Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 50
HESTAR 50 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Reiðfatnaður í miklu úrvali frá FREMSTIR FYRIR GÆÐI VIÐFANGSEFNI Þorvaldar í rit- gerðinni var þríþætt, í fyrsta lagi að finna hvert væri arfgengi hins nýja eiginleika, vilja og geðslags. Þá átti hann að leita heimilda um hliðstæða eiginleika í öðrum hrossakynjum. Í þriðja lagi kann- aði hann hvort þessi eiginleiki erfðist sterkara í gegnum mæður en feður. Hvað fyrsta liðinn varðar sagði Þorvaldur að samkvæmt útreikn- ingum sínum hefði arfgengi vilja og geðslags reynst vera 0,34 sem er mitt á milli arfgengi viljans og geðslagsins þegar þetta voru dæmdir sem tveir eiginleikar. „Viljinn var með arfgengi eitthvað um 0,40 en geðslagið var um 0,20. Erfðafylgni hins nýja eiginleika við vilja var mjög há eða 0.92 sem þýðir að þetta er nánast sami eig- inleikinn og viljinn var dæmdur áður. Viljinn er dæmdur á sama máta og áður var en geðslagið kemur nú inn í einkunn ef það þykir áberandi gott eða slæmt og hefur afgerandi áhrif á framgöngu hestsins. Það er í raun verið að meta hvernig ganghæfileikar hrossins nýtast í reið. Umgengnisgeðslag ekki metið Í kynbótadómi er ekki verið að meta það sem við getum kallað umgengnisgeðslag hrossa. Það er útilokað á þessum fáu mínútum sem hrossið er í dóm,“ sagði Þor- valdur og bætti við: „Það er mik- ilvægt að menn geri sér grein fyrir hvað er verið að meta. Núorðið er lögð rík áhersla á að meta hversu þjál hrossin eru. Ræktunarmarkmiðið er fjörugur, glaður og kjarkaður hestur sem er jafnframt frábærlega þjáll og leit- ast við að gera knapanum til geðs.“ „Hvað varðar annan þátt rit- gerðarinnar varð niðurstaðan sú að vilji virðist hvergi metinn eins og við skilgreinum hann hér á Ís- landi. Það er meira verið meta geðslagið, til dæmis þar sem verið er að rækta hross til fimireiðar og svo fjölskyldu hesta eins og Hafl- inger-hesta, Andalúsíuhesta og hollenska varmblóðshesta. Þar sem arfgengi var hæst á geðslagi voru stóðhestar teknir í 100 daga prófanir í hesthúsi þar sem metið var umgengnisgeðslag þeirra. Í Morgunblaðið/Valdimar Tilgátur hafa komið fram um sterkar erfðir þols og þreks frá mæðrum og spurning er hvort Kringlusonurinn rauði fái eitthvað af krafti og út- haldi móður sinnar Kringlu frá Kringlumýri. Samtvinnun vilja og geðslags spor í rétta átt Viljinn hefur lengi verið íslenskum hesta- mönnum hugleikinn þótt misjafnlega hafi gengið að skilgreina hugtakið. Nú þegar vilja og geðslagi hefur verið slegið saman í einn eiginleika í kynbótadómi virðist sem betur gangi. Þorvaldur Kristjánsson valdi að fjalla um þennan nýja eiginleika í lokarit- gerð sinni á Hvanneyri og fræddi hann Valdimar Kristinsson um niðurstöður rannsókna sinna. FUNDUR verður haldinn í fagráði hrossaræktar á föstudag þar sem ýmis mikilvæg mál verða tekin fyr- ir eins og sýningaáætlun næsta árs, lágmarkseinkunnir kynbótahrossa inn á landsmót og úthlutun úr stofnverndarsjóði. En það mál sem líklega mesta athygli mun vekja er hið svokallaða fæðingarstaðamál. Ágúst Sigurðsson hrossaræktar- ráðunautur gerði ráð fyrir að regl- ur um skráningu á fæðingarstöðum hrossa yrðu afgreiddar á fundinum. Þótt fæðingarstaðamálið hafi ekki mikil áhrif á sjálfa hrossaræktina er ljóst að skráning hrossa hefur hvorutveggja í senn mikið tilfinn- ingalegt gildi og sömuleiðis hafa fæðingarstaðaheitin nú þegar mik- ið gildi frá viðskiptasjónarmiði. Fæðingarstaðarheiti hrossa hafa fyrir allnokkru virkað svipað og skrásett vörumerki og í mörgum tilfellum haft áhrif á sölumöguleika og verðmyndun hrossa. Þá hefur krafan um nýjar reglur aukist mjög með aukinni hrossa- rækt þéttbýlisbúa sem vilja fá að auðkenna hross fædd sér með öðru en heiti á bæ eða borg. Ágúst sagðist að sjálfsögðu ekki geta sagt nákvæmlega um það hvernig reglurnar verða endanlega en sér sýndist líklegt að mönnum yrði leyft að hafa fleiri en eitt rækt- unarnafn og að greiða verði fyrir hvert nafn. Þá verði nöfnin að lúta íslenskum málvenjum en ekki kvaðst Ágúst geta svarað því hvort leyfð verði fyrirtækjanöfn eins og sótt hefur verið um eða hvort nöfn- in verði að einskorðast við örnefni sem gætu sómt sér sem bæjarnafn. Mikilvægt þykir að vel takist til um reglusmíðina og hægt verði að halda vel utan um nafngiftirnar svo ekki verði úr einhver skrípaleikur. Þykir ýmsum varasamt ef leyfð verður notkun fyrirtækjaheita al- mennt þar sem slíkt gæti hæglega farið úr böndum þótt mörg fyrir- tækjaheiti gætu vel sómt sér. Fjórir umsóknir liggja fyrir ráðinu um úthlutun úr stofnvernd- arsjóði vegna þróunarverkefna. Eru það umsóknir frá Sæðinga- stöðinni í Gunnarsholti vegna djúp- frystingar á sæði. Þá er að nefna umsókn frá Hrossaræktarsam- bandi Austurlands vegna Dýraspít- ala Austurlands og umsókn frá Hólaskóla vegna rannsókna á end- ingu hrossa og að síðustu umsókn frá Keldum vegna DNA-ættgrein- ingar hrossa. Til úthlutunar eru í kringum fjórar milljónir króna að þessu sinni sem eru ársvextir af höfuðstól sjóðsins. Fagráðið mun nú gera drög að skrá yfir kynbótasýningar næsta árs en endanleg fastmótuð skrá verður gefin út í janúar á næsta ári. Fundur í fagráði á föstudag Reglur um skráningu fæð- ingarstaða hrossa afgreiddar ARFGENGI er mat á hversu mikið ákveðinn eiginleiki stjórnast af erfð- um. Það er að segja ef arfgengið er hátt stjórnast eiginleikinn meira af erfðum en umhverfi. Einnig segir arfgengi til um hversu vel kynbótadómnum tekst að fanga breytileika eiginleikans. Arfgengi ♦ ♦ ♦ Gleðileg jól Hólagarður        
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.