Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 1
287. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 14. DESEMBER 2001 FYRIRSÖGN um valdatíð Gaddafis: „Frá 1969 til 1369 – upphaf 33. ársins.“ Nei, blaðamennirnir á dagblaðinu al-Jamahiriyah voru ekki að telja aft- ur á bak, og jú, þeir höfðu reiknað rétt – að því til- skildu að maður sé staddur í Líbýu undir stjórn Mohammars Gaddafis. Gaddafi fullyrðir að hann sé ekki forseti Líbýu, og hefur fyrir löngu falið allt vald „í hendur al- mennings“, sem mun stjórna landinu með gras- rótarnefndum. En raunin er sú, að það er enn Gaddafi sem tekur allar ákvarðanir. Þannig að árið er það ár sem hann segir að sé. Stundum er árið 1369, talið frá árinu þegar Mú- hameð spámaður lést, og stundum er árið 1431, talið frá árinu þegar hann fæddist. En íbúar Líb- ýu, sem eru um fimm milljónir, langflestir músl- imir, halda upp á hátíðisdaga samkvæmt hefð- bundnu dagatali múslima, sem fylgir tunglinu og er styttra, og miðast við flótta spámannsins frá Mekka til Medina. Samkvæmt því er nú árið 1422. En þetta er samt ekki svona einfalt. Bæði daga- töl Gaddafis endurspegla vestræna dagatalið, frá 1. janúar til 31. desember, nema hann notar ekki arabískar þýðingar á nöfnum mánaðanna, eins og gert er í flestum arabalöndum. Hann bjó til nýtt nafn fyrir hvern mánuð og sumar breytingarnar virðast vera tilraunir til að ná fram hefndum fyrir gamlar mis- gjörðir. Ágúst, sem heitir eftir Ágústusi Rómarkeisara, er þannig kallaður Hannibal, í höfuðið á hershöfðingjanum frá Karþagó í Norður-Afríku, sem leiddi fíla yfir Alpana og réðst inn í Ítalíu fyrir næstum 1.800 árum. Þetta mun vera hefnd fyrir að Ítalir skyldu gera Líbýu að nýlendu sinni 1912. Júlí, sem heitir eftir Júlíusi Sesari, heitir núna Nasser, í höfuðið á Gamal Abdel Nasser, fyrrver- andi Egyptalandsleiðtoga. En þótt nærri 30 ár séu liðin síðan Gaddafi breytti dagatalinu virðist hann enn ekki hafa gert upp hug sinn með það hvort dagatalið hann vill heldur. Í janúar sl. seldu verslanir dagbækur með ártalinu 1431 rituðu gylltum stöfum. En eftir ára- mót breyttu dagblöðin í landinu – sem öllum er stjórnað af yfirvöldum – dagsetningum sínum aft- ur til 1369. Engin skýring var gefin, og Gaddafi, sem veitir sjaldan viðtöl, sagði ekki orð. Níu mánuðum síðar virtist sem fáir hefðu tekið eftir því að breyting hefði orðið. Bóksalar urðu hissa þegar þeir voru spurðir um dagbækur fyrir árið 1369. Þeir fullyrtu að nú væri árið 1431 í Líb- ýu, þangað til þeim var sýnt dagblað. „Æ, hann hefur breytt ártalinu aftur,“ dæsti einn bóksalinn. Notaðu bara dagbók fyrir 2001, lagði hann til. Og tilfellið er að þrátt fyrir allar til- raunir Gaddafis eru dagbækur fyrir 2001, byggð- ar á vestræna dagatalinu, vinsælastar meðal Líb- ýumanna. Og þeir halda áfram að nota hefð- bundnar, arabískar þýðingar á nöfnum vestrænu mánaðanna þegar þeir halda upp á afmæli, gera ferðaáætlanir eða panta tíma. Hannibal og Nass- er virðast ekki hafa náð fótfestu. En dagatalið sem Gaddafi hefur búið til er not- að á opinbera pappíra og tilkynningar, og einnig á dagblöð, stundum með fáránlegum afleiðingum. Dag einn í september var í blaðinu al-Moallem skírskotað til þriggja mismunandi dagatala. Dag- setningin í hausnum var 1369; í ritstjórnargrein var talað um byltinguna 1969 er Gaddafi komst til valda; og blaðamaður nefndi árið 1424 þegar hann ræddi um nýsamþykkt lög. „Æ, hann hefur breytt ártalinu aftur“ Trípólí. AP. Mohammar Gaddafi OSAMA bin Laden segir að „árang- urinn“ af árásunum á Bandaríkin 11. september hafi orðið mun meiri en hann og liðsmenn al-Qaeda hafi gert sér vonir um. Kemur þetta fram á myndbandi sem sýnt var í sjónvarps- stöðvum um allan heim í gær en þar fjallar bin Laden um undirbúninginn að hermdarverkunum og er ljóst að hann hefur vitað allt um hann. Varn- armálaráðuneyti Bandaríkjanna komst yfir myndbandið er fannst í borginni Jalalabad og líklega var tek- ið í Kandahar snemma í nóvember. Bin Laden ræðir þar m.a. við gest frá Sádi-Arabíu, hann hrósar bin Laden. „Allir lofa þig og þína miklu dáð, sem var fyrst og fremst möguleg vegna velþóknunar Allah,“ segir gesturinn sem ekki hafa verið borin kennsl á. Viðbrögð almennings í arabalönd- um er myndbandið var sýnt voru