Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ DALAI Lama er 63 ára gamall og gegnir því tvöfalda hlutverki að vera útlægur leið- togi alls sex milljóna Tíbeta í trúarlegum málum og þjóðhöfðingi. Hann hefur gagn- rýnt að Kínverjar skuli hafa þröngvað framandi stefnu kommúnista upp á þjóðina, brennt búddaklaustur og önnur forn menn- ingarverðmæti og reynt með ýmsum ráðum að útrýma séreinkennum Tíbeta. Leiðtogi Tíbeta, sem fékk friðarverðlaunin 1989, hefur lagt áherslu á að ekki skuli beita of- beldi til að ná markmiðinu heldur við- ræðum. Hefur hann lagt fram sáttatillögur um að Tíbetar fái sjálfsstjórn innan kín- verska ríkisins. Dalai Lama og nokkrir fylgdarmenn hans stungu í stúf við aðra fundargesti, klæddir rauðum kuflum. Leiðtoginn gaf eitt sinn færi á sér við reipið sem skildi á milli fjöl- miðla og fundarmanna, blaðamaður Morg- unblaðsins spurði hvort hann teldi líkur á að kommúnistastjórnin myndi samþykkja beinar viðræður við hann á næstunni. „Það ættu hún að gera strax og við viljum ekki bíða með viðræður,“ svaraði Dalai Lama. „En þetta vill kínverska stjórnin ekki og þar liggur vandinn. Málefni Tíbets eru mjög viðkvæm fyrir stjórnvöld í Kína. Ef það væri rétt sem þau segja og kínverskir fjölmiðlar fullyrða líka að ástandið sé með fullkomlega eðlilegum hætti í Tíbet ætti stjórnin ekki að þurfa að vera svo viðkvæm. Þetta er hvorki gott fyrir Kína né Tíbet. Stefnan sem Kínverjar fylgja núna eykur ekki öryggi og enn síður stöðugleika, hún grefur undan honum vegna þess að hún veldur erfiðleikum í stjórnarfarslegu sam- bandi þjóðanna. Kínverska stjórnin ætti að semja við okkur um samskipti þjóðanna til að tryggja raunverulegan stöðugleika. Þá myndi vissulega draga úr þeirri miklu and- úð sem ríkir á Kínverjum. Erfitt er líka að bæta efnahag Tíbeta nema í reynd verði komið á tryggara ástandi. Mér finnst því ljóst að nothæft samkomulag myndi koma báðum deiluaðilum til góða. Sumir kínverskir menntamenn, þ. á m. rithöfundar, hafa reyndar stutt tillögur mínar ákaft. Eins og menn vita mæli ég ekki með fullu sjálfstæði og aðskilnaði frá Kína.“ – Fá þessir rithöfundar að tjá sig í Kína? „Fyrir nokkrum árum fengu þeir að gera það en núna held ég að það sé erfiðara,“ svaraði Dalai Lama, brosti snöggt eins og hann gerir oft og kvaddi blaðamann með því að taka þéttingsfast í öxlina á honum. Enginn leiðarvísir fyrir aðrar þjóðir Einn af þekktustu friðarverðlaunahöfum sem nú lifa er Desmond Tutu, erkibiskup í Höfðaborg, en hann stendur nú á sjötugu. Tutu var óbilandi í baráttu svarta meiri- hlutans fyrir því að fá kosningarétt og önn- ur mannréttindi, oft umdeildur en áhrifa- mikill og hlaut friðarverðlaunin 1984. Tutu sem er lítill en kraftmikill, var at- kvæðamikill á ráðstefnunni, hlátrasköll hans voru auðþekkjanleg jafnvel úr fjarska. Og ekki leyndi sér þjálfun predikarans þeg- ar hann var í ræðustól. Erkibiskupinn hefur undanfarin ár veitt forystu opinberri nefnd sem hefur kannað afbrot í tíð apartheid- stefnunnar í Suður-Afríku með opinberum yfirheyrslum sem notaðar eru til að upplýsa málin en ekki dæma. Blaðamanni Morg- unblaðsins tókst eitt sinn að króa Tutu af í nokkrar mínútur, sagði deili á sér og biskup svaraði umsvifalaust að aldrei hefði hann komið til Íslands en „Íslendingar eru gott fólk“. Hann var spurður hvort fleiri þjóðir, til dæmis á Balkanskaga, ættu að reyna að gera upp erfiða fortíð