Morgunblaðið - 11.12.2001, Síða 47

Morgunblaðið - 11.12.2001, Síða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 47 ✝ Sigmundur Ósk-ar Magnússon fæddist í Reykjavík 28. febrúar 1916. Hann lést á heimili sínu 29. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Magnús Pálsson frá Gaddstöðum á Rangárvöllum, f. 16.2. 1871, d. 27.11. 1964, og Ingibjörg Helgadóttir frá Arnarhóli í Flóa, f. 16.12. 1878, d. 1.1. 1958. Bræður Sig- mundar eru Páll, f. 30.11. 1911, d. 22.1. 1978, Sigmundur, f. 1914, d. 1916, og Ásgeir, f. 7.11. 1918. Einnig átti Sigmundur þrjá hálfbræður, syni Ingibjarg- ar móður hans og Guðmundar Ámundasonar, þá Ámunda, Guð- jón og Ingólf, þeir eru allir látnir. Sigmundur eign- aðist einn son, Guð- laug verkstjóra, f. 15.11. 1951, eigin- kona hans er Hildi- gunnur Friðjóns- dóttir hjúkrun- arfræðingur, f. 13.6. 1958. Þau eiga tvo syni, Árna, f. 8.10. 1982, og Guðna Hrafn, f. 26.4. 1993. Móðir Guðlaugs var Krist- jana Guðmunds- dóttir, f. 11.5. 1913, d. 4.9. 1995. Sigmundur vann alla tíð ýmsa verkamannavinnu, lengst af hjá Reykjavíkurborg. Útför Sigmundar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Tengdafaðir minn Sigmundur er látinn. Heilsunni hafði hrakað nú síð- ustu mánuði, en það að hann skyldi kveðja okkur nú kom okkur samt að óvörum. Hann lést á Frakkastígnum þar sem hann fæddist fyrir rúmlega 85 árum. Sigmundur var, eins og þeir sem þekktu hann vissu, ekki fyr- ir breytingar. Hann vildi hafa hlut- ina í föstum skorðum og hafði sínar ákveðnu skoðanir. Stundum fannst honum við vera að ráðskast með sig þá hnussaði í honum og hann sagði „þetta er nú meiri vitleysan“. Sigmundur var ekki fyrir að flíka tilfinningum sínum, líklega ekki al- inn upp við það. Hann vildi ekki vera uppá aðra kominn og barlómur og kvartanir heyrðust aldrei frá honum. Eftir að hann settist í helgan stein fór hann að fara í Sundhöllina á hverjum morgni. Þar átti hann sinn fasta vinahóp og þessar samveru- stundir gáfu honum mikið. Mig lang- ar að þakka þessum ágætu félögum hans fyrir hjálpsemi þeirra þegar heilsan fór að bila og leiðin í Sund- höllina varð of langur göngutúr fyrir heiðursmanninn. Mig langar líka að þakka starfsfólki Þorrasels fyrir elskulegheitin. Þar líkaði honum vel að vera. Við munum skrjáf í stórum nammipoka – sem ekki gladdi nú alltaf okkur foreldrana, brasað lambalæri, Royal karamellubúðing, stífbónuð gólfin á Frakkastígnum en síðast en ekki síst munum við ljúfan pabba og afa. Haustfölva slær á hlíðarvangann rjóða, hjartsláttur dvín, og liðin sumarganga. Voðin er unnin, vafin upp í stranga. Vefarinn hefur lokið sinni skyldu. Næst mun sér annar nema þarna spildu. (J.J.) Við þökkum fyrir samfylgdina þess fullviss að vel hefur verið tekið á móti honum í nýjum heimkynnum. Hildigunnur. Þeir hverfa nú óðum á braut einn af öðrum mennirnir sem hófu ævi- starf sitt í byrjun síðustu aldar. Ég gæti hér nefnt nokkra en læt hér duga að minnast míns ágæta vinar Sigmundar Óskars Magnússonar, í daglegu tali nefndur Mundi. Hann var einn af þeim sem sáu Reykjavík breytast úr ofvöxnu þorpi í glæsilega borg. Hann lifði það að aka hesta- kerrum um strætin og seinna að sjá glæsikerrur nútímans þeytast um sömu götur. Hann ólst upp við það að renna sér á sleða niður Frakkastíg- inn sem nú væri óðs manns æði. Sá Skólavörðuholtið breytast úr ófæru- urðargrjóti í snyrtilegt útvistar- svæði. Hann var vitni að breytingum á kömrum í dýrindis klósett, tækni- undrum síma, útvarps og sjónvarps verða að veruleika og ég tala nú ekki um nútíma þráðlausa tölvuvæðingu í sömu greinum, ásamt öðrum fram- farasporum bæði inná heimilum og í atvinnu. Varð vitni að hersetu Breta og síðar Bandaríkjamanna