Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 70
DAGBÓK 70 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Goða- foss kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss fer í dag. Fréttir Bókatíðindi 2001. Núm- er fimmtudagsins 13. des. er 14270. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 10 vinnustofa og boccia, kl. 13 bað, vinnustofa og myndmennt. Jólahlað- borð föstud. 14. des. Gestur kvöldsins Lára Björnsdótttir félags- málastjóri, Reynir Jón- asson verður við hljóð- færið, Aðalsteinn Ásberg og Anna Pálína leika og syngja, börn sýna dans, Andrzej Kleina leikur á fiðlu. Skráning í afgreiðslu, s. 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Jólabingó verður föstudaginn 14. des. kl. 13.30. Allar upp- lýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerðir, kl. 14 dans. Jólatrés- skemmtun verður föstu- daginn 14. des kl. 14. Jólasveinninn kemur í heimsókn, Fjórar klass- iskar kynna nýútkominn geisladisk sinn. Skrán- ing í s. 568 5052 fyrir 13. des. Allir velkomnir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 13.30. Kóræf- ingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos- fellsbæ á Hlaðhömrum fimmtudaga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og and- litssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9–13 handa- vinnustofan opin, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerðir, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Bingó kl. 15. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Op- ið hús, jólafundur, í dag kl. 14. Gaflarakórinn syngur jólalög, María Haraldsdóttir les jóla- sögu, Sigurður Skag- fjörð Steingrímsson syngur, jólahugvekja séra Braga J. Ingibergs- sonar, jólakaffi og happ- drætti. Á morgun er bridge kl. 13:30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Fimmtud: Brids kl. 13. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB mánud. 17. des. Panta þarf tíma. Jóla- ferð verður farin um Suðurnesin 17. des. Jóla- ljósin skoðuð. Far- arstjóri Sigurður Krist- insson. Brottför frá Glæsibæ kl. 15. Skrán- ing hafin. Silfurlínan er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 10–12. Skrifstofan er flutt í Faxafeni 12, sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrifstofu FEB. kl. 10– 16 s.588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 15.15 dans. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, frá hádegi spila- salur opinn, jólastemmn- ing í öllu húsinu. Veit- ingar í veitingabúð. Upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum, kl. 9.30 klippimyndir og taumálun, kl. 9, kl. 9.05 og 9.50 leikfimi., kl. 13 gler- og postulínsmálun, kl. 16.20 og kl. 17.15 kín- versk leikfimi. Dansað verður í Gjábakka í kvöld milli kl. 20 og 22. Sigvaldi stjórnar. Gullsmári, Gullsmára 13. Postulínsmálun kl. 9.15, jóga, kl. 9.05 brids, kl. 13 handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum. Föstudaginn 14. des. verður jólahlað- borð. Á dagskrá verður borðhald, hátíðarávarp, Sigurður Skagfjörð syngur við undirleik Jónasar Ingimund- arsonar, Arngrímur og Ingibjörg sjá um dans- músík. Þátttöku þarf að skrá í síðasta lagi fyrir kl. 16 í dag, s. 564 5260. Allir velkomnir. Hraunbær 105. Kl. 9 op- in vinnustofa, bútasaum- ur, kortagerð og perlu- saumur, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, kl. 14 fé- lagsvist. Hársnyrting og fótsnyrting. Jólafagn- aður Félagsmiðstöðv- arinnar í Hvassaleiti verður haldinn föstudag- inn14. des. kl. 19. Húsið opnað kl. 18:30. Ým- islegt til skemmtunar, matur, söngur, gleði og jólalegt umhverfi. Norðurbrún 1. Kl. 9 tré- skurður og opin vinnu- stofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leirmun- anámskeið. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 aðstoð við böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kóræfing, kl. 17–20 leirmótun. Föstu- daginn 14. des. kl. 14:30– 16 dansað við lagaval Sigvalda, kl. 15 kennir Sigvaldi salsa. Gott með kaffinu, allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt og frjálst spil, kl. 14 leikfimi. Spil- uð verður félagsvist fimmtudaginn 13. des. kl. 20. Allir velkomnir. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánudaga og fimmtudaga. Skrán- ing kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverfisgötu 105. Kl. 13–16 prjónað fyrir hjálparþurfi er- lendis. Efni á staðnum. Allir velkomnir. