Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SAMÞYKKT var á formannafundi aðildarfélaga Alþýðusambands Ís- lands í gær að fresta því um þrjá mánuði eða fram í maí nk. að end- urskoða launalið gildandi kjara- samninga en skv. núgildandi for- sendum samninga er hægt að segja launaliðnum upp í febrúar ef forsendur samninganna um verð- bólgu teljast vera brostnar. Gert er ráð fyrir að sett verði viðmiðunarmörk eða rautt strik inn í verðlagsforsendur samninga í maí, sem miðast við 222,5 stig eða 3% verðbólgu. Fari verðbólga yfir þau mörk verði samningunum sagt upp. Eiga þær ráðstafanir að leiða til þess að verðbólga frá upphafi til loka næsta árs verði á bilinu 2½ til 3%. Samþykkt formanna ASÍ bygg- ist á samkomulagi sem er í burð- arliðnum um víðtækar efnahags- aðgerðir, sem unnið hefur verið að undanfarna daga af hálfu verka- lýðshreyfingar, ríkisvalds og at- vinnurekenda til að vinna bug á verðbólgu. Er samþykkt for- mannafundarins með þeim fyrir- vara að Samtök atvinnulífsins sam- þykki á stjórnarfundi í dag þær aðgerðir sem að þeim snúa. 1% viðbótarframlag í lífeyris- sparnað verði föst greiðsla Meðal aðgerða sem rætt er um er að ríkisstjórnin taki lán erlendis og greiði niður innlend lán og beini þannig erlendu fjármagni inn í efnahagslífið, en sú aðgerð á að styrkja gengi krónunnar, skv. upp- lýsingum blaðsins. Einnig er gert ráð fyrir verulegri lækkun vaxta. Þá mun ríkisstjórnin hafa lýst yfir að hún sé reiðubúin að draga úr áformaðri hækkun tryggingagjalds um þriðjung. Þá eru uppi hugmyndir um að 1% mótframlag vinnuveitenda vegna valfrjáls viðbótarlífeyris- sparnaðar launþega verði föst greiðsla. Þá hefur verið rætt um að laun hækki um 3% áramótin 2002– 2003 í stað 2,75% eins og samning- arnir kveða á um, en endanleg nið- urstaða um þessa hækkun liggur þó ekki fyrir, skv. upplýsingum blaðsins. Einn af stærri þáttum aðgerð- anna byggist á samkomulagi sem liggur fyrir um niðurfellingu tolla af nokkrum tegundum innflutts grænmetis, styrkja á verðlagseft- irlit og gert er ráð fyrir aukinni starfsmenntun launafólks. Skiptar skoðanir voru um málið á formannafundinum í gær. Um áttatíu manns voru á fundinum og stóð hann í tæpar fimm klukku- stundir. Mikill meirihluti fundar- manna samþykkti að lokum að fresta endurskoðun launaliðar til 1. maí næstkomandi með fyrirvara um samþykki atvinnurekenda við framkomnum tillögum. ASÍ frestar endurskoðun kjarasamninga um þrjá mánuði Rautt strik miðað við 3% verðbólgu í maí  Verðbólga/10 „ÞEGAR sigmaðurinn fór að setja lykkjuna utan um mig kom aftur brot á okkur og henti okkur yfir á mitt þak. Ég fór hálfur útbyrðis, en hann náði einhvern veginn að halda mér. Síðan reið annað brot yfir og kastaði okkur til baka. Þá náði ég handfestu í rekkverkinu. Vírinn var hins vegar orðinn flæktur, en sigmaðurinn náði fljótlega að greiða úr honum. Hann setti lykj- una á mig aftur en herti hana ekk- ert að. Ég greip bara um hana og síðan vorum við hífðir upp á bjarg- brúnina.“ Björgun ómöguleg úr landi Þannig lýsir Eyþór Garðarsson sjómaður því þegar björgunarþyrla varnarliðsins náði að bjarga honum af Svanborgu SH, en Eyþór beið í þrjá tíma á þaki stýrishúss bátsins eftir björgun. Eyþór sagðist hafa verið búinn að gera sér grein fyrir að það yrði aldrei hægt að bjarga honum úr landi. Báturinn hefði kastast til og engin leið verið fyrir sig að ná taki á spotta frá björgunarmönnum sem voru á bjargbrúninni, jafnvel þó að þeir væru aðeins í nokkurra metra fjarlægð. Uppörvandi að sjá þyrluna koma „Eina von mín var að mér yrði bjargað með aðstoð þyrlu. Það var því uppörvandi þegar ég sá þyrluna koma. Hún flaug fyrst yfir mig með fullum kösturum. Síðan flaug hún burt. Ég verð að viðurkenna að þá þyrmdi yfir mig. Ég vissi auðvitað að björgun úr lofti var mjög tvísýn. Við vorum undir þverhníptu bjargi, báturinn var á stöðugri ferð, og við slíkar aðstæður hlaut að vera mjög erfitt að hífa menn upp.