Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJURÁÐ Þjóðkirkjunnar og stjórn Kirkjugarðasambands Íslands hafa sent frá sér ályktanir, þar sem áformaðri skerðingu á tekju- stofnum kirkjunnar og kirkjugarða er and- mælt. „Kirkjuráð átelur að hluti þjónustugjalda, þ.e. sóknargjalda og kirkjugarðsgjalda, sem ríkið innheimtir fyrir Þjóðkirkjuna og önnur trúfélög, sé látinn renna í ríkissjóð á sama tíma og kostnaður við þjónustuna eykst. Þetta skerðir til muna fjárhagslegt sjálfræði Þjóð- kirkjunnar,“ segir í ályktun kirkjuráðs. Í greinargerð ráðsins kemur fram að í frum- varpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum sé gert ráð fyrir skerðingu á sóknargjöldum og kirkjugarðsgjöldum sem ríkið innheimti lögum samkvæmt fyrir trúfélög og kirkjugarða. Ríkið skilar aðeins hluta gjaldsins „Gjöld þessi taka árlegum breytingum í sam- ræmi við þær breytingar sem verða á meðal- tekjuskattstofni einstaklinga milli ára hvort heldur um lækkun eða hækkun er að ræða. Gert er ráð fyrir að fjárhæð gjaldsins verði óbreytt á næsta ári frá því sem nú er. Í raun er þetta skerðing um 7% því að óbreyttu hefðu gjöldin samkvæmt áætlun átt að hækka um þá fjárhæð ef farið hefði verið að ofangreindum lögum um gjöldin. Ofangreindar ráðstafanir fela í sér að ríkið skilar einungis hluta af því ein- staklingsbundna gjaldi sem ríkið innheimtir og á að skila til hlutaðeigandi trúfélags og kirkju- garðs,“ segir kirkjuráð. Í greinargerð ráðsins segir að þjóðkirkjan starfi á grundvelli settra laga og samninga við ríkisvaldið. „Undanfarin ár hefur verið unnið að því að auka sjálfstæði og ábyrgð kirkjunnar til muna þ.m.t. fjárhagslegt sjálfstæði gagnvart ríkinu. Hafa ber í huga að tekjur kirkjunnar eru frá henni sjálfri sprottnar að meginstefnu til en ekki ríkinu þótt framsetning fjárlaga beri þess ekki merki,“ segir kirkjuráð. Það bendir einnig á að kirkjugarðarnir þjóni öllum þegnum landsins og sé þeim að lögum skylt að veita þjónustu á móti gjöldunum. „Þessi grundvallaratriði og gagnkvæmi skiln- ingur hefur verið staðfestur í allri löggjöf og samningum ríkis og kirkju, síðast samningi sem gerður var 1998 milli aðila um fjármál. Þar seg- ir m.a: „Auk þess innheimtir ríkissjóður eins og verið hefur sóknar- og kirkjugarðsgjöld fyrir Þjóðkirkju Íslands og innir af hendi lögbundnar greiðslur í kirkjumálasjóð, jöfnunarsjóð sókna og kirkjugarðasjóð.“ Hefði verið eðlilegra að lækka staðgreiðslu Kirkjuráð segir óeðlilegt að gerðar séu til- lögur sem skerða einhliða tekjur Þjóðkirkjunn- ar. „Það er sérstaklega alvarlegt þegar litið er til þess að um er að ræða innheimtuþjónustu á meðlimagjöldum eða þjónustugjöldum á vegum ríkisins- ekki ríkisframlög,“ segir ráðið. „Innheimtuaðilinn hyggst samkvæmt þessu ekki skila fénu til rétthafa heldur halda hluta þess eftir til annarra þarfa. Eðlilegra hefði ver- ið að lækka þá innheimtuprósentu staðgreiðslu í stað þess að innheimta hana að fullu af skatt- þegnum. Sóknir landsins og kirkjugarðar greiða umtalsverðan hluta tekna sinna í laun og fjármagnskostnað. Hvort tveggja hefur hækk- að verulega undanfarið eins og kunnugt er og er því þessum aðilum nauðugur einn kostur að skerða þjónustuna.“ Kirkjugarðaþjónusta drabbast niður Í ályktun stjórnar Kirkjugarðasambandsins kemur fram að skerðingin á tekjum kirkjugarð- anna nemi 9% eða rúmlega 54 milljónum króna. „Hlutfall aldraðra í þjóðarheildinni mun vaxa ört á næstu áratugum og mörg brýn og fjárfrek verkefni bíða kirkjugarða landsins til þess að mæta aukinni dánartíðni. Það er því fyrirsjáan- legt að kirkjugarðaþjónusta mun drabbast nið- ur verði haldið áfram að skerða tekjustofna hennar. Stjórnin hvetur til þess að gildandi lög- um, sem kveða á um að kirkjugarðsgjald eigi að hækka í samræmi við meðaltekjuskattsstofn einstaklinga á öllu landinu, verði framfylgt,“ segir í fréttatilkynningu frá KGSÍ. Kirkjuráð Þjóðkirkjunnar og stjórn Kirkjugarðasambandsins andmæla skerðingu tekjustofna Segja fjárhags- legt sjálfræði kirkjunnar skert FLUGFÉLAG Íslands og Ríkis- kaup hafa undirritað rammasamn- ing um fraktflutninga á vegum Ríkiskaupa til allra áfangastaða Flugfélagsins og gildir samningur- inn til ársloka 2003. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flug- félags Íslands, segir að samning- urinn tryggi fyrirtækinu um 20–30 milljónir króna á ári, en engin ákvæði eru í samningnum um há- mark eða lágmark viðskipta. Að sögn Jóns Karls var samn- ingurinn gerður að loknu útboði og er svipaður samningum sem Flug- félag Íslands og Ríkiskaup hafa gert áður. Samningurinn tryggir Ríkiskaupum ákveðið fraktrými í flugvélum FÍ á bestu fáanlegu kjörum, auk þess sem Flugfélagið veitir Ríkiskaupum ákveðinn for- gang og afslætti. Jón Karl segir að Ríkiskaup flytji nokkurt magn með flugi, að mestu leyti í formi hraðsendinga sem þurfi skjóta afgreiðslu. Má þar m.a. nefna flutninga á vörum sem tengjast sjúkrahúsum, s.s. lífsýni, og þola ekki langan flutningstíma. Að sögn Jóns Karls hafa frakt- flutningar Flugfélags Íslands verið að aukast um 5–7% á milli ára að undanförnu. „Við höfum fundið okkur ákveðna smugu í flutningum en það er sú frakt sem er raun- verulega í tímaþröng og við erum þá að flytja mikið af ferskvöru. Þetta er markaður upp á 100 millj- ónir á ári, sem verið er að flytja hér innanlands í flugi og hefur ver- ið að vaxa um 5–7% undanfarin ár.“ Morgunblaðið/Þorkell Frá undirritun samninga Flugfélags Íslands og Ríkiskaupa. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, er fyrir miðju. Næst honum á vinstri hönd er Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa. Ríkiskaup semja við FÍ um flugfrakt ,,MENN eru að setja sér metn- aðarfull markmið á næsta ári,“ segir Þórður Friðjónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, um þær hugmyndir aðila vinnumarkaðar- ins að ná megi tökum á verðbólg- unni, sem verði um eða innan við 3% á næsta ári, með fyrirhuguðu samkomulagi þeirra og stjórn- valda um víðtækar efnahagsað- gerðir. Til samanburðar hefur Þjóðhagsstofnun spáð 3,5% verð- bólgu frá upphafi til loka næsta árs, Seðlabankinn 4,1% verðbólgu og fjármálastofnanir jafnvel gert ráð fyrir enn meiri verðbólgu. Þannig hefur Landsbankinn t.d. gert ráð fyrir 4,9% verðbólgu. Getur tekist ef samkomu- laginu er fylgt vel eftir Þórður segir ekki útilokað að þessu markmiði sem nú er stefnt að verði náð. ,,Við höfum sagt að það þurfi töluvert til, með hliðsjón af þeim verðbólguspám sem menn hafa sett fram hingað til, en það er alls ekki útilokað að það geti tekist ef því verður vel fylgt eft- ir,“ segir hann. Í viðræðum ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hefur verið við það miðað að endurskoðun launaliðar kjarasamninga fari ekki fram fyrr en í maí og að launalið samninga verði ekki sagt upp ef tekst að halda verðlagsvísitölunni við 222,5 stig í maímánuði. Þjóðhags- stofnun gerði ráð fyrir í sínum út- reikningum að vísitalan yrði í kringum 225 stig í þeim maí- mánuði. Lækkun grænmetisverðs og styrking krónunnar Að sögn Þórðar skiptir tvennt í hugmyndum aðila vinnumarkað- arins meginmáli um þróun verð- lags á næstu mánuðum. Annars vegar fyrirhuguð lækkun græn- metisverðs með afnámi tolla af innfluttu grænmeti og hins vegar styrking krónunnar. ,,Gengisspár til skamms tíma eru afar óvissar. Það sem hefur legið til grundvallar í útreikning- unum okkar þegar til lengri tíma er litið, er að jafnvægisgengi á bilinu 140 til 145 stig gæti stuðlað að því að það kæmist