Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 45
lánsamar að eignast þig fyrir mág. Hún Inga systir gat ekki valið betri mág fyrir okkur. Þú varst alltaf reiðubúinn til að rétta hjálparhönd og oft gripum við í þessa útréttu hönd þegar aðstoðar var þörf. Eng- in bón var of stór né greiði of smár þegar til þín var leitað. Við eigum ykkur Ingu ótalmargt að þakka og minningarnar eru margar með ykk- ur hjónunum og börnum ykkar sem við geymum og varðveitum í hjört- um okkar. Elsku Guðrún, Heimir og Þóra. Hugurinn er hjá ykkur og fjölskyld- um ykkar á þessum erfiðu tímum. Guð blessi minningu Óðins Björns Jakobssonar. Oddný, Guðrún og Sigríður Jónsdætur. Á fögrum hásumardegi fyrir um það bil tuttugu og fimm árum ókum við hjónin ásamt Þorsteini, elsta syni okkar, austur að Lunansholti í Landsveit. Þangað var okkur boðið í heimsókn af Óðni og Ingu, sem hætt voru búskap í Lunansholti og jörðin ekki lengur í ábúð en nýtt til heyskapar af þeim hjónum og fleir- um, eftir að þau fluttu til Reykjavík- ur. Guðrún, eldri dóttir hjónanna, og Þorsteinn, sonur okkar, voru trúlof- uð og erindið austur að þiggja boð hjónanna og kynnast hvert öðru. Við hjónin gistum svo um nóttina og voru okkur haldnar stórveislur báða dagana, þau hjónin voru orð- lögð fyrir gestrisni. Í gegnum starf mitt kynntist ég mörgum sveitung- um þeirra og allir sögðu það sama, sannkölluð heiðurshjón, metin og virt af öllum sem þekktu þau best. Báðir þessir dagar sem við áttum þarna saman voru sannkallaðir gleði- og hamingjudagar. Óðinn var stór og karlmannlegur, sterklega byggður og hraustmenni, með mikið liðað, afturgreitt hár sem fór honum vel. Svipurinn hreinn og þýður, þög- ull vottur um ljúfmennsku og drengskap. Ég get ekki neitað því að ég verð dálítið spenntur þegar ég hitti fólk í fyrsta sinn sem ég og mínir nánustu eigum eftir að tengj- ast. Ekki urðu vonbrigði með okkar fyrstu kynni, sem varð að vináttu því lengur sem við áttum samleið, en nú er ég einn eftir af okkur fjórum. Tilvonandi tengdadóttur vorum við hjónin búin að kynnast og höfð- um ekki orðið fyrir vonbrigðum, hún, eins og allir mínir nánustu, hef- ur reynst mér frábærlega vel þegar ég hef þurft mest á því að halda. Eftir að þau hjónin fluttu til Reykjavíkur keyptu þau sér íbúð uppi í Hraunbæ og bjuggu þar af miklum myndarskap. Þar mun oft hafa verið gestkvæmt og ekki síður af þeim sem bjuggu fyrir austan og þekktu þau frá fyrri tíð. Óðinn fékk vinnu við Álverið í Straumsvík og vann þar til þess tíma að hann komst á eftirlaun. Hann var mikið náttúrubarn að eðlisfari og hafði gaman af að veiða silung í ám og vötnum, náttúrufegurðar og kyrrðar, friðar og gróðuranganar úr móum og lyngi naut hann vel. Ég held að það séu einkenni góðra veiði- manna að njóta ekki síður náttúr- unnar en að veiða fisk. Þegar við hjónin komum fyrst að Lunansholti var þar gamalt timb- urhús sem mikið var farið að láta á sjá, enda byggt eftir jarðskjálftana miklu 1896. Síðustu árin var það aðeins notað yfir hásumarið, meðan heyskapur var nýttur af