Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ E inhverra hluta vegna verð ég alltaf svo meyr í desember. Að fylgjast með venjulegu fólki, sem alla jafna er upptekið við vinnu og daglegt amstur, líta upp úr brauð- stritinu og taka sér tíma til að fylla gluggakistur, svalahandrið, hrísl- ur í garðinum og þakskegg af glitrandi jólaljósum – það fær mig til að klökkna. Þetta fólk er misjafnt eins og það er margt og skreytingarnar svosem líka. Það er ekki nóg með að þær séu mislitar heldur eru þær líka mis- smekklegar, misfínlegar (eða mis- groddalegar allt eftir því hvernig maður kýs að líta á það), missmart og misvel upp- hengdar. En jafnvel hin skakkasta ljósaperuhrúga í örlitlum glugga, sem varla sést í því hann er á jarð- hæð og snjóhrúgan sem mokað var upp að glugganum í ófærðinni um daginn hefur ekki náð að bráðna, getur kallað fram tár á hvarmi því á bak við hverja skreytingu er svolítil sál sem er að leggja sig fram um að lífga upp skammdegið og búa til hátíð. Og það finnst mér fallegra en orð fá lýst. Það er aðdáunarvert hvað fólk er tilbúið að leggja á sig til að gera jólin sem dýrðlegust. Nútímamað- urinn vílar ekki fyrir sér að takast á við ofvaxna kreditkortareikninga eftir áramót ef það mætti verða til þess að gera jólin gleðilegri. Áður þreif fólk híbýli sín sem mest það mátti og bakaði svo um munaði. Ég man að mamma bakaði sex- tán smákökusortir fyrir jólin og var snemma í því. Við systkinin fengum alltaf að hjálpa til við baksturinn en það var ekki eins vinsælt þegar tók að grynnka í kökuboxunum í búrinu löngu fyrir hátíðarnar. Ein jólin var mamma orðin ansi þreytt á þessu og inn- siglaði boxin með límbandi. Okkur krakkaskömmunum þótti það heldur máttvana hindrun og eitt kvöldið læddumst við niður í búr og tókum til við að plokka lím- bandið af, vopnuð límbandsrúllu sem átti að bæta skemmdirnar. Þegar lokinu var lyft af góssinu brá okkur þó heldur betur í brún. Efst ofan á kökustaflanum lá miði sem á stóð: „Er það þess virði að gerast þjófur fyrir eina smáköku?“ Eftir þessa reynslu get ég staðfest að Hérastubbur bakari í Dýrunum í Hálsaskógi hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að stolnar kökur væru vondar á bragðið. Það er óborganlegt að fylgjast með smáfólkinu á aðventunni og bráðnauðsynlegt að grafa upp barnið í sér til að lifa sig inn í spennuna og eftirvæntinguna sem ríkir þessa daga. Minn maður, sá fjögurra ára, brotnaði hreinlega saman í forstofunni um daginn, aldeilis fyrirvaralaust. Við foreldr- arnir fylltumst áhyggjum og reyndum allt hvað við gátum til að fá hann til að segja okkur hvað olli þessum skyndilega harmi. Eftir langa mæðu stundi sá stutti út úr sér á milli ekkasoganna að hann GÆTI bara ekki beðið lengur. Ástæðan reyndist ekki vera von um glæsilega pakka eða glingur í skó. Nei, upp úr dúrnum kom að tilhugsunin um að þurfa að bíða eftir því að fá sykraða jólamorg- unkornið sem búið er að lofa á að- fangadag var svona gersamlega yfirþyrmandi. Jólasveinninn er ekki síður til- efni fyrir endalausar vangaveltur. Hvernig kemst hann til dæmis að glugganum þegar maður býr uppi á annarri hæð í blokk og hvernig getur hann séð ef maður er óþekk- ur? Reyndar þykir fjörkálfinum litla afskaplega ósennilegt að sjón- auki jólasveinanna drífi alla leið í herbergið til hans, sérstaklega þar sem þeir þurfa að fylgjast með öll- um börnum á landinu, og það er kannski þess vegna sem hann er ekkert alltof nákvæmur við það að vera þægur. Svo getur það varla verið svo slæmt að fá kartöflu í skóinn – hver veit nema það sé dótakartafla? Ég held satt best að segja að kartöflur séu ofmetin refsing hjá jólasveinum þessa lands. Til dæm- is frétti ég af ungum manni sem fékk jarðepli í skóinn