Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 46
✝ GuðmundurÁgústsson fædd- ist í Birtingarholti í Vestmannaeyjum 2. september 1918. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Skóg- arbæ, 2. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Ágúst Guð- mundsson, fiskmats- maður í Vestmanna- eyjum, og kona hans, Ingveldur Gísladóttir. Bræður Guðmundar voru Gísli Óskar, f. 4. febrúar 1914, d. 1926, og Gísli, f. 6. maí 1926, d. 1999, rafvirkjameistari í Rvík. Hinn 24. október 1942 kvænt- ist Guðmundur Magneu Hannes- dóttur, síðar Waage, en þau skildu. Þau áttu tvö börn: 1) Edda Vilborg, f. 23. desember 1943, leikkona í Reykjavík, í sambúð með Elíasi Sv. Svein- björnssyni. Edda á tvö börn: a) Linda Björk Holm, gift Skúla Péturssyni og eiga þau tvö börn, Þórdísi Eddu og Sturlu; b) Arnar Holm. 2) Ágúst Guðmundsson, f. 29. júní 1947, kvikmyndaleik- stjóri í Reykjavík, kvæntur Kristínu Atladóttur. Börn Ágústs eru tvö: a) Guðmundur Ísar, d. 1998; b) Iðunn Snædís; stjúpson- ur hans er Atli Hilmar Skúlason. Guðmundur kvæntist 4. júní 1960 Guðrúnu Sigfúsdóttur, f. 13. júní 1923. Foreldrar hennar voru Sigfús Magnússon, bóndi á Galtastöðum í Tunguhreppi í N- Múlasýslu, og kona hans, Katrín Sig- mundsdóttir. Dætur Guðmundar og Guð- rúnar eru tvær: 3) Anna Katrín, f. 4. nóvember 1961, d. 1964; 4) Anna Katr- ín, f. 23. júní 1965, dagskrárgerðar- maður, gift Hringi Hafsteinssyni og eiga þau tvö börn: a) Högna; b) Dagur. Guðmundur ólst upp í Vestmanna- eyjum og lauk námi frá gagnfræðaskólanum þar, en fór þá í Samvinnuskólann í Reykjavík. Hann vann að því loknu við verslunar- og skrif- stofustörf í Vestmannaeyjum, en fluttist til Reykjavíkur 1941 og hóf þá störf hjá Eggerti Krist- jánssyni og Co. Guðmundur var framkvæmdastjóri Kexverk- smiðjunnar Fróns frá 1945 til ársins 1988 þegar hann lét af störfum sökum aldurs. Guðmundur sat í stjórn nokk- urra fyrirtækja. Hann gerðist snemma félagi í Vestmanneyja- félaginu Akoges og var stofn- félagi Reykjavíkurdeildar þess og síðar heiðursfélagi. Hann var einnig í stúkunni Mími í Frímúr- arareglunni og komst til met- orða þar. Einnig sinnti hann trúnaðarstörfum fyrir Félag ís- lenskra iðnrekenda. Útför Guðmundar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Með Guðmundi Ágústssyni er genginn mikill sómamaður. Undirritaður átti því láni að fagna að vera samstarfsmaður hans í Kex- verksmiðjunni Fróni um árabil. Guð- mundur hóf ungur störf hjá fyrirtæki afa míns, Eggerti Kristjánssyni hf. Þegar það fyrirtæki eignaðist meiri- hluta í Kexverksmiðjunni Fróni á fyrrihluta fimmta áratugarins var Guðmundi boðið að flytja sig inn í Frón og sjá um skrifstofuhaldið þar og sýnir það hve mikið traust afi heit- inn hefur borið til þessa unga manns. Kexverksmiðjan Frón var starfsvett- vangur Guðmundar frá þeim tíma og um áratugaskeið var hann fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, alveg þar til hann lét af störfum hinn 2. september árið 1988, þá sjötugur að aldri. Eftir að foreldrar mínir eignuðust Frón á miðjum áttunda áratugnum störfuðu faðir minn og Guðmundur mjög náið saman. Mjög gott samstarf og vinátta var ævinlega á milli þeirra. Faðir minn treysti Guðmundi full- komlega í öllum málum og reiddi sig á ráðgjöf hans í þeirri miklu uppbygg- ingu sem átti sér stað í fyrirtækinu á þeim árum. Guðmundur Ágústsson var um langt árabil kjölfesta í starfsemi Kex- verksmiðjunnar Fróns, bæði á góð- um tímum og ekki síður á erfiðum ár- um. Hann var mjög samviskusamur og duglegur starfsmaður af gamla skól- anum. Hann bar hag fyrirtækisins mjög fyrir brjósti og kom reglulega í heim- sókn eftir að hann hætti störfum til að fylgjast með að allt væri í lagi. Ég starfaði náið með honum í nokkur ár og hafði gott af því og lærði að meta mannkosti Guðmundar Ágústssonar. Ég vil nú að leiðarlokum flytja Guðmundi innilegar þakkir fyrir hans langa, trygga