Morgunblaðið - 11.12.2001, Side 53

Morgunblaðið - 11.12.2001, Side 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 53 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmti- ganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkj- unni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir. Léttur hádegisverður að stundinni lokinni. Sam- vera foreldra ungra barna kl.14–16 í neðri safnaðarsal. 12 spora starf kl. 19 í kirkj- unni. Bústaðakirkja. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Ævintýraklúbburinn kl. 17. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn úr 1.–3. bekk í umsjón Guðrúnar Helgu, Sigrúnar, Völu og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Unglingaklúbburinn MeMe kl. 19.30. Kröftugt starf fyrir unglinga í um- sjón Gunnfríðar og Jóhönnu. Laugarneskirkja. Hlé verður á morgun- bænum til 15. jan. Jólatónleikar Kórs Laugarneskirkju kl. 20.30. Stjórnandi Gunnar Gunarsson en Bjarni Þór Jónat- ansson leikur á píanó. Einsöng flytja Lauf- ey Geirlaugsdóttir og Þorvaldur Halldórs- son. Sérstakir gestir verða Borgarkvartettinn, en hann skipa Þorvald- ur Halldórsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Ásgeir Páll Ágústsson og Atli Guðlaugs- son. Aðgangseyrir rennur óskiptur í org- elsjóð kirkjunnar. Fullorðinsfræðslu haustannar er lokið, en Þriðjudagur með Þorvaldi og fyrirbænaþjónusta falla inn í kvöldið. Síðasta samvera fyrir jól verður 18. des. (sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir félagar velkomnir. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Fræðsla: Mat- aræði ungbarna. Hjúkrunarfræðingur frá Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi sér um efnið. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna- stund í dag, þriðjudag, kl. 12 í kapellu safnaðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkjunnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. TTT- klúbburinn í Ártúnsskóla kl. 14.20– 15.20. Barnakóraæfing kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra kl. 12. Hádegisverður. Kl. 13 jólavaka: Jólafrásögn, helgileikur, tónlist. Kaffi, jólahappdrætti, jólastemmning. Kl. 16 fermingarbörn Digraneskirkju fá hundinn Bassa í heimsókn og fræðast um forvarn- ir í fíkniefnum. Æskulýðsstarf fyrir 10–12 ára börn á vegum KFUM&K og Digranes- kirkju. Húsið opnað kl. 16.30. Fótbolta- spil, borðtennis og önnur spil. Jólafundur. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30. Helgistund, handa- vinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og allt- af eitthvað gott með kaffinu. Kirkjukrakk- ar í Engjaskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Kirkjukrakkar í Korpuskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju, eldri deild, kl. 20–22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstundir kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10-12. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30-16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjallað. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjöl- breytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára stúlk- ur í Kirkjuhvoli kl. 17.30 í umsjón KFUK. Bessastaðasókn. TTT-kristilegt æsku- lýðsstarf fyrir 10–12 ára í Álftanesskóla, stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur börnun- um heim. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 18. Opið hús kl. 17–18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æskulýðsfélag yngri félaga. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl 17. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10– 13.30 koma leikskólar í kirkjuheimsókn. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Borgarneskirkja. TTT tíu–tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Árni Sæberg Á SAMVERUM eldri borgara í Laugarneskirkju látum við okkur ekkert mannlegt óviðkomandi og því er dagskráin er ætíð fjöl- breytt og fróðleg. Nú ljúkum við haustönninni með góðum jóla- fundi kl. 14 á fimmtudaginn 13. des. þar sem margt ber á góma. Að þessu sinni mun Stefán J. Haf- stein koma og lesa upp úr bók Önnu Kristine Magnúsdóttur, Lit- rófi lífsins. Á helgistund sem fram fer í kirkjunni á undan munu Tinna Ágústsdóttir og Há- kon Atli Halldórsson, nemendur í Listdansskóla Íslands dansa við gamlan negrasálm og Sigrún Birgisdóttir nemandi í Susuki- skólanum í Reykjavík mun leika á píanó, en sr. Bjarni Karlsson sóknarprestur flytur jóla- hugvekju. Að lokinni helgistund og fróð- legri bókarkynningu, er boðið til kaffisamsætis í safnaðarheimilinu þar sem tvö börn, Erla Björg og Aðalsteinn, munu sýna dans, góð- gerðir verða fram bornar og áhugasömum gefst færi á að eign- ast bók Önnu Kristine á góðum kjörum. Það er þjónustuhópur Laugarneskirkju, kirkjuvörður og sóknarprestur sem undirbúa og stýra samverunni. Jólasamvera eldri borg- ara í Laugarneskirkju KIRKJUSTARF LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt um 44 umferðaróhöpp um helgina sem sannar- lega er allt of mikið. Um helgina voru 11 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur og 17 stöðvaðir vegna gruns um of hraðan akstur. Á föstudagskvöld var tilkynnt um jeppabifreið á hvolfi í Klettagörðum og menn á hlaupum frá henni. Bifreið- in hafnaði á spennistöð frá Orkuveit- unni og síðan á girðingu sem skemmdist á um 10 metra kafla. Öku- maður lagði á flótta og óð til hafs. Eitt vitni á vettvangi óð á eftir honum út í sjó og náði að tala hann til. Ökumaður var grunaður um ölvun og var vist- aður í fangageymslu. Aðfaranótt laugardags var bifreið ekið út af Hringbraut til móts við BSÍ. Ökumaður og farþegi kvörtuðu undan eymslum en meiðslin voru ekki talin alvarleg. Bifreiðin var fjarlægð með kranabifreið. Á laugardagsmorgun varð árekst- ur á Fellsmúla. Farþegi í annarri bif- reiðinni fann til eymsla í hálsi og hnakka en báðar bifreiðar voru fjar- lægðar af vettvangi með kranabifreið. Þá var jólalest Coca Cola fylgt um helstu hverfi borgarinnar og niður Laugaveg. Um klukkan hálf sex á laugardag varð umferðarslys á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Ökumaður var fastur í annarri bif- reiðinni og þurfti að nota tæki tækja- bifreiðar slökkviliðs til að ná honum út. Báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild til rannsóknar. Þrjár sjúkrabifreiðar komu á vettvang auk tækjabifreiðar. Meiðsl ökumanna voru ekki að fullu könnuð en virtust ekki eins alvarleg og í fyrstu leit út fyrir. Báðar bifreiðar voru fjarlægðar af vettvangi með dráttarbifreið. Ekið var á kyrrstæða bifreið í Mjóddinni. Ökumaður hennar hljóp á brott ásamt tveim farþegum. Bifreið- in sem þeir voru í mun hafa verið stol- in. Á sunnudagsmorgun var tilkynnt um bifreið sem hefði verið ekið út í móa við Njarðargötu og Vatnsmýr- arveg og hún væri þar föst í ræsi en ökumaður hefði hlaupið í burtu. Haft var samband í síma skráðs eiganda og fengust þá þær upplýsingar að eig- andinn hefði skroppið út í búð. Um hádegi á sunnudag var tilkynnt alvarlegt umferðarslys á gatnamót- um Breiðholtsbrautar og Skógarsels. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild en lögregla flutti hinn ökumanninn. Sá fyrrnefndi hlaut höfuðmeiðsl og var settur í rannsókn. Bifreiðarnar voru fjarlægðar með kranabíl. Síðdegis á föstudag var farið inn á lager verslunar við Laugaveg og stol- ið veskjum og farsímum í eigu starfs- fólks. Í annarri verslun var maður stöðvaður áður en hann hélt á braut með hangikjötslæri sem hann hafði ekki greitt fyrir. Nokkrir fleiri voru teknir fyrir hnupl í verslunum því víða er starfsfólkið vel á verði. Tilkynnt var um innbrot í Folda- hverfi. Þar var stolið bjór, hljómflutn- ingstækjum og tölvu. Ölvun var miðl- ungs mikil í miðborginni aðfaranótt laugardags og ástand þokkalegt enda fremur fáir á ferli. Einn maður var handtekinn vegna líkamsmeiðinga, annar vegna ölvunar og sá þriðji vegna óspekta. Þá flutti lögregla mann á slysadeild sem hafði fengið glas í andlitið. Nokkur erill var hjá lögreglu um nóttina vegna ölvaðs fólks víðsvegar um borgina. Snemma á laugardagsmorgun var tilkynnt innbrot í verslun við Granda- garð. Þar var m.a. stolið þrem hagla- byssum sem voru í festingum uppi á vegg. Upptökutæki nr. 7 stolið Síðdegis á laugardag var svartri tösku með upptökutæki og heyrnar- tækjum stolið úr körfu á reiðhjóli á meðan eigandinn leit í búðarglugga. Taskan er merkt „nr. 7“ og tækið einnig. Á laugardagskvöld var tilkynnt innbrot í