á viðunandi jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd á einhverju árabili. Til skamms tíma litið getur gengið hins vegar vikið frá þessu til beggja átta. Mestu máli skiptir hvernig markaðurinn tekur þess- um ráðstöfunum, hversu trúverð- ugar þær eru að mati markaðar- ins. Til skamms tíma litið er það trúverðugleikinn sem skiptir einna mestu máli,“ segir Þórður. Mikilvægt að fylgja samkomlaginu eftir – Þessar aðgerðir minna um margt á þríhliða samráð aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda við gerð þjóðarsáttarsamning- anna 1990 og endurskoðun þeirra næstu árin þar á eftir. Þá tókst að hafa áhrif á þróun efnahagslífsins og viðhalda stöðugleika með sam- stilltum aðgerðum. Er ástæða til að ætla að ná megi sama árangri nú með þessari aðferð eða eru að- stæður breyttar? ,,Það er rétt að þarna er verið með þríhliða átaki að reyna að ná fram svipuðum áhrifum eins og gert var á árunum 1990 og 1991. Þá var því síðan fylgt eftir með stífu aðhaldi í ríkisfjármálum og peningamálum, sem ég tel að hafi verið lykillinn að því hversu var- anlegar þessar ráðstafanir urðu sem gripið var til á þeim tíma. Það þurfa auðvitað að vera efna- hagslegar forsendur til staðar svo árangur af þessu tagi náist á var- anlegum grunni. Þessar aðstæður voru fyrir hendi þegar saman kom samkomulag á vinnumarkaði og því var svo fylgt vel eftir með aðhaldssömum aðgerðum í ríkis- fjármálum og peningamálum. Það er veigamesti þátturinn að al- menna hagstjórnin verði með þeim hætti að hún stuðli að því að þetta markmið náist,“ segir Þórð- ur. Metnaðarfull markmið á næsta ári Forstjóri Þjóðhagsstofnunar um viðræður aðila vinnumarkaðarins Á FUNDI borgarráðs á þriðjudag var samþykkt að leggja til nokkrar breytingar á lögreglusamþykkt varðandi nektarstaði. Meðal þess sem lagt var til var að einkadans yrði bannaður, sýnendum bannað að fara um meðal áhorfenda og að ákveðinn metrafjöldi yrði á milli sýnenda og áhorfenda. Guðjón Óskarsson, rekstrar- stjóri Óðals, gat ekki sagt til með vissu hvaða áhrif það hefði á rekstur staðarins ef einkadans yrði bannaður. Þó væri ljóst að veltan myndi minnka. „Þetta skerðir tekjumöguleika þeirra sem vinna við þetta. Hér í þessu húsi okkar eru heilmargir starfsmenn sem hafa framfærslu af þessu, fjöl- skyldumenn mestmegnis, og svo auðvitað dömurnar,“ sagði Guðjón. Tekjur allra þeirra myndu lækka yrðu tillögur borgarráðs að veru- leika en starfsemi staðanna myndi engu að síður halda áfram. Aðspurður hvernig ákvæði um ákveðinn metrafjölda á milli sýn- enda og áhorfenda yrði framfylgt sagði Guðjón að ekki væri að fullu ljóst hvaða kröfur yrðu gerðar og því væri erfitt að gera sér grein fyrir því. Hann segir að með tillögunum sé borgarráð að fara fram á að at- vinnu- og tjáningarfrelsi verði skert og gengið yrði á rétt fullorð- inna einstaklinga til að taka ákvarðanir sem varða þá sjálfa og bætti við að það væru ekki bara karlmenn sem vildu fá einkadans. Þór Ostensen, framkvæmda- stjóri Vegas, sagði að ef tillögur borgarráðs yrðu að veruleika yrði að taka á því með einhverjum hætti en sagði of snemmt að meta hugsanleg áhrif. Honum finnst skjóta nokkuð skökku við að á sama tíma og borgarráð vilji banna einkadans sendi fyrirtæki borgarinnar, Lína.net, út kvik- myndir með svipuðu efni. Rit með sambærulegu innihaldi séu enn- fremur til sölu á bensínstöðvum og í bókabúðum. Þór segir að það fólk sem vilji hefta starfsemi nektar- staðanna hafi yfirleitt ekki hunds- vit á því hvað færi þar fram. Þann- ig hafi enginn aðili frá borgar- yfirvöldum kynnt sér starfsemi Vegas. Tekjurnar skerðast en starfsemi haldið áfram Áhrif á nektarstaði ef einkadans verður bannaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.