og farsæla starf hjá Kexverksmiðjunni Fróni. Einnig flyt ég þér, kæri vinur, inni- legar þakkir frá fjölskyldu minni fyr- ir þín miklu störf og góða vináttu í áratugi. Eiginkonu hans og börnum færi ég innilegar samúðarkveðjur frá okkur öllum. Eggert Magnússon. Guðmundur Ágústsson var ekki margmáll um sín mál. Þau bar sjald- an í tal. Og ekki höfð mörg orð bæri svo við. Á þann hátt var hann hljóður. Til hans var gott að leita með sín mál, hann gaf sér tíma til að hlusta og lagði sitt sjónarmið fram á sinn hlýja ljúfa hátt og skoðun hans fór ekki milli mála. Og tæki hann að sér mál sá verka stað. Hann var traustur maður sem gott var að eiga að. Á Tómasar- hagann til Guðmundar og Guðrúnar var gott að koma. Þar var höfðings- skapur bæði til orða og athafna. Nú við leiðarlok eru góðar stundir þakkaðar. Á þessun tímamótum sendi ég vinkonu minni Guðrúnu og börnunum Eddu Vilborgu, Ágústi og Önnu Katrínu samúðarkveðju mína og óska þeim velfarnaðar. Jón Ormar. Fyrir réttum 60 árum komu nokkrir brottfluttir Vestmannaey- ingar saman hér í Reykjavík og und- irbjuggu stofnun félagsins Akóges í Reykjavík. Einn þessara félaga var Guðmund- ur Ágústsson, sem lést 2. desember sl. á 84. aldursári. Aðeins einn er nú eftir lifandi af þeim félögum, Karl Jónsson, sem nú býr í Vestmannaeyjum og er heiðurs- félagi í Akóges í Vestmannaeyjum. Guðmundur var mjög virkur í starfi Akóges, og átti stóran þátt í vel- gengni félagsins, sem nú er í miklum blóma, eftir 60 ára starfsemi. Guð- mundi voru falin margvísleg trúnað- arstörf fyrir Akóges, m.a. var hann formaður þess eitt tímabil og margoft kosinn í ýmiss konar önnur mikilvæg störf fyrir félagið. Guðmundur vann öll sín störf fyrir Akóges af mikilli eljusemi, trú- mennsku og vandvirkni. Hann var sæmdur gullmerki félagsins og gerð- ur að heiðursfélaga í þakklæti og virðingu fyrir farsæl störf hans í þágu Akóges. Guðmundur var glæsimaður og um leið prúðmenni í allri fram- komu og umgengni við félaga sína, bæði innan félagsins og utan þess. Hanni unni listum og ekki síst ís- lensku máli, enda mjög vel ritfær og vel lesinn um íslenskt mál. Við Akógesar söknum Guðmundar úr hópnum og finnst að við séum fá- tækari eftir við fráfall hans. Guð- mundur var traustur vinur, sem aldr- ei brást, þótt á móti blési, því „lundin var hrein og hjartað gott“ (Sv.E.). Við sendum eiginkonu hans Guð- rúnu, börnum hans, Ágústi, Eddu og Önnu Katrínu, og öllum þeim sem honum þótti vænst um og voru hon- um styrkur í löngum og erfiðum veik- indum okkar innilegustu samúðar- og vinakveðjur og óskum þeim alls góðs á framtíðar vegum. Við félagarnir í Akóges í Reykjavík biðjum honum blessunar og fararheilla á nýjum veg- um og þökkum honum af alhug vin- áttu hans og þau spor sem við geng- um saman í félaginu í 60 ár. En – á bjartan orðstír aldrei fellur umgjörðin er góðra drengja hjörtu. (Gr. Th.) Friðrik Jörgensen og Ragnar Þ. Guðmundsson. GUÐMUNDUR ÁGÚSTSSON MINNINGAR 46 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284      ) 3 5  !'66    $    %!  &   '  &  ()!  !(%!%*! 3 ' & ) !(##  7 !( !! $$! ) !8 ) !$! )$- !(## 3( * !) !$! $ () !(##  12 !" $# $$! )$" $#!) !(## ! - '- '$! / $ !() !(## % 37 $ 3 ' !! ) !$! - '##" ) !(## '1 !12 !+             ,," %) 5 $#7&    + &   ),!   ! - .    /  .  ! 0  / #     1  #  ! 2  3  4 ! " $#!- !(## -2 '3+ ' (## %/!!.+ 7 !($$! !'3+ ' (## " $#&!. $$! ' 3+ ' $$! " +%!$(## $3+ ' (##  3( $$! )$' 3+ ' $$! " $#!3& (## ' 12 !!+            9-%*8 )  5 !!$1 #:; $    ! ! 5  3 !  $(## 7 <12 !$(## !( <12 !$(##  !'  !! <12 !$$! 3 7!! <12 !$$! #/ ! $ $! )$' . #/=$ 7$$! 37  7 !($(##  !' 3 '$!  %!$$! $$#!/!$&#!'  $#!( !( + "#     8 , , 5 &- '  !($1 # .    %! ! -   $  &  (1! !(6!**! . ' >#8$(##  8$(## - !($8$(## )$#8$(## "! & 8$$! 1 !12 !'1 !1 !12 !+    .? 5- 5 /=$$7 "& $! $1 #@6 "0'   7   8! ! $ .  12 ' +- ! (#$(## +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.