Morgunblaðið - 11.12.2001, Síða 60

Morgunblaðið - 11.12.2001, Síða 60
FÓLK Í FRÉTTUM 60 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG ER frá Bíldudal. Þar ólst ég upp við gott félags- og tónlistarlegt atlæti umvafinn ástúð, vinum og fögrum fjöllum.“ Svona hefst grein- argerð Þórarins Hannessonar sem er að finna á bakhlið þessa fyrsta hljómdisks hans og geymir stutt fer- ilságrip þessa trúbadors. Ef einhver hefur verið að leita að sönnunarvotti fyrir þeirri vinsælu mítu að fólk, alið upp úti á landi, sé meira niðri á jörðinni og hjarta- hreinna en borgarbörnin er hún komin ljóslifandi hér. Hann er nefnilega afar óspilltur og rómantískur, blærinn sem liggur yfir Má ég kitla þig? fyrsta hljóm- diski Þórarins Hannessonar. Ekki þá í „arineldur og kertaljós“-skiln- inginum heldur í hinum sakleysis- lega brag sem yfir honum er. Því út- gáfum sem þessum fylgir nær ætíð viðhorf sem er hreint og beint; menn leggja vafningalaust sín spil á borð, einlægni og ástríða stýra þess- um gjörðum enda hafa listamenn- irnir engu að tapa og kannski eitt- hvað að vinna. Auragróði er ekki markmiðið heldur að koma ein- hverju frá sér. Alþýðulist í sinni tærustu mynd; skapað til að skapa, af náttúrulegri þörf. Tónlistin hér er venjulegt kassa- gítarpopp, undir sterkum áhrifum frá hefð vísnasöngvaranna og venju- bundinn G, C, D, hljómagangur ræður ríkjum. Lögin eru þó haglega samin og það liggur nokkur pæling í þeim. Þau eru örugglega flutt og greinilegt að gítarglamur áranna og framkoma á hinum ýmsu vísna- kvöldum er að skila sér. Rödd Þórarins er flauelsmjúk og lágstemmd. Honum fer hiklaust best að flytja róleg og angurvær lög, svo vel reyndar að þegar hann gerir tilraunir til að rokka (t.d. í „Upp í himininn“) verður það hálf hjákát- legt. Sum laganna hér ná því að vera frábær. „Brosið þitt“ er jafngott og hver sú innblásna, heiðarlega kassa- gítarballaða sem ég hef heyrt. „Ég elska þig“ (einlægari verða lagatitl- arnir ekki!) og „Draumalandið“ eru í sama gæðaflokki. Nokkur laganna eru afar hefð- bundin og bæta litlu við þennan geira. Þá kemur til falleg, næsta við- kvæmnisleg rödd Þórarins og þessi óræði og góði andi sem fyllir plöt- una. Heildarpakkinn hrífur mann því með sér. Þetta er ein heiðarlegasta plata sem ég hefi heyrt á árinu og hún er skýrt dæmi um eitthvað „sem varð að gefa út“. Í þessu tilfelli getum við sem hlustum þakkað fyrir að það var gert. Vel af sér vikið Þórarinn! Mig langar til að enda þennan dóm á tilvitnun í niðurlag þakkar- lista Þórarins. Það segir meira en mörg orð um hvað er í gangi hér: „Ástarþakkir: Kristín mín, fyrir ást þína, þolinmæði og skilning. Börnin mín, fyrir ást ykkar og ynd- islega tilveru. Mamma og pabbi, fyr- ir stuðning ykkar og hvatningu gegnum árin.“ Því ekki það? ÞÓRARINN HANNESSON Má ég kitla þig? VIDEOVAL Má ég kitla þig?, plata Þórarins Hann- essonar. Þórarinn syngur aðal- og bak- raddir og leikur á gítar. Honum til að- stoðar eru þau Elías Þorvaldsson (hljómborð og harmonikka), Kristinn Kristjánsson (bassi), Kristján Krist- jánsson (trommur), Björn Thoroddsen (gítar í „Má ég kitla þig?“, „Ég elska þig“ og „Dauðans friður“) og Jónbjörg Þórhallsdóttir (bakraddir í „Til þín“ og „Draumalandið“). Öll lög og textar eru eftir Þórarin Hannesson. Stjórn upptöku, hljóðblöndun og –upptaka var í höndum Elíasar Þorvaldssonar. 