Óðni og fjöskyldu. Nokkru seinna byggði fjölskyldan sér ágætis sumarhús, sem mikið hef- ur verið notað og veit ég að Óðinn naut þess vel, og þá ekki síður barnabörnin sem hann sýndi svo mikla umhyggju. Um svipað leyti byggði ég og mín fjölskylda ágæt- ishús norður í Svínavatnshreppi á landi sem ég á þar, og komu þau oft til okkar, Óðinn og Inga, ásamt fleir- um. Þar var gaman að hittast eins og hér syðra, fjölskyldurnar eins og einn maður, húsið okkar stórt og gott og nóg að bíta og brenna. Tvívegis man ég eftir því að þau hjónin kæmu í heimsókn, að ég og fleiri þurftu hjálpar við, þá voru handtökin hans Óðins engin vett- lingatök, og fljótt og vel var því bjargað sem gera þurfti án þess að langan tíma tæki. Á eftir er gaman að gleðjast með góðum þegar hjálp er veitt af heilum hug. Óðinn var fæddur austur í Bisk- upstungum, elstur af níu systkinum, en þar bjuggu foreldrar hans fyrstu búskaparár sín en fluttu hingað til Reykjavíkur um 1930. Þá varð faðir hans lögregluþjónn hér í borg og vann hann við það til æviloka. Óðinn kvaðst hafa átt kost á því að ganga í lögregluna, en ekki haft hug á starf- inu. Foreldrar hans ólu einnig upp tvö fósturbörn svo fjölskyldan var æði stór. Allir höfðu samt nóg að borða en húsnæðið æði þröngt. Börnin fóru strax að taka til hend- inni þegar þau uxu úr grasi og þann- ig var lífsbaráttan leyst. Nú eru fjögur af níu systkinum látin en bæði fósturbörnin á lífi. Á síðastliðnu ári greindist Óðinn með krabbamein sem varð honum að aldurtila. Ég veit að börn Þorsteins sonar míns og Guðrúnar tengdadótt- ur minnar hafa mikið misst, báðar ömmur sínar á fáum árum og nú Óð- in afa. Mér er um megn að fylla skarð þeirra sem börnin hafa misst, en hugur minn fylgir þeim. Ég og mín fjölskylda eigum fagrar og góðar minningar um þennan heiðursmann. Ég flyt saknaðarkveðjur frá börnum mínum, tengdabörnum og barna- börnum, frændum og vinafólki sem áttu þess kost að kynnast honum. Ég bið almættið að veita þeim hugg- un og styrk í þungri raun sem sakna hans sárast og mest hafa misst. Í dag er Óðinn lagður til hinstu hvílu við hlið konu sinnar í kirkjugarð- inum í Skarði í Landsveit. Vetrarsólstöður eru innan fárra daga og móðir jörð hulin skammdeg- ismyrkri eins og það mest getur orð- ið. En birtan og kærleikurinn frá fæðingarhátíð frelsarans mun vísa honum leiðina inn á eilífðarbraut. Blessuð sé minning hans. Jakob Þorsteinsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 45 vel þú kunnir að hreyfa þig. Svo varstu búinn að ákveða að fara út til Taílands með vinum þínum. Þú hlakk- aðir svo mikið til að fara út, leigja þér mótorhjól og skemmta þér eins mikið og hægt er. Þú varst alltaf svo kátur og skemmtilegur. Ég mun aldrei gleyma fallega bros- inu þínu, þú varst líka alltaf brosandi. Svo var það svo sætt þegar þú fórst hjá þér, þá kom upp krúttlegasta bros sem ég hef séð, svo dillaðirðu þér fram og til baka eins og þú gerðir oft þegar þú varst lítill. Þú varst svo góð- ur, skemmtilegur og myndarlegur bróðir. Það þótti öllum svo vænt um