Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 47
ýmsum veiðiskap sem hann stundaði á meðan hann var á sjó, meðal annars kúfiskveiðum en kúfisk veiddi hann í beitu á þeim tíma. Mér er það minnisstætt, nýlega þegar við Silla heimsóttum hann, að það lá eitthvað illa á honum og hann vildi lítið tala. Við rákum augun í blað sem lá á borðinu hjá honum og þegar Silla fletti því sá hún mynd sem henni fannst hún kannast við og segir við mig: Er þetta ekki mynd úr Seyð- isfirðinum? Um leið og Tóti heyrði þetta reis hann upp, leit á myndina og sagði svo vera. Skipti engum togum að skapið varð strax léttara og málin voru rædd fram og aftur. Það var í raun undravert hvað hann Tóti var alltaf hress; auðvitað sló útí fyrir honum inn á milli, enda aldurinn hár, en oft komst maður að því að hann fylgdist með fleiru en mann grunaði. Það kom fyrir að við ræddum hvað tæki við eftir þessa jarðvist og Tóti var viss um að þar gæti hann valið sér starf. Þótt hann hefði verið sjómaður nánast allt sitt líf var hann alveg viss um að hann ætlaði að verða bóndi í því næsta. Þegar ég spurði af hverju, þá svaraði hann því til að það væri öruggasta leiðin til þess að verða rík- ur. Um þriggja ára skeið var Tóti bóndi í Vatnsfirði við Djúp og sá hann alltaf eftir að hafa ekki haldið áfram að búa enda hafði hann mjög gaman af skepnum. Ég vil að lokum þakka Tóta fyrir samfylgdina, hann kenndi samferða- fólki sínu margt og kom miklu í verk á langri ævi. Ég er viss um að margir eiga eftir að sakna hans með sín hnyttnu tilsvör og kímnina sem entist honum til hinstu stundar. Nú er hann farinn til fundar við konuna sína, börnin sín tvö og alla vinina sem ég er viss um að biðu hans. Vertu sæll, kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt og hvíl í friði. Öllum ættingjum og vinum Tóta sendi ég innilegustu samúðarkveðj- ur. Jón S. Jóhannesson. Í innganginum sést að Þórður missir föður sinn níu ára gamall og er þá Sigurgeir elstur þeirra bræðra, 14 ára. Ég man hvað þú sagðir mér margar góðar sögur, af þessum dáða bróður þínum, sem tók nú forystu og forsjá fyrir heimilinu á sínar ungu herðar. Hver láir ungu fólki nú til dags, þó það eigi erfitt með að skilja lífsbaráttu, seiglu en um leið dugnað þessa aldamótafólks. Við sem erum næsta kynslóð, fædd 1920–’30 og þekkjum sannleik þessarar lífsbar- áttu, hugsum eða segjum stundar- hátt, „hvernig gat fólkið komist af við þessar aðstæður?“ Í ársriti Sögufélags Ísfirðinga skrifar Sigurlaug Bjarnadóttir í við- tali við Sigurgeir Sigurðsson elstan þeirra Heimabæjarbræðra en svo hét heimili þeirra í Fæti, Sigurgeir segir að fólk á Fótasvæðinu hafi búið við þröngan kost „fátækt var rosaleg“ þó hafi yfirleitt alltaf verið eitthvað til að borða, enda ýtrustu sparsemi og nýtni gætt á öllum sviðum. Hver fjöl- skylda hafði að jafnaði nokkrar kind- ur, en kýr voru aðeins til í Heimabæ og á Hesti. Þarna var því víðast „þurrabúðarbúskapur“ og einhæf lífskjör. Samkvæmt manntali 1930 er íbúatala í Fætinum 52 talsins frá því að vera 101 árið 1910. Árið 1934 flyst Heimabæjarfjölskyldan alfarin úr Fæti til Bolungarvíkur, og við ungum mönnum blasa nýir atvinnumöguleik- ar, vélvæðing fiskiskipa er hafin, ára- skipin heyra smátt og smátt sögunni til sem skapað hafði Fótungum sem öðrum aðal lífsviðurværi á hörðustu tímum. 