Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 52
UMRÆÐAN 52 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Borgartúni 28 • S: 562 2901 & 562 2900 • www.ef.is Framtíðin hefst ...núna! • Yfir 500 línu upplausn • Dolby digital/DTS • Les DVD R/DVD RW • Betri CD hljómgæði, mynd- og hljóð-suðeyðir • Karaoke kerfi • 30 Audio Spatializer stgr. TOSHIBA SD 110E er af 5. kynslóð DVD mynddiskaspilara, með öllu því nýjasta og frábærum hljóð- og myndgæðum ! TOSHIBA eru fremstir í tækniþróun. Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins, Pro-Drum myndbandstækjanna og DVD mynddiskakerfisins. Super A nti-Alia s Filter yfir 500 línur 34.900,-Sprengitilboð! NÝVERIÐ voru íbú- um Grafarvogs kynnt- ar tillögur að íbúða- byggð í Gufunesi. Tillögur þessar komu flestum íbúum í opna skjöldu því í nokkur ár hefur verið rætt um að þetta svæði yrði tekið undir íþróttir og úti- vist. Íbúasamtök Graf- arvogs höfðu frum- kvæði að því að óska eftir að land Gufu- nesradíós yrði tekið frá fyrir íbúa Grafarvogs og makaskipti höfð á því og íþróttasvæði hverfisins við Fossa- leynismýri en það er svipað að stærð. Sendu samtökin frá sér ályktanir og áskoranir til stjórnvalda þessa efnis. Svipaðar ályktanir sendi Ung- mennafélagið Fjölnir frá sér, sem og hverfisnefnd Grafarvogs. Óskaði hverfisnefnd Grafarvogs m.a. eftir að skipuð yrði tveggja manna samn- inganefnd sem semja ætti við Land- símann hf. um kaup á þessu landi með ofangreind markmið í huga. Það var og gert en það var líka það eina sem borgin gerði til þess að koma til móts við þessar óskir Grafarvogs- búa. Íþróttir og útivist Viðræður borgarinnar og Land- símans hf. hafa greinilega tekið aðra stefnu og önnur sjónarmið en Graf- arvogsbúa ráðið för í þeim samning- um því öllum hugmyndum um að svæðið yrði nýtt undir íþróttir og úti- vist hefur verið ýtt út í ystu myrkur. Á sama tíma og þessi umræða fór fram og flest benti til þess að Graf- arvogsbúar eignuðust nýtt íþrótta- og útivistarsvæði í Gufunesi, á stað sem er og verður miðpunktur og möndull Grafarvogs, þá ákveða borgaryfirvöld að leggja stóran hluta af óbyggðu íþróttasvæði hverf- isins undir einkarekið knattspyrnu- hús sem þjóna á öllum íþróttafélög- um í borginni. Byggingaraðilum er einnig heimilt að byggja á svæðinu töluvert af verslunar-, þjónustu- og skrifstofuhúsnæði. Allt er þetta nú gott og blessað og löngu tímabært að fá í borgina yfirbyggðan knatt- spyrnuvöll og tímanna tákn að bæði Kópavogur og Reykjanesbær voru á undan Reykjavík að taka ákvörðun að byggja slík hús. Það sem er hins vegar ekki gott og blessað er að með þess- um gjörningi eru Graf- arvogsbúar búnir að missa helminginn af framtíðaríþróttasvæði sínu undir einkarekið knattspyrnuhús og tengda starfsemi og hinum helmingnum er borgin búin að ráðstafa í hendur golfklúbbsins á Korpúlfsstöðum. Áður en þetta var gert áttu Grafar- vogsbúar, samkvæmt skipulagi, eitt stærsta ónýtta íþróttasvæði í borginni sem átti frá upphafi að þjónusta Borgarholts- hverfinu. Það sem Grafarvogsbúar eiga nú er von um að fá þarna einn grasvöll á svæði sem jafnframt er hugsað sem bílastæði, þegar þörf er á, ásamt 3 til 4 tímum á viku í knatt- spyrnuhúsinu. Borgin leigir mestan part þess tíma, sem hægt er að nýta í húsinu, og úthlutar til ýmissa íþróttafélaga. Það hefur alla tíð kom- ið skýrt fram hjá borginni og Íþróttabandalagi Reykjavíkur, ÍBR, að Fjölnir í Grafarvogi fær engan forgang í húsinu umfram önnur íþróttafélög, þó mannvirkið sé reist á svæði félagsins í Grafarvogi. Vélað