Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 55 Flokkur féll niður Úrslit í flokki fullorðinna í suður- amerískum dönsum vantaði með grein um Opnu IDSF-keppnina. Þau eru: Björn Sveinsson / Bergþóra M. Bergþórsd. Eggert Claessen / Sigrún Kjartansdóttir. Þá vantaði nöfn þeirra Grétars A. Khan og Jóhönnu B. Bernburg í „Team 2008“. Heildarkostnaður sjúklinga Fyrirsögn var röng í töflu með frétt í blaðinu sl. sunnudag um kostn- aðartölur hjá sjúklingum, sem BSRB tók saman. Þar átti að standa „Dæmi um heildarkostnað sjúklinga“ en ekki „Dæmi um heildarlyfjakostnað sjúklinga“. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT LAUGARDAGINN 8. desember sl. milli kl. 17-17.30 var ekið á hægra aft- urhorn bifreiðarinnar NT-457, sem er VW Golf, þar sem hún stóð kyrr og mannlaus á bifreiðastæði við Hagkaup í Skeifunni. Hinn 8. desember, milli kl. 16-20, var ekið á vinstri hlið á hvítri Suzuki Swift fólksbifreið þar sem hún stóð kyrr og mannlaus í Tjarnargötu við Ráðhúsið. Í báðum þessum tilfellum fóru tjón- valdar af vettvangi án þess að tilkynna það hlutaðeigendum eða lögreglu. Þeir eða aðrir sem geta veitt frekari upplýsingar hafa samband við um- ferðardeild lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum „FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavíkurborgar endurspeglar sívaxandi skuldasöfnun og aukna útþenslu í rekstri borgarinnar. Skuldasöfnun borgarinnar er komin á alvarlegt stig og er þegar farin að draga mátt úr stærsta fyrirtæki borg- arinnar, Orkuveitu Reykjavíkur. Fjárhagsáætl- unin endurspeglar einnig það skilnings- og áhuga- leysi sem R-listinn hefur gagnvart þeim sem minna mega sín í borgarsamfélaginu.“ Þetta segir meðal annars í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins sem þeir lögðu fram við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar Reykjavíkurborgar á síðasta fundi borgarstjórnar. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlist- ans lögðu einnig fram bókun. Í upphafi hennar segir: „Sú umræða sem átt hefur sér stað í borg- arstjórn Reykjavíkur nú endurspeglar það hyl- dýpi sem er á milli málflutnings og framtíðarsýn- ar þeirra tveggja fylkinga sem borgarstjórnina skipa. Reykjavíkurlistinn hefur ítrekað kallað eft- ir stefnu Sjálfstæðisflokksins í borgarmálum, en án árangurs. Borgarbúar hafa þurft að sæta því að umræðan þeirra snúist um bókhaldsatriði í stað málefnalegrar umfjöllun um framtíð og þróun borgarsamfélags í upphafi nýrrar aldar.“ Tólf tíma umræða Fjárhagsáætlunin var samþykkt með atkvæð- um meirihlutans. Umræður um fjárhagsáætl- unina stóðu í um 12 tíma og tóku flestir borgarfull- trúa meirihluta og minnihluta til máls við umræðurnar. Í bókun sjálfstæðismanna segir einnig að aldrei hafi biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði verið meiri, aldrei hafi biðlistar á leikskólum borgarinn- ar verið lengri, lóðaverð aldrei verið hærra og að aldrei hafi stjórnsýsla borgarinnar verið jafnþung í vöfum og seinvirk fyrir einstaklinga sem eiga samskipti við borgarkerfið. Eignamyndun meiri en skuldaaukning „Þessar staðreyndir sýna að stefnu- og aðgerð- arleysi R-listans í mörgum mikilvægum málum er hvorki fjölskylduvænt né boðar aukin lífsgæði í Reykjavík eins og borgarstjóri gaf til kynna þegar mælt var fyrir fjárhagsáætlun borgarinnar. Þess- ar staðreyndir sýna þvert á móti að R-listinn lætur mikilvæg fjölskyldumál reka á reiðanum og bygg- ing vist- og hjúkrunarheimila fyrir aldraða er orð- in algjör hornreka í borgarkerfinu,“ segir einnig í bókun sjálfstæðismanna. Undir lok hennar segir einnig: „Allt tal R-listans um festu í fjármálastjórn og skýra framtíðarsýn er ekkert annað en inn- antómt hjal. Meirihlutinn hefur gefist upp við að standa við það fyrirheit að greiða upp skuldir borgarinnar. Eyðsla og óráðsía hefur einkennt valdaferilinn eins og málefni Línu.Nets hf. ber með sér. Sífellt kemur betur og betur í ljós það ábyrgðarleysi sem ríkir hjá meirihlutanum gagn- vart fjármálum borgarinnar. Umfjöllun um fjár- mál er vísað á bug með þeim ummælum að hún sé ekki pólitík heldur bókhald. Mörg hundruð millj- óna króna fjáraustur úr sjóðum Orkuveitunnar yf- ir í Línu.Net hf. er í augum borgarstjóra lítið mál. Slík viðhorf lýsa hroka og lítilsvirðingu gagnvart borgarbúum.