Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 65
Herstöðvaandstæðingar Nýr formaður kjörinn FYRSTI fundur nýkjörinnar mið- nefndar Samtaka herstöðvaand- stæðinga var haldinn í Kópavogi fimmtudagskvöldið 6. desember. Á fundinum var Stefán Pálsson kjörinn nýr formaður miðnefndar og tekur hann við embættinu af Sverri Jak- obssyni sem gegndi því síðasta árið. Stefán var áður formaður starfsárið 1999 til 2000. Einar Ólafsson var endurkjörinn ritari og Sigurður Flosason sem gjaldkeri. Jafnframt samþykkti miðnefnd starfsáætlun fyrir samtökin. Helsta viðfangsefni starfsársins verða að- gerðir og mótmæli í tengslum við ráðherrafund NATO í Reykjavík næsta vor, segir í fréttatilkynningu. FIMMTUDAGINN 13. desember kl. 20:30 heldur samkirkjulegur kór Varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli tónleika í safn- aðarheimilinu í Sandgerði. Yf- irskrift tónleikana er Ferð vonarinnar eftir Camp Kirkland og Tom Fettke. Í kór Varnarliðsins eru um 40 félagar sem á undanförnum vik- um hafa lagt á sig mikla vinnu að setja upp þessa tónleika. Kórinn samanstendur af áhugasömu söngfólki úr flestum kristilegum söfnuðum á vellinum. Þar má sjá óbreytta syngja við hlið hátt- settra foringja af mikilli innlifun. Söngvarnir eru fullir af sannri jólagleði. Allir velkomnir. Björn Sveinn Björnsson sóknarprestur. Sigurbjörn Ein- arsson biskup í KFUM og KFUK AÐALDEILDIR KFUM og KFUK halda sinn árlega jólafund í kvöld kl. 20:00 í aðalstöðvum fé- laganna við Holtaveg. Dagksráin er vönduð að vanda. Guðmundur Hallgrímsson, lyfjafræðingur, heldur stutt ávarp og bæn, Skarphéðinn Þór Hjartarson syngur aðventu- og jólalög og dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup flytur jólahugleiðingu. Veitingar verða eftir fundinn. Allt fé- lagsfólk í KFUM og KFUK er hvatt til að mæta, en allir aðrir eru líka hjartanlega velkomnir. Bandarískir jólasöngvar í safnaðarheim- ilinu í Sandgerði KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 65 ÚKRAÍNSKI stórmeistarinn Ruslan Ponomariov sigraði Rúss- ann Peter Svidler í þriðju skák- inni í undanúrslitum HM í skák og er staðan nú 2–1 Ponomariov í vil. Það eru því góðar líkur á að þessi 18 ára piltur nái að sigra í einvíginu, en til þess þarf hann einungis jafntefli í fjórðu og síð- ustu skákinni. Fari svo þá teflir hann heimsmeistaraeinvígi við sigurvegarann úr viðureign þeirra Anands og Ivanchuks, en svo ung- ur skákmaður hefur aldrei teflt heimsmeistaraeinvígi í skák. Þannig var sjálfur Kasparov 21 árs þegar hann tefldi sitt fyrsta heimsmeistaraeinvígi við Karpov. Anand og Ivanchuk héldu upp- teknum hætti í sínu einvígi og gerðu jafntefli í þriðju skákinni og standa því jafnt að vígi, hafa báðir hlotið 1½ vinning. Þrátt fyrir fremur tilþrifalitla taflmennsku þá kraumar spennan í þessu einvígi undir niðri, þar sem ljóst er að úr- slitin geta ráðist á einni skák og þar gæti allt eins svo farið að Iv- anchuk næði sigri, þótt flestir telji heimsmeistarann Anand eiga betri möguleika. Þremur skákum er lokið í heimsmeistaraeinvígi kvenna. Kínverska stúlkan Chen Zhu sigr- aði Alexandra Kosteniuk (Rúss- landi) í þriðju skákinni og dugir jafntefli með hvítu mönnunum í lokaskákinni til þess að sigra í einvíginu. Mikill uppgangur hefur verið í kvennaskákinni í Kína á undanförnum árum og þær hafa staðið sig afar vel á þessu heims- meistaramóti, þrátt fyrir að nokkrar þeirra sterkustu skák- konur hafi ekki mætt til leiks. Úrslitahátíð Bikarmóts Plúsferða Föstudaginn 14. desember verður haldin hátíð í tengslum við úrslitakeppnina í Bikarmóti Plús- ferða. Á hátíðina munu m.a. mæta jólasveinarnir Giljagaur og Stúfur og tefla fjöltefli, en þeir hafa æft stíft allt frá síðustu jólum. Börn- um á öllum aldri er boðið að taka þátt í þessu fjöltefli, sem haldið er í boði Taflfélags Garðabæjar og er þátttaka ókeypis. Úrslitahátíðin fer fram í Faxa- feni 12. Dagskráin í heild sinni lít- ur svona út: Kl. 18 Úrslitahátíðin