Morgunblaðið - 11.12.2001, Side 62

Morgunblaðið - 11.12.2001, Side 62
HEIMILDUM ber ekki saman um hvort írski stórleikarinn Richard Harris, fyrrum vandræðagepill, drykkjurútur og hneykslunarefni fjölmiðla, er fæddur 1930, eða ’32. Í öllu falli er hann að nálgast átt- ræðisaldurinn – og aldrei spræk- ari. Harris situr sem fastast í minningunni sem uppreisnargjarn, ósveigjanlegur harðjaxl með firna- sterka útgeislun, hljómmikla rödd og frábæra raddbeitingu. Rusta- lega heillandi persónuleiki umvaf- inn leiksigrum, lægðum, óteljandi drykkjutúra- og kvennafarssögum. Ekki síst með nafntoguðum svall- bræðrum sínum, Peter O’Toole og Richard Burton, en þeir urðu nán- ast goðsagnakenndir svallarar á sjöunda og áttunda áratugnum. Höfðu allt sem menn dreymir um; frægð, frama, hæfileika, kvenhylli. Í blárri fjarlægð virtist líf þeirra ein samfelld, öfundsverð veisla gleðskapar og leiksigra. Hin hliðin á ævintýrinu blasti við er Burton féll frá árið 1984 í blóma lífsins. Þá tóku félagarnir sér tak og sneru til heilbrigðari lífshátta. Partíið var búið, Harris og O’Toole hálfút- brunnir, en tókst með herkjum að halda því sem eftir var af fyrri frægð, glæsileika og getu. Þeir settu sannarlega svip sinn á sam- tíðina og setja enn. Þvílíkir kar- akterar, litríkir og einhvernveginn ódrepandi. Það er rétta orðið yfir Harris, sem um þessar mundir fer með hlutverk seiðkarlsins í Harry Pott- er og óskasteininum, sem hefur alla burði til að verða vinsælasta mynd ársins. Alls kyns myndir Á löngum ferli hefur Harris komið við sögu jafn sundurleitra mynda og hinnar sígildu Unforgiv- en og dreggja á borð við Til móts við gullskipið og Orca, the Killer Whale. Hinn holdskarpi, ljóshærði og bláeygi skapgerðarleikari hefur látið innihaldið litlu máli skipta og komið uppréttur frá hverri raun. Harris er bóndasonur frá Lim- erick á Írlandi þar sem hans er ennþá minnst sem eins besta ruðn- ingsleikmanns þar um slóðir, fyrr og síðar. Leiðin lá til Englands, þar sem Írinn hóf leiklistarnám í London Academy of Music and Dramatic Art. Fyrsta sviðshlut- verkið var í The Quare Fellow árið 1957 og tveimur árum síðar birtist Harris á tjaldinu í Alive and Kick- ing. Hann vakti samstundis athygli sem áhugaverður flytjandi, hæfi- leikarnir gneistuðu í aukahlutverk- um nokkurra ágætismynda: Shake Hands With the Devil, The Wreck of the Mary Deare (báðar ’59), Byssurnar í Navarone og Jungle Fighters (’61) og Uppreisninni á Bounty (’62). 1963 nýtti Harris sér ruðnings- leikreynsluna til hins ýtrasta í This Sporting Life, sem nokkuð óvænt færði leikaranum verðlaun í Cannes, Óskarsverðlaunatilnefn- ingu, frægð og skyndilega var Harris kominn á lista yfir kvik- myndaleikara í 1. gæðaflokki. 1965 fór hann reffilega með hlutverk bresks leyniþjónustumanns á norskri grund, hersetinni af Þriðja ríkinu, í The Heroes of Telemark, og lék einnig í vestranum Major Dundee. Samhliða óx vegur hans með ári hverju á fjölunum í West End, Dyflinni og Broadway. Eink- um eftir að hann leysti Richard Burton af í söngleiknum Camelot. 