“ Í bókun Reykjavíkurlistans segir að fjárhagur borgarinnar sé traustari nú en nokkru sinni. Skuldir sem hlutfall af skatttekjum hafi lækkað úr 120% árið 1994 í 52% 2002 og þessi árangur hafi náðst samhliða „gríðarlegri uppbyggingu skóla, leikskóla, og fráveitukerfis og fjárfestingu á flest- um sviðum borgarrekstursins. Sjálfstæðismönn- um hefur orðið tíðrætt um skuldaaukningu og að skuldir borgarinnar hafi á degi hverjum vaxið um tæpar 9 m.kr. Þeim hefur láðst að geta þess að eignamyndun hefur á sama tíma verið mun meiri eða sem svarar tæpum 37 m.kr. á dag,“ segir m.a. í bókun Reykjavíkurlistans. Þar segir einnig: „Fjölga þarf atvinnutækifærum sem krefjast menntunar, þekkingar og nýsköpunar. Hlutverk borgaryfirvalda er að skapa fyrirtækjum kjörað- stæður til að festa rætur, vaxa og nýta þá miklu möguleika sem framundan eru. Tengja þarf sam- an miðborgar- og háskólasvæðið ekki síst með til- komu vísindagarða sem fyrirhugað er að byggja á háskólasvæðinu. Þannig styrkist atvinnulíf í mið- borginni sem og verslun og þjónusta. Fjölskrúð- ugt miðborgarlíf þar sem ungt, kraftmikið og framsækið fólk upplifir borgarmenningu er ein forsenda þess að Reykjavík standist samkeppni um fólk og þekkingu við erlendar stórborgir. Þar skiptir einnig sköpum blómlegt menningarlíf, en Reykjavíkurlistinn hefur lagt sérstaka áherslu á að efla og styðja menningarflóru borgarinnar á undanförnum árum. Nýtt tónlistar- og ráðstefnu- hús í miðborginni verður stórt skref í þá átt auk þess sem það mun koma atvinnulífinu öllu til góða.“ Meirihlutinn í borgarstjórn segir fjármálastjórn trausta Minnihlutinn segir skulda- söfnun komna á alvarlegt stig KVEIKT verður á nýjum um- ferðarljósum miðvikudaginn 12. desember kl. 14 á gatnamótum Suðurgötu og Brynjólfsgötu. Þangað til verða ljósin látin blikka á gulu ljósi. Þarna hafa verið gangbraut- arljós sem hafa nú verið fjar- lægð. Ökumenn eru beðnir að sýna aðgát og tillitssemi á með- an, segir í frétt frá gatnamála- stjóra Reykjavíkur. Kveikt á nýj- um umferð- arljósum Í FRÉTT Morgunblaðsins um rafrænar kosningar 5. desember sl. var m.a. sagt að tillaga þess efnis að landsfundur sjálfstæðis- manna lýsti sig andsnúinn hug- myndum um að hætta að nota kjörseðla við almennar alþingis- og sveitarstjórnarkosningar hefði komið frá einstaklingi en ekki nefnd og var byggt á upplýs- ingum frá skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins. Á sama stað hafa nú fengist þær upplýsingar að Haraldur Blöndal hæstaréttarlögmaður hafi talað fyrir tillögunni, sem hafi verið samþykkt, og með hon- um hafi verið 19 aðrir flutnings- menn. Í grein Haraldar Blöndal í Morgunblaðinu 20. október sl. segir m.a. að tillagan hafi verið samþykkt nær mótatkvæðalaust og að flutningsmenn hafi verið úr öllum kjördæmum landsins með mikla reynslu af kosningum. Rafrænar kosningar Flutnings- menn voru 20 PÁLL Pétursson, félagsmálaráð- herra, afhenti fyrsta útskriftarhópi Hafnarskólans skírteini við athöfn hjá Samskipum á föstudag. Tólf brautskráðust að þessu sinni úr Hafnarskólanum sem annast starfs- nám fyrir hafnarverkafólk og starfsfólk vöruhúsa. Hafnarskólinn var stofnaður á síðasta ári að frumkvæði Samskipa í samvinnu við Menningar- og fræðslusamband Alþýðu (MFA) og stéttarfélagið Eflingu. Félagsmála- ráðuneytið veitti 2.500.000 krónur til verkefnisins. Ingibjörg E. Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri MFA, hafði yfirumsjón með náminu en í námskeiðsnefnd sátu sex aðilar, starfsmenn Samskipa og fulltrúar frá MFA, Eflingu og Starfsgreina- sambandinu, sem undirbjuggu nám- ið og settu saman námsskrá. Námið er um 250 stundir og ann- aðist 21 aðili kennsluna. Meðal námsgreina voru námstækni og samskipti, enska, íslenska, tölvur og tölvusamskipti, stærðfræði, flutn- ingastjórnun, birgðabókhald, vöru- stýring, vörumerkingar, gæðakerfi og gæðamál, öryggis- og umhverf- ismál, meðferð hættulegra efna, los- un og lestun, meðferð á kæli- og frystivöru og líkamsbeiting. Námið hófst 7. september síðast- liðinn og var kennt hjá MFA og í húsnæði Samskipa. Í fyrsta útskriftarhópi eru: Ari Bragason, Benedikt H. Jóhannsson, Georg H. Magnússon, Guðni Þór Guðjónsson, Guðni Þórarinsson, Jens Kristjánsson, Jón Atli Jón- geirsson, Magni Þór Harðarson, Páll Gunnarsson, Sigurður Helgi Gunnarsson, Sigurður Hjörleifsson og Svanberg Þór Sigurðsson. Morgunblaðið/Golli Nemendur brautskráðir úr Hafnarskólanum NÝR veitingastaður, Energia Bar, var opnaður í Smáralind laug- ardaginn 8. desember sl. Páll Óskar Hjálmtýsson opnaði staðinn form- lega með sínu lagi. Energia Bar er í Vetrargarðinum og er hann rúm- lega 100 fermetrar að stærð, segir í frétt frá Smáralind. Júlía Jónsdóttir blandar fyrsta orkudrykkinn fyrir Pál Óskar. Orkubar í Smáralind
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.