Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 61
fars og heilbrigðra lifnaðarhátta. Til gamans má geta þess að þetta var á þeim tíma þegar tóbak var auglýst í Læknablaðinu en Jónas var frumkvöðull í tóbaksvörnum hér á landi, eins og svo mörgum öðrum forvarnarmálum, en hann stofnaði Tóbaksbindindisfélag Sauðárkróks 1929. Boðskapur hans átti ekkert skylt við óraunhæfa draumóra. Heilsutrúboð hans, en það orð var stundum notað um kenningar hans í niðrandi merk- ingu, var trúin á það eða öllu held- ur fullvissan um það að með ábyrgum og heilsusamlegum lífs- háttum öðlist menn heilbrigt og farsælt líf. Þessi sannfæring hans studdist við sterk rök og einnig órækar sannanir sem bornar voru fram af heilsteyptum mannvini, af hugsjónarmanni í sönnustu merk- ingu þess orðs. Í ávarpi Jónasar Kristjánssonar læknis sem birtist í fyrsta hefti Heilsuverndar, tímarits NLFÍ, ár- ið 1946 segir hann m.a.: „Nátt- úrulækningastefnan lítur svo á, að flestir sjúkdómar stafi af því, að vér brjótum lögmál þau eða skil- yrði, sem fullkomnu heilbrigði er háð. Vísindi framtíðarinnar eiga án nokkurs vafa eftir að sýna fram á þessa staðhæfingu þegar vísinda- mönnum þjóðanna ber sú gæfa til, að leita orsaka sjúkdóma í stað þess að huga nær eingöngu að meinunum sjálfum. Til þess að skapa heilbrigt og dugandi þjóð- félag, þarf andlega og líkamlega heilbrigða þegna. Undirstaða heil- brigðinnar er réttir lifnaðarhættir og rétt fræðsla. En heilsurækt og heilsuvernd þarf að byrja, áður en menn verða veikir. Æsku landsins þarf að uppfræða um lögmál heilbrigðs lífs. Í þessu starfi þurfa allir hugsandi menn að taka þátt, allir góðir synir og dæt- ur fósturjarðar vorrar verða að telja það sína helgustu skyldu að vernda heilsu sína ættjörðinni til handa. Og takmark allra þarf að vera það, að deyja frá betri heimi en þeir fæddust í.“ Jónas Kristjánsson læknir var langt á undan sinni samtíð þegar hann barðist fyrir heilbrigðum lífs- háttum landsmanna. Hann lagði sín lóð á vogarskálarnar í því skyni að gera fólki ljóst að heilsuna beri að virða og öllum sé skylt að líta í eigin barm og tileinka sér ein- kunnarorð Náttúrulækningafélags Íslands: „Berum ábyrgð á eigin heilsu“. Höfundur er stjórnarformaður Náttúrulækningafélags Íslands. Heilsa Æsku landsins, segir Gunnlaugur K. Jónsson, þarf að upp- fræða um lögmál heilbrigðs lífs. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 61 Falleg jólagjöf Handgerðir grískir íkonar Klapparstíg 40, sími 552 7977. www.simnet.is/antikmunir Verð frá 1.999 kr. UNGT fólk fyrir um- burðarlyndi og lýðræði var yfirskrift ráðstefnu sem haldin var í Berlín 20. til 23. október sl. á vegum Evrópusam- bandsins og þýskra stjórnvalda. Um 100 ungmenni hvaðanæva úr Evrópu voru þar samankomin til að ræða hvernig Evrópa getur brugðist við vax- andi kynþáttafordóm- um og þátt ungs fólks í þeirri baráttu. Þrír Ís- lendingar sátu ráð- stefnuna í boði Evrópu- sambandsins og sat undirrituð hana fyrir hönd Miðstöðvar nýbúa. Þátttakendurnir áttu flestir sam- merkt að vera starfandi í samtökum ungs fólks sem beita sér gegn kyn- þáttafordómum og fyrir lýðræðis- legu fjölmenningarsamfélagi. Um- ræðan var á forsendum okkar ungmennanna, enda var skipulag ráðstefnunnar mjög lýðræðislegt og hver sem var gat kynnt umræðuefni sem hann eða hún vildi ræða, safnað um sig hóp áhugasamra, og skilað til- lögum og ábendingum hópsins sem beint var til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Brýnna en nokkru sinni Hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september og stríðið í Afganistan lágu þátttakendum þungt á hjarta. Þeir skynjuðu líka sterkt að einmitt vegna þessara atburða var viðfangs- efni ráðstefnunnar brýnna en nokkru sinni fyrr. Allir þátttakendur gátu vitnað um að fordómar, sér- staklega gagnvart múslimum, höfðu aukist í löndum þeirra í kjölfar at- burðanna. Á sama tíma var reynt að forðast að ráðstefnan leystist upp í umræður um þessa atburði ein- göngu, því meginviðfangsefnið var hvernig við getum einmitt þróað samfélög okkar þannig að þau verði ekki vettvangur slíkra átaka og fjandskapar í framtíðinni. Í ályktun ráðstefnunnar var bent á að rasismi og fordómar eru ekki fyrirbæri sem eru lokuð inni í litlum, öfgakenndum félagasamtökum þeirra sem eru yfirlýstir unnendur