Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 49 ✝ Hörður Ragnars-son fæddist á Ak- ureyri 14. ágúst 1928. Hann andaðist á deild 11-E á Land- spítalanum við Hringbraut 4. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ragnar Ágústsson, f. 10. júlí 1898, og Guð- rún Ólafía Ásbjörns- dóttir, f. 1. febrúar 1898. Systkini Harð- ar eru Þóra, f. 24. febrúar 1931, og Svanberg Ingi, f. 19. apríl 1933. Á unga aldri flutti Hörður ásamt foreldrum og systkinum í Nýja-Bæ á Þingeyri við Dýra- fjörð. Á Þingeyri fékk Hörður við- urnefnið „Höddi skó“. Á fullorð- insárum flutti Hörður suður og bjó bæði á Suðurnesjum og í Reykjavík. Síðustu árin bjó Hörð- ur á Hrafnistu í Hafnarfirði ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni, Unni Þyrí Guðlaugsdóttur, f. 9. júlí 1930. Hörður og Þyrí giftu sig 17. október 1970. Börn Unnar eru: 1) Salóme Herdís Fannberg, f. 24. janúar 1951, maki Kjell Elfström, f. 30. júní 1955. Börn Salóme eru Yrsa Þurí, f. 22. nóvember 1973, Þórey Kristjana, f. 18. apríl 1981, og Magnús, f. 10. nóvember 1983. Börn þeirra eru Björn Ingimar, f. 12. febrúar 1990, Þór Viðar, f. 29. ágúst 1991, og Nanna Herdís, f. 26. desember 1992. 2) Áskell Bjarni Fann- berg, f. 11. febrúar 1953, maki Þóra Kristjana Einars- dóttir, f. 13. nóvem- ber 1955. Barn Ás- kels er Áslaug Dögg, f. 24. ágúst 1974. Börn þeirra eru Unnur Björk, f. 9. október 1976, maki Matthew Abrach- insky, f. 27. mars 1976, Eyþór Ingi, f. 15. apríl 1982, og Einar Már, f. 22. október 1983. 3) Kristjana Ólöf Fannberg, f. 27. júlí 1956, maki Gestur Helgason, f. 13. október 1954. Synir þeirra eru Hörður Már, f. 13. janúar 1978, maki Jó- hanna Elísa Engelhartsdóttir, f. 4. maí 1978, Helgi Þór, f. 5. apríl 1981, og Heiðar Freyr, f. 9. júlí 1990. 4) Eyþór Fannberg, f. 24. október 1964, maki Anna Þórunn Björnsdóttir, f. 30. maí 1970. Syn- ir þeirra eru Brynjar Þór, f. 15. desember 1991, og Bjartur Freyr, f. 19. febrúar 1998. Hörður vann ýmis störf um æv- ina, bæði til sjós og lands. Lengst af vann hann hjá Gamla kompaní- inu og hjá Tollvörugeymslunni í Reykjavík. Útför Harðar fer fram frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Hörður. Þú varst minn vetrareldur. Þú varst mín hvíta lilja, bæn af mínum bænum og brot af mínum vilja. Við elskuðum hvort annað, en urðum þó að skilja. Ég geymi gjafir þínar sem gamla helgidóma. Af orðum þínum öllum var ilmur víns og blóma. Af öllum fundum okkar slær ævintýraljóma. Og þó mér auðnist aldrei neinn óskastein að finna, þá verða ástir okkar og eldur brjósta þinna ljós á vegum mínum og lampi fóta minna. (Davíð Stef.) Þín eiginkona, Unnur. Elsku pabbi. Þegar við setjumst niður og látum hugann reika til baka er ákaflega margs að minnast. Þú hefðir ekki verið okkur betri faðir þó svo þú hefðir átt okkur. Það sem leitar sterkast á hugann er að í kringum þig var ávallt mikið um að vera. Stórfjölskyldan átti margar góðar stundir saman á heimili ykkar mömmu og ferðalögin sem við fórum í saman voru alltaf fjörug. Sumarbústaðurinn ykkar mömmu var oft eins og félagsheimili, þar var alltaf glatt á hjalla. Þar kennduð þið börnunum okkar að spila og eiga þau margar góðar minningar þaðan. Þar var haldið upp á sjötugsaf- mælið þitt og þrátt fyrir að Eyþór og Gestur hafi næstum kveikt í kjötinu var það ógleymanlegt kvöld. Eyþóri sýndir þú mikinn stuðning í hans veikindum og lýsir það þér vel. Þú varst okkur alltaf sá klettur sem við þurftum á að halda þegar við leit- uðum til þín. Veikindi þín voru þér oft á tíðum mjög erfið. Þrátt fyrir það gafstu okkur mjög dýrmæta