Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 72
DAGBÓK 72 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... ALLIR þjóðhollir Íslendingarhljóta að vera einkar súrir yfir þeirri ósvinnu frænda okkar Norð- manna (frændur hafa nú alltaf verið frændum verstir) að banna innflutn- ing á 80 kílóum af dýrindis þorramat til Björgvinjar. Af frétt í Morgun- blaðinu í gær má ráða að nota átti vistirnar til að stæla þjóðarvitund landans á þorrablóti Íslendinga- félagsins í Björgvin. Þessi synjun norskra yfirvalda á innflutningnum hlýtur því að teljast af sama meiði og óréttmætt tilkall Norðmanna til Snorra Sturlusonar, Eiríks rauða og Leifs heppna; ógnun við íslenzka sögu og menningu. x x x NORÐMENN bera víst fyrir sigeinhverjar heilbrigðisreglur, svipaðar og þær sem beitt er hér á landi til að koma í veg fyrir innflutn- ing á alls konar heimsfrægum sæl- keramat; ostum, pylsum o.s.frv. Eins og allir vita eru þær reglur hins veg- ar bara fyrirsláttur og innflutnings- bannið í raun hugsað til að vernda landbúnaðinn fyrir samkeppni. Það er því furðulegt að Norðmenn skuli ekki víkja þessum reglum til hliðar og veita undanþágu þegar verulega ríður á að hákallinn, hrútspungarnir og allt hitt ilmandi góðmetið komist til þurfandi Íslendinga sem lengi hafa dvalizt í útlöndum og þurfa á því að halda að vera minntir á fortíð sína og uppruna. Á mikilvægi slíks ættu nú Norðmenn af öllu fólki að hafa ríkan skilning. Eða halda norsk yf- irvöld kannski að 40 kíló af hangi- kjöti, 25 kíló af súrmat, sex kíló af sviðasultu og fjögur kíló af hákalli ógni markaðsstöðu lutefisk, pinne- kjøtt, smalahode, fårikål og hvað hann nú allur heitir, þessi skrýtni matur sem Norðmenn einir þjóða láta ofan í sig? Íslenzkt þorrablót með norskum sviðahausum væri náttúrlega bara eins og hvert annað grín. Víkverja sýnist að hér verði að beita utanríkisþjónustunni af fullum þunga og sjá til þess að sendiráðið í Ósló fái eitthvað að gera. x x x VANDINN við að ætla að haldaþorrablót Íslendinga erlendis er auðvitað sá, að engir aðrir en Ís- lendingar framleiða kæstan hákall, súrsaða hrútspunga, harðfisk, hangi- kjöt, súrt slátur, súrsaða selshreifa o.s.frv. Ef t.d. Suður-Evrópubúar, búsett- ir hér á landi, vilja halda ekta veizlu eins og í heimalandinu með hráu kjötmeti, ógerilsneyddum ostum og öllu heila galleríinu er þeim í lófa lag- ið að labba út í búð og kaupa íslenzk- ar eftirlíkingar af öllum heimsins frægustu frönsku ostum, ítölsku skinkum og spánsku pylsum. Þeir finna örugglega ekki einu sinni mun- inn. Þessu er hins vegar ekki þannig farið með Íslendinga í útlöndum, sér- staklega á þorranum og kannski líka á jólunum þegar hangikjötið er ómissandi. Þeir verða að fá sína vöru að heiman, frá framleiðendum sem kunna til verka. Af þessu leiðir að Íslendingar eiga mikið undir frjálsum útflutningi landbúnaðarafurða frá Íslandi og frjálsum innflutningi þeirra til ann- arra landa. Það er hins vegar óþarfi að flytja landbúnaðarvörur í hina áttina, eins og flestir skilja. Skora á blaðburðarfólk ÉG VIL skora á það blað- burðarfólk sem ber út Morgunblaðið að setja blað- ið alveg inn um lúguna því eins og veðrið hefur verið undanfarið verða blöðin blaut og skemmast við að standa út um lúguna. Það er verið að skora á okkur sem kaupum blaðið að hafa ljósin kveikt og moka frá og finnst mér að blaðburðarfólk eigi á móti að skila blaðinu al- mennilega frá sér. Áskrifandi. Hvert á að tilkynna? ÉG VAR að hlusta á sjón- varpið sl. mánudag þar sem fram kom í fréttum að búið væri að samskatta sambúð- arfólk sem væri búið að leika á kerfið. Ég vil hvetja alla sem vita um svona mál að tilkynna það. En hvert á að tilkynna þetta? Svar ósk- ast. Hanna. Hótel í Kaupmannahöfn ÉG þarf að komast í sam- band við einhvern sem hefur unnið á hóteli í Kaupmanna- höfn. Vinsamlega hafið sam- band í síma 691-6192. Kastljósið ÞAÐ var býsna furðulegt að horfa á Kastljósið 6. desem- ber sl. þar sem Geir Haarde og Ögmundur Jónasson, vinstri grænn, sátu fyrir svörum. Ögmundur hefir jafnan lag á því að hirða 70% af tímanum í slíkum þáttum. Hann hækkar röddina og yfirgnæfir andmælanda sinn. Haarde var allan tím- ann mjög kurteis eins og hans er vandi. Þegar pólitískar umræð- ur fara fram þá væri mjög æskilegt að hagnýta skák- klukku sem sýnir tímanotk- un því svona frekju má alls ekki verðlauna, síst í sjón- varpi. Áhugasamur hlustandi. Leiðinleg sjónvarpsdagskrá ÉG vil kvarta undan leiðin- legri sjónvarpsdagskrá, sér- staklega þáttunum Beðmál í borginni, tískuþáttum og Frasier, sem maður er orð- inn hundleiður á. Eins væri gott að fá betri myndir um helgar. Áhorfandi. Ódýr og góð lausn HVERNIG væri að dag- skrárstjórar Sjónvarpsins tækju upp á því að sýna Lín- una aftur á milli sjónvarps- þátta, rétt eins og forðum daga? Ódýr og góð lausn og mun skemmtilegra en tón- listarmyndbönd. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, Reykjavík. Tapað/fundið Lyklar í óskilum LYKLAR í litlu veski fund- ust við strætóbiðstöð í Álf- heimum þriðjudaginn 11. desember. Einnig fundust fimm lyklar á kippu í Álf- heimum miðvikudaginn 12. des. Upplýsingar í síma 581 1139. Plastpoki með fatnaði í óskilum Á GÖTUNNI fyrir framan verslunina Skerjaver í Ein- arsnesi fannst plastfatapoki seinni partinn í nóvember. Í honum eru bæði karlmanns- og kvenmannsföt. Eigand- inn getur vitjað þeirra í Skerjaveri. Seðlaveski týndist Portúlgalskur piltur, Bruno Fernando, týndi seðlavesk- inu sínu í Reykjavík eða Kópavogi um mánaðamótin nóv.–des. Öll hans skilríki eru í veskinu. Finnandi vin- samlega hafi samband við Katrínu í síma 694 9622. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 blettur, 4 á hesti, 7 smá- öldum, 8 tröllum, 9 töng- um, 11 blóma, 13 drepa, 14 brúkar, 15 kjaft, 17 sjófugl, 20 snjó, 22 nytja- löndin, 23 málgefin, 24 rjóða, 25 afkomandi. LÓÐRÉTT: 1 atgervi, 2 hluta, 3 sárt, 4 sorg, 5 vatnsfalla, 6 deila, 10 kærleikurinn, 12 elska, 13 augnalok, 15 fæði, 16 konu, 18 um garð gengið, 19 mannsnafn, 20 venda, 21 kindin. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 lystisemd, 8 lagin, 9 engil, 10 inn, 11 sorps, 13 dorma, 15 skraf, 18 ómerk, 21 jól, 22 lynda, 23 grunn, 14 ruglingur. Lóðrétt: 2 ylgur, 3 Túnis, 4 stend, 5 magur, 6 glás, 7 elda, 12 púa, 14 orm, 15 sýll, 16 runnu, 17 fjall, 18 ólgan, 19 efuðu, 20 kunn. K r o s s g á t a Skipin Reykjavíkurhöfn: Hannover kemur og fer í dag. Kyndill og Atlas koma í dag. Jumbo, Lagarfoss og Mánafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Svanur kom í gær. Fréttir Bókatíðindi 2001. Númer föstudagsins 14. des. er 87776. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 leikfimi og vinnustofa, kl. 12.45 dans – Sig- valdi, kl. 13 bókband. Bingó fellur niður í dag vegna jólahátíðar í kvöld. Gestur kvöldsins er Lára Björnsdótttir félagsmálastjóri, Reynir Jónasson verður við hljóðfærið, Aðalsteinn Ásberg og Anna Pálín leika og syngja, börn sýna dans og Andrzej Kleina leikur á fiðlu. Skráning í afgreiðslu Aflagranda 40, sími 562- 2571. Árskógar 4. Jólabingó í dag kl. 13.30. Kl. 13– 16.30 er smíðastofan op- in. Allar upplýsingar í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 bað, kl. 9–12 bókband, kl. 9– 16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerð, kl. 13 spilað í sal og glerlist. Jóla- trésskemmtun verður í dag kl. 14. Jólasveinn- inn kemur í heimsókn. Fjórar klassískar kynna nýútkominn geisladisk sinn. Skráning í s. 568- 5052 fyrir 13. des. Allir velkomnir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið í Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstudög- um kl. 13.30. Kóræfing- ar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos- fellsbæ, í Hlaðhömrum fimmtudaga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hárgr. og fótanudd í s. 566- 8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9– 12 aðstoð við bað, kl. 9– 16.45 er hárgreiðslu- stofan opin, kl. 9 er handavinnustofan opn- uð. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 er verslunin opin, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði í Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB mánudaginn 17. desem- ber. Panta þarf tíma. Jólaferð verður farin um Suðurnesin 17. des- ember. Jólaljósin skoð- uð. Fararstjóri er Sig- urður Kristinsson. Brottför frá Glæsibæ kl. 15. Vinsamlegast sækið farmiðann fyrir helgi- .Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofan er flutt að Faxafeni 12, sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði í Glæsibæ. Uppl. á skrifstofu FEB. kl. 10–16, s. 588-2111. