Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 9/12 – 15/12 ERLENT INNLENT  ATLANTA hefur samið um leigu á tveimur þotum til fraktflugs. Eru þær af gerðinni Boeing 747-200. Hefur önnur þeirra þegar verið leigð til Cargolux. Áhafnir Atlanta fljúga þot- unum. Hyggst fyrirtækið hasla sér völl í fraktflugi á sama hátt og í farþega- flugi, þ.e. að leigja út þotur til fyrirtækja í fraktflugi.  ERLENDUR fjárfestir sem íhugar kaup á Perl- unni hefur sett fram hug- mynd um að reka þar spila- víti. Ef verða á af slíkum rekstri þarf lagabreytingu þar sem hann er ekki leyfi- legur hérlendis.  BORGARRÁÐ hefur sett fram þá tillögu að einka- dans verði bannaður á nektarstöðum. Er ætlunin að kasta fram frumvarpi að breytingum á lögreglu- samþykkt borgarinnar í þessa veru.  MAÐUR lést í bílslysi á Eyrarbakkavegi á mið- vikudag. Var hann í fólks- bíl sem lenti í árekstri við jeppa.  HÆSTIRÉTTUR þyngdi dóm yfir manni sem dæmd- ur var fyrir nauðgun, lík- amsmeiðingar, eignaspjöll og fleira. Var refsingin lengd úr þriggja ára fang- elsi í fjögurra og hálfs árs.  TALIÐ er að um 17 þús- und heimili í landinu séu án innbústryggingar. Sjóvá-Almennar áætla út frá markaðshlutdeild sinni að fimm brunar frá kertum verði á degi hverjum í des- ember. Talið er að tjón vegna þeirra nemi um 40 milljónum króna. Samið um aðgerðir í kjaramálum SAMÞYKKT var á formannafundi Al- þýðusambands Íslands á mánudag að fresta um þrjá mánuði að endurskoða launalið gildandi kjarasamninga. Í framhaldi af því var á fimmtudag und- irritaður samningur milli forystu- manna ASÍ og Samtaka atvinnulífsins um þessa frestun og samstilltar að- gerðir til að draga úr verðbólgu og koma á stöðugleika. Jafnframt gaf rík- isstjórnin út yfirlýsingu um aðgerðir í efnahagsmálum þar sem lýst er stuðn- ingi við þessi markmið. Forsvarsmenn samtakanna eru sammála um að að- gerðirnar muni stuðla að hækkun á gengi krónunnar og vextir lækki. Launalækkanir kannaðar FORRÁÐAMENN Flugleiða vörpuðu fram þeirri hugmynd á fundi með for- svarsmönnum helstu stéttarfélaga starfsmanna hjá fyrirtækinu að launa- hækkanir yrðu frystar næstu átján mánuði. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði þegar skipulagsbreyt- ingar voru kynntar hjá félaginu að ef draga ætti úr rekstri yrði að skoða lækkun launa eins og ýmsar aðrar leið- ir til að draga úr kostnaði. Meiri áhugi á hlutafé en í boði var VIÐ hlutafjárútboð í Bakkavör Group óskuðu einstaklingar og fagfjárfestar eftir að kaupa hlutafé fyrir nærri 5 milljarða króna en í boði var hlutafé fyrir 2,9 milljarða króna. Hlutafjáraukningin var ákveðin í framhaldi af kaupum Bakkavarar á breska matvælafyrirtækinu Katsouris Fresh Food fyrir 15,6 milljarða króna. Kaupþing sá um útboðið og sagði fulltrúi þess að áhuginn sýndi að menn hefðu trú á Bakkavör. MYNDBANDIÐ með Osama bin Laden, sem sýnt var á fimmtudag, þykir sanna, að hann hafi vitað allt um undirbúning hermdarverkanna í Bandaríkjunum 11. september. Þar segir hann meðal annars frá því, að Mohammed Atta hafi verið foringi hryðjuverkasveitanna og bin Laden segist hafa verið búnn að reikna út hugsanlegt mannfall í árásunum. Það hafi þó orðið meira en þeir hafi þorað að vona. Viðbrögðin víðast hvar eru þau, að myndbandið sanni sekt bin Ladens en í arabaríkjunum eru þau þó dálítið blendin. Sumir segja myndbandið sanna það, sem vitað var, en aðrir telja það ekki fullnaðarsönnun eða jafnvel, að það sé falsað. Ísraelar hefna hryðjuverkaárásar PALESTÍNSKIR hryðjuverkamenn felldu 