stund í Reykjabyggðinni rétt áður en þú lést. Þar sast þú með okkur, horfðir á boltann í sjónvarpinu og gerðir grín að lífinu og tilverunni á þinn sérstaka hátt. Þrátt fyrir að við kveðjum þig með söknuð í hjarta, vitum við að nú líður þér loksins vel aftur. Kallið er komið komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku mamma, Guð gefi þér styrk í sorg þinni. Kristjana Ólöf og Eyþór. Elsku afi minn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðar kraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Heiðar Freyr. Elsku afi. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Til dæmis þegar við vorum saman í sumarbústaðnum þínum og grilluð- um saman. Þegar þú og amma kom- uð til Reyðarfjarðar og voruð hjá okkur um jólin. Ég fékk alltaf að vera hjá ykkur ömmu þegar mamma var á spítalanum hjá pabba. Í sumar fengum við Bjartur Freyr að vera hjá ykkur ömmu á Hrafnistu meðan mamma og pabbi voru í vinnunni. Mér finnst leiðinlegt að þú fékkst krabbamein og dóst. Nú líður þér vonandi vel uppi hjá Guði. Ég elska þig, afi. Þinn afastrákur, Brynjar Þór. Elsku pabbi og afi. Þakka þér fyrir allar samveru- stundirnar sem við áttum saman, við vildum að þær hefðu verið fleiri. Megi Guð gefa mömmu styrk til þess að takast á við sorgina. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós, þráir lífsins vængjavíddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn, rósin mín, er kristaltærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður, kyssa blómið hversu dýrðlegt finnst mér það. Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist aldrei það er minning þín. (Guðm. Halld.) Salóme og fjölskylda. HÖRÐUR RAGNARSSON Elsku frændi. Nú tími þrauta er liðinn og laus ertu nú úr viðj- um líkama þíns sem ekkert var orðinn ann- að en þjáningin ein og lífið orðið að þungum hlekkjum, kallið var í raun orðið löngu tímabært og er ég viss um að léttleikinn og frelsið hafi ver- ið kærkomin og sál þín fagni því undri. Öll erum við hér í einhverj- um tilgangi, allt sem við verðum fyrir í lífinu hvort sem það er góð eða slæm reynsla fylgir okkur á næsta tilverustig og þá stöndum við betur að vígi þegar áfram er haldið ef sál okkar hefur fengið að þrosk- ast á marga vegu í lífsins ólgusjó. Þú, Jonni minn, varst indæll róleg- heitarkarl sem okkur þótti svo vænt um, þið afi voruð góðir saman, ég man ekki eftir ykkur öðruvísi en saman, í fjósinu, við búskapinn, og við hin ýmsu störf, það var ekki mikið um orðaskipti er þið voruð við vinnu og það kæmi mér ekkert á óvart að þið hreinlega læsuð hugs- anir hvor annars eftir öll þessi ár, og til hvers þá að vera að þvaðra einhvern óþarfa (eins og amma myndi taka til orða). Þú varst nú samt alltaf meira á ferð og flugi en afi og naust þess að fara endrum og eins í bæjarferð til höfuðborgarinn- ar, þá komstu brunandi á Land Rovernum sem er eitthvað svo táknrænn fyrir þig, því hvar sem ég sé Land Rover í dag kemur þú upp í hugann og hefur alltaf gert. Sveitin JÓNMUNDUR JÓNSSON ✝ Jónmundur Jóns-son fæddist á Möðruvöllum í Kjós 6. mars 1920. Hann lést 1. desember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Möðruvöllum í Kjós. Jarðsett var frá Reynivallakirkju 8. desember. ykkar bræðra var ykk- ur afar kær, og fyrir okkur hin sem höfum fengið að vera þess að- njótandi að eiga hjá ykkur athvarf hvenær sem okkur hefur hent- að, er það ómetanleg lífsreynsla, bæði að fá að kynnast náttúrunni, dýralífinu og alvöru vinnu í alvöru sveit. Við eigum öll eftir að búa að því sem við lærðum og unnum með ykkur, ásamt því sem við