Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 58
UMRÆÐAN 58 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á RÁÐSTEFNU sjávarútvegsráðu- neytisins nýlega um „endurskoðun á að- ferðafræði Hafrann- sóknarstofnunar“ reyndi undirritaður að fá svör við spurn- ingum sem illa hefur gengið að fá svarað í mörg ár. Formáli að einni spurningu sem ég beindi til Gunnars Stefánssonar tölfræð- ings var eitthvað á þessa leið: „Árin 1975 til 1980 stækkaði þorskstofn- inn úr um 800 þúsund tonnum í 1.600 þúsund tonn þrátt fyrir að sókn væri að meðaltali um 360 þúsund tonn árlega, sem var 120 þúsund tonnum t.d. umfram ráðgjöf ársins 1975 („svarta skýrslan“). Er þetta ekki sterk vísbending um að þorskstofninn bregðist við auknu veiðiálagi með aukinni eigin framleiðslu og reynslan hafi þannig sýnt að betra hafi verið að hafa mikla sókn?“ Svar Gunnars var að það hefði verið árgangurinn 1973 sem hefði verið svo sterkur að þess vegna hefði stofninn stækkað svo mikið umfram áætlun. Punktur. Spurt aftur Við skulum því líta á árin 1972– 1975 til að kanna hvort „röksemd- ir“ Gunnars séu haldbærar. Með- alveiðiálag 1972–1975 (4 ár) var um 43% af stofnstærð, sem er það hæsta sem hefur verið hérlendis. Við höfðum fært landhelg- ina út í 50 mílur 1972. Veiðiálag utan 50 mílna var fólgið í gíf- urlegri sókn mörg hundruð erlendra tog- veiðiskipa þar sem all- ir djöfluðust eins og þeir gátu með fóðruð- um togvörpum o.fl. Við höfðum þá nýlega keypt fjölda skuttog- ara og veiðiálag innan 50 mílna var einnig mikið. Þeir sem vilja staðreyndir um skipafjölda tali við Landhelg- isgæsluna. Hvað varðar „röksemdir“ Gunn- ars með árganginn 1973 varð því sá árgangur til árið eftir að við færðum út í 50 mílur og klekst því út og elst upp við mesta veiðiálag og „ofveiði“ eins og það gerðist verst – að mati ráðgjafa og töl- fræði Gunnars. Ef það var „ábyrgðarlaus of- veiði“ árin 1972–1975 með 43% meðalveiðiálagi hvers vegna varð þá 1973-árgangurinn svo sterkur að við gátum veitt úr þessum eina árgangi meira en eina milljón tonna af þorski? Árið 1973 eitt og sér var veiðiálag 47% það hæsta sem þekkt er! Eru þessar „rök- semdir“ Gunnars ekki eitthvert mesta sjálfsmark sem hægt er að skora? Segir ekki þessi reynsla, að „ábyrgðarlaus ofveiði“ umrædd ár hafi reynst frábærlega vel? Er ekki mögulegt að forrita töl- fræði með svo einföldum hætti að afleit reynsla – eins og síðustu tvö ár í þorskveiðiráðgjöf sé mikil áhætta þar sem það týndust 600 þúsund tonn af þorski – en reynsl- an árin 1972–1979 sé lítil áhætta þar sem náttúran virtist stórauka afrakstur við hátt veiðiálag? Ég vona að Gunnar Stefánsson svari þessu þannig að honum verði sá sómi að, sem hæfir manni sem ættaður er af góðu fólki úr Jök- uldalnum, fólki sem veit að ekki er hægt að troða flestum lömbunum sem koma af fjalli í fjárhúsið til að auka afrakstur – nema þá eiga til þess fóður og stærri beitarhaga. Nýja tölfræði frá Gunnari Stefánssyni? Kristinn Pétursson Höfundur er fiskverkandi. Fiskveiðistjórnun Eru þessar „röksemd- ir“, spyr Kristinn Pétursson, ekki eitthvert mesta sjálfsmark sem hægt er að skora? NÚ eru aðilar hins sk. almenna vinnu- markaðar að ræða sam- an og reyna að finna leiðir til að komast hjá uppsögn launaliðar þeirra almennu kjara- samninga, sem gerðir voru árið 2000 til fjög- urra ára. Þau viðmiðun- armörk