Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Opið til 22.00 www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K R I 16 21 2 1 2/ 20 01 Jólasveinn dagsins kemur kl. 17.00 MIKIL veðurblíða hefur verið víða um land undanfarna daga. Jón Hjálmarsson, sem býr í Vík í Mýr- dal, komst í sumarskap í logni og 10 stiga hita á föstudagskvöld, dró út grillið, tók úr frosti grillkjöt, sem ekki var hægt að grilla í sumar vegna vætutíðar, og iðkaði matseld í skammdeginu, sem um hásumar væri. Líklega er það ágæt leið til að slaka á í öllu jólaamstrinu og kom- ast í sumarskap. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Grillað í blíðunni ALLS leituðu 408 manns til Neyð- armóttöku vegna kynferðisbrota á árunum 1997–2000. Á sama tímabili var lögreglu tilkynnt um 173 nauðg- anir, 18 voru ákærðir og 11 voru sak- felldir í héraðsdómi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari dómsmálaráðherra við viðamikilli fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur alþingismanns. Í greinargerð með fyrirspurninni kemur fram að kannanir á Norður- löndunum og í löndum Vestur-Evr- ópu hafi leitt í ljós að tilkynntum nauðgunum og ákærum í nauðgun- armálum hafi fjölgað en sakfellingar hafi nokkurn veginn staðið í stað. Þar kemur fram að á árunum 1977–1988 bárust embættinu 148 mál, 66 ákærur voru gefnar út og 63 voru sakfelldir fyrir nauðgun. Á ár- unum 1989–2000 bárust um 228 mál, 78 voru ákærðir og 63 sakfelldir. Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru í tæplega 40% þeirra nauðg- unarmála sem embættinu hafa bor- ist frá lögreglu á árunum 1977–2000. Samtals sendi lögregla frá sér 376 mál en ákært var í 144 tilfellum. Í ríf- lega 80% tilfella fékkst sakfelling í héraðsdómi. Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að möguleikar til söfnunar og úrvinnslu á tölfræði um afbrot hafi aukist verulega á undanförnum ár- um þannig. Sú væri á hinn bóginn ekki raunin þegar óskað væri upp- lýsinga um nauðgunarmál 24 ár aft- ur í tímann en reynt hefði verið að afla þeirra gagna eftir föngum. Nær útilokað væri þó að fá heildstætt yf- irlit yfir tilkynntar nauðganir á ár- unum 1977–1988. Samkvæmt gögnum ríkislögreglu- stjóra var á árunum 1988–1996 að jafnaði tilkynnt um 21 nauðgun á ári. Þessar tölur eru birtar með þeim fyrirvara en þær eru byggðar á málaskrá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Þar hófst tölvuskráning fyrst ár- ið 1988 en síðar í áföngum til ársins 1997 þegar öll embættin, nema sýslumaðurinn á Keflavík, tengdust sömu skrá. Fjöldinn á því ekki við um allar tilkynntar nauðganir á landinu en frá árinu 1997–2000 voru tilkynningar að jafnaði um 43 á ári. Samkvæmt þessum upplýsingum var lögreglu tilkynnt um 360 nauðg- anir frá 1988–2000. Margar nauðganir en fáir sakfelldir HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur svipt tæplega fertuga konu ökuleyfi í tvö ár og dæmt hana til greiðslu 80 þúsund króna sektar fyrir ölvunar- akstur, hraðakstur, þjófnað og tilraun til þjófnaðar á þessu ári. Ákærða olli umferðaróhappi er hún ók ölvuð með því að aka á aðra bifreið og yfirgaf vett- vang án þess að tala við öku- mann hinnar bifreiðarinnar. Hún bar því við að farþegi sinn hefði ógnað sér til aksturs bif- reiðarinnar þótt hún væri undir áhrifum en dómurinn taldi slíkt ósannað. Dómurinn tók tillit til þess varðandi þjófnaðarbrot ákærðu og tilraun hennar til þjófnaðar að um smáræði var að tefla og eigendur munanna myndu end- urheimta þá en um var að ræða fatnað og geisladiskahulstur. Erlingur Sigtryggsson dóm- stjóri kvað upp dóminn. Verj- andi ákærðu var Arnar Geir Hinriksson hdl. og Daði