stúlkurnar lærðum ýmislegt í eldhúsinu hennar ömmu sem var hennar yfirráðasvæði auð- vitað. En tímarnir líða og nú er þetta hugarflæði minningin ein, en rætur okkar allra eru sterkar í Kjósinni þar sem minningin um þremenningana afa, Jonna og ömmu er svo ljúf. Við erum svo heppin að vera ömmu enn aðnjót- andi þar sem hún dvelst á Grund í góðu yfirlæti og nýt ég hverrar mínútu með henni þar þegar við nöfnurnar hittumst. Elsku Jonni minn, með söknuði kveð ég þig þar til við hittumst á nýjan leik og ég veit að afi og góður Guð taka vel á móti þér. Öllum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin, á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? oss þykir þungt að skilja, en það er guðs að vilja, og gott er allt, sem Guðı́ er frá. (V.Briem.) Ingibjörg Reynisdóttir. Í dag kveð ég mína ástkæru Ástu systur. Ég minnist allra ár- anna, sem við áttum saman, sérlega eftir að við komum til Reykjavíkur árið 1947, frá Stapaseli í Borgar- firði, en þá varst þú orðin svo fín dama, hvað ég dáðist alltaf að þér, þú sýndir litlu systur svo mikið og margt nýtt. Alltaf varst þú að gera eitthvað fyrir aðra. Ég man þegar þú varst búin að kynnast Otta Sæm, eins og við köll- uðum hann alltaf, svo Otti mágur eftir að þið giftuð ykkur. Svo komu fjórar dætur, þú varst svo hamingjusöm, það var alltaf svo gott að koma á ykkar heimili, þar sátum við í eldhúsinu yfir kaffibolla, engir drekka eins mikið kaffi og Ís- lendingar. Já, minningarnar renna um svo margt, ég man svo margt og vel, þegar ég var að koma heim frá Buenos Aires eða frá Flórída og kom fyrst í Skipholt 5, þá stóðst þú uppi á efstu tröppunni með út- breiddan faðminn og kallaðir „vel- komin heim, Erla mín,“ og tókst mig í faðminn, þessi innilega ást og hlýja var dásamleg, þá fann ég að ég var komin heim. Svo kom öll fjöl- skyldan saman hjá mömmu okkar, ÁSTA SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR ✝ Ásta SigríðurMagnúsdóttir fæddist 26. júní 1922 á Háafelli í Hvítár- síðuhreppi í Borgar- firði. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík föstudaginn 16. nóvember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 26. nóvember. þar var alltaf glatt á hjalla, alltaf varst þú tilbúin að rétta út hendur þínar öðrum til hjálpar. Ég þakka þér fyrir alla þína ást og kær- leika og hvað þið hjón- in voruð móður okkar góð, og líka stelpurnar þínar og Otta, sem ég kalla alltaf mínar, svona varst þú við öll okkar systkini. Stund- irnar sem við áttum saman tvær einar, þá var sungin „Harðar- hólmi“, engin kunni það kvæði bet- ur en þú. Já, kæra systir, þú kenndir mér svo margt, sem ég ætíð man og enginn tekur frá mér. Svo fékkst þú þessa hræðilegu veiki, sem bugaði þig, en nú ert þú hjá guði, hjá mömmu og pabba og Rögnu systur, það var enginn eins og þú, Ásta systir, ég held ég tali fyrir okkur öll systkinin, nú erum við 8 eftir, Ragna kvaddi fyrir 7 ár- um, svo þú núna. Ég kveð þig í huga mínum, ég gat ekki komið heim við útför þína, en er þar samt. Að lokum, guð blessi þig, Otti mágur, og dætur þínar og allar stóru fjölskyldurnar og okkur systkinin. Að lokum læt ég þessa vísu fylgja með eftir föður okkar. Nú er orðið um þig hljótt þú ýttir burt frá strönd vertu sæt og sofðu rótt þig signi drottins hönd. Anna Erla Magnúsd. Ross, Miami, Flórída, Bandaríkjunum. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur ;   ,    * ,    / ! 0  !  +/+    ! 0 * 343  67 5 );+ <  & 2 -" ,        +   #"  ! <  - 2 + ',$$' +1& - "%& $,- +1' + ',$$' $0'' $,- &1 ' 1'2 MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.