Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Einar Þórarins-son Söring fæddist á Seyðis- firði 20. október 1913. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. nóvem- ber síðastliðinn. Hann var elstur þriggja sona Val- gerðar Einarsdóttur húsmóður, f. 30.3. 1893 á Álftanesi, d. 7.10. 1977, og Þórar- ins Óla Söring sjó- manns, f. 6.9. 1889 í Mjóafirði, d. 7.2. 1974. Bræður Einars eru Karl, f. 20.2. 1917, d. 18.6. 1986, og Jón, f. 13.5. 1929. Eiginkona Jóns er Lilja Gunnarsdóttir, f. 11.1. 1935. Þau eiga fimm börn, 13 barnabörn og fimm barnabarnabörn. Fyrri kona Einars var Guðný Jónsdóttir, f. 19.10. 1914. Hún lést af slysförum hinn 8.12. 1964. For- eldrar hennar voru Sesselja Sig- urborg Guðjónsdóttir og Jón Bergmann Guðmundsson. Þau bjuggu á Sjávarborg á Seyðisfirði. Börn Einars og Guðnýar eru: a) Íshildur Þrá, f. 11.12. 1936, maki Sigurður Þorgilsson, f. 19.2. 1936, d. 29.4. 1982. b) Valmundur Óli, f. 20.8. 1938. c) Einar Trúmann, f. 9.8. 1940, maki Sigríður Knudsen, f. 23.5. 1949. d) Þröstur Berg- mann, f. 27.3. 1942, maki Ingveld- ur Bjarnadóttir, f. 5.5. 1945. e) Níels, f. 28.8. 1945, maki Rakel Guðmundsdóttir, f. 26.10. 1949. f) Agatha, f. 11.12. 1947, maki Robert M. Reader Seinni kona Ein- ars er Svanhvít Guð- mundsdóttir, f. 14.9. 1946. Foreldrar hennar eru Gunn- hildur Jónsdóttir og Guðmundur Péturs- son frá Ásgarði í Miðneshreppi. Börn Einars og Svanhvít- ar eru: a) Gunnar, f. 1.10. 1964, sambýlis- kona hans er Ragn- heiður Ása Ingiþórs- dóttir, f. 30.7. 1966. b) Lísbet, f. 2.5. 1968. Barnabörn og langafa- börn Einars eru 70. Einar ólst upp á Seyðisfirði og hóf sjósókn með föður sínum á unga aldri. Um tvítugsaldur keypti hann sér vörubíl og vann við ýmsa flutninga. Um 1939 flutti hann til Keflavíkur með fjölskyldu sína en hann hafði þá verið þar á vertíð. Einar vann fyrst sem bíl- stjóri hjá Stefáni Bergmann en var einn af stofnendum Aðalstöðv- arinnar og ók leigubíl frá stofnun hennar til ársins 1974 er hann hóf störf fyrst sem verkstjóri en síðan yfirverkstjóri á pípulagninga- deild Varnarliðsins. Hann tók fljótlega sveinspróf í pípulögnum. Einar vann á Keflavíkurflugvelli þar til hann lét af störfum árið 1997, þá 84 ára. Útför Einars fór fram í kyrrþey frá Njarðvíkurkirkju 4. desember. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’í friðarskaut. (V. Briem.) Elsku pabbi minn, með kveðju- orðum þínum og mömmu kveð ég þig. Guð verði með þér. Níels og fjölskylda. Afi minn Einar Söring og amma mín Guðný Söring byrjuðu sinn búskap á Seyðisfirði en fluttu til Keflavíkur stuttu eftir að fyrsta barn þeirra, móðir mín Íshildur Þrá, fæddist. Amma dó í bílslysi 8. desember 1964 langt fyrir aldur fram aðeins 50 ára gömul. 1965 kynnist afi seinni konu sinni Svanhvíti Guðmundsdóttur og má með sanni segja að þá hafi lánið leikið við hann á ný. Afi og Svana voru alveg einstaklega sam- heldin og skemmtileg hjón. Afi var mjög duglegur maður sem féll aldrei verk úr hendi, það var alltaf nóg að gera. Við höfðum áhyggjur af honum þegar hann hætti að vinna sökum aldurs, en það voru óþarfar áhyggjur, við hefðum átt að vita það. Ég held að hann hafi ekki vitað hvað var að láta sér leiðast, sjálfsagt fundist það vera hin mesta tímaeyðsla. Afi kom oft í heimsókn til okkar austur á Hellu en mátti aldrei vera að því að stoppa, hann var jú búinn að sjá að allt gekk vel svo það var best að drífa sig af stað aftur, verkin biðu. Reyndar er þetta ríkt í mörgum afkomendum afa, að tefja ekki tímann. Þegar hann fór að eldast og við krakkarnir orðnir fullorðnir fór þetta að breytast, afi fór að gefa sér meiri tíma og hafði gaman af að spjalla við börnin okkar. Eldri dóttir mín sagði með grát- stafinn í kverkunum þegar hún frétti að afi væri dáinn: „Nú eigum við engann afa.