sem breytti algerlega lífi fólksins til hins betra í efnahagslegu tilliti. Sá rusla- eða öskuhaugana við ströndina, þar sem hann vann lengst af eða ,,Gull- strönd Hoffmanns" breytast úr þefj- andi ógeði í glæsibyggingu og fagurt umhverfi. Þvílíkar breytingar sem þessi kynslóð er og varð vitni að á sér vart líka í sögu okkar þjóðar. Og því er ekki að undra þótt margir þeirra geti varla fylgst með þeim hraðfara fram- farasporum sem stigin hafa verið og eru stigin enn í dag. En þrátt fyrir öll þessi undur sem skeð hafa á þeirra æviskeiði er svo merkilegt með hann Munda minn að hann æðraðist hvergi og hélt sínu striki. Enda alinn upp við nægjusemi og að vera sáttur við það sem lífið gaf honum. Hann fæddist á Frakkastíg 17, ólst þar upp og eyddi þar ævinni sinni, lifði þar og dó saddur lífdaga. Alla ævi í sama húsi, þetta er ábyggi- lega einsdæmi í henni Reykjavík. Þótt húsið væri selt ofanaf honum tvívegis fylgdi hann alltaf með, ég segi nú ekki að hann hafi fylgt í kaupunum. Enn eitt er víst að ára- tuga leigusamningur við foreldra hans og síðar hann var sama sem óuppsegjanlegur meðan hann lifði. Mundi var hvers manns hugljúfi og þó hann gæti látið hvína í sér og sagt sína meiningu þá var hlýtt hjarta sem undir bjó. Hann hjúkraði for- eldrum sínum í þeirra veikindum og var þeim stoð og stytta. Hann sá al- farið um heimili þeirra og eftir að móðir hans missti heilsuna, hjúkraði hann henni allt til dauðadags. Eftir að hann var orðinn einn á loftinu númer sautján, sá hann alfarið um allt og naut ekki neinnar aðstoðar hins opinbera, hvorki varðandi heim- ilisaðstoð eða aðrar nauðþurftir, þótt full ástæða hefði verið til. Mundi giftist aldrei en eignaðist einn son sem hefur af mikilli nær- gætni litið með honum hin síðustu ár. Mér er ofarlega í huga hvað hann tal- aði oft um soninn Guðlaug og dásam- aði hve vel hann hugsaði um sig og nærgætinn hann væri og hjálpsam- ur, einnig tengdadóttur sína, hana Hildigunni, sem hann var afar hrif- inn af og dýrkaði og drengina þeirra tvo, þá Árna og Guðna Hrafn. Þau sjá nú á eftir elskulegum föður og afa sem bar hag þeirra fyrir brjósti í hvert sinn sem minnst var á þau. Guð styrki þau í sorg þeirra. Seinustu ævidaga Munda var hann í dagvist á Þorragötunni og átti varla orð til að lýsa því hversu vel væri búið að honum þar, bæði í mat og öðru viðmóti. Ég náði að heim- sækja hann þangað og heyrði hann þá segja hversu ánægður hann var með vistina. Hann hrósaði þar öllu, bæði aðstöðunni og starfsfólkinu sem hann bar mikla og djúpa virð- ingu fyrir og sagðist sjaldan hafa lið- ið eins vel og að dvelja þar á daginn. Sundhöllina átti hann nánast sem ástmey, sá hana rísa frá grunni og var með þeim fyrstu sem nýttu sér þá heilsulind og gerði alla ævi síðan. Þar eignaðist hann góða félaga allt frá fyrstu tíð sem sjá nú á eftir glað- værum og hressilegum samferða- manni sem mikill söknuður er að. Enda var alltaf spurt klukkan hálf sjö að morgni ef Mundi var ekki mættur: Hvar er Mundi? Nú verða menn sjálfir að kaupa sér í nefið, hana nú. Nú er Mundi allur og falla þá nið- ur allar kaffiferðir eftir sund- sprettinn niður á Granda og rökræð- urnar um það hver ætti nú að borga. Gekk umræðan stundum svo langt að menntamálaráðherrann var hvattur til að veita menningarstyrk í þessar kaffiferðir, enda full ástæða til þar sem umræðan var oft á háu plani menningar. Þetta var fastur punktur í tilverunni öll þau 15 ár sem ég átti því láni að fagna að kynnast þessum hressilega verkamanni Reykjavíkur. Við sundfélagar hans í Sundhöll Reykjavíkur erum nú fátækari af glaðværð og hressilegum uppákom- um og söknum nú vinar í stað og sendum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Hörður