Morgunblaðið - 16.12.2001, Page 1

Morgunblaðið - 16.12.2001, Page 1
MORGUNBLAÐIÐ 16. DESEMBER 2001 289. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Stór stund í lífi margra rennur upp á næstu dögum þegar Föruneyti hringsins, fyrsti hluti kvikmyndagerðarinnar á Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkiens, verður opinberaður. Skarphéðinn Guðmundsson fór í ferðalag til Miðgarðs og ræddi við skaparana og leikara sem gæddu sögupersónurnar lífi. /2 Hringadróttinssaga erðalögFerðaráðgjöf í tölvu bílarVW Sharan börnGrýla er ekki dauð bíóBen Stiller Fjölskyldumálin Sálarlífið á fullorðinsárum Veisluréttir úr gómsætum saltfiski og umfjöllun um jólavínin Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 16. desember 2001 B 1,2 milljónir gesta á tveimur mánuðum 10 Dínamít í þágu heimsfriðarins 12 Stefnir á Ólympíuleikana 18 FJÓRIR Palestínumenn, þar af einn unglingur, féllu og að minnsta kosti 75 særðust í mikilli skothríð ísr- aelskra hermanna í bænum Beit Han- un í gær. Ísraelskar F-16-herþotur réðust gegn bækistöðvum palestínsku ör- yggislögreglunnar í fyrrinótt, þriðju nóttina í röð, en í gærmorgun lögðu Ísraelar undir sig Gaza-borg. Kom til mikilla átaka með þeim og hundruð- um palestínskra unglinga, sem réðust gegn skriðdrekunum með grjótkasti í bænum Beit Hanun. Bandaríkjamenn beittu í gær neit- unarvaldi í öryggisráðinu gegn álykt- un þar sem fordæmd voru hryðjuverk gegn Ísraelum og Palestínumönnum og hvatt til, að alþjóðlegt gæslulið yrði sent til Miðausturlanda. 12 ríki studdu ályktunina en Bretar og Norð- menn sátu hjá. „Óskiljanleg“ afstaða John Negroponte, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði, að með ályktuninni hefði verið stefnt að því að einangra Ísrael og ekki minnst á hryðjuverkin gegn þeim. Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakk- lands, sagði aftur á móti, að afstaða Bandaríkjamanna væri „óskiljanleg“. Mannfall og átök á Gaza Reuters Palestínskur drengur beinir leikfangabyssunni sinni að ísraelskum skriðdreka í bænum Beit Hanun á Gaza-svæðinu. Ísraelar skutu í gær fjóra Palest- ínumenn, þar af einn ungling, og særðu tugi manna. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hefur boðað mikilvægt ávarp í dag. Gaza. AP, AFP. Leikfangabyssa gegn skriðdrekum UM 50 liðsmenn al-Qaeda, hryðju- verkasamtaka Osama bin Ladens, hafa gefist upp fyrir afgönsku her- liði sem sækir gegn þeim í fjall- lendinu við Tora Bora í Austur- Afganistan. Said Mohammad Pal- awan, einn afgönsku foringjanna, sagði, að 300 aðrir hefðu heitið uppgjöf og hefðu þeir ætlað að gefa sig fram fyrir miðjan dag í gær. Sá frestur leið þó án þess til þeirra sæist. „Al-Qaeda er búið að vera, síð- ustu vígi þeirra eru að falla,“ sagði Hazarat Ali, yfirmaður afganska herliðsins, en hann og talsmenn Bandaríkjahers segja að allt að 1.000 al-Qaeda-liðar, aðallega arabar og Tsjetsjenar, séu innikró- aðir í dal, í hellum uppi í hlíðunum og uppi á fjallsöxl. Bandaríkjamenn hafa haldið uppi látlausum sprengjuárásum á þá og meðal annars beitt mörgum AC-130-fallbyssuþyrlum. Sagði Ali, að lík 33 al-Qaeda-manna hefðu fundist í gær og í fyrradag og fjórir náðst lifandi. Komið hefur fram í fjarskiptum milli al-Qaeda-liða, að 60 Tsjetsj- enar hafi flúið burt og einn foringi Afgananna, Mohammed Khan, hafði eftir þremur arabískum föngum, að 50 al-Qaeda-foringjar, ekki þó þeir æðstu, hefðu flúið snemma í gær á múlösnum í átt að pakistönsku landamærunum, sem eru aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð. Þar er pakistanski her- inn með mikla gæslu. Barist um helli bin Ladens? Ekkert er enn vitað um verustað bin Ladens en afgönsku sveitirnar hafa átt í hörðum bardögum við nokkur hundruð al-Qaeda-menn við ákveðinn helli, sem Khan segir hafa verið bækistöð bin Ladens. Sumir telja þó líklegast að hann sé í felum annars staðar í Afganistan, hugsanlega nálægt Kandahar, eða jafnvel, að hann sé farinn úr landi. Bandarískir sérsveitamenn hafa tekið virkan þátt í bardögunum síðustu daga og kannað þá hella sem liðsmenn al-Qaeda notuðu sem bækistöðvar. Mikið hefur fundist þar af skjöl- um, tölvudiskum, myndböndum og listar með símanúmerum al- Qaeda-liða í öðrum löndum. Er það haft eftir bandarískum leyni- þjónustumönnum að þessar upp- lýsingar séu mjög mikilvægar og hafi þegar leitt til handtöku ým- issa liðsmanna hryðjuverkasam- takanna. Þjóðverjar varaðir við hryðjuverkum Bandaríska leyniþjónustan hefur varað yfirvöld í Þýskalandi við hættu á hryðjuverkum í landinu á næstunni. Kemur það fram í mánudagsútgáfu þýska vikuritsins Focus, sem segir að þrír hryðju- verkamenn hafi fengið skipun um að fremja hryðjuverk í Þýskalandi einhvern tíma á næstu fjórum mánuðum. Afganar segja að síðustu vígi al-Qaeda séu að falla Eru innikróaðir í fjöllunum, á flótta og sumir hafa gefist upp Tora Bora, Washington. AP, AFP. RÁÐAMENN Evrópusam- bandsins, ESB, samþykktu í gær svokallaða „Laeken-yfir- lýsingu“ á fundi sínum við Brussel en hún varðar ýmsar umbætur og framtíð sam- runaferilsins í Evrópu. „Sambandið stendur á krossgötum. Almenningur vill, að ákvarðanir þess verði opnari og lýðræðislegri og það kallar á ýmsar umbætur innan hinna evrópsku stofn- ana,“ segir í yfirlýsingunni en hún verður síðan meginverk- efni ráðstefnu, sem haldin verður í mars. Eiga umbæt- urnar m.a. að ná til fram- kvæmdastjórnarinnar, ráð- herraráðsins og Evrópuþings- ins. Hvatt til umbóta í ESB Laeken. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.