Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ S: 564-4120 BRILLIANT Á R É T T U M A U G N A B L I K U M H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Samkvæmisfatnaður Mikið úrval Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433 Víðistaðakirkja, Hafnarfirði Kvennakór Hafnarfjarðar, Karlakór- inn Þrestir og Kór eldri Þrasta halda sameiginlega tónleika kl. 20. Stjórnandi kvennakórsins er Hrafn- hildur Blomsterberg. Undirleikari er Bjarni Jónatansson og einsöngvari Telma Hlín Helgadóttir. Karlakórn- um Þröstum stjórnar Jón Kristinn Cortez og Úlrik Ólason stjórnar Kór eldri Þrasta. Kaffileikhúsið Leikfélagið Hug- leikur verður með sína árlegu jóla- vöku kl. 20.30. Þar munu Hugleikarar bjóða upp á leikþáttinn Jólakleinur ásamt fjölda af frumsömdum jólalög- um og sögum. Einnig verður frum- fluttur helgileikur, „Ésúsarrímur“ kveðnar og sitthvað fleira sem teng- ist jólum. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Dagskráin verður endurtekin á sunnudagskvöld kl. 20.30. Digraneskirkja, Kópavogi Að- ventutónleikar Kvennakórs Garða- bæjar verða haldnir kl. 20. Tónleik- arnir verða ekki í Garðakirkju eins og áður var auglýst. Með kórnum koma fram þær Hall- fríður Ólafsdóttir flautuleikari og Að- alheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari. Söngstjóri er Ingibjörg Guðjóns- dóttir. Næsti bar, Ingólfsstræti Vinstri grænir í Reykjavík efna til bóka- og upplestrarkvölds kl. 20.30. Þar munu eftirtaldir höfundar lesa upp úr nýútkomnum verkum sínum: Einar Már Guð- mundsson, Katrín Jakobsdóttir, Rakel Pálsdóttir, Vigdís Gríms- dóttir, Kristín Ómarsdóttir og Þórunn Valdimars- dóttir. Reykholtskirkja Freyjukórinn, Samkór Mýramanna og Karlakórinn Söngbræður halda tónleika og hefj- ast þeir kl. 21. Á efnisskránni eru jólalög í bland við veraldleg lög, flutt af hverjum kór fyrir sig, en einnig munu kórarnir syngja saman úrval jólalaga. Einsöngvari með kórunum er Ildikó Varga en hún er ungversk og hefur starfað sem tónlistarkennari í Stykk- ishólmi undanfarin tvö ár. Aðgangseyrir er 1.500 krónur fyrir eldri en 12 ára. Miðgarður, Skagafirði Í tilefni út- komu geisladisks með Álftagerð- isbræðrum og bókar um þá, efna þeir til opinnar samkomu kl. 21. Bræð- urnir munu syngja lög af nýja disk- inum, Álftirnar kvaka, og lesið verður upp úr bókinni, Álftagerðisbræður - skagfirskir söngvasveinar. Aðgangur er ókeypis. Í DAG Einar Már Guðmundsson AÐRAR raddir, aðrir staðir vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 1948. Hún var fyrsta skáldsaga Trumans Capote sem þá var aðeins 24 ára gamall. Sagan fjallar um þrettán ára dreng, Joel Knox, sem er sendur til að búa hjá föður sínum á niðurníddri plantekru á afkekktum stað í Suður- ríkjum Bandaríkjanna. Móðir drengsins er látin og hann hefur aldr- ei hitt föður sinn. Eftirvænting hans er mikil og hann gerir sér háar hug- myndir um föður sinn og hvernig hann sé í háttum. Joel hefur fram til þessa búið í New Orleans, borg þar sem allt iðar af mannlífi og hann órar ekki fyrir því að hann sé á leiðinni inn í heim sem er svo strjálbýll að hvert minnsta sér- kenni fólks sem hann hittir magnast upp. Það er eins og allir furðufuglar heimsins hafi verið sendir á þennan stað. Það er engu hægt að leyna þar sem fólks- mergðina vantar. Á hinu nýja heimili Joels eru, auk föður hans, stjúp- móðirin frú Amy, Rand- olph frændi hennar og svarta þjónustustúlkan Missouri. Auk þess eru þar einkennilegir svipir og verur og hljóð sem Jóel á erfitt með að ráða í. Hann kynnist auk þess tvíburasystr- unum Idabel og Florabel Thompkins og á sú fyrrnefnda eftir að hafa af- drifarík áhrif á líf hans. Eins og það sé ekki nógu flókið, þar sem hann reynir að koma sér fyrir á stað sem er á mörkum mannheima, mörkum raun- veruleikans, þar sem allt er að sökkva í kviksyndi tímans. Þar eiga sér allir fortíð skelfingar og harms sem ekki