Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                       !  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VEGNA margvíslegra skrifa og um- ræðna sem spunnust út af frétta- myndinni, sem sýnd var nú nýlega í sjónvarpinu, um brottkast smá- fisks, þá langar mig til að leggja nokkur orð í þá umræðu. Þó ráðamenn þessara mála vissu fyrir flest allt sem þarna var sýnt, létu þeir sem þeir kæmu af fjöllum, viðbrögð þeirra voru svo of- leikin, að þau minntu helst á sögurnar um illu konungana og keisarana, sem létu jafnan lífláta boðbera illra tíð- inda, en kannski er þeim vorkunn, þeir urðu jú að sýna myndugleik í svo alvarlegu máli. Ég held bara að þeir hafi verið undir áhrifum frá orðræð- um Bush forseta, sem hann viðhafði eftir hryðjuverkin þar vestra 11. sept. sl. Ég hef nokkrum sinnum skrifað um kvótakerfið og fiskveiðistjórn- unina og viljað með því vekja athygli á því, sem mér finnst miður fara í þeim málum. Frá því ég fjallaði um þessi mál síðast hafa skoðanir mínar ekki breyst.Hér á eftir vil ég reifa hugmyndir sem ættu að geta útrýmt brottkasts-áráttunni. Sama löndunarverð til útgerða og sjómanna á stórum og smáum fiski er það markmið sem við verðum að stefna að. Það markmið ætti að nást með stjórnunaraðgerðum, á þá leið að hluti þess veiðileyfagjalds sem virðist nú vera í uppsiglingu verði notaður til að hækka verðið á smáþorskinum það mikið að hverskyns brottkast þýddi aðeins tap fyrir sjómenn og útgerð. Með þessum aðgerðum er sjálfsagt að auka við kvótann um það sem nem- ur brottkastinu sem margir telja vera u.þ.b. 10%. Auk þess losna útgerðir við kostnaðarsamt eftirlit. Þessum breytingum, ef af yrði, mundu fylgja nútímalegri fiskmarkaðir sem búnir væru tæknibúnaði sem til eru, þ.e. samstæða sem ferskleikaprófar, flokkar í stærðir, vigtar hvern flokk fyrir sig, reiknar út veiðileyfagjaldið á stærstu flokkana. Að því búnu inn í kælirými, sem markaðurinn hefur að- gang að. Þetta eru svona meginmark- mið sem þarf að hafa í huga. Með því að setja veiðileyfagjaldið á eftir stærð þorsksins yrði ekki eins mikil ásókn í hrygningarfiskinn, og ætla mætti að það yrði jákvætt fyrir hann. Eins gæti hugsast að þessi aðgerð mundi hækka þorskverðið úti á landsbyggð- inni, þar sem minna er um hrygning- arfisk, vestan, norðan og austanlands. Þessi aðgerð gæti fært miljarða inn í þjóðarbúið, sem landsbyggðin mundi fyrst og fremst hagnast á. GESTUR GUÐMUNDSSON, Melabraut 7, Blönduósi. Milljarða ágóði Frá Gesti Guðmundssyni: Gestur Guðmundsson GEORG W. Bush forseti innsiglaði ósigur Bandaríkjamanna, og reyndar allrar heimsbyggðarinnar, með því að bera á borð fyrir heiminn helber ósannindi í því stríði sem nú er háð við islam. Því að veröldinni er ógnað af enn einum ismanum, islamismanum, en ekki af „einhverjum“ hryðjuverka- mönnum. Er það ekki kaldhæðni að Osama bin Laden hefur sagt sann- leikann um stöðu heimsmála en ekki Bush? Þó segist Bush vera endur- fæddur kristinn maður. Sumar at- hafnir hans undirstrika einmitt að svo sé, t. d. aðgerðir hans til sporna gegn fóstureyðingum, þökk sé Guði. En „já yðar já og nei sé nei. Það sem umfram er, kemur frá hinum vonda.“ (Matt. 5:33, 37.) Bin Laden talar sannleikann þegar hann segir: „Islam á í stríði við gyð- inga og kristna menn.“ Í hverju felst blekkingin hjá Bush? Í orðum hans: „Við eigum ekki í stríð við islam, islam eru friðsöm trúarbrögð.“ Þessi orð eru ósannindi. Bin Laden er einfaldlega heitttrú- aður múslimi. Það heilaga stríð (jihad) sem hann háir gegn gyðingum og kristnum mönnum er ekki annað en það sem gefin eru fyrirmæli um í Kóraninum, trúarriti múhameðstrú- armanna. Samkvæmt Kóraninum eru allir trúaðir múslimar í óendanlegu stríði við allar þjóðir og einstaklinga sem ekki eru múslimar. Alls staðar þar sem islam hefur ekki „tekið yfir“ er vígvöllur þeirra. Berjast skal þar til sigur hefur unnist. Um frið má alls ekki semja (nema auðvitað til bráðabirgða fari músl- imar halloka, en þegar úr rætist skal svíkja alla friðarsáttmála við „ekki múslima“). Osama bin Laden og Jasser Arafat eru því báðir góðir og sannir músl- imar, enda fylgja þeir dyggilega boði Múhameðs spámanns í hatursfullri afstöðu til allra annarra en sannra múslima. Skilaboðin frá Allah til múslima eru: „Drepið og verið drepn- ir.“ Framfylgi þeir þessu af heilum hug tryggir það þeim vist í „Paradís“. Þess vegna einskorðast vígvöllurinn ekki við Ísrael. En Ísrael er flösku- háls sem hindrar áframhaldandi framrás islams í heiminum. Flestum múslimum er vorkunn vegna þess að þeir hafa ekki fengið að kynnast sönnum kristindómi, jafnvel ekki þeir sem á Vesturlöndum búa, því að kristindómur okkar flestra Vesturlandabúa er lítið annað en nafnið tómt. Sumir múslimar eru það líka bara að nafninu til og þegar þeir eiga í hlut ættum við að þakka Guði fyrir slæ- lega eftirfylgd þeirra við bókstaf Kór- ansins, því að það leiðir til þess að þeir „nenna“ ekki að standa í hryðjuverk- um og drápum á saklausu fólki. Á hinn bóginn má öllum vera augljós sá mikli stuðningur sem bin Laden nýt- ur meðal múslima í framgöngu sinni gegn Bandaríkjunum. Þess vegna stendur ótölulegur fjöldi sanntrúaðra múslima gegn friði í heiminum enda eru „islam ekki friðsöm trúarbrögð“. GUÐMUNDUR ÖRN RAGNARSSON, prestur. Hryggilegur ósigur Bandaríkjamanna Frá Guðmundi Erni Ragnarssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.