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa salnum. Kvenfélag Kópavogs Jólafundur félagsins verður fimmtudaginn 13. des. kl. 20.30 í Hamra- borg 10. Gestur fund- arins Ingileif Malmberg. Kristniboðsfélag kvenna, Kristniboðs- salnum Háaleitisbraut 58–60. Jólafundur Kristniboðsfélags kvenna. Fundurinn hefst kl. 16 með kaffi. Allar konur velkomnar. Púttklúbbur Ness. Meistaramót karla og kvenna verður í tenn- ishöllinni fimmtudaginn 13. des. kl. 13. Einnig verður aðalfundur fé- lagsins. Hana-nú Kópavogi. Í dag, fimmtudag, til kl. 15 er síðasti frestur til að panta miða á Vín- arhljómleika Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í Laugardalshöll laugard. 5. jan. kl. 17. Lækkað verð á miðum. Engin rúta. Miðarnir verða afhentir í félagsheimilunum á föstudag 14. des. Upp- lýsingar í Gjábakka s. 554 3400 og Gullsmára s. 564 5261. Á.H.M. Fundur verður haldinn í kvöld í veislu- sal Haukahússins á Ás- völlum, Hafnarfirði. Húsið opnað kl. 20. Þór- hallur miðill verður með skyggnilýsingu kl. 20.30. Miðar seldir við inn- ganginn. Allir velkomn- ir. Í dag er fimmtudagur 13. desem- ber, 347. dagur ársins 2001. Lúcíu- messa. Orð dagsins: Þá sagði Jesús: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra.“ (Lúk. 23, 34.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 munaður, 8 laghent, 9 guðlega veru, 10 greinir, 11 úrgangs, 13 móka, 15 mas, 18 marklaus, 21 há- tíð, 22 sætta sig við, 23 undirstöðu, 24 ringul- reið. LÓÐRÉTT: 2 úlfynja, 3 land, 4 er á fótunum, 5 rýr, 6 ókjör, 7 sjóða, 12 blása, 14 snák, 15 alur, 16 hlupu, 17 gnæfir yfir umhverfið, 18 gerjunin, 19 voru í vafa, 20 þekkt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 tjald, 4 dögun, 7 árans, 8 nætur, 9 and, 11 iðan, 13 grói, 14 elnar, 15 römm, 17 ósar, 20 hak, 22 kjána, 23 rafal, 24 gamla, 25 komma. Lóðrétt: 1 tjáði, 2 afana, 3 dæsa, 4 dund, 5 getur, 6 nærri, 10 nenna, 12 nem, 13 gró, 15 rykug, 16 mjálm, 18 sófum, 19 rulla, 20 haka, 21 krók. Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur í rekstri heim-ilis síns leitast við að fylgja leið- beiningum Sorpu um endurvinnslu á sorpi. Mjólkurfernur og öll dagblöð eru samviskusamlega flokkuð frá öðru rusli og sett í blaðagám. Allar dósir hafa sömuleiðis verið settar í dósagám. Þá steig Víkverji fyrir um tveimur árum það skref að flokka allt lífrænt sorp frá og setur það í sér- stakan safnkassa sem hann keypti fyrir um 15.000 krónur. Fjárhagslega er lítið upp úr þess- ari fyrirhöfn að hafa en Víkverji hef- ur ekki sett það fyrir sig. Hann telur ekki eftir sér að leggja örlítið á sig ef vera mætti að það hefði jákvæð áhrif á umhverfismál landsins. Segja má að eini áþreifanlegi fjár- hagslegi ávinningurinn sem Víkverji hefur haft af þessu séu þeir aurar sem hann hefur fengið fyrir dósirnar, en Sorpa býður þá ágætu þjónustu að taka við dósum og greiða fyrir þær beint inn á debetreikning. Fyrir skömmu gerði Víkverji sér ferð á gámastöð Sorpu með blöð, dós- ir og fleira rusl. Fyrir dósirnar fékk Víkverji 184 krónur inn á debetreikn- inginn. Þetta var ekki há upphæð, en dugar þó fyrir einum strætómiða. Þennan debetkortareikning notar Víkverji ekki mjög mikið vegna þess að honum leiðist að láta bankakerfið hirða af sér peninga fyrir það eitt að nota þá. En eins og margir vita er tekið færslugjald af debetkortareikn- ingum. Debetkortareikninginn hefur Vík- verji ekkert notað í meira en mánuð, ef frá eru talin viðskiptin við Sorpu. Samt sendi bankinn Víkverja reikn- ingsyfirlit í vikunni um veltu á reikn- ingnum. Á því kemur fram að Sorpa hafi lagt inn á reikninginn 184 krón- ur. Jafnframt kemur fram að dregn- ar hafi verið út af reikningnum 92 krónur í þjónustugjöld. Að auki eru skuldfærðar 80 krónur af reikningn- um vegna kostnaðar við prentun og sendingu reikningsyfirlitsins. Þetta þýðir að af þeim 184 krónum sem Víkverji fékk fyrir dósirnar standa eftir 12 krónur! x x x VÍKVERJI minntist í vikunni ánýútkomið fréttablað Kennara- sambands Íslands, Skólavörðuna. Blaðið kom út skömmu eftir að tón- listarskólakennarar gerðu kjara- samning við sveitarfélögin. Gerð kjarasamninga er án efa meðal merk- ustu viðburða í starfi stéttarfélaga og því átti Víkverji von á að gerð yrði ít- arleg grein fyrir samningnum í Skólavörðunni. Félagsmenn hlytu