í fyrra og þótti ekki dónalegt. Sá skikkaði mömmu sína til að sjóða glaðning- inn um kvöldið og það í sérpotti svo það væri nú alveg víst að eng- inn myndi éta hann frá honum. Svo gæddi hann sér á þessari sér- stöku jólakartöflu sem jólasveinn- inn hafði fært honum að gjöf og líklega hefur þetta verið eitt mesta góðgæti sem hann fékk á allri að- ventunni. Síðastliðið þriðjudagskvöld kom loksins að því að erfinginn setti skóinn út í glugga því von var á Stekkjarstaur þá um nóttina. Það er nú ekki hægt að segja annað en að drengurinn hafi lagt sig fram þetta kvöld. Eftir að hafa háttað og burstað tennur möglunarlaust varð spariskórinn fyrir valinu og settur beint undir opnanlega fagið á glugganum. Síðan þótti öruggara að láta mjólk í glas og setja við skóinn því Stekkjarstaur er sólg- inn í mjólk, reyndar sauðamjólk en sá stutti var nú ekkert að rella út af því. Svo var bara að leggjast upp í rúm og bíða eftir því að Óli lokbrá læddi svefni á brá. Einhverra hluta vegna lét svefn- inn á sér standa. Þrátt fyrir að eig- andi skósins lægi grafkyrr og með afturkreist augu var bara eins og það ætti ekki fyrir honum að liggja að sofna þetta kvöld. Þarna lá þetta skinn, nötrandi af spenningi og kulda (því glugginn var upp á gátt svo það væri alveg öruggt að sveinki kæmi hendinni inn til að lauma einhverju í skóinn) staðráð- inn í að vera duglegur að fara að sofa og þá bara gerðist ekkert. En einhvern veginn tókst þetta þó að lokum með Bíum bambaló og hlýj- um strokum á mallakút enda eins gott því það þarf sterk bein til að bugast ekki við annað eins mótlæti á örlagastundum sem þessum. Dýrðlegi desember „Þarna lá þetta skinn, nötrandi af spenningi og kulda (því glugginn var upp á gátt svo það væri alveg öruggt að sveinki kæmi hendinni inn til að lauma einhverju í skóinn), staðráðinn í að vera duglegur að fara að sofa og þá bara gerðist ekkert.“ VIÐHORF Eftir Bergþóru Njálu Guð- mundsdóttur ben@mbl.is ✝ Óðinn BjörnJakobsson fædd- ist á Spóastöðum í Biskupstungum 4. mars 1925. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 5. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jakob Björns- son, bóndi og síðar lögregluþjónn í Reykjavík, f. í Haga í Þingeyjarsýslu 15. ágúst 1895, d. 13. apríl 1969, og Egg- þóra Kristjánsdóttir, f. á Bolla- stöðum í Hraungerðishreppi 13. janúar 1893, d. 5. desember 1964. Óðinn var elstur níu systkina, hin eru: Ásdís, f. 21. nóvember 1926. Auður, f. 14. febrúar 1928, látin. Hulda, f. 5. júní 1929. Þór, f. 2. júní 1930. Freyja, f. 5. des- ember 1932. Iðunn, f. 11. júní 1934, látin. Njörður, f. 28. júlí vin, f. 19.10. 1985, og Inga Hrönn, f. 27.8. 1989. 2) Jakob Heimir húsgagnasmiður, f. 27. mars 1957, kona hans er Sesselía Áslaug Jóhannsdóttir fulltrúi, f. 18.9. 1963, börn þeirra eru Gunnar Ingi, f. 20.7. 1982, Brynj- ar Þór, f. 9.8. 1987, og Óðinn Björn, f. 9.4. 1994. 3) Þóra Hrönn kennari, f. 27. júní 1959, hennar maður er Óskar Jónsson málari, f. 25.11. 1961, börn þeirra eru Bergur Már, f. 31.12. 1989, og Alma Rut, f. 5.9. 1992. Óðinn ólst upp í Reykjavík en þangað flutti hann fimm ára gamall, þar vann hann ýmis verkamannastörf en árið 1954 hófu hann og Inga kona hans bú- skap í Lunansholti í Landsveit og bjuggu með Jóni, föður Ingu, og tóku við búinu að honum látnum. Árið 1970 brugðu þau búi og fluttu til Reykjavíkur. Óðinn fór að vinna í Álverinu í Straumsvík þar sem hann vann þangað til hann lét af störfum vegna ald- urs. Kveðjuathöfn um Óðin verður haldin í dag í Langholtskirkju og hefst athöfnin klukkan 10.30. Síðar um daginn verður hann lagður til hinstu hvílu á Skarði í Landsveit. 