Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I „Au pair“ Þýskaland Þýsk fjölskylda, búsett í Bonn með tvö börn, Anne 3ja ára og Niklas 5 ára, óskar eftir „au pair“ frá byrjun janúar 2002, 18 ára eða eldri og reyklausri. Nánari upplýsingar gefur Sólrún Jónsdóttir, í s. 860 7373 og 554 5717. ⓦ í Keflavík, Háteigshverfi, Hólmgarðshverfi og Garðahverfi. Upplýsingar gefur Elínborg í síma 421 3463. Háskóli Íslands Heimspekideild Leiðrétting auglýsingar sem birtist sunnudaginn 2. desember sl. Við heimspekideild Háskóla Íslands er laust til umsóknar starf lektors í kennslufræði og rannsóknum erlendra mála, með ensku og íslensku sem sérsvið. Ráðið verður í starfið til þriggja ára með möguleika á framlengingu. Áætlað er að lektorinn taki til starfa 1. ágúst 2002. Um hæfi umsækjenda og meðferð umsókna fer eftir ákvæðum laga um Háskóla Íslands nr. 41/1999 og reglna um Háskóla Íslands nr. 458/ 2000. Umsókn þarf að fylgja greinargóð skýrsla um vísindastörf umsækj- anda, rannsóknir og ritsmíðar (ritaskrá), svo og yfirlit um námsferil og störf (curriculum vitae) og eftir atvikum vottorð. Með umsókn skulu send þrjú eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum, birtum og óbirtum, sem umsækjandi óskar eftir að tekin verði til mats. Þegar höfundar eru fleiri en umsækjandi skal hann gera grein fyrir hlutdeild sinni í rannsóknum sem lýst er í ritverkunum. Ef um er að ræða mik- inn fjölda ritverka skal umsækjandi senda með umsókn sinni 20 helstu fræðileg ritverk sem varða hið auglýsta starfssvið, og mat dómnefndar takmarkast við þau. Æskilegt er að umsækjendur geri grein fyrir því hverjar rannsóknarniðurstöður sínar þeir telja mark- verðastar. Ennfremur er óskað eftir greinargerð um þær rannsóknir sem umsækjandi vinnur að og hyggst vinna að verði honum veitt starfið (rannsóknaráætlun) og þá aðstöðu sem til þarf. Loks er ætlast til þess að umsækjandi láti fylgja með umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf sín eftir því sem við á. Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra og raðast starf lektors í launaramma B. Umsóknarfrestur er til 31. desember 2001 og skal umsóknum skilað í þríriti til starfs- mannasviðs Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Öllum umsókn- um verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Björk Guð- steinsdóttir, formaður enskuskorar, í síma 552 4453, netfang gsteins@hi.is . Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans. http://www.starf.hi.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Viltu lágmarka leigukostnað? Til leigu er fallegt og bjart 200 fm skrifstofu/- atvinnuhúsnæði á 2. hæð við Tangarhöfða. Ein hagstæðasta leiga á markaðnum. Upplýsingar í vinnusíma 562 6633, fax 562 6637, heimasíma 553 8616. Til leigu Byggingarfélag Gylfa og Gunnars er með eftirtalin húsnæði til leigu: Hlíðasmári: Í nýju og fallegu húsnæði, hentar vel fyrir skrifstofu, verslun eða þjónustu. Stærðir frá 150—600 fm. Síðumúli: Í nýju og glæsilegu húsnæði. Stærð ca 300 + fm. Borgartún: Skrifstofuherbergi, stærð ca 25 fm. Grandavegur: Í húsnæði fyrir eldri borgara. Hentar vel fyrir nudd eða heilsugæslu. Stærð 103 fm. Dugguvogur: Til leigu eða sölu 913 fm hús- næði sem er innréttað til matvælavinnslu. Ýmsir möguleikar. Uppl. gefur Gunnar í síma 693 7310. HÚSNÆÐI Í BOÐI Til sölu Allt að 100% lán Til sölu 3—4 herb. íbúðir á Akranesi. Íbúðir eru afhentar tilbúnar til innflutnings í júní 2002. Allar upplýsingar gefur sölumaður. Fasteignasalan Hákot, Kirkjubraut 28, Akranesi, sími 431 4045. KENNSLA Skráning í fjarnám er hafin og stendur til 20. des. Skráning á vefsíðu skólans: http://www.fa.is/ undir Fjarnám. TILBOÐ / ÚTBOÐ Eimskip - rif á byggingum 1. áfangi Fyrir hönd Eimskips er hér með óskað eftir tilboðum í rif á hluta af vörugeymslum félags- ins í Sundahöfn í Reykjavík. Um er að ræða 1.áfanga (~ 4.500 m²) í rifi á 14.000 m² steinsteyptri byggingu. Verktími: 2 mánuðir á tímabilinu janúar-mars. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu VSÓ Ráðgjafar, Borgartúni 20, 105 Reykjavík, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en fimmtudaginn 20. desember 2001 kl. 11.00 og verða þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðend- um sem þess óska. Vakin er athygli á vettvangsskoðun miðviku- daginn 12. desember nk. TILKYNNINGAR Seltjarnarnesbær Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Seltjarn- arnesbæjar 1981—2001 samkvæmt 17. og 18. gr. skipulags- og bygginarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin felst í eftirfarandi: 1. Á svonefndum Hrólfsskálamel á horni Suð- urstrandar og Nesvegar, sem er svæði ætlað fyrir þjónustustofnanir, atvinnustarfsemi og verslun, verður íbúðarsvæði. 2. Á horni lóðar vestan gatnamóta Suður- strandar og Nesvegar, sem ætluð var fyrir verslunar- og þjónustustofnanir, bílastæði og opið grænt svæði næst raðhúsunum við Selbraut, verður svæði fyrir þjónustustofn- anir. Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofu Sel- tjarnarness, Austurströnd 2, frá 11. desember 2001 til og með 14. janúar 2002. Athugasemdum við ofangreinda tillögu að breytingu skal skila til Tæknideildar Seltjarn- arness, Bygggörðum 1, eigi síðar en 28. janúar 2002. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni. Byggingarfulltrúinn Seltjarnarnesi. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA ■ www.nudd.is FÉLAGSLÍF  FJÖLNIR 6001121119 I Jf. I.O.O.F.Rb.1  15112117 — EK JV  EDDA 6001121119 III Frl.  HLÍN 6001121119 IV/V AD KFUK, Holtavegi 28. Enginn fundur í kvöld. Sameiginlegur aðventufundur með KFUM fimmtudag. Myndakvöld í F.Í.-salnum miðvikud. 12. des. kl. 20.30. Haukur Jóhannesson sýnir „Á tröllaslóðum“ - myndir úr Ár- neshreppi á Ströndum. Eftir kaffihlé sýnir hann glæsilegar myndir, sem teknar eru um allt land. Kaffiveitingar og aðgangs- eyrir kr. 500. Enn eru nokkur pláss laus í áramótaferð í Land- mannalaugar. Sjá www.fi.is, textavarp RUV bls. 619.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.