tvær geymslur í Bakka- hverfi. Úr annarri, sem sennilega var opin, var tekið 6 ára bilað sjónvarp og leikföng úr Leikbæ sem enn voru í pakkningum enda ætluð til jólagjafa. Hin geymslan var spennt upp en engu stolið. Nokkuð af fólki var í miðborginni aðfaranótt sunnudags en miðlungs ölvun og ástandið þokkalegt. Hand- teknir voru tveir menn vegna líkams- meiðinga og þrír vegna ölvunar. Lög- regla flutti tvo menn á slysadeild og sjúkralið flutti einn mann. Mikill erill var hjá lögreglu í öðrum borgarhlutum vegna ölvunar og ýf- inga manna á milli. Skömmu eftir miðnætti var til- kynnt innbrot í verslun í Skeifunni. Þar var stolið verðmætum tækjum. Um morguninn voru handteknir menn sem eru grunaðir um þjófnað- inn. Eitthvað af þýfinu komst til skila. Þá var tilkynnt innbrot í verslun við Laugaveg. Nokkru af skiptimynt var stolið. Í jólasveinabúningi með uppblásna kind Snemma á sunnudagsmorgun var tilkynnt um unga stúlku í Tryggva- götu. Hún var ósjálfbjarga sökum ölv- unar, í jólasveinabúningi og með upp- blásna kind. Stúlkunni var ekið til síns heima. Tilkynnt var um innbrot í söluturn við Barónsstíg og ræninginn sagður hlaupa norður Snorrabraut. Maður sem lýsing átti við var handtekinn á Hlemmtorgi við Búnaðarbanka. Hann var fluttur í fangamóttöku en hann mun hafa stolið 50 happaþrenn- um úr söluturninum. Um hádegi á sunnudag var tilkynnt innbrot í hús í Bústaðahverfi. Þar hafði verið farið inn um glugga og stolið talsverðu af peningum. Síðdegis á sunnudag var tilkynnt að hundur hefði bitið barn í Hlíðun- um. Þarna hafði stór hundur stokkið upp á barnið og glefsað í það þannig að úlpa þess skemmdist og barnið blóðgaðist á hendi. Úr dagbók lögreglunnar/7.–10. desember Velti jeppanum og óð út í sjó SÆVAR Þór Jónsson, fram- kvæmdastjóri Juventus hugbún- aðarhúss, afhenti á föstudag Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra síðasta eintakið af kennsluforritinu Ævari sem dreift hefur verið ókeyp- is í alla grunn- og framhaldsskóla landsins. Björn Bjarnason afhenti svo Hreiðari Sigtryggssyni, skóla- stjóra Langholtsskóla, eintakið. Þá var sýnd bráðabirgðaútgáfa af næsta Ævari. Ragnar Eðvaldsson, forritari hjá Voiceera, gaf framtíð- arforritinu raddskipanir og stóðst forritið prófið fullkomlega. Juvent- us hugbúnaðarhús og Voiceera hafa ákveðið að fara í samstarf á þróun Ævars. Í framtíðinni mun verða hægt að gefa forritinu raddskipanir og þá á forritið einnig að geta svar- að. Starfsmenn Juventus hugbún- aðarhúss og Voiceera segja að með forritinu geti íslenskt menntakerfi boðið nemendum hérlendis upp á sambærilegan búnað og gerist er- lendis. Morgunblaðið/Sverrir Menntamálaráðherra og Hreiðar Sigtryggsson skólastjóri fylgjast með nemendum í Langholtsskóla vinna með kennsluforritið Ævar 2,0. Afhendir kennslu- forritið Ævar FLUGFÉLAG Íslands og Íslands- flug hafa komist að samkomulagi um að allt innanlandsflug Íslandsflugs verði frá og með deginum framvegis selt í gegnum sölukerfi FÍ. Frá því að Íslandsflug hóf flug aft- ur til Vestmannaeyja hinn 1. október sl. hefur öll sala á flugi til og frá Vest- mannaeyjum verið hjá Flugfélagi Ís- lands. Vegna mjög góðrar reynslu af því fyrirkomulagi hefur nú verið bætt við öðrum áfangastöðum Ís- landsflugs innanlands, segir í frétt frá félaginu. Staðirnir eru Sauðár- krókur, Bíldudalur og Gjögur. Kostir sölukerfis FÍ felast sérstaklega í mjög einföldum möguleika á því að bóka flug í gegnum heimasíðu félags- ins www.flugfelag.is. Einnig er hægt að bóka flug og fá upplýsingar í síma, segir í frétt frá FÍ. Fleiri staðir nú bókanlegir SÆNSKA félagið á Íslandi heldur upp á Lúsíuhátíð fimmtudaginn 13. desember kl. 9 í Norræna húsinu og kl. 20 í Seltjarnarneskirkju. Lúsíu- kórinn er undir stjórn Mariu Ceder- borg og píanóundirleik annast Ari Agnarsson. Tvær Lúsíuhátíðir SAMTÖK hafa verið stofnuð fyrir fólk sem hefur lent í því að missa foreldra sína þegar það var á barns- aldri. Stofnandi samtakanna er Dóra Emilsdóttir. Fundir verða haldnir í Bústöðum í kjallara Bústaðakirkju, fimmtu- daga kl. 17.30–19. Markmið sam- takanna er að viðkomandi aðilar geti komið saman og rætt um sín mál. Ný sorgar- samtök

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.