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 9.30 göngu- hópur, kl. 14 brids. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16, blöðin og kaffi. Félagsstarfið Furu- gerði. Í dag kl. 14 verð- ur messa, prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Furugerðiskórinn syng- ur undir stjórn Ing- unnar Guðmundsdóttur. Kaffiveitingar eftir messu. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 eru vinnu- stofur opnar, frá hádegi er spilasalurinn opinn, kl. 14 er kóræfing. Jóla- stemming í öllu húsinu, allir velkomnir. Veit- ingar í veitingabúð. Upplýsingar um starfs- semina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband, kl. 9.15 rammavefnaður. Gullsmári Gullsmára 13. Glerlistahópur kl. 10. Gleðigjafarnir syngja í Gullsmára kl. 14. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 9 handavinna, bútasaumur, kl. 11 spurt og spjallað. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 bað, leikfimi og postulín, kl. 12.30 postulín. Fót- snyrting og hársnyrt- ing. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10 boccia. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerðir, kl. 12.30 leirmótun, kl. 13.30 bingó. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30– 16 dansað við lagaval Sigvalda, kl. 15 kennir Sigvaldi salsa. Gott með kaffinu, allir velkomnir. Nýtt námskeið í leir- mótun hefst eftir ára- mót. Leiðbeinandi er Hafdís Benediktsdóttir. Kennt verður á fimmtu- dögum frá kl. 17–20. Ath. Takmarkaður fjöldi, skráning í s. 562- 7077. Háteigskirkja – aldr- aðir. Samvera í Setrinu kl. 13–15. Sauma-/ prjónaklúbbur, vöfflur með kaffinu. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur á morgun kl. 21 í Konna- koti, Hverfisgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (um 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laug- ardögum kl. 15–17 á Geysi, Kakóbar, Að- alstræti 2 (gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Minningarkort ABC- hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC-hjálparstarfs í Sól- túni 3 í Reykjavík í síma 561-6117. Minning- argjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslu- korti. Allur ágóði fer til hjálp- ar nauðstöddum börn- um. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspít- alasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hrings- ins í síma 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborg- arsvæðinu. Bergmál, líknar- og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikna fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í síma 587-5566, alla daga fyrir hádegi. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551-3509. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla), sími 588-8899. Líknarsjóður Dóm- kirkjunnar, minning- arspjöld seld hjá kirkju- verði. Í dag er föstudagur 14. desember, 348. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Ég tek mér eigi sæti hjá lygurum og hefi eigi umgengni við fláráða menn. (Sálm. 26, 4.) ÓEKTA fjölskyldan virðist tekin við af kjarnafjöl- skyldunni svo vart má á milli sjá hvor á erfiðar upp- dráttar. Þó hygg ég að sú óekta sé ekki of vel haldin þrátt fyrir hærri barna- eða vaxtabætur því í flest- um tilfellum tekur hún við uppflosnuðum, einstæðum föður, með aleiguna í plast- poka, fyrir utan það að vera helgarpabbi með þetta eitt stykki barn upp í átta. Það er fátt um mein- lætalíf í dag. Ekki er ég þess umkomin að finna rætur þessarar uppflosn- unar kjarnafjölskyldunnar nema ef vera skyldi sú efnahagsstjórn sem síðast- liðin tuttugu ár hefur skikkað þá sem tekið hafa lán, framfærslu-, náms- eða íbúðarlán, til að greiða sí- hækkandi vexti og verð- bætur af föstum afborg- unum. Nú eru það tilmæli mín að eitthvert góðgerð- arfélagið, sem er báðum kynjum góðviljað, karli og konu, t.a.m. kvenrétt- indahreyfingin eða Stíga- mót, opni reikning til handa mér óþekktri móð- ur, sem viðurkenndi vininn sinn á hurðinni hjá sér, svo hún geti goldið keisaranum það sem keisarans er, eða ofgreiddar barna- og vaxtabætur að upphæð 600 þús. kr. eins og kom fram í fréttum nýverið. Virðingarfyllst, Guðrún Jacobsen. Óekta fjölskyldan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.