10 Ísraela er þeir réðust með sprengjukasti og vélbyssuskothríð á fólksflutningabifreið nálægt Nablus á Vesturbakkanum á miðvikudag. Á sama tíma gerðu tveir Palestínu- menn sjálfsmorðsárás á Gaza og særðu fjóra. Ísraelsstjórn lýsti strax yfir, að hún myndi hefna þessa grimmilega og hefur nú slitið öllu sambandi við palestínsku heima- stjórnina. Hefur ísraelskur her sótt inn á Vesturbakkann og Gaza og loftárásir verið gerðar á ýmis mann- virki. Voru sex Palestínumenn drepnir á föstudag og þrír í gær. Bandaríkjamenn beittu í gær neit- unarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn ályktun þar sem hryðjuverk gegn Ísraelum og Pal- estínumönnum voru fordæmd og hvatt til, að alþjóðlegt gæslulið yrði sent til Miðausturlanda. 12 ríki studdu ályktunina en Bretar og Norðmenn sátu hjá. Myndband sýnir sekt bin Ladens  GEORGE W. Bush, for- seti Bandaríkjanna, til- kynnti á fimmtudag, að Bandaríkjastjórn ætlaði að segja upp ABM, gagneld- flaugasáttmálanum frá 1972, með sex mánaða fyr- irvara. Kvað hann sáttmál- ann hindra Bandaríkja- menn í að verjast hugsan- legum árásum hryðju- verkamanna og óáreið- anlegum ríkjum. Hefur þessi einhliða uppsögn ver- ið gagnrýnd harðlega en svo virðist sem Rússar ætli að sætta sig við hana.  FIMM manns gerðu árás á indverska þingið í Nýju-Delhí á fimmtudag og urðu sjö manns að bana áður en þeir voru sjálfir skotnir. Indverska stjórnin hefur þegar lýst yfir, að tvenn samtök íslamskra öfgamanna í Pakistan beri ábyrgð á ódæðinu.  SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseti Júgó- slavíu, var nú í vikunni leiddur fyrir stríðsglæpa- dómstól Sameinuðu þjóð- anna í Haag og ákærður fyrir þjóðarmorð. Er það alvarlegasta kæran, sem lögð hefur verið fram á hendur honum. Neitaði hann sem fyrr að tjá sig um ákæruna.  KOFI Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók við friðar- verðlaunum Nóbels í Ósló sl. mánudag. Sagði hann í ræðu sinni, að réttindi ein- staklingsins vægju þyngra en réttindi ríkisins og ekki mætti nota fullveldið sem skálkaskjól fyrir mannrétt- indabrot. EITT af því sem gerir erfiðara en ella að aðstoða suma af þeim sem misstu ættingja eða vini í hryðjuverkunum í Bandaríkjunum eða komust naum- lega af er að þeir óttast neikvæðan „geðveikisstimpil“ samfélagsins ef þeir fá hjálp vegna svefnvandræða og andlegra truflana í kjölfarið. Eftir til- ræðið í Oklahoma fyrir nokkrum ár- um var komið á laggirnar stofnunum undir nýju og hlutlausu heiti, Well- ness Centers, og hefur sama aðferð verið notuð núna, að sögn Bens Geboe, félagsráðgjafa hjá geðvernd- ardeild New York-borgar. Geboe, sem hlaut menntun sína við Columbia-háskóla, flutti fyrirlestur á fundi með íslenskum félagsráðgjöf- um á föstudag og lýsti reynslu sinni og annarra af því sem gerðist í New York og hjálparstarfinu á eftir. Þegar blaðamaður ræddi við Geboe sagði hann starf sitt hafa gerbreyst 11. september. Áður hefði hann, eins og fleiri starfssystkin, einkum fengist við að leiðbeina og hjálpa fólki sem lent hefði utanveltu í samfélaginu og ætti við áfengissýki, fíkniefnavanda- mál eða einhvers konar heimilis- vanda að stríða. Yfirleitt væru slík vandamál algengust í lægstu stéttum samfélagsins en skjólstæðingarnir sem þurfa aðstoð vegna árásarinnar á World Trade Center væru yfirleitt vel stætt millistéttarfólk og í góðum stöðum, fólk sem var í jafnvægi áður en árásirnar voru gerðar og bjargaði sér sjálft. „Ég var oft eins og í föðurlegu hlut- verki gagnvart mínum gömlu skjól- stæðingum