Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                 BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is VINUR minn, Rögnvaldur Sigur- jónsson píanóleikari, hafði samband við mig og sagði að við ættum í sameiningu bókartitil nokkurn sem fleytti kerlingar á jólabókaflóðinu þetta árið. Það er titillinn Með lífið í lúkunum sem við kölluðum bókina um listamannsferil Rögnvalds frá 1945–1979 en það ár kom hún út hjá Almenna bókafélaginu og var fram- hald bókarinnar Spilað og spaugað. Ég minnti Rögnvald á að hann hefði streist á móti þessum titli á sínum tíma og honum fundist óvirðulega að orði komist um sínar ágætu lista- mannshendur en ég hefði haft bet- ur. „Mikið rétt,“ svaraði Rögnvald- ur að bragði. „En úr því að ég samþykkti hann vil ég halda hon- um,“ og hvatti mig til að mótmæla þeim sem tekið hefðu þessa sam- eign okkar ófrjálsri hendi. Nú erum við Rögnvaldur bæði friðsemdarfólk og ætlum ekki að krefjast þess að höfundur og útgef- andi viðkomandi bókar afhendi okk- ur titilinn að nýju á silfurfati. Hins vegar má spyrja hvort þessir aðilar hefðu ekki átt að kynna sér hvort áður hefði komið út bók með þessu nafni. Bækurnar um Rögnvald, Spilað og spaugað og Með lífið í lúk- unum, sem ég skrifaði á sínum tíma eftir frásögn hans, eru að vísu löngu ófáanlegar og því mörgum gleymd- ar. Skrár yfir útgefin rit ættu þó að vera handbærar þeim sem sýna metnað við bókaútgáfu. Hér er líka hætta á meinlegum ruglingi. Segj- um svo að ungur tónlistarmaður vilji kynna sér glæsilegan feril Rögnvalds og biðji um bókina Með lífið í lúkunum á bókasafni. Hann gæti fengið í hendur samnefnt verk með læknabröndurum sem hann hefði takmarkaðan smekk fyrir. GUÐRÚN EGILSON, Mávahrauni 3, Hafnarfirði. Lánsfjaðrir Frá Guðrúnu Egilson: MIKIÐ væri annars skemmtilegra að vera staddur í ævintýrinu í Hálsa- skógi heldur en þessum gráa kvót- araunveruleika. Í veruleikanum virðast Íslending- ar ætla að láta forystumenn í stjórn- málum, með tilstyrk Morgunblaðsins sjálfs, leiða sig til samþykkis á kvóta- kerfinu í sjávarútvegi. Kerfi, sem hinir fyrrnefndu bjuggu til með LÍÚ og Morgunblaðið gagnrýndi ótæpi- lega á árum áður á grundvelli rétt- lætis- og jafnréttissjónarmiða, skild- ist mér þá. Allt í einu er verið að búa til mála- miðlun, sem Morgunblaðið virðist ætla að sætta sig við og þjóðin líka. Hóflegt veiðigjald nefnist þessi mála- miðlun. Fyrir greiðslu þess öðlast handhafar kvótans lífstíðarábúð á fiskimiðunum. Öllu talinu um réttlæt- ið og jafnræði þegnanna er þar með vikið til hliðar. Og til viðbótar sam- þykkti landsfundur sjálfstæðis- manna þessa framtíðarskipan fisk- veiðimála á Íslandi á móti því að ráðherrann gæfi trillukörlum tíma- bundna ölmusu úr lófa sínum. Enginn virðist hirða um það, að út- gerðin á Íslandi hefur í rauninni ávallt greitt ótæpilegt veiðigjald. Alls ekki hóflegt veiðigjald heldur mikið veiðigjald, sem hefur birzt í velsæld fjöldans og oftlega erfiðum tímum í útgerðinni. Stjórnmálamennirnir hafa teygt útgerðina sjálfa og togað á sama hátt og þeir hafa skammtað al- þýðunni lífskjörin með gengisfelling- um eða gengissigum í einu eða fleiri stökkum. Hversvegna virðist alþýðunni ekki detta í hug að velta því fyrir sér hversvegna dollarinn kostar núna 110 kr. en kostaði 80 í fyrra? Doll- arinn kostaði 6,50 þegar nýkrónan var tekin upp og tvö núll voru strikuð aftan af gömlu krónunni 1980. Og dollarinn er auk þess svipur hjá sjón. Skyldi þessi íslenzka þjóð halda að þetta sé náttúrulögmál? Dettur henni í hug að þetta sé hegðunartengt? Hegðun þjóðarinnar birtist okkur í félagafrelsinu og réttlætingu alls- kyns kröfugerða einstakra hópa á hendur þeim, sem ekki geta varið sig. Til hvers var öll þessi „kjarabarátta“ og þessi fórnfúsu verkföll? Hverju skilaði stóra mjólkurverkfallið 1955 öðru en hressilegum slagsmálum og hasar? Allar kauphækkanir hinna lægst launuðu umfram það sem gengi krónunnar eða hagur útgerðarinnar þolir eru nefnilega teknar til baka með gengisfalli til þess að útgerðin geti lifað. Gengisfall er ávallt upp- gjöfin fyrir veruleikanum, timbur- mennirnir sem fylgja kjarabótafyll- eríi hinna svonefndu lægstlaunuðu. Fámennir hálaunahópar með kverkatök á samfélaginu eiga svo yf- irleitt óvandaðan eftirleik þegar gengið er farið af stað. Hverju skilaði svo þjóðarsáttin 1990, sem leyfði engri stétt kaup- hækkanir umfram aðra stétt? Verð- bólgan hvarf á einni nóttu, gengið varð stöðugt og dollarinn lækkaði jafnvel. Nú gengur þetta ekki lengur í okkur, við erum búin að fá nóg af lognmollunni og hver stétt verður að komast fram úr hinni. Við viljum stríð. Og gengið fellur af því að Davíð er svo vondur, segja margir. „Ó, heilaga einfeldni,“ sagði Bruno þegar góða gamla konan lagði hrís í bálköstinn hans. Fyrir áratug talaði Einar Odd- ur um fyrir þjóðinni á máli sem al- þýðan skildi. Nú hlustar enginn á neitt nema góð samningatíðindi úr Karphúsinu og meðfylgjandi gengis- fallateikn fyrir þá sem skilja vilja. Hverju breytir það fyrir útgerðina þótt veiðigjald sé lagt á hana? Hún fær það jafnharðan borgað í álagi á dollarann sem hún skilar í Seðla- bankann. Man einhver bátagjaldeyr- inn? Hvernig er hægt sé að fá heila þjóð og heilt Morgunblað til þess að sætta sig við brottfall frumburðar- réttarins með svona sjónhverfing- um? Í staðinn fyrir „atvinnufrelsi og einstaklingsfrelsi á grundvelli víð- sýnnar og þjóðlegrar umbótastefnu“ skulu menn fá dúsu ef þeir vilja sætta sig við að vera þrælar kvótagreifanna um alla framtíð. Mikið var gott að bundinn var endi á þetta hneykslanlega brottkast með því að taka veiðileyfið af honum Bjarma. Svona nokkuð gera menn ekki í besta fiskveiðistjórnarkerfi í heimi. Nú ættu öll dýrin í Hálsaskógi að geta verið vinir. HALLDÓR JÓNSSON verkfr., Hvannhólma 30, Kópavogi. Hátíð í Hálsaskógi Frá Halldóri Jónssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.