Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HREPPSRÁÐ Bessastaða- hrepps lýsir yfir áhyggjum vegna nýrrar bráðabirgðaveg- tengingar úr Ásahverfi í Garðabæ inn á Álftanesveg í Engidal. Telur ráðið að veg- tengingin muni auka umferð- arálag á gatnamótin í Engidal sem fyrir voru umferðarþung á álagstímum. Vegtengingin, sem er ný- komin í gagnið, var til umræðu á fundi hreppsráðs þar sem áhyggjurnar eru bókaðar. Að sögn Gunnars Vals Gíslasonar sveitarstjóra eru vissir þættir á Álftanesvegi varasamir. „Við höfum í gegn um tíðina verið að fara þess á leit við Vegagerð ríkisins að úrbætur verði unn- ar á veginum og nú er verið að vinna mat á umhverfisáhrifum af alveg nýjum Álftanesvegi. Við höfum líka bent á að á álagstímum er ansi mikið álag á ljósunum í Engidal á leiðinni út úr Bessastaðahreppi og við höfum áhyggjur af því að þarna bætist við það álag. Með þessu erum við að brýna menn í því að fylgja eftir þessum ósk- um okkar í gegn um tíðina og gera dálitlar úrbætur á þess- um gatnamótum.“ Hann segir að óskað sé eftir að tíminn á umferðarljósunum verði stilltur upp á nýtt og að vissir beygjumöguleikar í Reykjavík og Hafnarfirði verði lagfærðir. „Þessi vegur er hannaður fyrir miklu minni umferð en nú fer um hann og hvað þá þegar þessi aukning kemur til,“ segir Gunnar. Áhyggjur vegna vegtengingar Bessastaðahreppur                                                                 ÞAÐ er engu líkara en maður detti nokkra áratugi aftur í tímann þegar gengið er inn á Rakarastofu Leifs og Kára sem stendur við Njálsgötu í Reykjavík. Við manni blasa innréttingar frá árinu 1935, á borðum má sjá brilljantín og Old Spice og stólarnir eru svo gamlir að þeir eru líklega orðnir eftirsótt tískuvara í dag. Um er að ræða elstu rak- arastofu borgarinnar en hún var stofnuð árið 1949. Nú eru dagar hennar hins vegar senn taldir því eigendurnir, Leifur Jóhannesson og Kári Elías- son, sem hafa staðið aftan við stólana frá upphafi vega hyggjast leggja skærin á hill- una á aðfangadag enda búnir að snyrta hár og skegg borg- arbúa í nærfellt 60 ár. Við húsnæðinu tekur Gerður Bjarnadóttir kjólameistari sem hyggst setja þar á lagg- irnar saumastofu. „Samstarf okkar hefur ver- ið ágætt,“ segir Leifur hóg- vær. „Ég lærði úti í Dan- mörku og þegar ég kom heim árið 1945 byrjaði ég að vinna í Eimskip og þá var Kári nýút- lærður sveinn þar og þar unn- um við saman í 4 ár.“ Í ljós kemur að Leifur er ekki að tala um skipafélagið Eimskip heldur samnefnda rakara- stofu sem hann segir hafa verið þá stærstu í bænum í þá daga. „Þar urðum við kunn- ingjar og fórum að ræða sam- an um það hvort það væri ekki sniðugt að stofna saman rakarastofu og við létum verða af því.“ Kári heldur áfram þar sem frásögn Leifs sleppir: „Við fengum pláss hérna uppi á Frakkastíg. Svo þegar við vorum búnir að vera á Frakkastígnum í 27 ár dó eig- andinn og þá átti að fara að selja húsið. Þá átti Haraldur heitinn Ámuntínusarson rak- ari þetta pláss hér á Njálsgöt- unni en hann byggði þetta og bjó í íbúð hér við hliðina.“ Kári bendir á plötu á veggn- um. „Hérna var gat á milli stofunnar og íbúðarinnar og hann gat talað við konuna sína í gegnum það og hún gat rétt honum kaffi og annað.