sem sett voru í þessum samningum eru í uppnámi vegna verð- bólgu og mikilla launa- breytinga í kjarasamn- ingum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Þeir sem hafa fylgst með vinnumarkaðinum undanfarin ár og sérstaklega frá því að kjarasamn- ingum lauk í fyrra á almennum vinnumarkaði gera sér ljóst hversu galið núverandi fyrirkomulag á þess- um málum er. Eins og eðlilegt er þá er fyrst samið á hinum almenna vinnumarkaði þar sem fyrirtækin og einstaklingarnir sem greiða skattana starfa. Síðan koma ríkið og sveitar- félög á eftir og þá hefst farsi sem allir hljóta að sjá að gengur ekki í fá- mennu þjóðfélagi á 21.öld. Hin ýmsu félög og samtök opinberra starfs- manna, sem eru alls góðs maklegir en hafa verið óheppnir með forystu og þróun sinna kjaramála, setja fram himinháar kröfur um kjarabætur, því miður oft með óábyrgum hætti sem tekur ekkert mið af því hvað gerst hefur á hinum almenna vinnumarkaði þar sem tekjustreymi hins opin- bera verður til og þar sem menn verða að meta þol fyrirtækja og atvinnugreina þegar samið er um kjörin. Þar vita menn að óraunhæf- ir samningar setja fyr- irtækin beint á hausinn og skerða þar með at- vinnutækifærin. Ljóst er að á þessum markaði eru bæði atvinnurek- endur og launþegar meðvitaðir um þetta og sýna ábyrgð í sínum samningum. Sveitarfélög, stofnanir þeirra og ríkisins hafa því miður látið undan hinum óraunhæfu kröfum viðsemj- enda sinna þar sem sífellt er seilst dýpra í vasa skattgreiðenda. Þetta gengur ekki jafnvel þótt laun ein- stakra hópa séu metin lág því það geta fleiri sagt. Það er fáránlegt í okkar litla þjóðfélagi að starfrækja tvo samsíða vinnumarkaði. Að sjálf- sögðu á vinnumarkaðurinn að vera einn og fólk að geta flutt sig greiðlega á milli fyrirtækja og stofnana án þess að þurfa jafnframt að skipta um kjarasamninga, stéttarfélög, lífeyris- sjóði o.s.frv. Hvaða munur er á fag- lærðum manni sem vinnur hjá opin- berri stofnun eða einkafyrirtæki? Er rafvirkinn, gjaldkerinn, bílstjórinn o.s.frv. ekki betur settur á okkar tím- um ef hann getur eftir atvikum flutt sig á milli einkarekinna og opinberra fyrirtækja. Ég held það. Það dregur líka úr kostnaði við hagsmunagæslu, en tryggir jafnframt samræmi í kjör- um. Opinberir aðilar virðast einnig í vaxandi mæli telja heppilegt að reka stofnanir með einkareksturssniði annað hvort með því að selja þær eða að bjóða út reksturinn og gera þjón- ustusamninga um hann. Þetta styður einnig þá skoðun að einn vinnumark- aður eigi að vera í landinu. Ég tel að stefna beri að sameiningu hins opinbera og almenna vinnu- markaðar, e.t.v. í skrefum, á næstu árum. Með því verða allir grunn- kjarasamningar gerðir á sama tíma, en síðan unnið að gerð vinnustaða- samninga í kjölfarið. Þetta tryggir samræmi í kjarabreytingum á vinnu- markaði og færir ábyrgari samninga- gerð inn á verksvið opinberra stofn- anna og fyrirtækja. Við megum hreinlega ekki fara aftur inn í þann farsa, með tilheyrandi truflunum og kostnaði fyrir þjóðfélagið, sem við höfum horft upp á þetta og síðasta ár hér á landi. Einn vinnumark- aður – annað er tímaskekkja! Sigurður Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ. Atvinna Ég tel, segir Sigurður Jónsson, að stefna beri að sameiningu hins op- inbera og almenna vinnumarkaðar. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.