að hafa áhuga á að kynna sér sem best efni hans og eins mætti vænta þess að forystumenn félagsins hefðu áhuga á að miðla upplýsingum um ár- angur nýafstaðins verkfalls. Í Skóla- vörðunni er hins vegar ekkert að finna um efni samningsins. Þar er hins vegar sagt frá því að búið sé að semja og að tónlistarskólakennarar hafi staðið sig einstaklega vel í bar- áttu sinni og „vakið aðdáun félaga þeirra í kennarastétt“. Ítarlega er líka sagt frá verkfallinu og baráttu tónlistarskólakennara fyrir bættum kjörum. M.a. eru birtar 49 myndir í blaðinu frá ýmsum viðburðum sem tengjast verkfallinu. Draga mætti þá ályktun af umfjöllun blaðsins að verkfallið hefði verið aðalatriði máls- ins, en kjarabæturnar aukaatriði; reyndar svo mikið aukaatriði að það taki því hreinlega ekki að minnast á það. Af hverju þessi leynd? Fyrirspurn ÞEGAR við skoðuðum íbúð í Barðastöðum í Grafarvogi var þar nálægt 11–11-versl- un. En versluninni var lok- að áður en við fluttum inn. Það er slæmt að missa verslunina því langt er í næstu þjónustu í Spöng- inni. Húsnæðið er fyrir hendi. Ég spyr hvenær og hvort verslunin komi þarna aftur. Jón Árnason, Barðastöðum 7. Kannast einhver við töfra-sópinn? FYRIR stuttu birtist í Vel- vakanda frásögn af algjör- um töfrasóp. Hann átti að hreinsa upp minnstu agnir. Er einhver sem getur gefið mér uppl. um það hvar ég get náð í slíkan sóp? Vinsaml. hafið samb. við Ingu í s. 557 2801 eða 690 4551. Hótel í Kaupmannahöfn? LESANDI hafði samband við Velvakanda því að hann þarf að komast í samband við einhvern sem hefur unnið á hóteli í Kaup- mannahöfn. Vinsamlegast hafið samband í síma 691 6192. Tapað/fundið Gleraugu týndust GLERAUGU með málm- spöngum týndust fimmtu- daginn 6. desember sl., sennilega við Hverfisgötu 100, Skúlagötu inn af nr. 80 eða við Z-brautir. Skilvís finnandi vinsam- legast hafi samband í síma 554 1602. Plastpoki tapaðist PLASTPOKI frá Ey- mundsson með bókunum Harry Potter og B-10 tap- aðist líklega í strætisvagni, leið 115 eða 110, síðastliðinn miðvikudag, seinnipartinn. Vinsamlegast hringið í Ás- laugu í síma 557 4260. Hvít perlufesti tapaðist HVÍT perlufesti tapaðist sl. laugardagskvöld á Kringlu- kránni eða í leigubíl á leið á Kaffi List. Skilvís finnandi hafi samb. í s. 699 7417. Taska með upp- tökutæki tapaðist TASKA með upptökutæki, míkrófóni og tilheyrandi snúrum ásamt tveim mini- diskum með viðtölum, sem nýtast engum öðrum en eiganda, týndist sl. laugar- dag fyrir utan gleraugna- verslunina Sjáðu á Lauga- vegi. Skilvís finnandi hafi samband í síma 868 1085 eða hringi í Ríkisútvarpið. Frakki tekinn í misgripum FRAKKI var tekinn í mis- gripum á herrakvöldi Fram 10. nóv. sl. og hefur ekki fundist. Þeir sem þar voru eru beðnir að kanna hjá sér fatahengið og láta vita í s. 899 3970 þegar hann finnst. Armband tapaðist ARMBAND tapaðist 1. des. sl. einhvers staðar í kring- um Player’s í Kópavogi. Armbandið hefur mikið tilfinningalegt gildi. Uppl. í s. 899 7117 eða 565 0671. Fundarlaun. Fléttuhringur tapaðist SEXFALDUR fléttuhring- ur tapaðist í Smárabíói helgina 7.–9. des. sl. Finnandi er vinsaml. beð- inn að hringja í s. 698 4828. Fundarlaun. Seiko-kvengullúr tapaðist FIMMTUDAGINN 6. des. sl. tapaðist Seiko-kvengull- úr við Reykjalund, Mos- fellsbakarí eða við Fjarðar- kaup í Hafnarfirði. Skilvís finnandi vinsaml. hringi í s. 824 5318. Fund- arlaun. Dýrahald Hvítur páfagaukur týndist úr Kópavogi HVÍTUR smápáfagaukur týndist úr Reynihvammi, Kópav., 10. des. sl. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í s. 865 7191. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÉG hef mikið heyrt talað um Lið-Aktín í sambandi við að minnka verki í lið- um og láta sér líða betur í skrokknum. Ég hafði gert nokkuð af því að ráð- leggja fólki að prófa Lið- Aktín. Sjálf hef ég oft ver- ið mjög slæm af verkjum í vinstri mjöðm, sem er af- leiðing af lömunarveiki sem ég fékk í æsku. Ég hef ekki átt gott með að ganga mikið stiga eða að sitja mjög lengi. Ég ákvað að prófa sjálf að taka inn Lið-Aktín. Ég byrjaði að taka það inn í september og þremur vik- um seinna var ég farin að finna mikinn mun á líðan minni. Mér finnst alveg sjálfsagt að láta fólk vita af þessu efni, sem hefur reynst mér vel og láta vita við hvaða verkjum það gagnast. Á.L.S. Lið-Aktín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.