“ Eyþór var um þrjá klukkutíma á brúarþaki Svanborgar. Allan þann tíma hélt hann sér föstum meðan sjórinn gekk yfir hann og báturinn barðist til og frá. „Ég skil satt að segja ekki hvernig mér tókst að halda mér allan þennan tíma. Þeg- ar á leið var ég meira og minna í kafi,“ sagði Eyþór í samtali við Morgunblaðið. Eyþór Garðarsson bjargaðist þegar Svanborg fórst við Öndverðarnes Brotin riðu yfir með- an á björguninni stóð Morgunblaðið/RAX Eyþór Garðarsson og fjölskylda hans hittu björgunarmenn varnarliðsins í gær. Lengst til vinstri er Jay Lane sig- maður. Við hlið hans situr Eyþór með Maríu Rún, 5 ára dóttur sína. Til hægri á myndinni eru Javier Casanova, flugstjóri þyrlunnar, og Marinó Ingi, 10 ára. Aftast eru Agnes Sif, 13 ára, og Elínrós M. Jónsdóttir, kona Eyþórs.  Tíminn/18 Líkja má/34 EINKAVÆÐINGARNEFND fer nú yfir tilboð þeirra tveggja aðila sem boðið hafa í kjölfestuhlut Landssíma Íslands hf. Þetta eru danska fjarskiptafyrirtækið TDC, áður TeleDanmark, og bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Providence Equity Partners, sem á stóran hlut í bandaríska fjarskiptafyrirtækinu Western Wireless. Western Wireless er stærsti hlut- hafinn í Tali hf., með 58% hlut. Greint var frá því í september síðast- liðnum að Tal væri til sölu, vegna þess að Western Wireless og Norð- urljós hefðu lýst áhuga á að gerast kjölfestufjárfestir í Landssíma Ís- lands. Af þeirri sölu hefur enn ekki orðið. Tilboðin í kjöl- festuhlut Símans Til skoð- unar hjá einkavæð- ingarnefnd  Einkavæðingarnefnd/23 ÓVENJU hlýtt hefur verið á landinu og verður næstu daga. Spáð er 6 til 11 stiga hita og kólnandi í dag en að aftur hlýni á miðvikudag. Suðlægir vindar, 10–15 m/sek., munu ríkja í dag með rigningu af og til sunnan- lands og vestan en þurrt verður fyrir norðan og austan en skýjað. Snjó hefur víðast tekið upp á láglendi. Mestur hiti á landinu í gær var 13 stig á Sauðanesvita en víða var 9 til 10 stiga hiti, svo sem á Blönduósi, í Ögri á Ísafjarðardjúpi og víða á Suð- urnesjum og Suðurlandi. Allir helstu vegir eru greiðfærir og einungis voru hálkublettir á stöku stað á Norðurlandi. Hörður Þórðarson veðurfræðing- ur tjáði Morgunblaðinu að hlýtt loft bærist nú sunnan úr höfum fyrir vestan Spán. Sagði hann að næstu daga mætti búast við að hæð yfir Norðursjó myndi beina hingað hlýju lofti frá Evrópulöndum. Gera spár ráð fyrir hlýindum fram á næstu helgi. Hörður sagði hlýindi sem þessi ekki óþekkt jafnvel þótt í desember væri. Suðrænir vindar leika áfram um landið TVEIR bílar rákust á við gatnamót Reykjanesbrautar og Vífilsstaða- vegar laust fyrir klukkan 18 í gær- kvöld. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi urðu engin slys á fólki. Nauðsyn- legt reyndist að draga annan bílinn af vettvangi með kranabifreið. Töluverðar umferðartafir urðu í kjölfar óhappsins, að sögn lögreglu, enda átti það sér stað á annatíma. Árekstur við Reykja- nesbraut ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ELDUR kom upp í gömlum bragga við ylströndina í Nauthólsvík í gær- kvöldi. Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins var kallað út klukkan 21.30 og lauk slökkvistörfum kl. 22.20. Að sögn slökkviliðs er um gamla byggingu frá stríðsárunum að ræða og eru svifflugfélag og kajakklúbbur með aðstöðu í húsinu. Slökkviliðið var með vakt á staðnum eftir að slökkvistarfi lauk og reykræsti hús- ið. Ekki er ljóst hversu miklar skemmdir urðu af völdum eldsvoð- ans. Eldur í bragga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.