1967 fór Harris með hlutverk Art- úrs konungs í kvikmyndagerðinni og var, ásamt Michael Caine og Sean Connery, í hópi karlmannleg- ustu leikara hvíta tjaldsins. Áhorf- endur áttu ekki von á að Harris hefði umtalsverða sönghæfileika, þeir komu í ljós í Camelot, og hljómplatan með tónlistinni úr söngleiknum varð vinsælli en myndin. Harris komst einnig á toppinn á plötulistunum með hin- um rómaða flutningi á McArthur Park, sem samið var af vini hans, Jimmy Webb. Upp og niður Á næsta áratug skiptust á skin og skúrir. Harris fór geysivel með aðalhlutverkið í vestranum A Man Called Horse (’70), sem naut vin- sælda um allar jarðir. Bloomfield (’72), fyrsta og eina handritshöf- undar-leikstjórnarverkefnið, fékk einnig ágæta dóma. Vestrarnir Man in the Wilderness (’71), þar sem mótleikari hans var goðsögnin John Huston, og A Return of a Man Called Horse (’76) voru frísk- legir. Juggernaut (’74) og Robin and Marian (’76), þar sem Harris lék með Connery og Audrey Hepburn, voru mætar myndir, sú síðarnefnda harla óvenjuleg sýn á hetjurnar í Skírisskógi, guggnar og gráar. Hortittirnir urðu mun fleiri: 99 and 44/100% Dead (’74), Echoes of a Summer (’76), Orca (’77), The Golden Rendezvous – Til móts við gullskipið (byggð á reyf- ara Alistairs McLeans), voru arfa- slakar. Sömuleiðis ævintýramynd- in The Wild Geese (’78), þar sem Harris lék á móti Richard Burton, og sögur gengu um að þeir hefðu báðir blótað Bakkus ótæpilega meðan á tökum stóð. Ekki byrjaði sá níundi með lúðrablæstri og söng, heldur botn- leðjunni Tarzan the Apeman (’81), bláleitri dellu með Bo Derek, has- arkroppnum hæfileikalausa. Þær versnuðu uppfrá því. Your Ticket Is no Longer Valid (’81) er inn- antóm mynd byggð á sögu Rom- ains Gary; A Triumph of a man Called Horse var líkkistunagli Horse-vestranna. Martin’s Day (’84), Maigret (’88) og Strike Commando (’89). Engin þeirra samboðin stórleikaranum, sem nú sigldi hraðbyri niður á við. Sá tíundi kemur hinsvegar með betri tíð og blóm í haga. Fyrstar skal frægar telja The Field (’91) eftir Jim Sheridan, Patriot Games (’92) og klassíska Eastwood-vestr- ann Unforgiven (’92), þar sem Harris fer nærri því að stela sen- unni af firna sterkum leikarahóp sem roskinn byssubófi. Allar gáfu þær Harris tækifæri til að sýna hvað í honum bjó, sem hann nýtti sér til fullnustu. Marka enn ein tímamót á ferli leikarans, sem rankar við sér, rís úr langvarandi sleni og verður á ný áberandi í sín- um rétta höfuðleikarasessi. Síðan hefur írski sjarmörinn notið virð- ingar og velgengni í aukahlutverk- um sterkra mynda á borð við Wrestling Ernest Hemingway (’93), þar á hann skemmtilega magnaðan leik á móti Robert Duv- all. Báðir ellilífeyrisþegar sem mega muna sinn fífil fegri og Harris slær um sig með lygasög- um á borð við þá sem myndin dregur nafn sitt af. Hann er eft- irminnilegur í endurgerð Grát ást- kæra fósturmold – Cry, the Belo- ved Country (’95) og sem ómennið í Smilla’s Sense of Snow (’97), mis- lukkaðri kvikmyndagerð Bille August á metsölubókinni. Gaml- ingjarnir Harris og Oliver heitinn Reed fóru langleiðina með að hirða leiklistarverðlaunin í stórmynd Ridleys Scotts, Gladiator (’00). Nýjust á lista Richards Harris er myndin um Harry Potter, sem virðist stefna í að verða ein vinsæl- asta mynd leikarans á hartnær sex áratuga ferli. Framhaldið kemur að ári. Öll þessi hlutverk hafa skipað Harris á bekk með eftir- sóttustu skapgerðarleikurum kvik- myndaheimsins. Sérvitringslegt Einkalífið hefur jafnan verið stormasamt. Harris er tvígiftur. Fyrri konan ól honum þrjá sonu, sú síðari var bandaríska leikkonan Ann Turkel (1974–81). Síðan hefur þessi litríka goðsögn í leikarastétt látið reka fyrir lausu í kvennahaf- inu. Harris hefur hlotið fjölda við- urkenninga, er heiðursdoktor við Scranton-háskólann í Bandaríkjun- um, þar sem hann hefur starfað sem gestaprófessor við leiklistar- deildina; var sleginn til riddara 1985 í Danmörku