37,54 mínútur. Arnar Eggert Thoroddsen Má ég kitla þig? með Þórarni Hannessyni er ein heiðarleg- asta plata ársins, að mati Arn- ars Eggerts Thoroddsen. Í GEGNUM tíðina hafa komið út fjölmargar hljómplötur með einyrkj- um sem taldir hafa verið til ákveðins undirflokks í íslenskri tónlistarsögu. Hér er um ræða hamfarapoppið, sem kollegi minn Arnar Eggert Thorodd- sen nefnir svo. Sú nafnbót er skír- skotun í samnefnda plötu sem trommusnillingurinn sálugi, Gunnar Jökull Hákonarson, sendi frá sér ár- ið 1996. Hamfarapoppið á sér þó mun lengri sögu hérlendis og eflaust muna margir eftir hreint ótrúlegri plötu Austfirðingsins Jóhanns R. Kristjánssonar frá árinu 1982, sem heitir svo heppilega Er eitthvað að? Í skilgreiningum á hamfarapopp- inu er margt til nefnt og í stuttu máli sagt eru höfundar slíkra platna iðu- lega þúsundþjalasmiðir á miðjum aldri. Þetta eru einyrkjaplötur, í orðsins fyllstu merkingu. Höfundur efnisins er oftast allt í senn söngvari, undirleikari á ýmis hljóðfæri, um- slagshönnuður og útgefandi. Hjörtur Geirsson kemst fyllilega verðskuldað í þennan stóra hóp ham- farapoppara og er þar í góðum fé- lagskap með þjóðargersemum á borð við Gylfa Ægisson, en tónlist Hjartar hljómar sumpart eins og einkennileg blanda af Gylfa og Lou Reed. Ekki leiðum að líkjast þar. The Ballads Of The Undefined hefur að geyma átta tón- og texta- smíðar Hjartar sem munu hafa verið hljóðritaðar á tólf klukkutímum. Slík hraðvirkni er sjaldgæf nú á dögum og í þessu tilfelli er um hroðvirkni að ræða. Forritun á trommuheila er víða afkáraleg og hryngítarleikur Hjartar hrynur reglulega úr takti við heilann, sem hvorki er sveigjanlegur eða samstarfsfús í hita leiksins. Þá er hryngítarleikurinn iðulega of slaga- margur, en slíkt ku vera algengt hjá lítt samspilsvönum trúbadorum, sem vanari eru að virka sem eins manns hljómsveit. Trommuheilinn og gítar- inn keppa sumsé um hrynforystu plötunnar og á stundum er erfitt að greina hvor er líflausari eða hryn- villtari. Lögin átta eru flest máttlítil og miður vel samin. Þetta er fárra hljóma letileg rokklög í hægari kant- inum, nokkuð sem fáir gera betur en áðurnefndur Lou Reed. Lengra nær samanburðurinn við Reed þó ekki, nema ef vera skyldi í rafgítarhljómi, sem á stundum er jafn yndislega yf- irlegulaus og hjá Reed. Hér um ræð- ir hinn magnaða „stinga í samband og spila“-hljóm. Þetta á þó eingöngu við í hryngítarleiknum því hljómur- inn á gítarsólóum Hjartar er greini- lega unninn og pældur, því miður. Sólóin hljóma eins og safn tóndæma þess versta úr rafgítarsögunni, bæði hvað spilamennsku og hljóm áhrær- ir. Hjörtur er aftur öllu þokkalegri bassaleikari og á stundum eru laglín- ur á bassann betri en þær sungnu. Textar Hjartar eru allir á ensku og sérlega illa ortir, en blessunarlega er söngurinn lágur í hljóðblöndun, enda er Hjörtur enginn stórsöngv- ari. Röddin er þó alls ekki afleit og í bergmáli sem kennt hefur verið við Elvis Presley fellur hún ágætlega inn í hljóðmyndina. Textarnir fjalla aðallega um samskipti við konur, nú eða þá um veraldlegar eignir eins og bíla. Hjörtur fléttar svo minnin sam- an er hann býður konunni að keyra með sér í bílnum sínum. Erfitt er að fjalla um eitt lag, um- fram önnur, sem sérstaklega er slæmt. Öllu léttara þykir mér að nefna eitt lag sem er beinlínis gott og á vart heima með hinum sjö. Það er lokalag plötunnar, „The Queen In The Castle“, og er einkar grípandi. Laglínan er bráðsmellin og