af Grafarvogsbúum Eftir standa íbúar Borgarholts- hverfanna án íþróttasvæðis. Í upp- hafi var gert ráð fyrir tveim íþrótta- svæðum og tveim íþróttafélögum í Grafarvogi. Það varð reyndar ekki úr að hér yrðu tvö íþróttafélög því talið var heppilegra að reka hér eitt öflugt félag. Það breytir hins vegar ekki því að nauðsynleg íþróttaað- staða þarf eftir sem áður að vera á svæðinu. Ef litið er til samsetningar íbúa í Grafarvogi, þar sem búa tæp- lega 20.000 manns, og horft til fjölda barna og unglinga sem hér er, þá er hvergi á landinu að finna jafnfá- brotna íþróttaaðstöðu fyrir jafnmörg börn. Í Grafarvogi er ein íþróttamið- stöð með einu íþróttahúsi, sundlaug, tveim grasvöllum og einum malar- velli. Vissulega nýtast leikfimisalir og lóðir grunnskólanna vel en það getur ekki verið ætlun Reykvíkinga að þessi eina íþróttamiðstöð sé nóg fyrir allan Grafarvog? Þetta er þó ætlun borgaryfirvalda því þau eru búin að úthluta íþróttasvæði hverf- isins við Fossaleynismýri til einka- aðila og annarra íþróttafélaga. Illa staðið að verki Svo kemur formaður skipulags- og bygginganefndar á fjölmennan fund í Grafarvogi að ræða hugmyndir að íbúðabyggð í Gufunesi og viðurkenn- ir að ekkert hafi verið hugað að nein- um lausnum fyrir íþróttastarfsemi í hverfinu þegar íþróttasvæði við Fossaleynismýri var tekið af íþrótta- félagi hverfisins og Gufunesið selt verktökum. Og hver trúir orðum for- manns skipulags- og bygginganefnd- ar þegar hann á fundinum sagði að hann „vissi ekki“ af hverju borgin neytti ekki forkaupsréttar og keypti Gufuneslandið af Landssímanum? Eigum við að trúa því að formaður skipulags- og bygginganefndar hafi ekki fylgist með samningum borg- arinnar við Landssímann hf. þegar til stóðu makaskipti á Gufunesi og lóð undir höfuðstöðvar Landssímans hf. í Laugardalnum sem síðan var hætt við eftir umfangsmikla undir- skriftarsöfnun borgarbúa og fjöl- miðlafár? Að ætlast til að almennt íþrótta- starf í Borgar-, Víkur-, Rima-, Engja- og Staðarhverfi verði byggt upp með því að bjóða þessum hverf- um upp á einn grasvöll sem verður tilbúinn eftir eitt til tvö ár lýsir vel starfi núverandi borgaryfirvalda að íþróttamálum í Grafarvogi. Eftir 8 ár við stjórnvölinn skilja þau eftir sig í Grafarvogi, fyrir utan lögboðna íþróttaaðstöðu við grunnskólana, eina sundlaug og loforð um grasvöll eftir eitt til tvö ár. Hvar eiga Borg- arholtshverfin, með íbúafjölda á við Selfoss og Akranes, að byggja upp íþróttamiðstöð með íþróttahúsi, sundlaug og knattspyrnuvöllum? Hvergi? Hér hefur illa verið staðið að verki og mikil vinna fram undan að finna þessum hverfum nýtt íþróttasvæði og byggja þar upp öflugt íþróttastarf í nýrri íþróttamiðstöð. Gufunes, íþróttasvæði og borgarstjórn Friðrik Hansen Guðmundsson Grafarvogur Hér hefur, segir Friðrik Hansen Guðmundsson, verið illa staðið að verki. Höfundur er verkfræðingur. HINN 27. nóvem- ber sl. birtist grein hér í blaðinu eftir Pál Vilhjálmsson undir fyrirsögninni „Ísland hefði 1% áhrif í ESB“. Höfundur er að vísa til atkvæðavægis Ís- lendinga í ráðherra- ráði ESB og á Evr- ópuþinginu værum við aðilar að sambandinu og til hliðsjónar styðst hann við vægi Lúxem- borgar. Sá saman- burður er alls ekki fjarri lagi. Vægi at- kvæða á vettvangi ráðsins og þingsins endurspeglar hins vegar ekki áhrif einstakra að- ildarríkja innan sambandsins nema að takmörkuðu leyti. Veruleikinn er mun flóknari og ræðst m.a. af málaflokkum. Þessi aðferðafræði Páls, sem á að sýna möguleg áhrif okkar innan sambandsins, er því