þig og það mun aldrei breytast. Þú varst bróðirinn sem alla dreymir um að eiga. Ég elska þig og mun ávallt geyma þig í hjarta mínu. Þín systir, Phatharawadee (Ben). Elsku hjartans bróðir minn, ég trúi ekki enn að þú sért farinn frá okkur, það eina sem huggar mig er að þú sért búinn að hitta elskuna þína, hana Söru. Ég átti svo margt ósagt við þig, til dæmis hversu yndislegur bróðir þú varst mér. Þú hugsaðir alltaf svo vel um mig og lést mér aldrei leiðast. Þú varst alltaf svo skemmtilegur, þú tókst mig á hestbak, keyptir handa mér ís, leigðir spólu handa mér, ég get endalaust talið það sem þú gerðir fyrir mig og gerðir með mér. Þú eld- aðir líka oft fyrir okkur fjölskylduna, enda varstu frábær kokkur, og líka alltaf svo myndarlegur, allar stelp- urnar féllu alltaf fyrir þér, þú varst líka svo mikið kvennagull. Ég þakka þér fyrir allar stundirnar sem við átt- um saman. Ég mun alltaf elska þig. Þín litla systir, Aldís Athitaya Gísladóttir. Elsku besti Ek minn, ég trúi ekki enn að þú sért farinn. Mér finnst næstum eins og þú sért bara í löngu fríi og það má kannski segja það svona hér um bil. Þú veist ekki hvað það er margt sem mig langar að segja þér sem ég hefði átt að segja fyrir löngu eins og að þú varst langbesti vinur minn og verður það alltaf því það getur enginn komið í þinn stað. Ég man ennþá þegar ég sá þig fyrst, þú varst í ljósbrúnum dickys- buxum, í rauðum joggingjakka og hélst á íþróttatösku yfir öxlina. Þú horfðir niður og varst að labba framhjá mér og þegar þú varst rétt fyrir framan mig leistu upp, beint á mig, og gafst mér þennan „scary“ svip. Ég verð að viðurkenna að ég varð smásmeykur við þig þá en hver hefði ekki verið það, því þú gafst ókunnugum alltaf þennan ákveðna sterka hræðslulausa svip sem gerði fólk smáskelkað. Þegar ég svo kynnt- ist þér stuttu seinna sá ég að þú varst allt annar maður en ég hafði ímyndað mér og fann strax hvað það var auð- velt að ná til þín og við urðum góðir fé- lagar. Það var eins og eitthvað smylli saman þegar við kynntumst og það hélst síðan. Það er svo ótrúlega margs að minn- ast og frá að segja og allt eru það svo skemmtilegar minningar, þegar við vinahópurinn vorum saman var ótrú- lega gaman. Það fór alltaf svo mikið fyrir þér þegar við vorum að skemmta okkur. Þú fékkst svo mikla athygli frá öllum því það var svo gam- an að vera nálægt þér, þú varst svo skemmtilegur, fyndinn og léttruglað- ur. Það var samt ekki það að þú værir athyglissjúkur heldur það hvað þú varst geggjað kátur. Þú varst svo lif- andi, svo rosalega lifandi, með þetta æðislega fallega og skemmtilega bros þitt og þennan frábæra hlátur sem hljómaði svo oft þegar við vinirnir vorum að skemmta okkur. Það er al- veg víst að öll djömmin sem við eigum eftir án þín verða aldrei eins og þau sem voru með þér. Manstu þegar ég átti heima á Miklubrautinni, þá leið varla helgi sem við skemmtum okkur ekki geggjað vel og hlógum öll svo mikið að bullinu sem kom upp úr okk- ur. Það eru ekki bara djömmin sem ég sakna heldur allt sem við gerðum