stemmn- ingin minnir um margt á hina þekki- legu poppsveit, The Housemartins. Það er líka einhver afslappaður þokki yfir flutningnum sem er þó langt frá því að vera hnökralaus, tæknilega séð. Söngurinn er töfrandi kæruleysislegur og bassaleikurinn hreinasta snilld. Ef platan hefði öll verið á þessum nótum hefði hún sennilega orðið hin ágætasta. The Ballads Of The Undefined er um margt athyglisverð plata, en fyrst og fremst léleg. Af einyrkja HJÖRTUR GEIRSSON The Ballads Of The Undefined HJÖRTUR GEFUR SJÁLFUR ÚT The Ballads Of The Undefined, geisla- diskur Hjartar Geirssonar. Öll lög og textar eru eftir Hjört sem, auk þess að syngja, leikur á gítara og bassa. Haraldur Ringsted stýrði trommuheila, auk þess sem hann hljóðritaði í Stúdíó Ofheyrn. Orri Harðarson FRÉTTIR mbl.is FASTEIGNIR mbl.is FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen Fi 27. des kl. 20 - LAUS SÆTI BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson Su 30. des. kl. 14 - LAUS SÆTI KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness Fö 28. des kl. 20 - LAUS SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 29. des kl 20 - LAUS SÆTI Lau 19. jan kl. 20 - LAUS SÆTI JÓLAGAMAN BORGARLEIKHÚSSINS Leikið - sungið - lesið - dansað kringum jólatré. Jólasveinar - Bóla - Grýla & Leppalúði - Edda Heiðrún o.m.fl. Lau 15. des kl. 17. Su 16. des kl. 17. Aðgangseyrir kr. 500. BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Fö 28. des. kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Lau 29. des kl. 20 - LAUS SÆTI BÖRN OG MANNRÉTTINDI Málþing Amnesty International Í kvöld kl. 20 Stóra svið Nýja sviðið Litla sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ HEILL HEIMUR Í EINU UMSLAGI SENDUM HEIM Miðasölusími: 551 1200. Miðasalan er opin kl. 13-18 mánudaga og þriðjudaga. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? - Edward Albee Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin! Lau. 15/12 uppselt, sun. 16/12 uppselt, mið. 2/1, sun. 6/1. Litla sviðið kl 20.00 VILJI EMMU - David Hare Smíðaverkstæðið kl 20.00 Aukasýning fös. 28/12 nokkur sæti laus. MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI - Marie Jones Sun. 6/1, fim. 10/1. SYNGJANDI Í RIGNINGUNNI - Comden/Green/Brown og Freed Fös. 28/12 örfá sæti laus, lau. 29/12 örfá sæti laus, lau. 5/1. CYRANO - SKOPLEGUR HETJULEIKUR - Edmond Rostand Stóra sviðið kl 20.00 Frumsýning annan í jólum-uppselt, 2. sýn. fim. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. sun. 30/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 3/12 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 4/1 örfá sæti laus. MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI SALA HAFIN Á SÝNINGAR Í JANÚAR! Í dag sun. 9/12 kl. 14:00 uppselt og kl.15:00 uppselt, lau. 15/12 kl.14:00 uppselt, kl.15:00 uppselt, kl.16:00 uppselt. sun. 16/12 kl. 14:00 uppselt og kl.15:00 uppselt, lau. 22/12 kl. 14:00 og 15:00, lau.29/12 kl.14:00 örfá sæti laus og kl.15:00 nokkur sæti laus, sun. 30/12 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl.15:00 nokkur sæti laus. KARÍUS OG BAKTUS - Thorbjörn Egner   Í HLAÐVARPANUM Kristjana Stefánsdóttir Tónleikar í kvöld þri. 11. des. kl. 21.00. Missa Solemnis Jólaleikrit sunnudag 16. des. kl. 16.00.                                       !"!# "$%&   ' ( ")%%* )%% + ,-. ,     Tónlist

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.