þolir dóma mannfélagsins og því best að draga sig í hlé, grafa líf sitt í kvik- syndi og í besta falli bregða upp sjónhverf- ingum þegar einhver nær að skyggnast inn um glufu þeirrar þéttu þoku sem umlykur persónurnar, þannig að áhorfandinn geti aldrei verið viss. Var það sem hann sá raunverulegt, eða ímyndað? Því verð- ur ekki á móti mælt að hér sé á ferð harla merkileg bók sem hefur verið kennd við töfraraunsæið. Hins vegar er hún barn síns tíma og vekur varla aðdáun og furðu hjá þeim vestræna heimi sem er yfirmettaður af suður- amerísku töfraraunsæi síðustu ára- tuga. Það væri þó hægt að segja að fengur væri af þýðingum á tímamóta- verkum, ef ekki væri fyrir þá sök að þýðingin er einhvern veginn dálítið á skakk og skjön. Helsti gallinn er sá að það hefur ekki verið unnið nægilega vel úr setningafræðilegum þáttum og því gerist það alltof oft að bygging setninganna verði enskuskotin. Auk þess hefur þýðanda verið svo mikið í mun að finna „góð“, jafnvel sjaldgæf, íslensk orð yfir ýmis hugtök að stund- um verður þýðingin tilgerðarleg, eins og hann sé að þýða stórriddaraliðs- bókmenntir úr hinni rússnesku hefð 19. aldar. Hið heita og kæfandi amer- íska suðurríkja-andrúmsloft tapast og úr verður hálfgerð stílleysa á köfl- um, einkum í öðrum hluta bókarinn- ar, þar sem lesandinn hnýtur einum of oft um klasturslegar setningar. Það hefði verið kostur að fá harðan rit- stjóra á þýðinguna áður en hún var gefin út. Í kviksyndi tímans BÆKUR Skáldsaga Höfundur: Truman Capote. Þýðandi: Atli Magnússon. Útgefandi: Muninn bókaút- gáfa. AÐRAR RADDIR, AÐRIR STAÐIR Súsanna Svavarsdóttir Truman Capote Í NEMENDALEIKHÚSINU standa nú yfir æfingar á nýju íslensku leik- riti, Íslands þúsund tár, eftir Elísa- betu Jökulsdóttur. Í blokk í Breið- holtinu býr sama fjölskyldan í öllum íbúðunum en þetta mun vera saga um Ísland í dag og alla daga. Leikstjóri sýningarinnar er Stein- unn Knútsdóttir og dramatúrg er Magnús Þór Þorbergsson. Leik- mynd og búningar eru í höndum nemenda myndlistardeildar Listaháskólans, um tónlistina sér Jón Hallur Stefánsson en ljósa- hönnun og tæknistjórn er í höndum Egils Ingibergssonar. Frumsýnt verður síðari hluta jan- úar í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13. Nemendaleikhúsið æfir nýtt íslenskt leikrit Morgunblaðið/Ásdís Leikstjóri, dramatúrg og leikendur í Íslands þúsund tár á æfingu. Laxness og ljóðin Blönduósi. Morgunblaðið. LAXNESS og ljóðin nefnist leik- og söngskemmtun sem frumsýnd verður í kaffihúsinu Við árbakkann á Blöndu- ósi í kvöld kl 21. Í dagskránni verður víða komið við í verkum Halldórs Laxness. Flutt verða ljóð eins og Únglingurinn í skóginum, Bráðum kemur betri tíð og Barnagæla frá Nýja Íslandi. Auk þessa verður kveð- skapur helstu höfuðpersóna í skáld- sögum Halldórs fluttur. Nokkur ljóð sungin og rifjuð upp atvik úr ævi skáldsins. Listamennirnir sem koma að dagskránni og kalla sig Á senunni eru Jakob Þór Einarsson, Felix Bergsson og Davíð Þór Jónsson. Blús á Mokka HULDA Vilhjálmsdóttir gengst fyr- ir málverkasýningu á Kaffi Mokka við Skólavörðustíg. Sýningin ber heitið „Blús“ og samanstendur af ol- íumálverkum á striga og svo akrýl- myndum á krossviðsplötur. „Þema sýningarinnar er Blús eða ferðin yfir fjallið eða víðáttuna eða ferðin útí bláinn. Biðin á spítala, langar að fara en kemst ekkert en engill flýgur á milli tungla,“ segir í kynningu. „SÖNGVASVEIGUR“ var fyrir- sögn á afar fjölsóttum aðventutón- leikum Kvennakórs Reykjavíkur ný- liðinn týsdag og vísaði til tónverks Benjamins Brittens fyrir háar raddir og hörpu frá 1942. Var nafnið að lík- indum frá þýðandanum, Heimi Páls- syni, runnið og vissulega tungutamari íslenzka en „Jólahymnaathöfn“, þótt hitt væri nákvæmara. Fyrir öllu var þó hvað íslenzkun ensku textanna virtist vel sönghæf, enda því miður mörg dæmi um hið gagnstæða í hér- lendum söngtextaþýðingum, jafnvel þegar öllum