1935, látinn. Kol- brún, f. 8. apríl 1938. Einnig ólu Jakob og Eggþóra upp tvö dótturbörn sín, þau Aðalstein, f. 30. des- ember 1944, og Þóru Guðrúnu, f. 11. maí 1948. Óðinn kvæntist 9. apríl 1955 Ingu Jóns- dóttur frá Lunans- holti í Landsveit, f. 28. júní 1926, d. 20. febrúar 1999. For- eldrar hennar voru Guðrún Sæmunds- dóttir frá Lækjarbotnum í Land- sveit, f. 1898, d. 1936, og Jón Ei- ríkur Oddsson bóndi í Lun- ansholti, f. 1888, d. 1968. Börn Óðins og Ingu eru þrjú: 1) Guð- rún, fulltrúi hjá Ríkisútvarpinu, f. 22. nóvember 1954, maður hennar er Þorsteinn Þröstur Jakobsson prentari, f. 6. október 1953. Börn þeirra eru Óðinn Björn, f. 3.12. 1981, Jakob Björg- Elsku Óðinn afi. Minningarnar um þig streyma til okkar. Þú veittir okkur svo mikið af visku þinni og þekkingu. Þú kenndir okkur vísur og sagðir okkur sögur. Við erum viss um að allir í himna- ríki verða góðir við þig því að þú varst svo góður. Nú hittist þið amma aftur eftir stuttan aðskilnað. Við söknum ykkar beggja. Jesús sagði: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“ (Jóhannes 11.25.) Barnabörnin. Hann Óðinn mágur okkar hefur nú fengið hvíld eftir erfiða sjúk- dómsbaráttu. Á síðastliðnu ári varð ljóst að hann var með illkynja sjúk- dóm sem hann barðist vasklega við eins og við var að búast af honum. Hann var sterkur maður að eðlisfari og hafði mikinn baráttuvilja sem glögglega kom í ljós í veikindum hans. Um síðustu jól héldum við að sjúkdómurinn væri að ná yfirhönd- inni, en Óðinn neitaði alveg að gef- ast upp. Hann komst á fætur aftur og átti marga góða daga eftir í faðmi barna sinna og fjölskyldna þeirra sem önnuðust hann af stakri ástúð og nærgætni. Ekkert var látið ógert sem gat létt honum lífið. Hann fór meira að segja nokkrum sinnum austur í Landsveit, að Lun- ansholti, en hvergi leið honum betur en þar sem hann hafði búið mynd- arbúskap með Ingu systur okkar í um tvo áratugi. Stórfjölskyldan er vön að hittast þar um verslunar- mannahelgar og Óðinn lét sig nú ekki vanta í ár frekar en venjulega. Hann fékk leyfi hjá lækninum sín- um til að fá sér eitt rauðvínsglas um helgina, en aðeins eitt sagði lækn- irinn. Óðinn gantaðist með að auð- velt væri að fara í kringum þetta, því læknirinn sagði ekkert um hversu stórt glasið ætti að vera. Þannig var Óðinn fram á síðasta dag, alltaf með húmorinn í lagi. En að lokum hafði sjúkdómurinn yfirhöndina og nú hefur þú fengið hvíldina. Við vitum að hún Inga systir tekur á móti þér og hugsar vel um þig. Við systurnar vorum ÓÐINN BJÖRN JAKOBSSON Elsku hjartans bróð- ir minn, það var ekki langt síðan við vorum að kveðja ömmu okkar og fylgja henni til grafar, það er ótrúlega sárt að vita að þú sért líka far- inn frá okkur. Það er sárt að hugsa til þess að ég fái aldrei framar að heyra þig tala, hlæja, gráta, syngja, dansa og brosa, þú varst með þetta ólýsan- lega fallega bros sem ég gleymi aldr- ei. Það var svo óskaplega margt sem ég átti ósagt við þig. Það sem ég vildi segja þér var hvað ég elska þig mikið og ég mun ávallt gera það, ég vona að þú vitir það. Þótt ég hafi ekki náð að segja þér það. Manstu, þegar þú varst nýbyrjaður að æfa karate komstu heim eftir æfingar og þú sýndir stelp- unum og mér þínar karatehreyfingar og kenndir okkur þær. Manstu þegar þú varst að kenna Ágústu hreyfingar þínar þegar við vorum lítil, þá meiddir þú hana og hún grét og grét, mér fannst það svo fyndið. Þú varst alltaf svo góður í íþróttum. Þú leist upp til Bruce Lee þegar þú varst lítill, þér fannst gaman að horfa á bardagarmyndir og læra hreyfing- arnar og þú safnaðir myndum af Bruce Lee. Þú sagðir við mig að þeg- ar þú yrðir pabbi myndir þú vilja skýra barnið þitt Brandon Lee eins og sonBruce Lee. Ég hló bara að þér. Ég vil að þú vitir að þú varst sá sem ég leit upp til. Þú kenndir mér margt, þú varst svo hjálpsamur, þegar ég átti erfitt með að læra komstu og hjálp- EKACHAI SAITHONG ✝ Ekachai Saith-ong fæddist í Surin í Taílandi 12. júlí 1981. Hann lést í Reykjavík 20. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholts- kirkju 29. nóvember. aðir mér og sagðir mér að gefast ekki upp og ekki gera sömu mistök og þú gerðir og vera dugleg að læra og hlusta vel á Guðna kennara, því þér fannst hann vera svo góður kennari. Þú varst alltaf til staðar þegar við þörfnuðumst þín, hvernig eigum við að lifa án þín. Svo varstu svo æðislegur kokkur þótt ég þyrði ekki að viðurkenna það, þú stríddir mér svo mikið, þegar þú heyrðir að Marium missti út úr sér að ég hefði sagt henni hversu góðan mat þú eldaðir. Þú horfðir á mig og brostir og sýndir mér þennan ákveðna svip sem ég gleymi aldrei. Skemmtilegasta djammið mitt var úti á Álftanesi með þér og systrum okk- ar. Það var fyrir mánuði síðan, þá varstu að hjálpa Nimit að halda þetta partý. Þú talaðir ekki um neitt annað en hvað þetta partý ætti eftir að verða geggjað, enda varð það geggjað. Þú leigðir spóluna með Dirty Dancing viku áður en partýið var, þá varst þú að reyna að læra danshreyfingarnar fyrir stelpurnar, enda varstu svo mik- ið kvennagull og alltaf jafn flottur og sætur og það var ótrúlegt að sjá hvernig þú hreyfðir þig. Ég er með mynd af þér brosandi fyrir framan mig og hugsa til þín. Til- hugsunin að þú munir aldrei labba aftur inní herbergið okkar og taka upp gítarinn þinn og reyna spila lagið með Nirvana þótt þú kynnir það eng- an veginn. Ég hló alltaf þegar þú tókst upp gítarinn þinn og þú hlóst með og spilaðir. Það er erfitt að skrifa þetta allt á blað, allar minningarnar sem ég á með þér og ég mun varðveita þær í hjarta mínu. Þú áttir svo marga góða vini, öllum þótti svo vænt um þig, þeir komu saman hingað heim til okkar til að kveikja á reykelsi fyrir þig. Þér þótti svo vænt um vini þína og ég skil af hverju. Þeir eru búnir að vera svo yndislegir við okkur og mömmu og pabba. Þegar þú varst farinn þá komu vinir þínir á hverjum degi heim til okkar og þau hjálpuðu okkur. Þeir eru búnir að vera mér og stelpunum góðir vinir. Okkur fjölskyldunni þykir vænt um þá og við viljum þakka fyrir hjálpina Jens, Elsu, Einari, Óðni og Nimit og öllum hinum. Ég veit að þú ert á góðum stað núna og þér líður vel, því þú ert kominn til Söru þinnar. Það líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki til þín. Og þótt ég sé ekki tilbúin veit ég að ég verð að kveðja þig að sinni. Ég elska þig og sakna þín. Þegar ég hugsa til engla mun ég hugsa til þín. Hvíl þú í friði elsku bróðir. Þín systir, Juthathip Aný. Elsku Ek, ég trúi því ekki ennþá að þú sért farinn frá okkur. Líf mitt er allt öðruvísi án þín. Þú hafðir alltaf verið hér til að passa okkur systurnar. Þótt þú ofverndaðir okkur stundum var það samt svo góð og örugg tilfinn- ing, þá sá ég hversu mikið þér þótti vænt um okkur þótt þú talaðir ekki um það. Þú varst nú ekki mjög góður í að tala um tilfinningar þínar en þú þurftir þess heldur ekki því þú sýndir þær með gjörðum þínum. Þér þótti svo vænt um fjölskyldu þína og vini, það vissum við öll og við munum aldr- ei gleyma því. Svo var það svo sætt hvað þér þótti vænt um bílinn þinn. Þú sagðir einu sinni að þér þætti vænna um bílinn en kvenfólk og það var mikil fullyrðing, þú sem varst al- gjört kvennagull. Þú áttir svo margt ógert sem þig dreymdi um að gera. Ég man eftir því þegar þú varst alltaf að tala um að fara að æfa salsa-dans. Þú komst oft inn í herbergi til mín og sýndir mér nýja danstakta sem vinkona þín hafði kennt þér, mér fannst það alltaf svo fyndið en þú varst samt svo æðislegur dansari. Ég gleymi því aldrei hversu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.