2. nóvember 1935 er stór dagur í lífi Þórðar vinar míns. Þá gengur hann að eiga konu sína Salóme Hall- dórsdóttur, fædda 4. júní 1915. Al- vara og ábyrgð lífsins hefst! Þau Sal- óme hófu sinn búskap í Bolungarvík og þar fæddust þeim 2 elstu börnin, Hjördís, f. 1936, og Sigurður, f. 1937. Á þessum tíma er orðin skylda að menn hafi tilskilin próf, ætli þeir sér að hafa forsvar fyrir skipum. Þessara réttinda aflaði Þórður sér. Það er ein- hverntíma á þessum tíma sem þau hjón flytjast til Súðavíkur og Þórður gerist skipstjóri hjá Bjarna Hjalta- syni á bát hans „Óla“, 12–14 tonna bát frá Súðavík. Flyst Þórður síðar til Ísafjarðar og er þar á ýmsum bátum, mest þó með „Sædísi“ um ára skeið. Seinna eignast Þórður bát „Vísi, IS 53“ og gerir hann út á kúfiskveiðar til beituöflunar smábáta. Á Þórð var treyst hvað beitu snerti margar vor- vertíðar. Hann var aflamaður mikill og brást ekki trillumönnum. Þegar séra Þorsteinn Jóhannsson, hinn mæti maður, lætur af störfum og flytur úr Vatnsfirði æxlast það ein- hvern veginn þannig að Þórður fær jörðina leigða og til ábúðar þar sem enginn prestur hafði sótt um brauðið og nú er sjómaðurinn orðinn að bónda, „og Þórður segir“: „…og þá var hún Salóme mín hvað tregust að fylgja mér, oft var ég nefndur séra Þórður af glenssömum vinum mín- um, og víst hefði ég getað sinnt svona minniháttar prestsstörfum, en messuvínið hefði sjálfsagt þótt ódrjúgt.“ Þessi eigin frásögn lýsir Þórði best. Vorið 1956 flytur Þórður og fjöl- skylda úr Vatnsfirði og tekur við jörðinni Súðavík I, eignarjörð Gríms Jónssonar, sem Matthías Jónsson hafði haft um 5 ára skeið en hafði sagt lausri. Gunnar, sonur Þórðar tekur við bústörfum en Þórður snýr sér aft- ur meira að sjávarstörfum, ásamt öðrum úr fjölskyldunni. Bjartir tímar eru í augsýn. Börkur Ákason er ráð- inn sem framkvæmdastjóri til Frosta hf. Og segja má að svo urðu skilin skörp, að fyrirtækið „Frosti hf.“ reis á fáum árum úr örbirgð til mikilla að- gerða. Þetta vitum við sem tókum þátt í störfum þessa tíma. Og barna- hópur þeirra hjóna var kærkomið vinnuafl fjölgandi verkefna. Þórður sagði við mig einhverntíma, „mér fannst eins og ég væri að koma heim, þegar ég flutti úr Vatnsfirði til Súða- víkur“. Þórður og Salóme byggðu sér einbýlishús á Aðalgötu 12, Súðavík, og áttu þar heima allt til þess að þau tóku þá ákvörðun að eyða seinustu lífdögum undir verndarvæng DAS í Hafnarfirði. Sjómannsfjölskyldur standa jafn- an óvarðari öðrum stéttum þjóðlífs- ins hvað áföll snertir; 1. mars 1967 ferst vélbáturinn Freyja með allri áhöfn. Þar missa þau hjón son sinn, Jón Hafþór, og 29. janúar 1969 ferst ms Svanur, 5 manna áhöfn kemst í gúmbjörgunarbát af einskærum dugnaði áhafnar (sem annars staðar hefur verið skráð). Skipstjórinn var tengdasonur Þórðar og Þórður var kokkur um borð. Þessi björgun heyr- ir undir kraftaverk. Þórður minn, þakka þér allt og allt, nú ert þú guði falinn. Börnum þínum, barnabörnum, og barnabarnabörn- um, svo og öðrum aðstandendum flyt ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Ragnar Þorbergsson frá Súðavík. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 47 ✝ Þórður Tómas-son fæddist á Hamrahól í Rangár- vallasýslu 18. janúar 1914. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Tómas Þórðarson bóndi og Guðríður Ingimund- ardóttir. Systkini Þórðar voru Borg- hildur, Ragnheiður, Sigríður, Rósa, Guð- rún og Sigurður, þau eru öll látin. Seinni kona Tómasar var Jórunn Ólafs- dóttir. Eftirlifandi hálfsystkini Þórðar eru Guðjón og Guðrún. Þórður kvæntist 23. september 1947 eftirlifandi eiginkonu sinni, Petreu Kristjánsdóttur. Börn þeirra eru: 1) Guðríður Eygló, gift Guðmundi Brynjari Guðnasyni, börn þeirra eru Anna Lilja og Guðni Þór. 2) Sigríður, gift Gunnari Alfreðs- syni, dætur þeirra eru Sigrún og Rut. 3) Tómas Kristinn, kvæntur Ástu Mar- gréti Sigurðardótt- ur, börn þeirra eru Petrea, Þórður, Sig- urður, Ámundi, Sesselja, Tómas og Margrét. Langafa- börnin eru 17. Þórður stundaði sjómennsku sem ungur maður. Um 1950 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Þórð- ur vann við útskipun hjá Skipaút- gerð ríkisins í um 30 ár. Útför Þórðar fór fram frá Sel- tjarnarneskirkju 10. desember. Elsku afi. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (Valdimar Briem.) Kveðja, Anna Lilja, Guðni Þór, Sigrún og Rut. Elsku langafi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Kveðja, Brynjar Jökull, Sandra Mjöll, Alexandra, Theodóra Jóna og Eygló Arna. ÞÓRÐUR TÓMASSON selja lukkupakkana, ég vildi að ég væri eins dugleg í handavinnunni og þú. En ég er þó farin að reyna. Elsku amma og afi, ég held varla að neinn hafi verið eins heppinn og ég var að eiga ykkur að því að þið höfðuð alltaf tíma fyrir mig. Og ófá voru þau skiptin þegar ég fékk að gista hjá ykkur. Ekki má heldur gleyma öllum jólunum sem við eydd- um hjá ykkur, alltaf fengum við að skreyta jólatréð ykkar, það voru ekki jól nema við værum búin að fara á Bræðraborgarstíginn og skreyta og það var alveg föst hefð að koma til ykkar í mat bæði á aðfangadags- kvöld og gamlárskvöld. Mig langar líka að minnast þess hvað afi var yndislegur þegar amma veiktist og þurfti að flytjast á hjúkrunarheimilið Eir, á hverjum degi fór hann þangað með sælgæti og talaði við hana og lengi, lengi þekkti hún hann Guðjón sinn sem kom á hverjum degi. Elsku amma og afi, ég vildi að ég hefði sinnt ykkur betur síðustu árin, en svona er það þegar maður er að koma sér upp eigin fjölskyldu. Afi reyndist mér líka alveg æðislega þegar hann var að minnka við sig og ég að hefja minn búskap, alltaf hringdi hann í mig og spurði hvort mig vantaði þetta eða hitt ef hann þurfti ekki á því að halda lengur. Afi var líka alltaf duglegur að taka myndir af fjölskyldunni og sló ekkert af þegar ég eignaðist dóttur mína hana Heklu. Langafi Gaui var ofsa- lega duglegur að koma til okkar og mynda litlu langafastelpuna sína. Elsku afi og amma, takk fyrir að hafa verið svona góð og æðisleg, ég vona að þið hafið nú þegar hist hin- um megin og vakið yfir okkur hinum sem eftir erum. Ég elskaði ykkur bæði út af lífinu. Ykkar verður sárt saknað. Sigrún Ósk.          !       !   / .  5 "21-',& %''  % !    "               % &+!         .     +   $ !  # ,- ." ,$,- .-/-'$$' # , 5 &%$,- ." ,/-'$$'  + ',$,- 0 /-'$$' )& +(') ' ,-  1('/-'$,- #  , '' $$' 1 ' 1'&1 ' 1 ' 1'2 6 !  43/ #   )(' $+  #- &',?@ +  -  "-0+0 -   ,      ) *+    7         #  /-'$$' 0 ! +/-'$$' /-'  0 /-'$,- "%''2*' $'2   !$  !      !    3)/A  343   "%&?? % "0  "+ 84$2! !      2& +*   )' %/-'$$'2   $     !       %+ %$  &   "#  !   7*    (        #  - *    1     #!  &('6 $,- &+) ' $' " "  +(' &+ ,- # ,-)'$$' '& 6   &+ ,- % '  % '$$' &+6 $ % '$$'2   !     !    43#66   %$('8 #" $ '&  "84$ #  ,     #% *&($$$' .- . -+$,-  $1 *&($$,- )'6%"09:$$'       1 ' 1'&1 ' 1 ' 1'2 7  !    34/  343 5 #+"  B % $$ "  8+  ,        C$  +1& + ',$,- $0' '' $,-& $  , 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.