þjóðlegum bragreglum er fylgt út í æsar. Eins og svo oft áður saknaði maður þó í annars vandaðri tónleikaskrá að fá ekki frumtextann með (nema í síðasta atriðinu, Wassail) og hefði vel mátt finna rúm til þess, úr því setjari spanderaði tvöföldum línu- bilum. Aðventudagskrá hins 86 kvenna kórs var sérlega skemmtileg í ár og lítt sliguð lummum. Innblásið stríðs- áraverk Brittens var eyrnayndi í fremstu röð, með þokkafullan hörpu- leik Moniku Abendroth sem punktinn yfir i-ið er léði englasöng kvennanna himneskan bakgrunn sólroðinna skýja. Stíll Brittens er einkennilega tær og tímalaus í meðförum hans á jólahymnunum fornensku og hefur elzt afburðavel. Spil og söngur voru í samræmi við það, og hefði kannski helzt mátt hleypa aðeins meiri krafti í lög eins og Balúlalá og Ég syng um þá meyju, fyrir utan að gæta stundum betur að tónstöðu á efsta sviði, þar sem vart varð við feimnislega nálgun í stað þess að kýla beint á. Aftur á móti skorti ekki fjör í síðasta laginu, Adam lá þar bundinn. Hugsanlega hjálpaði þar til kyntengd þórðargleði, en a.m.k. varð ljóst, að kraftur og snerpa eru kórnum vel innan seilingar og verða vonandi á hraðbergi þegar á hólminn kemur í kórakeppninni í Tékklandi næsta sumar. Hin fallegu lög Atla Heimis Sveins- sonar, Haustvísur til Máríu (1984) og hið ekki ókeimlíka Maríukvæði hans frá 1995, runnu ljúflega niður, síðar- nefnt þó með votti af tónhnigi. Jól eft- ir Báru Grímsdóttur frá 1992, sömu- leiðis í þrískiptum takti, leið einnig kliðfrítt um loft. Að því búnu frum- flutti kórinn nýtt a cappella verk eftir Báru við latínutextann Da pacem, Domine (Gef frið, Drottinn). Fyrsta orðið reyndist upplagt hrynfast þráfrum í tápmikilli en fágaðri tón- smíð er ósjálfrátt leiddi hugann að meistarakvennakór ríkisútvarpsins í Sofiu á hljómskífunum annáluðu „La Mystère du Voix Bulgare“. Í senn þjóðleg og nútímaleg nálgun Báru að fornum trúartexta birtist í seiðandi rytmískri mótun, þar sem m.a. óvenjuleg lotuskipting á 9/8 (4+3+2) fleytti þéttskipaðri raddfærslunni áfram við nánast tímalausan aldanið með dáheillandi árangri. Kórinn söng þetta allkrefjandi en samt miðilsvæna verk mjög vel, burtséð frá því hvað sumir staðir hefðu mátt vera kraft- meiri, ef ekki beinlínis á útopnum „sauðakallsnótum“ að hætti Balkan- búa. Þá kom ekki sízt fram hér sem víðar að hinn afar þýðingarmikli 2. alt var full fáskipaður eða aðeins 13 kvenna – á móti 27 í 1. S., 23 í 2. S. og 23 í 1. A. – þrátt fyrir hljómmiklar raddir innan um. 3. og síðasta vers í Bjart er yfir Betlehem úr Piae Cantiones frá 1582 var svolítið óhreint og einnig gætti smá lafs í pílagrímasöngnum fagra frá Slesíu, Fögur er foldin, en þó var bæði vel mótað þar og í bæheimska jólalaginu Komið þið hirðar. Síðmið- aldalagið þýzka Það aldin út er sprungið hljómaði bráðfallega í skemmtilega fleygaðri raddfærslu Jens Rohwers, og í frábærri perlu Kaldalóns, Nóttin var sú ágæt ein, var vaggan hrærð við hörpuundirleik Moniku svo ekki var eftir auga óvökn- að í kirkjunni. Loks var Wassail, syrpa þriggja enskra jólalaga (carols) í framúrskarandi útsetningu J.O. Edwards fyrir kór og hörpu. Leikur og söngur báru af í þessu sannkallaða sælgæti í tónum, og heillaði ekki sízt kórinn með tandurhreinni hæð í síð- asta laginu, Gloucestershire Wassail. Að prentaðri dagskrá lokinni end- urflutti kórinn Da Pacem Báru, og væri sá siður til fyrirmyndar við frumflutning styttri íslenzkra verka ef festist í sessi, enda versnar sjaldan við ítrekun nema síður sé. Balkanskur hrynseiður TÓNLIST Hallgrímskirkja Aðventutónleikar Kvennakórs Reykjavík- ur. Meðal efnis A Ceremony of Carols eft- ir Britten. Monika Abendroth, harpa. Stjórnandi: Sigrún Þorgeirsdóttir. Þriðju- daginn 11. desember kl. 16. KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson ♦ ♦ ♦                               
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.