o.fl. o.fl. Harris lifir sérvitringslegu lífi, sama hót- elsvítan hefur m.a. verið lögheimili hans á annan áratug, og líkar lífið vel. Þangað bauð hann m.a. ís- lenskum kvikmyndagerðarmanni á síðasta áratug í sambandi við end- urgerð Barna náttúrunnar, sem hefur því miður ekki komist á koppinn. RICHARD HARRIS Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson Þessi mynd var tekin af Harris á ný- afstaðinni Cannes- hátíð. FÓLK Í FRÉTTUM 62 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 15 Mögnuð mynd með stórleikurunum Bruce Willis, Cate Blanchett og Billy Bob Thornton  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  Rás 2 MOULIN ROUGE! Hausverkur  DV Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni.  1/2 Ungfrú Skandinavía Íris Björk Ljóskur landsins sameinist! Reese Witherspoon fer á kostum sem ljóska sem sannar hvað í ljóskum býr Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10.Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.30. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Missið ekki af nýjasta glæpaþriller Bruce Willis VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0027-8278 4507-4500-0030-3021 4543-3700-0015-5815 4507-2800-0001-4801 4507-4500-0030-6412                                !  "# "$%& '    ()( )$$$ The Sporting Life (1963)  Richard Harris klæðir holdi hinn „unga, reiða mann“ breskra bókmennta, leikrita og kvik- mynda sjöunda áratugarins öðrum betur. Er ógleymanlegur í sinni jafnbestu mynd á löngum ferli. Fer með hlutverk rusta; kolanámumanns sem verður frægur um sinn sem ruðningsleikmaður. Á erfitt með að semja sig að nýjum reglum, háttum og umhverfi og lendir í fráleitu ástarsambandi við leigusala sinn, sem Rachel Roberts afgreiðir jafn- eftirminnilega. Mynd Lindsays Anderson, sem er byggð á handriti Davids Storey á eigin met- sölubók, er beitt ádeila á staðnað stéttaþjóðfélag og aflóga tíðaranda. Atriðin á íþróttavellinum eru einnig með þeim mögnuðustu sinnar tegundar, fyrr og síðar. A Man Called Horse (1970) 1/2 Athyglisverður og, fyrir margra hluta sakir, óvenjulegur vestri, sem markaði tímamót (í kjölfarið fylgdu tvær framhaldsmyndir og nokkrar eftirlíkingar). Harris leikur aðalsmann sem lendir í höndum indjána sem prófa hann í hinum erfiðustu manndómsraunum og taka síðan fullgildan. Ein af eftirminnilegustu myndum með stórleikaranum Richard Harris. Grimm, ófrýnileg og einstaklega ofbeldisfull, prýdd snjallri kvikmyndatöku og áhrifaríkri tónlist. Ein örfárra kvikmynda sem nota tungu frumbyggjanna og gefa áhorfandanum ósvikna innsýn í framandi heim og menningu sem allajafna er kæfð í drápum og herópum. Byggð á skráðum heimildum um siðvenjur Sioux-rauð- skinna. Einnig koma fram í myndinni Dame Judith Anderson og Jean Gascon. The Field (1990)  Richard Harris fer fer á kostum í magn- þrunginni mynd Jims Sheridan og sýnir sinn lang- besta leik í áraraðir. Leikur bónda sem vill kaupa landið sem hann hefur erjað hörðum höndum alla ævi en stendur nú forríkum Bandaríkjamanni til boða. Mögnuð líkingasaga um innanríkisvanda írsku þjóðarinnar, ódrepandi baráttu hennar fyrir eigin sjálfstæði, óbilandi reisn og stolt. Harris drottnar yfir góðum meðleikurum (Brenda Frick- er, John Hurt, Sean Bean). Richard Harris leikur skóla- stjórann Albus Dumbledore í hinni feikivinsælu Harry Potter og viskusteinninn. Hér er Harris í stórmyndinni Gladiator. Hagur leikarans vænkaðist nokkuð á tíunda áratugnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.