Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 71 DAGBÓK Opið virka daga frá kl. 10—18 laugardag frá kl. 10—14 TIL JÓLAGJAFA Náttföt - undirföt töskur - klútar skart og fleira Sími 567 3718 Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518 Ný sending Ullar- og kasmírkápur Flottir aðskornir heilsársfrakkar Opið laugard. frá kl. 10-18 og sunnud. kl. 13-17 JOBIS JAEGER BRAX BLUE EAGLE CASSINI Úrval af peysum Opið laugardag kl. 11-18 Hin fitulausa panna SÍON ehf. - GASTROLUX Íslandi Smiðjuvegi 11, e gul gata, Kópavogi, símar 568 2770 og 898 2865 - www. gastrolux.is  Glerkeramik húðaðir pottar og pönnur  Steiking án feiti  Maturinn brennur ekki við  Nikkelfrí húð sem flagnar ekki af  Þolir allt að 260° hita í ofni  Málmáhöld leyfileg  Þvoist með sápu  5 ára ábyrgð Margar stærðir og gerðir Líttu við hjá okkur eða pantaðu pöntunarlista Okkur vantar jafnframt sölufólk um allt land ein sta ka Þarft þú ekki að hugsa um þig fyrir jólin? Komdu og lofaðu okkur að dekra við þig Öll almenn snyrting ásamt slökunarnuddi í boði Erum í Hólagarði • Lóuhólum 2 - 6 • sími 557 5959 Sigrún Ásdís „GOSINN neitar hærra spili – við spilum þriðja hæsta frá brotinni röð,“ svaraði austur spurningu sagnhafa um útspilsreglur varnarinnar. Tilefni spurn- ingarinnar var spaðagosinn, sem lá uppíloft á borðinu, út- spil vesturs gegn þremur gröndum: Norður ♠ D73 ♥ K3 ♦ D754 ♣Á863 Suður ♠ Á8 ♥ G97 ♦ ÁKG8 ♣DG72 Suður var gjafari og vakti á einu grandi og norður fór beint í þrjú grönd. Spaða- gosinn kom út og eftir við- eigandi spurningar ákvað sagnhafi að setja lítið úr borði og taka slaginn heima með ás. Síðan læddi hann út laufgosa og lét hann fara hringinn. Hann hélt, en í slaginn lét vestur lauffimmu og austur fjarkann. Hvernig á að halda áfram? Þetta er vandræðaspil. Austur á spaðakóng og vörnin er líkleg til að taka 2-3 spaðaslagi til hliðar við einn á lauf og a.m.k. einn á hjarta. Ekki gengur að spila hjarta á kónginn, því jafnvel þótt vestur eigi ásinn og austur aðeins kóng þriðja í spaða, gæti vörnin snúið sér að hjartalitnum. Það verður augljóslega að fríspila laufið fyrst. En áður en það er gert sakar ekki að taka þrisvar tígul. En hver er tilgangur- inn með því? Norður ♠ D73 ♥ K3 ♦ D754 ♣Á863 Vestur Austur ♠ G1095 ♠ K642 ♥ D862 ♥ Á1054 ♦ 63 ♦ 1092 ♣K95 ♣104 Suður ♠ Á8 ♥ G97 ♦ ÁKG8 ♣DG72 Eftir þrjá tígulslagi spilar sagnhafi næst litlu laufi og lætur lítið úr borði á níu vesturs. Austur neyðist til að taka slaginn og þarf nú að gefa sagnhafa níunda slag- inn á spaðadrottningu eða hjartakóng. Þetta er spil sem leynir á sér. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þið eruð nákvæm og gerið miklar kröfur til ykkar og annarra; mættuð reyndar fara aðeins hægar fram. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Kippið ykkur ekkert upp við það þótt þið mætið einhverj- um andbyr. Það tekur alltaf tíma að vinna nýjum hug- myndum brautargengi. Sýn- ið þolinmæði. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þið þurfið að gæta ykkar þegar þið deilið einhverju með öðrum. Slíkt krefst tillit- semi og þið getið hreint ekki bara horft á eigin hagsmuni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Verið opin gagnvart nýjum samstarfsmönnum. Allir þurfa tíma til að sanna sig og sjálfsagt að túlka allan vafa þeim í hag á meðan. Fylgist vel með. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Látið ekki hugfallast þótt tæknin taki stöðugum breyt- ingum. Þið verðið bara að leggja ykkur fram um að fylgjast með og þá gengur allt snurðulaust. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er vel að þið viljið hafa sem mest athafnafrelsi því þá skilið þið bestum árangri. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhverjir óvæntir atburðir eru til þess fallnir að setja allt úr skorðum. Þið verðið að taka á honum stóra ykkar og koma böndum á hlutina. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þið ættuð að drífa í því að taka til í kringum ykkur svo ykkur vinnist betur, því þið komið litlu í verk þegar hvað rekst á annars horn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þið ættuð ekki að láta aðra kúga ykkur til að gera eitt- hvað sem ykkur er þvert um geð. Hafnið slíkum óskum kurteislega og þá verður það virt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þið ættuð að gera það upp við ykkur hvort kröfur annarra séu sanngjarnar eða ekki. Þið eigið auðvitað að láta þær ósanngjörnu lönd og leið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Einhver tilmæli frá hinu op- inbera geta komið ykkur í bobba nema þið gerið tafar- laust hreint fyrir ykkar dyr- um. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þið eigið aldeilis ágætan dag í vændum ef þið gætið þess að fara ekki yfir strikið held- ur leyfið öðrum að blómstra við hliðina á ykkur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Verið hvergi bangin við að skipta um skoðun ef ný sann- indi sýna fram á að það sé rétt. Það hefst ekkert með því að berja höfðinu við stein- inn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT ÚR BRYNGERÐARLJÓÐUM ... Kemur eigi dagr sá er mér duga þykir, né nótt heldur sú að nái yndi; dreymir mig ekki það, að dyggð beri; veit eg fátt til þess, verð eg feginn að vakna. Svo er um okkar ást í milli sem hús standi hallt í brekku, svigni súlur, sjatni veggur, sé vanviðað; völdum bæði ... Árnað heilla 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 d5 5. cxd5 Dxd5 6. e3 c5 7. Bd2 Bxc3 8. Bxc3 cxd4 9. Bxd4 Rc6 10. Bc3 O-O 11. Rf3 Hd8 12. Be2 Dc5 13. Da4 Rd5 14. Bd2 Bd7 15. Dh4 Dc2 16. O-O Re5 17. Rxe5 Dxd2 18. Bd3 g6 Staðan kom upp í heims- meistaramóti FIDE sem fer senn að taka enda í Moskvu. Heimamennirnir og ofurst- órmeistararnir Evgeny Bar- eev (2719), hvítt, og Konst- antin Sakaev (2639) áttust hér við. 19. Rxf7! Kxf7 20. Dxh7+ Kf6 21. Dxg6+ Ke7 22. Dg7+ Kd6 23. Hfd1 Db4 24. e4 Ba4 25. Hac1! og svartur gafst upp enda yrði hann mát eftir 25... Bxd1 26. e5#. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson 50 ÁRA afmæli. Fimm-tugur er í dag, 13. desember, Jóhannes Sigfús- son, Suðurvangi 8, Hafnar- firði. Hann og eiginkona hans Katrín Steinsdóttir eru að heiman í dag. 80 ÁRA afmæli. Í dagfimmtudaginn 13. desember er áttræður Haukur Níelsson bóndi, Helgafelli, Mosfellssveit. Hann verður að heiman í dag. 60 ÁRA afmæli. Í dag fimmtudaginn 13. desember ersextug Þorbjörg Alexandersdóttir, Rifi. Eiginmaður hennar, Kristinn Jón Friðþjófsson, varð sextugur 24. júlí sl. Í tilefni þessara tímamóta taka þau á móti gestum í félags- heimilinu Röst, Hellissandi, laugardaginn 15. desember kl. 19. 40ÁRA afmæli. Fertug-ur er í dag 13. des- ember, Benjamín Axel Árnason, framkvæmda- stjóri, Hraunbæ 78, Reykja- vík. Hann og eiginkona hans, Stefanía G. Jónsdóttir taka á móti gestum á morg- un föstudaginn 14. desem- ber kl. 18:00 til 20:00 í hátíð- arsal Fylkishallar við Fylkisveg. 50 ÁRA afmæli. Nk.laugardag, 15. des- ember, verður fimmtugur Jón Benediktsson, húsa- smiður, Bjarkarbraut 30, Reykholti, Biskupstungum. Eiginkona hans er Margrét Annie Guðbergsdóttir. Þau taka á móti ættingjum, vin- um og vinnufélögum á af- mælisdaginn kl. 15-19 á heimili sínu. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.