sett. Kl. 18.05 U-18 Reykjavík – landsbyggðin. Samhliða fer fram kvennakeppni milli Íslands og Noregs og verður teflt á Netinu (ICC). Jafnframt eigast þá við „fortíðin“ og „framtíðin“, þar sem sveit Íslands á HM 1964 í Krakow í Póllandi mætir Norðurlandameist- um grunnskóla 2001, Hagaskóla. Kl. 19 Jólasvein- arnir Stúfur og Giljagaur tefla fjöl- tefli. Kl. 20.15. Heið- ursgestir (Laufey Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Plúsferða, Harald- ur Haraldsson stuðlastjóri Lengj- unnar og Guð- mundur Arason) kynntir og dómarar kynna reglur úrslita- keppninnar. Kl. 20.20. Fyrirliðar liðanna kynna leikmenn fyrir heiðursgest- um. Kl. 20.25. Þjóðsöngurinn sung- inn. Kl. 20.30. Laufey Jóhannsdóttir leikur fyrsta leikinn í viðureign Taflfélagins Hellis og B-sveitar Taflfélags Reykjavíkur í beinni útsendingu á ICC. Sú breyting varð reyndar á ofangreindri dagskrá á síðustu stundu, að Evrópumeistarar Frakka óskuðu eftir að fá að vera með á kvennamótinu. Til þess að ekki stæði á stöku var þá jafn- framt ákveðið að bjóða fjórða lið- inu til leiks, en það verður blanda skákkvenna af ICC-skákþjónin- um. Eins og fram kemur í dag- skránni eru það B-sveit Taflfélags Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir sem mætast í úrslitum Bikar- keppni Plúsferða. B-sveit TR komst í úrslitin eftir að hafa sleg- ið út A-sveit félagsins í spennandi viðureign. Reyndar var ekki um hefðbundna styrkleikaskiptingu að ræða milli A- og B-sveitarinn- ar, heldur var um aldursskiptingu að ræða þar sem eldri kynslóðin skipaði A-sveitina, en B-sveitin var skipuð yngri keppendum. Taflfélagið Hellir komst hins veg- ar í úrslitakeppnina eftir sigur á Skákfélagi Hafnarfjarðar, þrátt fyrir öfluga mótspyrnu þeirra síð- arnefndu. Þess má geta, að þessi viðureign verður á Lengjunni, en sá seðill verður opnaður á föstu- dag, 14. desember, en um kvöldið er leikurinn sjálfur. Stuðlarnir eru: TR b – Hellir 2,40-3,30-1,90. SKÁK Moskva HEIMSMEISTARAKEPPNI FIDE 27.11. 2001–26.1. 2002 Chen Zhu Ruslan Ponomariov Daði Örn Jónsson Ponomariov hálfum vinningi frá heims- meistaraeinvígi Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur undir stjórn organista. Bústaðakirkja: Foreldramorgunn kl. 10– 12. Dómkirkjan: Opið hús í Safnaðarheim- ilinu kl. 14–16. Kaffi og með því á vægu verði. Ýmsar uppákomur. Hallgrímskirkja: Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja: Foreldramorgunn kl. 10. Stúlknakór kl. 16.30 fyrir stúlkur fæddar 1989 og eldri. Stjórnandi Birna Björns- dóttir. Íhugun kl. 19. Taizé-messa kl. 20. Laugarneskirkja: Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á org- elið kl. 12–12.10. Að stundinni lokinni er málsverður í safnaðarheimili. Einfalt, fljótlegt og innihaldsríkt. Jólasamvera eldri borgara kl. 14 í Laugarneskirkju. Stefán J. Hafstein les upp úr bók Önnu Kristine Magnúsdóttur, Litrófi lífsins. Nemendur úr Listdansskóla Íslands og Suzukiskólanum í Reykjavík koma fram. Sr. Bjarni Karlsson sóknarpestur flytur jólahugvekju. Kaffisamsæti í safnaðar- heimilinu. Þjónustuhópur Laugarnes- kirkju, kirkjuvörður og sóknarprestur und- irbúa og stýra samverunni. (Sjá síðu 650 í Textavarpi) Neskirkja: Nedó kl. 17. Unglingaklúbbur fyrir Dómkirkju og Neskirkju fyrir 8. bekk. Nedó kl. 20 fyrir 9. bekk og eldri. Umsjón Bolli og Sveinn. Árbæjarkirkja: Barnakóraæfing kl. 17– 18. Breiðholtskirkja: Mömmumorgunn föstu- dag kl. 10–12. Digraneskirkja: Bænastund kl. 12.15. Fyrirbænaefnum má koma til kirkjuvarða. Léttur hádegisverður eftir stundina. Fella- og Hólakirkja: Helgistund og Bibl- íulestur í Gerðubergi kl. 10.30–12 í um- sjón Lilju djákna. Starf fyrir 9–10 ára stúlkur kl. 17.00. Grafarvogskirkja: Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam- verustundir og ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla fyrir 7–9 ára börn kl. 17.30–18.30. Æsku- lýðsfélag í Grafarvogskirkju fyrir 8.