S. Óskarsson. Sigmundi Magnússyni kynntist ég á mörgum ánægjulegum samveru- stundum eldsnemma á morgnana í Sundhöll Reykjavíkur; var það oft álíka hressandi og að fara upp á sól- pallinn í norðangarra að skiptast á orðum við hann og gantast um lands- ins gagn og nauðsynjar. Sigmundur sparaði ekki stóru orðin, ef svo bar undir, og enginn átti neitt inni hjá honum, en allt var gert í góðum anda og sér til skemmtunar. Traustari málsvara en Sigmund átti Sjálfstæðisflokkurinn ekki í hópnum og byggðist sú afstaða hans á langri hollustu við flokkinn og þátt- töku í starfi hans á sínum tíma innan vébanda Óðins, málfundafélags sjálf- stæðisverkamanna, sem var stofnað 29. mars 1938 af verkamönnum og sjómönnum. Minntist Sigmundur oft aðildar sinnar að því góða sjálfstæð- isfélagi hér í Reykjavík og sagði frá fundum, sem hann sótti þar. Sigmundur bjó alla ævi í leiguhús- næði við Frakkastíg og sagði mér meðal annars frá kynnum sínum af afa mínum og ömmu á Skólavörðu- stíg 11a og matjurtagarði þeirra þar, en aldrei fékk ég botn í það, hvort hann hefði náð sér þar í rófu eða næpu í óþökk ömmu minnar, Guð- rúnar Pétursdóttur. Þykir mér það ólíklegt, en hann hafði stundum á orði, að hann hefði farið sínu fram í æsku og á stuttri skólagöngu sinni fyrst við Vatnsstíg og síðan í Miðbæjarskólanum en meðal þeirra, sem gengu þar í skóla um líkt leyti, var dr. Gylfi Þ. Gísla- son. Sigmundur var kúskur. Hann sótti einnig sjóinn og sigldi meðal annars til Barcelona. Á stríðsárun- um vann hann hjá Bretunum, síðar varð hann vakt- og eftirlitsmaður á öskuhaugunum á þeim slóðum, þar sem nú er Eiðistorg og kunni marg- ar sögur af Gullströndinni. Þá starf- aði hann við það á vegum holræsa- deildar borgarinnar að losa um stíflur í skolpkerfi hennar. Ef minnst var á einhvern góðborgara við Sigmund brást ekki, að hann sagði sögu af því, þegar hann var kallaður á heimili hans til að hreinsa klóakið eða dæla vatni úr kjallara vegna þess, að flætt hefði. Hann lét þess jafnframt oft getið, hvernig á móti sér hefði verið tekið. Sögurnar opnuðu sýn á lífið í Reykjavík, sem blasir vissulega ekki við hverjum sem er. Sigmundur var jafnan kominn að Sundhöllinni fyrir klukkan hálf sjö á morgnana, þegar höllin er opnuð, og var auðvelt að þekkja hann úr fjar- lægð af alpahúfunni. Fyrir nokkrum misserum fór heilsu Sigmundar að hraka og síðustu skiptin, sem hann kom í sund var það frekar af vilja en mætti. Átti hann góða og umhyggju- sama vini í hópnum, sem óku honum heim og gerðu það, sem þeir máttu til að létta honum sporin. Er Sig- mundur kvaddur með söknuði og þá ekki síst vegna glaðværðarinnar, sem fylgdi honum. Færi ég syni hans og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Sigmundar Magnússonar. Björn Bjarnason. SIGMUNDUR ÓSKAR MAGNÚSSON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. 7#          A8 3  5    &    94  &     (%!  !(%!%*! $ .  3&! ''$! # 7  !! $$!  !4 # 7$(## ' 12 ! &   /      /  .  3    #      . &           4 #                    38   , 1<B  + 0    /   #         .   7         . &4 .4  4      ! '     -2 '!3( $$! "# !%!!-2 '!$(##   .'!=$! $$! % !!4-2 '!$(##  C&++3 $ ! -2 '!$(##  1 #3 !$1   $1 #-2 '!$(##   !  %!$$! '1 !12 !+ :   /   #    / 3    4  .3.    4  % 5  $/ :D   + !!-2 '-2 !$(##  32 # $$!  !  $(##  . $(##   $(##   =!$(##  !'12 '$(##  %!$$! ' =!3#(##  %!3#$! 3 2!!3#(##   $# !!3#$! # !'(12 !1 !12 !'1 !1 !1 !+ 2   3   4  .3.  4 ,.,  .  5 )$ ' -  ($+ 0    /                         7   ' =! !! $(##   !!   7 !($$! 3  =!(3!$(##  !  7 !($$! -2 ! 7 !($$!  !'#/!$  /   =! 7 !($(##  E  .  7 !($$! (5(($(##  ' =! 7 !($(##   & -2 !$$! ' 12 !+

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.