saman, vídeókvöldin, bíóferðirnar, boxæfingarnar og allt hitt. Svo auð- vitað vinnan, það hefur aldrei verið jafn gaman í vinnunni og eftir að þú byrjaðir í sömu vinnu og ég. Eftir vinnu fórum við heim til þín að elda geðveikt góðan mat, það var nú frekar þú sem eldaðir og ég sem bara var þarna. Það er svo margt sem minnir mig á gömlu góðu dagana en það eru samt ekki bara þeir sem ég sakna heldur líka allt það sem við áttum eftir að gera og ætluðum að gera. Eins og Taílandsferðin okkar vinanna sem við töluðum svo oft um. Við ætluðum að leigja okkur mótorhjól og fara á The Beach. Þú veist ekki hvað ég hlakka til að sjá þig á ný og koma til þín þar sem þú ert og engum líður illa. Eftir að þú fórst fór tilveran að dökkna svo mikið og ég hef þig ekki lengur til að standa við bakið á mér eins og þú gerðir alltaf. En yndislega fjölskyldan þín hefur hjálpað mér og stutt mig og gerir enn og ég met það mikils, því þegar þú fórst kom í ljós að ég átti engan mér náinn hérna í bæn- um. Allt virtist svo svart og ömurlegt en ég er að reyna að jafna mig og reyni að endurgjalda fjölskyldu þinni stuðninginn sem hún hefur sýnt mér. Þetta er bara allt svo erfitt og skrítið að þú sért bara allt í einu horfinn frá öllum sem elskuðu þig og þótti vænt um þig. Þótt þú sért farinn trúi ég því að ég hitti þig aftur og ég veit að þér líður vel núna. Núna geturðu sagt Söru elskunni þinni allt sem þú áttir ósagt við hana. Þegar ég hugsa til ykkar beggja og veit að ykkur líður vel og að þið eruð hamingjusöm langar mig helst að koma til ykkar og gleyma öll- um mínum vandamálum og áhyggjum en ég get það ekki. Ég er búinn að sjá sorgina og vanlíðanina sem missir ykkar Söru er búinn að kosta og ég gæti ekki gert fjölskyldu minni og vinum það. Það þýðir ekkert annað en að halda áfram með lífið og líta á björtu hliðarnar, lífið er hvort sem er svo stutt. Þótt ég kveðji þig núna er það bara kveðja þar til við hittumst á ný. Þú verður alltaf með mér í hjarta mínu. Þinn vinur, Óðinn Gíslason.              !"  #" $"%                 &'($) ' $' *$&%+*$&%$,- + ) ' $' .&%+/-'  + ',$,- (' ) ' ,- 0$ +, !  )' .$%'$,- 1 ' 1'&1 ' 1 ' 1'2          !         !     343 /* 5 $  "  #   $ % & $    '(  $   ) *  +     $ &, &    +   -",      #      &   * .* /0  $ ' ) ' ,- $ ' #2 + ',$,- )&#2 &+ ,- /-! ''2 + ',$$' '& #2 &+ ,- $ ' % $$' &+#2 &+$$' 0 2/-'$,-  $ #2 &+ ,- - # ,-$$' *$&%#2 &+$$' $ ' # " + ,- &  1''2 ! $    !      !    3463 . #66   )%+ " + "0+0  *      1  *              /-! '' &'($$' /-' $.-/-! ''$$'  , # ' % $,-  &'($/-! ''$$'  ,  +1 ',$,-  &' /-! ''$$' #% & /-! ''$,- /-! '' 0$ /-! ''$$'  $,- 1 ' 1'&1 ' 1 ' 1'2     !        !   / 3 #43 7   *$&%+8 %+ + "  2  0+0  3 4 ,     2& +*  7%,' ',)%&$%'$$' /-! ''  &($,- /-' $9:) ' $' .$) ' $' +0+$ '$,- 1 ' 1'&1 ' 1 ' 1'2     $        !   6 )#) ;,, %<! '  1 &%+=  % "2  0+0 5 & ,      ) *   $+ ! +  6  $./  $%  1% %<! ' /-''>-$$' /-' % '9:$$' ''  &:#  $,-   ($#% ''9:$$' )%& ',-$ + ',$,- '' 6',9:$,- ( #% & $' & $  ,2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.