–9. bekk kl. 20–22. Hjallakirkja: Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja: Starf með eldri borgur- um í dag, kl. 14.30–16.30 í safnaðar- heimilinu Borgum. Kyrrðar- og bæna- stund kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja: KFUM-fundur fyrir stráka á aldrinum 9–12 ára kl. 16.30 Vídalínskirkja. Umræðu- og leshópur starfar í safnaðarheimilinu kl. 20–21. Biblíu- og trúfræðsla fyrir alla. Kyrrðar- stund í kirkjunni kl. 21. Ath. breyttan tíma. Tónlist, ritningarlestur, hugleiðing og fyrirbænir. Bænarefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðarheimili eftir stundina. Allir vel- komnir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 17–18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheim- ilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17– 18.30. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn (TTT) í dag kl 17. Foreldrastund kl. 13–15. Kjörið tækifæri fyrir heima- vinnandi foreldra með ung börn að koma saman og eiga skemmtilega samveru í safnaðarheimili kirkjunnar. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla á fimmtudögum frá kl. 13.15–14.30. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja: Kl. 10. Mömmumorgunn með jólaföndri og piparkökum. Taka skærin með. Lokasamvera fyrir jól. Kl. 17.30. Jóla- fundur TTT fyrir 10–12 ára krakka. Kl. 20. Kóræfing kórs Landakirkju. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Biblíulestrar í kvöld, fimmtudaginn 13. desember, kl. 20. í umsjá Ástríðar Helgu Sigurðardóttur guðfræðings. Farið verður í Jóhannesar- guðspjall. Síðasta skiptið á þessu ári. Fyrirbænasamvera í kvöld, fimmtudaginn 13. desember, kl. 19. Fyrirbænarefnum er hægt að koma áleiðis að morgni fimmtudagsins milli kl. 10–12. í síma 421 5013. Síðasta skiptið á þessu ári Sóknarprestur og sóknarnefnd KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Sameig- inlegt aðventukvöld. Skarphéðinn Þór Hjartarson flytur jóla- og aðventusöngva. Upphafsorð: Guðmundur Hallgrímsson. Hugleiðing: Dr. Sigurbjörn Einarsson. Allir velkomnir. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Safnaðarstarf FRÉTTIR Morgunblaðið/Ómar Fossvogskirkja. BÓKAÚTGÁFAN Hólar færði mæðrastyrksnefnd nýlega að gjöf 80 stk. af bókum: Bestu barna- brandararnir – algjört æði og Gilitrutt. Ennfremur fylgja aðrar bækur með í gjöfinni og mun mæðrastyrksnefnd koma öllum þessum bókum til skjólstæðinga sinna. Á myndinni eru frá vinstri, frá Hólum, Guðjón Ingi Eiríksson, Sigríður Helgadóttir og Halldóra Hrund, dóttir þeirra, frá mæðra- styrksnefnd Bryndís Guðmunds- dóttir varaformaður, Unnur Jón- asdóttir, fyrrv. formaður, Guðrún Magnúsdóttir og Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður. Morgunblaðið/Þorkell Bókagjafir til mæðrastyrksnefndar Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á Gullinbrú, skammt sunnan við Fjall- konuveg, miðvikudaginn 12. desem- ber um klukkan 8.30 að morgni. Þarna var ekið utan í bifreiðina OS-832, sem er Honda Accord, grá að lit og síðan ekið af vettvangi. Líklega var sá sem ók utan í bílinn á nýlegri rauðri Mözdu. Þeir sem kynnu að geta veitt upplýsingar eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Fundur VG um borg- armál og framboð VINSTRI grænir í Reykjavík halda rabbfund um borgarmál og gang viðræðna um sameiginlegt framboð til borgarstjórnarkosninga laugar- daginn 15. desember kl. 11–13 í húsnæði flokksins í Hafnarstræti 20, 3. hæð. Samfylkingin í Árborg Undirbúningur hafinn að framboði SAMFYLKINGIN í Árborg hefur hafið undirbúning að framboði til bæjarstjórnarkosninga í vor. Samfylkingin og Vinstri grænir áttu í viðræðum um sameiginlegt framboð en nú er ljóst að af því verð- ur ekki þar sem Vinstri grænir féll- ust ekki á tilboð Samfylkingarinnar um samstarf, segir í fréttatilkynn- ingu. Samfylkingin vinnur nú að undirbúningi framboðs í Árborg, segir í frétt frá stjórn Samfylking- arinnar í Árborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.