Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VERÐ á mjólkurkvóta hefur lækkað umtalsvert á undanförnum vikum. Að sögn Snorra Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Landssambands kúa- bænda, er verðið komið í tæplega 200 krónur lítrinn, en fyrr á þessu ári var verðið 250–260 kr. Hann segist gera ráð fyrir því að það eigi eftir lækka enn frekar. Greinilega uppsöfnuð þörf fyrir kvótakaup Snorri sagði að kaup á mjólkur- kvóta væru stór liður í rekstri margra kúabúa og því skipti verðið miklu máli fyrir bændur. Hann sagði að þrjár ástæður lægju að baki verð- lækkuninni. Viðskipti með mjólkur- kvóta hefðu verið gefin frjáls árið 1998 og greinilega hefði verið upp- söfnuð þörf fyrir kvótakaup því að margir hefðu keypt mjólkurkvóta á síðustu 2–3 árum. Nú hefði hins veg- ar dregið úr eftirspurn og svo virtist að flestir bændur sem hefðu ætlað sér að stækka búin væru búnir að því. Í öðru lagi hefði sala á mjólk geng- ið vel á þessu ári, en sala á mjólk reiknuð á próteingrunni hefur aukist um 3% á síðustu 12 mánuðum. Þetta hefði þau áhrif að meiri líkur væru á að bændur fengju greitt fyrir þá mjólk sem þeir framleiddu umfram kvóta. Í þriðja lagi styttist í lok samningstímabilsins, en samningur bænda og ríkisins um mjólkurfram- leiðsluna rennur út 2005. Snorri sagði að bændur hefðu því ekki tryggingu fyrir því að kerfið yrði óbreytt nema í örfá ár í viðbót. Þetta hefði að sjálfsögðu áhrif á verðið á kvótanum. Snorri sagði að framboð á mjólk- urkvóta væri talsvert. Bændur sem væru að bregða búi þyrftu að selja kvóta og eins væri eitthvað um að bændur seldu kvóta af fjárhags- ástæðum. Vextir væru háir sem gerði skuldsettum bændum erfitt fyrir. Aðföng hefðu einnig hækkað. Verð á mjólkur- kvóta hefur lækkað METÞÁTTTAKA er í piparköku- húsasamkeppni Kötlu í Kringlunni og verða húsin til sýnis fram til sunnudags. Á laugardag, 15. des- ember, kl. 14 kynnir dómnefnd val á fallegasta piparkökuhúsinu, ann- ars vegar í flokki fullorðinna og hins vegar í flokki barna. 30 hús bárust í keppnina í ár, sem er met- fjöldi. Þar af sendu börn tæplega helming húsanna. Í fyrra bárust 23 hús í keppnina. Talsmenn sam- keppninnar fullyrða að aldrei hafi verið lögð eins mikil vinna í pip- arkökuhúsin og í ár. Morgunblaðið/Árni Sæberg Metþátt- taka í piparköku- húsasam- keppni SKJÓLSTÆÐINGAR Mæðrastyrksnefndar skipta hundruðum og fyrir síðustu jól fengu um 1.000 fjölskyldur styrk frá nefndinni. Jólaúthlut- unin er nýhafin og á fyrsta degi voru um 140 skjól- stæðingar afgreiddir. „Við afhendum aldrei pen- inga,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður, „heldur er um að ræða mat, fatnað og annað. Við prentum matarmiða sem fólk getur leyst út í versl- unum Bónuss. Þar er miðinn, sem er með kennitölu viðkom- andi á, gataður og sendur til okkar með reikningi. Þá fyrst borgum við miðann. Það er mikið eftirlit og engin króna fer forgörðum.“ Mæðrastyrks- nefnd starfar allt árið. Í janúar og í rúman mánuð yfir sumarið er lokað fyrir úthlutun, þar fyrir utan er opið alla miðvikudaga og Myllan, Nýbrauð og Ömmubakstur hafa gefið brauðmeti og Mjólkur- samsalan mjólkurvörur á þessum árstíma. Þá hef- ur Fiskbúðin okkar gefið fiskmeti. Einn launaður starfsmaður vinnur fyrir nefndina sem gjaldkeri, aðrir starfsmenn eru nefndarkonur, kjörnar af hinum ýmsu aðildarfélögum. Finnum fyrir geysilegri samkennd „Nefndin gæti ekki starfað ef ekki væri fyrir velvilja fyrirtækja,“ segir Ásgerður Jóna. „Það er alveg geysileg samkennd sem við finnum fyrir hjá forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Aldrei hefur nefndin notið jafnmikils velvilja og nú og það virð- ist vera sem að allir vilji leggja hönd á plóginn með nefndinni fyrir þessi jól.