Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 26
NEYTENDUR 26 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MAGNKAUP.net er ný heimasíða þar sem hægt er að lækka vöru- verð með því að sameinast um inn- kaup. Boðið er upp á raftæki, heimilistæki, tölvuvörur og síma og segir Sveinbjörn Freyr Arn- aldsson forstjóri að um sé að ræða traust og viðurkennd merki. Hug- myndin að baki rekstrinum er sú að hópur fólks fylki liði um að kaupa tiltekna vöru og með því að kaupa saman nær hópurinn að þrýsta verðinu niður. Því fleiri sem sameinast um kaupin, því lægra er verðið, segir Sveinbjörn. Fylgst með verði á Netinu Tiltekin tímamörk eru á inn- kaupunum og eins er hægt að fylgjast með því á stöplariti á heimasíðunni hversu margir hafa sameinast um kaup á tiltekinni vöru og hvert verðið er. Sveinbjörn segir skilgreint lág- marksverð misjafnt eftir vöruteg- undum og heildsölum og til greina komi að bæta við vöruflokkum í framtíðinni, svo sem matvælum. Þá geta notendur stungið upp á vörutegundum að hans sögn. Magnkaupsvefurinn er byggður á erlendri fyrirmynd og var opn- aður fyrir nokkrum dögum. Net- verslunin sjálf er hins vegar hálfs- árs. Notendur geta skráð sig í til- boðsklúbb á Netinu og einnig er boðið upp á margvíslegar greiðslu- leiðir, svo sem greiðslukort, rað- greiðslur, með póstkröfu og milli- færslu, segir Sveinbjörn Freyr Arnaldsson að endingu. Netverslun þar sem hóp- ar sameinast um lægsta verðið Slóðin á síðu Magnkaupa er http:/magnkaup.umsja.is/ mkstore/hvernig_virkar.asp. HEILDVERSLUNIN Gasa flytur inn vörur frá Sally Hansen, þar á meðal nýja línu fyrir varir og aðra fyrir fætur. Í varalínunni eru þrjár teg- undir, áburð- ur fyrir þurr- ar varir sem flagna í lög- um, fyrir mjög þurrar varir og svonefnt rakabað fyrir varir til þess að halda þeim mjúkum, segir í tilkynningu frá Gasa. Í fótalínunni frá Sally Hansen er úði til þess að kæla heita og þreytta fætur, áburður fyrir sprungna hæla og þurra fætur, mýkjandi krem fyrir þurra húð sem flagnar í lögum og púður fyrir þreytta, sára, blauta og illa lyktandi fætur, eins og segir í tilkynningu. Áburður fyrir varir og fætur NÝTT BRAUÐHÚSIÐ í Grímsbæ hefur hlotið viðurkenningu Nátt- úrulækningafélags Reykjavíkur. Félagið berst meðal annars fyrir sölu óspilltra matvæla, bættri ræktun matjurta og söfnun berja og heilnæmra neyslujurta og leit- ast jafnframt við að stuðla að því að verslanir og veitingahús hafi á boðstólum sem hollastar vörur og veitingar í samræmi við nátt- úrulækningastefnu, að því er seg- ir í tilkynningu frá félaginu. Veitir NLFR fyrirtækjum sem skara framúr á þessu sviði viðurkenn- ingu á hverju ári og munu þau því vera orðin nokkur talsins. „Eigendur Brauðhússins í Grímsbæ eru hugsjónamenn sem hafa lagt mikinn metnað árum saman í að þróa framleiðslu sína með vottuðu lífrænu hráefni. Þeir hafa lagt gríðarlega vinnu í að kynna sér erlenda framleiðslu með lífrænt vottuðu hráefni og er afraksturinn sá að í dag framleiða þeir mjög vinsæl og holl brauð og kökur,“ segir í yfirlýsingu frá Náttúrulækningafélagi Reykja- víkur. Morgunblaðið/Þorkell Ásthildur Einarsdóttir, varaformaður NLFR, Ingi Þór Jónsson, for- maður NLFR, Björg Stefánsdóttir, skrifstofustjóri NLFÍ, Guðmund- ur Guðfinnsson og Sigfús Guðfinnsson, bakarar og eigendur Brauð- hússins í Grímsbæ, og Andrea Henk, starfsmaður í bakaríinu. Brauðhúsið fær viður- kenningu frá NLFR ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.