blendin, sumir töldu það sanna með ótvíræðum hætti sekt bin Ladens, aðrir fullyrtu að um fölsun væri að ræða. „Er þetta mögulegt! Ég trúi ekki að bin Laden hafi gert það. Þýð- ingin er röng og við getum varla heyrt rödd hans. Bandaríkjamenn vilja bara bendla múslíma við verk- ið,“ sagði egypsk kona, Nadia Saqr. Fram kemur í máli bin Ladens að Egyptinn Mohamed Atta hafi stjórn- að sveitunum en hinum flugræningj- unum hafi ekki verið sagt hvað til stæði fyrr en þeir voru að stíga um borð í flugvélarnar. Fyrir ferðina vestur um haf hafi þeim aðeins verið sagt að þeirra biði „píslarvætti“. Menn bin Ladens fögnuðu ákaft er fyrri flugvélin skall á World Trade Center. „Bíðið bara rólegir,“ sagði hann við þá og sagði meira í vændum. Hann lýsir því hvernig hann hafi ver- ið bjartsýnn á að eldurinn myndi bræða stálið í turnunum en hann hafi aðeins átt von á að efstu hæðirnar myndu falla saman. Segir hann að liðsmenn al-Qaeda hafi reiknað út fyrirfram hve margir úr „liði óvinar- ins“ myndu falla í árásinni. Einnig fullyrðir hann að fjölmargir hafi snú- ist til íslams vegna atburðanna. Hann hlær öðru hverju dátt þegar rætt er um hryðjuverkin, hann stríðir tals- manni sínum sem ekki vissi um árás- irnar fyrr en hann sá þær í sjónvarp- inu. Bandaríkjamenn biðu um hríð með að birta myndbandið, meðal annars vegna þess að hljóðið er óskýrt og sumar setningar er ekki hægt að greina. Bin Laden vitnar í gamalt ljóð og oft heyrist Allah lofaður. Gesturinn lýsir ánægju með góðar móttökur, segir allt hreint og snyrti- legt í húsinu, hann hafi búist við að þurfa að búa í helli en það sé öðru nær. Loftárásum haldið áfram Talsmenn vestrænna stjórnvalda fögnuðu því að myndbandið skyldi birt og töldu það sanna með ótvíræð- um hætti að bin Laden hefði staðið á bak við árásirnar í september. „Bin Laden stærir sig af afskiptum sínum að illræðisverkunum og staðfestir þannig sekt sína,“ sagði Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands. Bandaríkjamenn héldu áfram loft- árásum á stöðvar liðsmanna bin Lad- ens í gær í fjöllum í austurhluta Afg- anistans. Afganskir stuðningsmenn Bandaríkjamanna og Breta á jörðu niðri bjuggu sig undir ný áhlaup á hermenn al-Qaeda sem hafa nú hvergi borg á valdi sínu eftir að Kandahar féll. Sjónvarpsstöðin CNN hafði eftir embættismönnum í gær- kvöldi að búið væri að umkringja helli þar sem bin Laden héldi sig í Afganistan. Myndband talið sanna sekt Osama bin Ladens Hreykinn og hlær dátt er hann ræð- ir um hryðjuverk- in í september Washington, London, Kaíró. AP, AFP. Reuters Osama bin Laden á myndbandinu sem birt var í gær. Myndbandið fannst í yfirgefnu húsi í Jalalabad og sýnir bin Laden ræða við gest frá Sádi-Arabíu og liðsmenn sína um hermdarverkin í New York og Washington.  Vissu aðeins/30 ARABARÍKI hjá Sameinuðu þjóð- unum hvöttu í gærkvöldi til þess að kallaður yrði saman bráðafundur í öryggisráði SÞ til að fjalla um deil- ur Ísraela og Palestínumanna. Rík- isstjórn Ariels Sharons í Ísrael hef- ur slitið öllu sambandi við stjórn Yassers Arafats, leiðtoga Palestínu, og segist framvegis munu berjast gegn hryðjuverkamönnum án sam- ráðs við hann. Ísraelar gerðu í gær loftárásir á stöðvar Palestínu- stjórnar á Gaza og Vesturbakkan- um, þar á meðal borgina Ramallah en þar hefur Arafat aðalbækistöð sína. Lögðu þeir einnig undir sig hluta af flóttamannabúðum á Gaza. Stjórn Sharons sakar Arafat um að beita sér ekki sem skyldi gegn Hamas og öðrum öfgasamtökum meðal Palestínumanna sem staðið hafa fyrir hryðjuverkum gegn óbreyttum, ísraelskum borgurum. Féllu tíu Ísraelar í slíkum árásum í gærmorgun. Bandaríkjamenn neituðu að tjá sig sérstaklega um þá ákvörðun Ísraela að hunsa Arafat en Ari Fleischer, talsmaður George W. Bush forseta í Washington, sagði Bush álíta að Arafat yrði að leggja sig meira fram og sýna þannig að hann vildi í reynd frið. William Burns, einn af sendimönnum Bandaríkjastjórnar í Miðaustur- löndum, sagði stjórn sína ætla áfram að ræða við Arafat. Frakkar gagnrýndu ákvörðun Sharons og í yfirlýsingu frá breska utanríkis- ráðuneytinu sagði að Arafat væri lykilmaður í friðarferlinu. Araba- ríki vilja bráða- fund SÞ SÞ, Gazaborg, Amman. AFP, AP.  Bandaríkjamenn/32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.