hreinna kynstofna og vilja „hreinsa“ samfélagið af „óæskilegum“ þegn- um. Allt samfélagið þarf að líta í eig- in barm og afhjúpa þær staðalmynd- ir sem búa með okkur, meðvitað eða ómeðvitað. Þetta gerum við bara með upplýsingu, fræðslu, lýðræðis- legum umræðum og ekki síst því að skapa öllum íbúum skilyrði til að láta eigin rödd hljóma í gagnkvæmum samskiptum við samfélagið allt á grundvelli virðingar fyrir einstak- lingnum, menningarlegrar fjöl- breytni og mannrétt- inda. Framlag til friðarferlis Einn málstofustjór- anna hafði mikil áhrif á ráðstefnugestina. Michael Raphael frá Ísrael gaf okkur innsýn í merkilega reynslu sína úr starfi meðal ísr- aelskra og palestínskra ungmenna innan sam- takanna Jewish and Arab Youth for Coex- istence. Þar leiddi hann hópa þar sem unnið var að því að styrkja „etníska“ sjálfs- mynd og sjálfsvirðingu, leysa ágrein- ingsmál með aðferðum samræðunn- ar og efla gagnkvæman skilning og virðingu fyrir sérkennum fólks úr ólíkum menningarheildum. Hann hefur verið kallaður til fleiri átaka- svæða til að vinna með ungu fólki, m.a. fyrrverandi Júgóslavíu og N-Ír- lands. Hann færði sterk rök fyrir því að þær aðferðir fortíðarinnar að leit- ast við að þurrka út etnísk sérkenni hópa og steypa alla í sama mót hefðu alið af sér tortryggni, hatur og fjand- skap og leitt til blóðugra átaka og mannréttindabrota. Hann telur að heillavænlegra sé að leyfa fólki að vera stolt af uppruna sínum, þekkja menningu sína og sögu og stuðla að sýnileika þess í samfélagi við aðrar menningarheildir. Jafnframt sé mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að engin menning er betri en önnur, engin trúarbrögð rétt- hærri öðrum, mannréttindi eins hóps verða aldrei tryggð með því að troða mannréttindi annarra fótum. Á ráðstefnunni var kallað eftir að- gerðum samfélagsins alls til að sporna gegn vaxandi kynþáttafor- dómum; aðgerðum frá stjórnmála- mönnum, frá frjálsum samtökum borgaranna, frá mennta- og menn- ingarstofnunum, fjölmiðlum og síð- ast en ekki síst frá löggjafarvaldinu. Við þurfum á því að halda að allar stofnanir samfélagsins standi vörð um grundvallarstoðir lýðræðisríkis, jafnrétti þegnanna og okkar helg- ustu mannréttindi. Stjórnarskrár okkar og sáttmálar alþjóðasam- félagsins á borð við Mannréttinda- sáttmála Evrópu og alþjóðasamning SÞ um afnám alls kynþáttamisréttis eiga ekki að vera innantóm orð á blaði. Stöndumst við prófið? Það var ekki laust við að þessi boð- skapur endurómaði í huga mér tveimur dögum eftir að ráðstefnunni lauk. Þá féll dómur í máli sem höfðað var gegn varaformanni Félags ís- lenskra þjóðernissinna. Dómurinn er fagnaðarefni, og í fullu samræmi við skuldbindingar Íslands á sviði mannréttinda sem 233. gr. a al- mennra hegningarlaga endurspegl- ar. Fjölmiðlaumræðan í kjölfar dómsins var hins vegar með ólíkind- um. Flestir sem spruttu fram á rit- völlinn lýstu einhvers konar undrun eða vandlætingu á því að með dómn- um væri verið að skerða tjáningar- frelsi varaformannsins. Ég vil nota þetta tækifæri og vitna til dómsins, þar sem sækjandi vísar í 17. gr. Mannréttinda-sáttmála Evrópu, en „í henni felst að engin túlkun á rétt- indaákvæðum samningsins skyldi leiða til skerðingar á öðrum grund- vallarréttindum sáttmálans. Það dygði því ekki að vísa til tjáningar- frelsisins ef það leiddi til þess að aðr- ar grundvallarreglur væru virtar að vettugi“. Í þessum orðum felst mikilvægur hluti mannréttindahugtaksins sem vill því miður oft gleymast. Mann- réttindi eins má aldrei nota til að skerða mannréttindi annarra. Tján- ingarfrelsið má ekki nota til að draga virðingu annarra og mannréttindi niður í svaðið. Þessi dómur var próf- steinn á það hvort íslenskir dómstól- ar eru tilbúnir til að standa vörð um mannréttindi og leggja sitt af mörk- um til að koma í veg fyrir að andúð og fjandskapur milli þjóðarbrota nái að festa rætur hérlendis. Í þessu til- viki stóðust íslenskir dómstólar próf- ið. Íslenskir fjölmiðlar standa dag hvern frammi fyrir þessu sama prófi. Vonandi fer frammistaða þeirra batnandi! Ungt fólk í Evrópu gegn kynþáttafordómum Ragna Bjarnadóttir Fólk Mannréttindi eins, segir Ragna Bjarnadóttir, má aldrei nota til að skerða mannréttindi annarra. Höfundur er háskólanemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.