“ Þegar Haraldur frétti af húsnæðisleysi þeirra félaga bauð hann þeim að fá tvo stóla hjá sér gegn hóflegri leigu. „Andskotans rakarinn“ Það er óhætt að segja að hártískan hefur mikið breyst á þeim árum sem liðið hafa frá því að þeir félagar hófu reksturinn við Frakkstíginn. „Áður var það þannig að menn fóru ekki einu sinni í bíó án þess að láta raka á sér hálsinn,“ segir Kári og Leifur bætir inn í: „Og þá fóru menn ekki í úlpum í Þjóðleikhúsið eins og núna.“ Kári heldur ótruflaður áfram: „Þá voru þeir í bíó, Clark Gable og allir þessir fínu leikarar, og þeir voru svo flott klipptir eftir tísku sem okkur líkaði svo vel. Um tíma var mikið í tísku að vera eins og Tony Curtis leikari. Hann hafði hárið svo- lítið snöggt í hnakkann og vafði það upp að framan. Það var ansi gott og alltaf snyrti- legt og fínt en svo kom bítla- tískan og það var alveg rosa- legt,“ segir Kári með þunga. „Þá kom pabbinn kannski með átta ára gamlan strákinn sem sagði: „Taka lítið.“ Svo hvíslaði pabbinn að manni meðan maður var að klippa: „Taktu meira, taktu meira“ af því að hann borgaði. Svo þegar strákurinn kom út varð hann alveg brjálaður og sagði: „Andskotans rakarinn, hingað kem ég aldrei aftur.“ Svo eftir árið var pabbinn kannski að safna líka!“ Allt í burt Það er greinilegt að þeim félögum er meinilla við bítla- tískuna enda kemur á daginn að viðskiptin snarminnkuðu með tilkomu hennar og þeir segja að á þeim tíma hafi þeir setið aðgerðarlausir í allt að tvo, þrjá tíma á dag. „Við fór- um samt aldrei eins illa út úr þessu og margir aðrir því við höfðum svo mikið af svona snyrtimennum sem vildu ekki vera í bítlatískunni,“ segir Leifur. „Okkur datt aldrei í hug að verða vörubílstjórar eða fara að vinna í banka eins og aðrir gerðu.“ Hártískan í dag fær þó engu betri einkunn en lubb- arnir á bítlaárunum. „Mér finnst hún alveg rosalega ljót,“ segir Kári og reynir ekki að leyna hneykslun sinni. „Karlmennirnir láta bara klippa sig hátt upp og snöggt í kring eða jafnvel snoða sig hvort sem það klæðir þá eða ekki. Í gamla daga reyndum við að klippa svo það klæddi manninn, ef hann var grann- ur á hvirflinum þá létum við hann hafa svolítið hár þar. Hingað hafa komið ungir menn með þetta svakalega fallega og fína hár sem hægt er að gera alveg glimrandi flotta en þeir vilja bara láta taka allt í burt!“ „Hvert á maður þá að fara?“ En hvers vegna að hætta núna? „Það er aldurinn,“ seg- ir Leifur en Kári bendir á fé- laga sinn: „Hann er nú bara að verða 83 ára þótt hann líti út fyrir að vera sextugur og þó að ég líti út eins og ferm- ingarstrákur er ég að verða 76. Og við erum orðnir svolít- ið þreyttir.“ Síðasti séns til að næla sér í klippingu hjá þessum herra- mönnum verður á að- fangadag en þá verður opið hjá þeim milli klukkan 10 og 12 eins og alltaf. Fram að því verður opið hjá þeim sam- kvæmt venju, alla virka daga nema miðvikudaga. Eftir há- tíðarnar verða innréttingar stofunnar og tveir stólar flutt- ir upp á Árbæjarsafn enda vafalaust ómetanlegar minjar um rakarastörf á allri síðustu öld. Einn stólinn ætlar Kári þó að taka með sér heim og hafa fyrir símastól. „Ég vil geta sest í