meingölluð. Áhrifaleysi innan EES Eins og alþjóð veit erum við þiggjendur um 90% laga og reglu- gerða sem verða til á vettvangi ESB í gegnum EES-samninginn. Áhrif okkar á lagasetninguna eru hins vegar hverfandi og skv. að- ferðafræði Páls höfum við 0% áhrif á lög og reglur sem gilda í landinu! Þetta er algerlega óviðunandi fyrir sjálfstæða, fullvalda þjóð. Þessu svara andstæðingar aðildar gjarn- an á þá lund að áhrifaleysi EFTA/ EES-þjóðanna hafi verið fyrirsjá- anlegt frá upphafi – staðan eins og hún er í dag þurfi því ekki að koma á óvart. Þetta er alrangt. Stað- reyndin er sú að EFTA/EES-þjóð- irnar ætluðu sér mun meiri áhrif á vettvangi EES en raun varð á. Þau takmörkuðu áhrif sem EFTA/ EES-þjóðunum var boðið upp á urðu hins vegar til þess að fimm ríki í EFTA-stoð EES hugsuðu sinn gang og sóttu um fulla aðild að sambandinu og þrjú þeirra gengu til liðs við það. Eins og gefur að skilja veiktist EFTA-stoðin við brotthvarf þessara ríkja og er hún fyrir vikið mun veikari en reiknað var með í upphafi. Þar að auki er samstarfið innan ESB í stöðugri þróun en EES alls ekki. Þessi þró- un var ekki fyrirsjáanleg og það er barnalegt að halda því blákalt fram að ekkert hafi breyst. Samstöðulýðræði ESB Því fer fjarri að ákvarðanir löggjafans séu alls staðar teknar með sama hætti og við Íslendingar þekkjum, þ.e. með alræði meiri- hlutans á Alþingi und- ir handleiðslu fram- kvæmdavaldsins. Þannig er að vísu mál- um háttað á Bretlandi en þar er stuðst við allt annað kosninga- kerfi en annars staðar í Evrópu (Westminster-líkanið). Á Norðurlöndum er rík hefð fyrir minnihlutastjórnum en slíkt fyrir- komulag krefst mikils samráðs. Víða á meginlandinu, einkum í fjöl- menningarlegum þjóðfélögum eins og í Belgíu og Sviss, er stuðst við svo kallað samstöðulýðræði (Con- sensus model of democracy). Í slík- um þjóðfélögum er reynt að ná víð- tækri sátt um ríkisstjórn og er útkoman oft stórar samsteypu- stjórnir. Í Belgíu er að auki tryggt að fulltrúar flæmsku- og frönsku- mælandi íbúa landsins fái sæti í ríkisstjórn. Samstöðulýðræði byggist á þeirri hugmynd að allir sem verða fyrir áhrifum af tiltek- inni ákvörðun geti haft sitt að segja um niðurstöðua með beinum hætti eða í gegnum kosna fulltrúa. Þrátt fyrir að ESB sé ekki ríki, heldur náið ríkjasamband fullvalda ríkja, er það niðurstaða Arend Lijpharts, í viðamikilli rannsókn á stjórnkerfum 36 ríkja auk ESB, að ákvarðanataka ESB byggist á gild- um samstöðulýðræðis (Patterns of Democracy, 1999). Ákvarðanatökuferli Evrópusambandsins Aðeins framkvæmdastjórn ESB getur lagt fram tillögur að nýrri löggjöf. Ráðherraráðið fer síðan með löggjafarvaldið. Evrópuþingið hefur mismikil áhrif á lagasetn- inguna og fer það allt eftir mál- efnum og hvaða aðferð er beitt við ákvarðanatökuna. Þess má geta að þingmenn Evrópuþingsins mynda blokkir eftir flokkslínum en ekki á grundvelli þjóðernis. Þegar gripið er til atkvæða- greiðslu í ráðherraráðinu þarf ým- ist hreinan meirihluta atkvæða, veginn meirihluta eða einróma samþykki til að tillaga fáist sam- þykkt. Ríkin hafa mismörg atkvæði í ráðherraráðinu. Þannig hefur fjölmennasta ríkið – Þýskaland – 10 atkvæði en fámennasta ríkið – Lúxemborg – 2 atkvæði. Til að ná vegnum meirihluta atkvæða þarf 62 atkvæði af 87. Það er hins vegar frekar sjaldgæft að mál séu af- greidd með atkvæðagreiðslu í Ísland hefur 0% áhrif í EES! Úlfar Hauksson ESB Íslendingar, segir Úlfar Hauksson, geta því óhræddir gengið til liðs við ESB. KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.