“ Krökkunum mín- um fannst afi vera mest spennandi afi í öllum heiminum. Hans verður sárt saknað á mínu heimili. Elsku Svana, Lísa, Gunni og fjölskyldur, við sendum ykkur okk- ar innilegastu samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Megi guð vera með ykkur. Guðný, Þórir, Þráinn, Sesselía og Birta Sólveig. Einar Söring mágur okkar er látinn. Einari kynntumst við fyrir fyrir 36 árum, þegar hann fór að vera með Svönu systur okkar. Þau kynntust þegar hún hóf störf við afgreiðslu á Aðalstöðinni í Kefla- vík, en þar starfaði Einar sem leigubifreiðarstjóri. Upp úr því hófust góð kynni, enda góður maður á ferð. Einar var mjög duglegur og handlaginn maður, eins og heimili þeirra ber vott um og garðurinn sem umlykur húsið er unaðsreitur sem ber ást þeirra og samvinnu glöggt vitni. Þar á Einar ómælda vinnu og án hans hefði hún systir okkar ekki komist yfir verkin sem gera þurfti í svo stórum og fallegum garði. Tvisvar hafa þau hjónin fengið verðlaun fyrir fegursta garðinn í sínu bæjarfélagi. Einar lifði fyrir það að gera allt sem í hans valdi stóð fyrir konuna sína, það var henni líka mikils virði. Pabbi okkar á eftir að sakna Einars mikið, enda voru þeir góðir vinir og félagar. Þeir unnu mikið saman og ýmislegt brölluðu þeir. Til dæmis þegar þeir stunduðu grásleppuveiðarnar saman á Langanesinu, en þar áttu þeir saman ógleymanlegar stundir. Oft var spjallað um Langanesævintýr- in þegar þeir hittust. Einar var góður vinur vina sinna og alltaf var notalegt að koma á heimili þeirra og finna hans þétta handtak. Hans verður sárt saknað. Lát mig starfa, lát mig vaka, lifa meðan dagur er. Létt sem fuglinn lát mig kvaka, lofsöng, Drottinn, flytja þér meðan ævin endist mér. Lát mig iðja, lát mig biðja, lífsins faðir, Drottinn hár. Lát mig þreyttan þjáðan styðja, þerra tár og græða sár, gleðja og fórna öll mín ár. (Þýð. Margrét Jónsdóttir.) Svana, elsku systir, guð styrki þig og fjölskylduna í sorginni. Sæunn, Kolbrún, Jóna, Ingigerður og Dagbjört. Vorið er komið og veröldin snýst og við erum úti að ganga. Geisli frá sól gegnum skýhnoðra brýst og grösin og blómin þau anga. Lífið er fagurt og ljósið er gott og landslagið skiptir nú litum. Ævina saman við örkum á brott … eitthvað sem við ekki vitum. Hvað sem að gerist og hvernig sem fer og hvar sem að við munum lenda, held ég sem fastast í höndina á þér því hún mun mig leiða og vernda. (Jónas Friðgeir.) Þín Lísa. Einar var svo góður afi, þótti vænt um mig og elskaði. Hann gaf mér væntumþykju og ást, og því mun ég aldrei gleyma. Þegar hann var í fullu fjöri gerð- um við margt saman, smíðuðum hluti og fleira og höfðum gaman af. Afi, ég mun sakna þín. Þinn Daði. EINAR SÖRING Elsku besti pabbi minn. Það er sárt og erfitt að setja niður þessar línur til þín. Þú hefur verið tekinn frá okkur svo skyndilega og án fyrirvara. Þú varst nú samt búinn að vera veik- ur, en það benti flest til þess að það væri yfirstaðið og að þú ættir eftir að vera með okkur í miklu lengri tíma. Mikið var ég glaður og ánægður að sjá hvað þú varst sterkur eftir aðgerðina núna í mars. Og alltaf reyndir þú að leyna mann því hvað þetta tók á, en þú varst farinn að vinna smá og þótti mér það kær- komið því að þá hittumst við oftar á hverjum degi. Það var alveg ómetanlegt að geta gengið að þér vísum á efri hæðinni. Hvort sem það var bara til að spjalla við þig um heima og geima, sem við gerð- um mikið af, eða að leita til þín varðandi vinnuna. Alveg sama hvert vandamálið var, alltaf varst þú með lausnina á reiðum höndum. Var ég líka stoltur af því að taka við þeirri stöðu sem þú gegndir einu sinni hjá fyrirtækinu. En núna verður enginn pabbi á efri hæðinni til að leita ráða hjá, eða að rabba við um daginn og veginn og þykir mér það alveg óhemju sárt og ruglingslegt, því að við höfum starfað hjá sama fyrirtækinu í ein ellefu ár. Maður verður svo reiður þegar ástvinur manns er hrifsaður svona frá manni, og er skilinn eftir bara með spurningar, engin svör. Mikill er missirinn og söknuður- inn sár, ekki bara fyrir mig og fjöl- skyldu þína, heldur líka alla þá sem höfðu haft þann heiður, í gegnum áratugina, að hafa kynnst þér. Öllum varst þú svo hjálplegur og yndislegur, og taldir það aldrei eftir þér að rétta fólki hjálpar- hönd. Eru ófá handverkin þín eftir ÁRNI BERGUR SIGURBERGSSON ✝ Árni Bergur Sig-urbergsson fæddist á Selfossi 4. mars 1948. Hann lést á Landspítalanum 30. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Digra- neskirkju 7. desem- ber. þig út um allt. Alltaf hugsaðir þú vel um okkur bræðurna og mömmu og skapaðir þú með henni okkur öllum kærleiksrík og falleg heimili. Ég mun reyna eins og ég get að verða jafn góður maður og þú varst, því að allt sem ég hef og er, það hef ég frá þér og mömmu. Ættrækinn varst þú, pabbi minn, og kenndir okkur sem best þú gast að þekkja skyldmenni okkar, og hvaðan þau væru. Hvort sem það var þín ætt eða hennar mömmu. Í dag er ég sérlega stoltur af því að bera nafn- ið hans afa, pabba þíns. Margar og góðar minningar á ég um þig, pabbi minn, og hef ég leit- að óspart til þeirra þegar þyrmt hefur yfir mig núna þessa síðustu daga. Þær minningar koma alltaf til með að lifa með mér. Ég mun sakna þín, pabbi minn, mikið, mik- ið, og finnst mér orð fátæklegur tjáningarmáti til að reyna að lýsa því hversu heitt ég elska þig. Amma og afi koma til með að taka á móti þér opnum örmum, og undrast hví yngsta barnið þeirra hitti þau fyrst. En þannig er þetta nú bara, hvort sem maður er sátt- ur við það eða ekki og getum við rökrætt það betur, ásamt fleiru, þegar við hittumst öll seinna. Með þessum orðum vil ég kveðja besta vin minn, föður, starfsfélaga og uppalanda, og mun ég, pabbi minn, passa hana mömmu fyrir þig eins og ég lofaði. Ég vil þakka öllum þeim sem reyndu allt það sem þeir gátu til að halda honum pabba mínum lengur hjá okkur, og hugsuðu svo vel um hann á gjörgæsludeild Landspít- alans við Hringbraut. Það sem ég sé það sem ég finn það sem ég get það gæti ég ekki ef ekki hefðir verið þú. (Sigurbergur.) Bros þitt lifir. Þinn elskandi sonur, Sigurbergur. : /    /  3   4 .3.   4 #         %,  , F ((4G $0 ;:+ 0  /  0 9&     ;% ;  & #  $  ! !' %= $3 '$! 12 '  ' =! (## 3 ' $$  # &!$(## !<12 ! $# !$$! ($ $# !$(## " $#1 '+ $# !$(## # &! $# !$$! !! $# !$(## + : /    3  .3 . 4  4      " , "0'$1 #@HI "0'+ =!3 # (## 32 #  !($$! 2 7#/ !'12 ' !($(## .##/$ # $! 7 !(  !($$!  ! (## + Þá er komið að því. Hann Nonni frændi minn, uppáhaldsfrændi minn, er farinn. Ég kveð hann hryggur, hann er alfarinn. Ég trúi því samt að allir þeir sem sakna hans sárt hérna megin, muni njóta góðs af honum þá er þeir hitta hann aftur, hann hafði mikil áhrif á mig hérna, hann á ef- laust eftir að endurtaka það. Þetta er eina leiðin fyrir mig að takast á við svona hrópandi órétt- læti sem manni finnst manneskjan beitt, að trúa að það sé enginn dauði, heldur aðeins áframhald á JÓN BALDURSSON ✝ Jón Baldurssonfæddist í Reykja- vík 13. febrúar 1938. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 25. nóvem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 29. nóvember. öðrum stað. Og það er líklega alls ekki gott að deyja, hvorki fyrir að- standendur né þol- anda. En það er ekki heldur gott að fæðast! Nokkrum dögum áður en Nonni frændi dó, fæddist lítið barn ná- komið honum og annað á eftir að líta dagsins ljós í næstkomandi febrúar. Það verður fyrsta barnabarn Nonna frænda. Ég hlustaði á þig þegar þú gafst mér ráð og tók þig alvarlega þrátt fyrir að þú grínaðist og strídd- ir oft. Loki þeir augunum sem ekki vilja sjá, að það verða allir að bera virð- ingu fyrir sjálfum sér. Ég kveð þig í bili, Nonni, og vona að þú eigir möguleika á að lesa þessa litlu minningargrein. Þinn Baldur Steinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.