“ Árlega gefa sömu að- ilarnir, en á hverju ári bætast nýir við. Ingvar Helgason gefur 300 kjötlæri og einnig gefur Brim- borg læri. Rolf Johansen og Bændasamtökin gefa í ár hangirúllur og Emmessís fyllir daglega ís á frystikistuna. Þá má geta þess að Ora hefur gefið nefndinni meðlæti með hangikjötinu sl. 40 ár og Rydenskaffi á Íslandi lætur 15 krónur af hendi rakna fyrir hvern seldan Gevalía-pakka. Örtröðin byrjaði um síðustu mánaðamót og má búast við yfir 200 skjólstæðingum daglega fram að jólum. „Það hafa óvenjumargir sótt til okkar frá því í september miðað við undanfarin ár. Ég er ansi hrædd um að fleiri eigi eftir að sækja eftir að- stoð til okkar núna heldur en í fyrra, en það er allt- af erfitt að segja til um það.“ Ásgerður Jóna segir aðspurð að hægt sé að neita fólki um styrk ef það uppfylli ekki ákveðin skilyrði en það kemur sjald- an fyrir. „Það kemur enginn til okkar nema í neyð. Láglaunafólk, einstæðar mæður, öryrkjar og þeir sem eiga af öðrum ástæðum erfitt.“ Mikið beðið um aðstoð Mæðrastyrksnefndar frá því í september Velvild fyrirtækja lykilatriði  Ertu tilbúin/40 HOLLUSTUYFIRVÖLD í Noregi hafa neitað Íslendingafélaginu í Björgvin um að flytja inn 80 kíló af ís- lenskum þorramat fyrir komandi blót í febrúar. Félagið fékk undanþágu frá norska yfirdýralækninum fyrir síð- asta þorrablót og eftir synjunina nú hefur verið sótt um undanþágu að nýju. Búið var að panta 40 kíló af hangikjöti, 25 kíló af súrmat hvers konar, 6 kíló af sviðasultu og 4 kíló af hákarli. Fjallað var nokkuð um málið í norskum fjölmiðlum í gær og sjá mátti fyrirsagnir eins og „Vík- ingaveisla í Björgvin í hættu“. Meðal þeirra sem rætt var við var Skaga- maðurinn Teitur Þórðarson, þjálfari knattspyrnufélagsins Brann. Einnig var talað við talsmann Íslendinga- félagsins í Björgvin sem sagði að þorrablót án þorramatar væri eins og fiskveisla án fisks. Morgunblaðið hafði samband við Teit og sagði hann það mikla synd ef ekkert yrði af þorrablótinu, ekki síst fyrir þá um 100 Íslendinga sem hefðu jafnan komið saman til að blóta þorra að íslenskum víkingasið. Teitur sagð- ist ætla að mæta á blótið ef félagið fengi undanþágu fyrir innflutn- ingnum og hann væri ekki með lið sitt í æfingabúðum, líkt og á síðustu þorravertíðum sem hann hefði misst af. Verra að missa af jólahangikjötinu „Ég get vel borðað íslenskt hangi- kjöt og svið, það er algjört sælgæti, en súrmat eins og hrútspungum lít ég ekki við og hákarl get ég ómögulega etið. Verra finnst mér ef ég get ekki borðað hangikjöt á jólunum,“ sagði Teitur. Hann hafði hugsað sér að mæta með fjölskylduna til Íslands um jólin en skurðaðgerð á mjöðm, sem hann fór nýlega í, kom í veg fyrir það. Ekkert blótað í Björgvin? Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isHaukar komnir með sex stiga forskot / B3 Ensku meistararnir fóru á kostum / B3 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í HARALDUR Örn Ólafsson komst til Suðurskautslandsins í gær eftir nokkra töf vegna veðurs og er staddur skammt frá Vinson Massif, hæsta tindi Suðurskautslandsins. Reiknar Haraldur með að komast í grunnbúðir fjallsins á næstu dög- um. Hann mun klífa fjallið ásamt einum leiðsögumanni síðla í desem- ber. Vinson Massif er 4.897 m hátt og gæti reynst erfitt viðureignar vegna kulda og storma. Takist Har- aldi að klífa fjallið verður hann fyrsti Íslendingurinn til að ná því marki. Suðurskautslandið er að 98 hundraðshlutum þakið snjó og er kaldasta svæði veraldar. Fór frostið niður í 89,2 gráður í júlí 1983. Þá hefur vindhraði á Suðurskautsland- inu mælst yfir 300 km á klst. sem jafngildir 83 m á sekúndu. Haraldur kominn til Suðurskauts- landsins HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness sýknaði í gær Niðursuðuverk- smiðjuna Ora-Kjöt/Rengi af nærri 1,4 milljóna króna skaðabótakröfu fyrrverandi starfsmanns, sem meiddist árið 1995 þegar verið var að hakka rófur í verksmiðjunni. Ekki var talið að rekja mætti slys- ið til vanrækslu eða vanbúnaðar fyrirtækisins en fram kom fyrir rétti að verkið sem um ræðir hafi verið unnið með sama hætti síðast- liðin fjörutíu ár og hafi slys ekki hlotist af. Niðursuðu- verksmiðja sýknuð af skaða- bótakröfu ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.