hann og hugsa aftur í tímann,“ segir hann. Leifur ætlar hins vegar að leyfa mublunum að verða eftir. Það er þó greinilegt að þeir eru ekkert af baki dottnir. „Hann ætlar bara á hestbak og ég fer upp á golfvöll því við er- um kolvitlausir í íþróttunum,“ segir Kári og skellihlær. Þeir eru þó vissir um að kúnnarnir eiga eftir að sakna þeirra og segja ákaflega leið- inlegt að þurfa að fara frá þeim. „Ég er búinn að klippa einn þeirra í 60 ár, hef þekkt hann frá því að við vorum strákar,“ segir Kári en bætir því við að það sé aldrei að vita nema hann fái að koma heim í símastólinn eftir að þeir loka stofunni. Á leiðinni heim í leigubíln- um fer bílstjórinn, eldri mað- ur, að forvitnast við blaða- mann um hvað hafi verið á seyði á rakarastofunni. Eftir að hafa verið upplýstur um að stofan sé að hætta, segir hann: „Hvert á maður þá að fara?“ og það er ekki laust við að það gæti svolítillar ar- mæðu í rómnum. Klippt og skorið í hálfa öld Miðborg Morgunblaðið/Ásdís Leifur Jóhannesson og Kári Elíasson, kampakátir á stofu sinni í gær skömmu áður en mót- taka í boði borgarstjóra hófst til heiðurs þeim félögum. Þangað var viðskiptavinum og vel- unnurum boðið enda hafa þeir félagar haft hendur í hári ansi margra í gegnum tíðina. Elstu rakarastofu borgarinnar lokað á aðfangadag og breytt í saumastofu eftir áramót HÉRAÐSSKJALASAFN Kópavogs var formlega opnað í gær en safnið mun sjá um söfnun og innheimtu á skjöl- um frá stofnunum og embætt- um í Kópavogi. Jafnframt mun safnið geyma skjöl frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum. Í fyrra samþykktu bæjar- stjórn og Þjóðminjasafn Ís- lands stofnun safnsins en það er til húsa í Hamraborg 1 auk þess sem það rekur skjala- deild og skjalageymslur á öðr- um stöðum. Formleg opnun Héraðsskjala- safns bæjarins Morgunblaðið/Sverrir Frá opnun safnsins í gær. Frá vinstri: Bjarni Þórðarson, fjármálastjóri Þjóðskjalasafnsins, Ólafur Ásgeirsson þjóð- skjalavörður, Gylfi Gröndal, stjórnarmaður hjá Héraðs- skjalasafninu, Leo Ingason héraðsskjalavörður og Hilmar Björgvinsson, formaður stjórnar Héraðsskjalasafnsins. Kópavogur ÞAÐ var sannkölluð tónlist- armaraþonveisla í Hafnar- borg á laugardag þegar hátt í 900 söngvarar hófu upp raust sína. Þarna voru sam- an komnir hvorki meira né minna en 21 kór sem hélt úti standandi söngdagskrá frá því klukkan eitt um daginn til átta um kvöldið. Viðburðurinn er árviss í Hafnarfirði og gengur undir nafninu Syngjandi jól en þetta er í fimmta sinn sem hafnfirskir söngvarar á öll- um aldri leiða saman raddir sínar. Söngfuglarnir eru allt frá þriggja ára til þess að vera komnir á níræðisaldur. Það er Egill Friðleifsson, stjórnandi Kórs Öldutúns- skóla, sem á veg og vanda af skipulagningu þessa við- burðar. Það var ekki annað að sjá en að jólastemning hafi ráðið ríkjum í Hafnarborg þennan daginn, að minnsta kosti ef marka má þetta unga fólk, sem syngur í Kór Setbergs- skóla, en það mætti í sínu fínasta pússi til að skemmta sér og öðrum með fögrum jólasöng. Sungið allan daginn Hafnarfjörður Krakkarnir í Kór Setbergsskóla voru bæði prúðbúin og í hátíðarskapi á tónleikunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.