Krist- jánsson, fulltrúi sýslumanns, sótti málið. Svipt öku- leyfi í tvö ár MIKLAR annir og óvenjulegt mál gerðu að verkum að heilbrigðis- ráðuneytið var rúmlega sjö og hálf- an mánuð að svara erindi eins um- sækjanda um stöðu framkvæmda- stjóra kennslu og fræða við Landspítala – háskólasjúkrahús, eftir að hann óskaði skýringa á ráðningu í stöðuna sem veitt var öðrum umsækjanda. Umboðsmaður Alþingis gerir í nýju áliti athuga- semd við þennan langa tíma sem tók að svara erindi þessa aðila, en telur hins vegar að rétt hafi verið staðið að ráðningunni. Guðríður Þorsteinsdóttir, skrif- stofustjóri lögfræðiskrifstofu heil- brigðisráðuneytisins, segir aðalat- riðið í þessu máli vera að rétt hafi verið staðið að ráðningunni. Hins vegar hafi það tekið langan tíma að vinna svar við erindi umsækjand- ans, bæði vegna anna og þess hversu óvenjulegt málið var, auk þess sem sumarleyfi starfsmanna ráðuneytisins hafi haft þar áhrif. Þegar erindið barst þurfti að leita gagna og upplýsinga frá Landspít- alanum varðandi málið, þar sem fjalla þurfti m.a. um það hvort nefnd háskólans hefði verið heimilt að gera aðrar kröfur til umsækj- enda en tilteknar voru í auglýsingu um starfið. „Þegar þarf svona gagnaöflun og skrifa ítarlega lögfræðilega grein- argerð, þá tekur það langan tíma og erindin sem berast og verkefnin eru gífurlega mörg,“ segir Guðríð- ur. „Við þurftum að afla upplýsinga og gagna frá Landspítalanum varð- andi málið. Í því var verið að fjalla um hvort heimilt hefði verið að nefnd háskólans gerði aðrar kröfur en tekið væri fram í auglýsingunni, þannig að þetta mál var frekar óvenjulegt og því nauðsynlegt að kafa ofan í það.“ Að sögn Guðríðar hefur álag á starfsfólk í stjórnsýslu ríkisins auk- ist verulega, m.a. vegna Evrópu- verkefna, án þess að fleira starfs- fólk hafi verið ráðið og því geti orðið tímafrekt að afgreiða ýmiss konar aukaverkefni sem berast inn í ráðuneytið. „Það er nú bara þannig að stjórn- sýslan er undirmönnuð og eiginlega útilokað að standa í öllum tilfellum við þær kröfur sem gerðar eru um hraða málsmeðferð. Það eru líka gerðar geysilegar kröfur um að málsmeðferð sé vönduð og hún á bæði að vera mjög vönduð og mjög hröð,“ segir Guðríður. Tók heilbrigðisráðuneyti sjö og hálfan mánuð að svara Miklar annir seinkuðu afgreiðslu SIV Friðleifsdóttir, samstarfs- ráðherra Norðurlanda og um- hverfisráðherra, og Árni Math- iesen sjávarútvegsráðherra funda með Svein Ludvigsen, samstarfsráðherra og sjávarút- vegsráðherra Noregs, á morg- un, mánudag. Ludvigsen kom hingað til lands seint á föstu- dagskvöld og dvelur hér til þriðjudags. Rætt verður um norrænt samstarf, en Norð- menn fara með formennsku í norrænu ráðherranefndinni 2002. Á fundi Ludvigsen og ís- lensku ráðherranna verður einkum komið inn á málefni barna og ungmenna, matvæla- öryggi og grannsvæðasamstarf í víðum skilningi. Má m.a. nefna vestnorrænt samstarf og aukna áherslu á grannsvæðasamstarf til vesturs. Þá verður rætt nor- rænt samstarf í sjávarútvegs- málum og um fiskeldi og veiðar á sjávarspendýrum. Þá verður rætt um verndun lífríkis og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda í Norður-Atl- antshafi, sem og hættuna á um- hverfisslysum á svæðinu vegna starfsemi endurvinnslustöðvar- innar í Sellafield og á Barents- svæðinu vegna starfsemi rúss- neskra kjarnorkuvera. Heimsókn Ludvigsen til Ís- lands er fyrsta erlenda heim- sókn hans eftir að hann tók við ráðherraembætti í ríkisstjórn Kjells Magne Bondevik 19. október sl. Ræðir grann- svæðasam- starf við Íslendinga Norski sjávarút- vegsráðherrann í Íslandsheimsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.