Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FORYSTUMENN Samtaka atvinnulífsins og Al- þýðusambands Íslands undirrituðu í gær sam- komulag um frestun á endurskoðun launaliðs kjarasamninga fram í maí á næsta ári og um samstilltar aðgerðir til að draga úr verðbólgu og koma á stöðugleika. Ríkisstjórnin gaf samhliða út yfirlýsingu um aðgerðir í efnahagsmálum, þar sem lýst er stuðningi við þau markmið sem að- ilar vinnumarkaðarins hafa náð samkomulagi um. Gengi krónunnar styrkist og vextir lækki í kjölfarið Forsvarsmenn samtakanna eru sammála um að aðgerðirnar muni stuðla að hækkun á gengi krónunnar, draga muni hratt úr verðbólgu á næstunni og vextir lækka í kjölfarið. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á Al- þingi í gær að menn hefðu af miklum myndug- leik tekið höndum saman um að treysta und- irstöður efnahagslífsins og stuðla að því að gengi krónunnar yrði með þeim hætti er svaraði til raunveruleikans. Eðlilegt gengi krónunnar myndi síðan hafa jákvæð áhrif á verðlagsþróun í landinu. Í samkomulaginu felst að verði vísitala neyslu- verðs ekki hærri en 222,5 stig í maí teljist verð- lagsforsenda kjarasamninga hafa staðist, en það þýðir að verðbólga á næsta ári verði um eða inn- an við 3%. Gangi þetta eftir munu vinnuveit- endur greiða 1% framlag í séreignasjóð launa- manns án framlags af hálfu launþegans frá og með 1. júlí 2002. Þá munu almenn laun hækka um 0,4% umfram það sem samningar kveða á um 1. janúar 2003. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar felst m.a. að tollar á nokkrum grænmetistegundum verði felldir nið- ur og lækkaðir í öðrum tilvikum, tryggingagjald verður lækkað úr 6% í 5,73% 2003, fylgt verði að- haldssamri stefnu í ríkisfjármálum og unnið að breytingu á lánasamsetningu ríkissjóðs. Mikilvægt að allir taki þátt í þessari vegferð Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði í gær að forystumenn launþegasamtakanna hefðu fulla trú á að markmiðin sem menn væru að setja sér myndu nást og yfirgnæfandi líkur væru á að samfélagið allt tæki þátt í þessari vegferð. ,,Við framkvæmdina reynir núna hvað mest á stjórn- völd og þau eru jú þátttakendur í þessu. Við höf- um engar efasemdir um að þau ætli að fylgja málinu eftir. Við munum auðvitað gera það og Samtök atvinnulífsins munu örugglega gera það að því leyti sem þau geta, en svo eru ýmsir aðrir aðilar í þessu samfélagi sem hafa mikil áhrif og við einfaldlega treystum því að þeir taki þátt í þessari vegferð,“ sagði hann. Stuðlar vonandi að friði á vinnumarkaði Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, gerir sér vonir um að samkomulagið geti stuðlað að friði á vinnumarkaði, efnahagslegum stöðugleika og minni verðbólgu. Mikil áhersla hafi einnig verið lögð á að niðurstaðan yrði trúverðug, sem gæti haft áhrif á væntingar til framtíðarþróunar fyrir fleiri en þá sem að máli komu við gerð sam- komulagsins. ,,Mér sýnist á viðbrögðunum að það hafi tekist,“ sagði hann. Að mati Seðlabankans mun samkomulagið stuðla að því að gengi krónunnar styrkist og að spá um hjöðnun verðbólgunnar gangi eftir. ,,Styrkist gengið á næstunni, eins og allar for- sendur eru til, gæti verðbólga orðið minni. Gangi þessi þróun eftir mun hún að öðru óbreyttu skapa forsendur fyrir frekari lækkun vaxta,“ segir í yfirlýsingu bankans í gær. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Forystumenn SA og ASÍ takast í hendur að lokinni undirritun samkomulags um kjaramál og samstilltar efnahagsaðgerðir í gær. Telja verðbólguna munu minnka hratt á næstunni  Samfélagið/42  Hægt verður á/10 Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnin ganga frá þríhliða samkomulagi um kjaramál og efnahagsaðgerðir "# TUGIR kvenna í slysavarnadeildum í Ólafsvík og á Hellissandi hafa staðið vaktina frá því að Svanborg SH-404 fórst við Skálasnaga sunn- an við Öndverðarnes fyrir viku. Hafa þær skipt með sér verkum og séð um matseldina á meðan björg- unarsveitarmenn Slysavarnafélags- ins Landsbjargar hafa gengið fjörur í leit að þeim skipverjum sem saknað er eftir sjóslysið. Leitinni er stýrt frá björgunarmiðstöðinni Líkn á Hellissandi og þar hafa kon- urnar boðið upp á smurt brauð, kaffi, kökur og heitan mat þá daga sem leit hefur staðið yfir. Slysa- varnadeildir kvenna starfa víða um land og sjá þær m.a. um matargerð- ina þegar leit eða björgun stendur yfir. Um 20 björgunarsveitarmenn voru við leit í gær auk björg- unarskipsins Bjargar. Björg- unarskipið var við leit fram eftir degi en kallað til hafnar vegna veð- urs. Þá var sigið í bjargið skammt norðan strandstaðar í gær og er ráðgert að leggja meiri áherslu á þann þátt í leitinni um helgina ef veður leyfir. Tugir kvenna standa vaktina Morgunblaðið/Alfons Frá vinstri eru Sigrún Ólafsdóttir, formaður slysavarnafélagsins Sum- argjafar í Ólafsvík, Albína Gunnarsdótttir, gjaldkeri slysavarnafélags- ins Helgu Bárðardóttur á Hellissandi, Inga Jóna Guðlaugsdóttir, for- maður Helgu Bárðardóttur, og Ingi Hans Jónsson, fulltrúi í svæðis- stjórn björgunarsveitarfélaganna á Snæfellsnesi.  Allir eru/6 LÖGREGLUMENN á vegum ríkis- lögreglustjóra hafa það sem af er þessu ári fylgt 17 útlendingum úr landi. 13 þeirra voru hælisleitendur sem útlendingaeftirlitið hafði neitað um dvalarleyfi en fjórir þeirra höfðu lokið afplánun refsidóma. Útlendingaeftirlitið hafði vísað öll- um af landi brott en embætti ríkis- lögreglustjóra hefur það hlutverk að sjá til þess að viðkomandi yfirgefi í raun landið. Smári Sigurðsson, yfirmaður al- þjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir að slíkum ferðum hafi fjölgað talsvert en í fyrra fylgdi lögregla 12 manns úr landi. Þessi fjölgun er í takt við fjölgun hælisleitenda. Í síðustu viku var Þjóðverja, sem hafði smyglað hingað fíkniefnum og afplánað dóm, fylgt úr landi. Í fyrra- dag var farið með þrjá Litháa, sem höfðu verið dæmdir fyrir stórfelldan þjófnað úr verslunum Hans Peter- sen og Bræðranna Ormsson, úr landi. Fjórir lögreglumenn fylgdu mönnunum til Kaupmannahafnar þaðan sem flogið var með þá til Litháen. Hafa fylgt 17 útlend- ingum úr landi NETABÁTURINN Happasæll KE 94 var dreginn til Keflavíkur í gær- kvöld eftir að hann varð vélarvana 15–20 sjómílur frá Garðskaga. Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein úr Sandgerði dró Happasæl til hafn- ar en erfiðlega gekk að koma honum að bryggju þar sem hvasst var. Einnig var notast við systurbátinn Sigga Guðjóns og Guðmundur Rún- ar Hallgrímsson útgerðarmaður setti bönd á jeppa sinn og reyndi að draga bátinn að bryggju. Björgunar- menn höfðu af því áhyggjur þegar Happasæll kom inn í höfnina að hann færi upp í grjótið við höfnina en menn höfðu á því orð að gæfan hefði verið mönnum hliðholl. Happasæll dreginn til hafnar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.