en það er ég ekki núna,“ segir hann. Ekki megi þó gleyma að í turnunum hafi unnið mikið af ólög- legum innflytjendum við ræstingar og fleira, og óvíst sé hvort nokkurn tíma verði hægt að átta sig á því hve margir hafi í reynd farist. Eitthvað hafi einnig verið um að heimilislaust fólk héldi til í byggingunum. Svefntruflanir algeng- asta einkennið Geboe segir að yfirmaður sinn hafi þegar í stað sagt öllum starfsmönn- um að nú yrðu allir að leggja frá sér hefðbundin störf skriffinnans, papp- írsvinnu og annað, og sinna þeim sem væru illa haldnir, mál þeirra þyldu enga bið. „Við bendum fólkinu á að það geti átt við tímabundna geðræna erfið- leika að etja og stundum ráðleggjum við meðferð hjá geðlækni. Þá er nauðsynlegt að útskýra að venjulegt, heilbrigt fólk fái oft kvilla og sjúk- dóma af þessu tagi. Svefntruflanir eru langalgengasta viðfangsefnið. Þær eru einkenni sem hafa áhrif á alla heilsu okkar, nægilegur svefn eða skortur á honum ræður úrslitum um hve vel okkur gengur í leik og starfi. Það er líka auðveldara að tala við marga um svefn en depurð því að svefn er hlutlausara efni. Margir eru líka ákaflega reiðir vegna atburð- anna. Einkennin eru ólík eftir ein- staklingum. Við höfum leitað ráða hjá þjóðum sem hafa þurft að glíma við hryðjuverk, til Breta og Ísraela. Aðrir finna til sektartilfinningar. Okkar er ekki að segja til um það hvort tilfinningin er réttmæt heldur að aðstoða fólk við að taka á málinu. „Horfi ég of mikið á sjónvarp, of lít- ið?“ Hversdagslegar athafnir sem enginn velti mikið fyrir sér eru allt í einu orðnar áhyggjuefni, allt er orðið að siðferðisspurningum. Er ég góður eða vondur? Við reynum að útskýra að fullkomlega eðlilegt sé að vera ruglaður í ríminu eftir svona atburði, tilfinningar togist á í sinninu og mestu skipti að níðast ekki á sjálfum sér. Margir borða mikið og leita þannig huggunar og ráða við vanlíðan, sjálf- ur hef ég bætt á mig mörgum kíló- grömmum og háma í mig smákökur! Lögreglumenn og slökkviliðsmenn drekka margir meira en áður, lifa á áfengi og kleinuhringjum.“ Hann segir að oft geti orðið löng bið á að afleiðingarnar komi í ljós í versnandi hegðun. Dagleg tilvera hafi verið rofin með svo skelfilegum hætti að sálarlífið hafi ekki getað tek- ist á við áfallið. Sumir af þeim sem komust af í turnunum hafi nánast lamast andlega við það sem þeir gengu í gegnum og það án viðvör- unar. „Þeir opnuðu lyftudyr til þess að komast niður stiga og sáu hönd eða annan líkamshluta á stigapallinum,“ segir hann. Þetta geti valdið því að annars rólegur maður lendi í slags- málum á krá hálfu ári eftir áfallið eða geri eitthvað enn verra. Munurinn á því að missa ástvin í bílslysi og hryðjuverki sé að í fyrra tilfellinu sé ekki hægt að benda á óvin. „Samt eru margir reiðir Guði eftir að hafa orðið fyrir missi í óveðri. En í þessu tilfelli var um að ræða að ákveðnir menn vildu myrða annað fólk, hver sem ástæðan nú var. Þetta var glæpur. Viðbrögðin eru önnur. Hver eru þau þegar einhver myrðir ástvin? Maður vill hefnd, skýringu, réttlæti,“ segir Ben Geboe. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ben Geboe á fundi með félagsráðgjöfum í Odda. Hann er menntaður við Columbia-háskóla í New York, er frá Suður-Dakota og ólst upp hjá móður sinni á verndarsvæði Sioux-indíána en í föðurætt er hann norskur. Margir lömuðust andlega við áfallið Félagsráðgjafi í New York segir af- leiðingar hryðjuverkanna geta birst með ýmsum hætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.