Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 10
Þ ÆR sögur hafa gengið fjöllunum hærra und- anfarnar vikur að lítið sé verslað í Smáralind- inni. Verslunarmið- stöðin í Kópavoginum standi nánast auð alla virka daga og þótt þar sé fjöldi um helgar skýrist hann af því að enn sé forvitið fólk að skoða þessa stærstu verslunarbyggingu landsins. For- svarsmenn Smáralindar, þeir Pálmi Kristinsson framkvæmdastjóri og Hannes Smárason stjórnarformað- ur, segja að þessar sögur séu rangar og verslun sé í heild yfir þeim áætl- unum sem forsvarsmenn Smáralind- ar gerðu áður en húsið var opnað. Pálmi segir að það eigi við um Smáralindina eins og aðrar verslun- armiðstöðvar að þangað sæki fólk bæði til að sýna sig og sjá aðra og til að versla. „Á fimm daga opnunarhá- tíðinni gerðum við okkur til dæmis grein fyrir að mjög margir voru ekki komnir til að versla, heldur eingöngu til að skoða húsið. En á fyrstu tveim- ur mánuðunum komu hingað um 1.200 þúsund manns, sem samsvarar að hver landsmaður hafi komið ríf- lega fjórum sinnum. Þetta er 20% meiri aðsókn en við gerðum ráð fyrir. Aðsóknin var mest í upphafi, en um miðjan nóvember dró tímabundið úr henni, enda alls staðar deyfð í smá- söluverslun á þeim árstíma. Núna er aðsóknin mjög góð.“ Nýjar verslanir náð að hasla sér völl Því hefur verið haldið fram að ein- staka fyrirtæki í Smáralind eigi vel- gengni að fagna, t.d. verslunin Zara og veitingastaðurinn Friday’s, en önnur berjist í bökkum. Pálmi segir þetta rangt. „Vissulega hafa þessi fyrirtæki gengið miklu betur en björtustu áætlanir gerðu ráð fyrir, en það á við um fleiri. Nýjar verslanir hafa náð að hasla sér völl, ekki ein- göngu Zara heldur einnig Mango, Euronics, Miss Selfridge, Bianco, Benetton og Sisley, svo einhver dæmi séu nefnd. Verslanir, sem hafa verið þekktar að góðu hér á landi, ganga líka vel hér, til dæmis Ey- mundsson, Vero Moda, Jack & Jon- es, Top Shop, Nóatún, Skífan og ýmsar aðrar. Allar átta verslanir Baugs hafa verið yfir áætlunum, nema Debenhams, sem er 15% undir áætlunum, en þar hefur salan þó ver- ið að aukast nú síðustu vikurnar. Zara er til dæmis 40% yfir áætlun, Topshop og Miss Selfridge eru 20% yfir áætlun, Hagkaup 5% yfir áætlun og veltan þar 30% meiri en hún var í stórverslun Hagkaups á Smára- torgi.“ Fullt hús um helgar Að sögn Pálma og Hannesar er verslun í Smáralindinni langmest um helgar. „Það er rétt, að hérna er ekki fullt hús virka daga,“ segir Pálmi. „Smáralind liggur vel við íbúðar- hverfum og hingað flykkist fólk í frí- tíma sínum um helgar. Enn sem komið er liggur verslunarmiðstöðin ekki eins vel við atvinnusvæðum og því skreppur fólk ekki hingað virka daga úr vinnunni í sama mæli og í aðrar verslanir sem eru meira mið- svæðis miðað við atvinnusvæði. Þetta mun breytast með ört vaxandi upp- byggingu atvinnusvæða í nágrenni Smáralindar á næstu misserum og árum.“ Hannes tekur undir þetta og bend- ir á að Smáralind sé ekki hverfis- verslunin á horninu, heldur áfanga- staður sem fólk fer á til að versla og njóta afþreyingar. „Sunnudagar á Ís- landi hafa verið litlir verslunardagar en við höfum gjörbreytt því.“ Þeir Pálmi og Hannes eru sam- mála um að tveir mánuðir í lífi versl- unarmiðstöðvar séu skammur tími, enda sé reiknað með að um 3–4 ár taki að festa slíka miðstöð í sessi og koma á jafnvægi í verslun þar. Að þeim tíma liðnum megi reikna með að aukning í verslun fylgi almennri aukningu í einkaneyslu og ríflega það. Einhverjir heltast úr lestinni Pálmi neitar því ekki að dæmi séu um að verslanir innan Smáralindar hafi gengið eitthvað verr en forsvars- menn þeirra höfðu áætlað. „Í svona stórri verslunarmiðstöð er ekki við öðru að búast en að einhver fyrirtæki nái sér ekki á strik. Við hljótum að reikna með einhverri endurnýjun, enda á hún sér alltaf stað í öllum verslunarmiðstöðvum, líkt og al- mennt í verslun.“ Hönnun hússins er einnig kennt um að það virki oft tómt, þótt þar sé ágæt aðsókn í verslanir. Pálmi og Hannes segja að í Smáralindinni sé hátt til lofts og vítt til veggja og vissulega geti mikill fjöldi verið þar inni án þess að gestir átti sig á fjöl- menninu. „Þegar aðsóknin var minnst, um miðjan nóvember komu samt sem áður um 7.500 manns á dag,“ segir Pálmi. „Það bendir allt til að aðsóknin hér á ári hverju verði meiri en í nokkru öðru húsi hér á landi.“ Hannes segir að afkastageta húss- ins sé gríðarleg. „Við getum tekið á móti 65–70 þúsund manns á dag án mikilla vandræða,“ segir hann. „Hérna eru flestar öflugustu smá- sölukeðjur landsins og flestir stærstu aðilar í tískuverslun. Húsið stendur undir öllum væntingum þessara aðila um aðsókn, verslun og afkastagetu. Við getum líka boðið fjölbreytta starfsemi og bryddað upp á ýmsum nýjungum, s.s. í Vetrargarðinum.“ Forsvarsmenn Smáralindar neita sögusögnum um dræma aðsókn 1,2 milljónir gesta á Rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá opnun versl- unarmiðstöðvarinnar Smáralindar. Forsvarsmenn Smáralindar sögðu Ragnhildi Sverrisdóttur að þrálátur orðrómur um lítinn áhuga almennings á verslunarmiðstöðinni ætti ekki við rök að styðjast og eru mjög bjartsýnir á fram- haldið. Pálmi Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Smáralindar, og Hannes Smárason, stjórn- arformaður fyrirtækisins. Morgunblaðið/Kristinn 10 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.