!  $# !$$!+ "#       ,-%*.   & ! / $ 0$#  ! .'!" $#&!$$! ' 12 '" $#&!$(## . " $#&!$(## 3 !4" $#&!$(## " $#&!%+" $#&!$(## # !'(12 !1 !12 !'1 !1 !12 !+
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.