glæpaverka með sömu aðferðum. „Við getum aldrei búið til leiðarvísi sem á við alls staðar,“ svaraði Tutu. „Við fórum svona að og komumst að því að aðferðin virkaði vel. Ef til vill ættu aðrar þjóðir að kanna reynslu okkar og velta fyrir sér hvort þær gætu farið sömu leið. Enginn get- ur sagt að í Suður-Afríku hafi menn fundið upp algildan leiðarvísi en okkur finnst að aðferðin hafi dugað ákaflega vel þegar kljást þurfti við tímann eftir átökin. Ég tel að það hafi verið mikil blessun fyr- ir okkur að heimurinn bað fyrir okkur og við ættum ekki að vera raunverulega undr- andi á því að kraftaverk gerist! Það var einnig mikil blessun að við skyldum eiga þá leiðtoga sem voru til staðar, það skipti miklu. Hlutverk de Klerks og Mandela var örlagaríkt þegar við leituðum leiða til að fást við arfleifð fortíðarinnar. Eins og við sáum þegar Sannleiks- og sáttanefndin hóf störf býr fólk yfir miklu veglyndi. Við hefðum ekki verið fær um að efna til einhvers konar Nürnberg-rétt- arhalda vegna þess að hvorugur aðilinn vann beinlínis sigur á hinum. Menn vildu ekki einfaldlega gefa öllum upp sakir en tóku tillit til þess sem Mandela ráðlagði. Og hann gat talað af miklum myndugleika, hann hafði sjálfur þjáðst og sagði: Við skul- um fyrirgefa.“ – Hann sýndi gott fordæmi? „Já, en margir aðrir gerðu þetta einnig. Hann var hins vegar stórkostlegt dæmi um það sem almennt var á döfinni hjá fjöl- mörgu svonefndu venjulegu fólki. Við get- um ekki hreykt okkur af þessu, þetta er gjöf. Ekki er víst að alls staðar sé hægt að nota alveg sömu aðferðirnar en grundvallaraf- staðan er sú að fara varlega þegar umskipti eiga sér stað, gætið þess að velja þá ekki leið hefnda. Reynið að finna leið til að sætta, reynið að segja: þeir sem frömdu glæpina eru eftir sem áður fyrst og fremst menn. Jafnvel þeir sem eru sekir um skelfi- legustu ógnarverkin eru mannlegar verur sem geta breyst til batnaðar,“ sagði Des- mond Tutu. „Hvorki gott fyrir Kína né Tíbet“ Dalai Lama, leiðtogi Tíbeta. Desmond Tutu erkibiskup.Morgunblaðið/Kristján Jónsson VIÐ Holmenkollen Park-hótel í Ósló er fjöldi manna á verði, sömu sögu er að segja á helstu götuhornum í mið- borginni. Þetta eru vopnaðir lög- reglumenn, flestir með öflugar vél- byssur af gerðinni Heckler&Koch, alls staðar er ströng gæsla. Þegar fréttamönnum er hleypt inn í húsa- kynni norsku Nóbelsstofnunarinnar er leitað í töskunum, sérþjálfaðir hundar eiga að geta fundið lykt af sprengiefni. Næsta hindrun er lög- reglumenn með málmleitartæki og þeir kanna jafnframt hvort nokkur hafi falið hina gróðavænlegu uppfinn- ingu Nóbels, sprengiefnið dínamít, á sér innanklæða. Þannig er heimurinn í upphafi nýrrar aldar. Ein öld er síðan Nób- elsverðlaunum var fyrst úthlutað, friðarverðlaunum í Ósló en hinum í Stokkhólmi. Nú fengu Sameinuðu þjóðirnar og Kofi Annan þau, þótt SÞ gangi víða illa að slökkva eldana. Yfir tveir tugir fyrrverandi friðar- verðlaunahafa og allmargir fræði- menn komu fyrir hátíðarhöldin sam- an á þriggja daga ráðstefnu þar sem rætt var um átök á 20. öld og hvernig bæri að hindra þau á nýrri öld. Sem dæmi um það hve flókið það er að tryggja einingu og frið má nefna að á samkundunni tókst ekki að ná ein- ingu um yfirlýsingu. Ásteytingar- steinarnir, að sögn heimildarmanna að tjaldabaki: Fyrst og fremst deilur Palestínumanna og Ísraela en einnig aðgerðirnar í Afganistan. Vitað var að Desmond Tutu og fleiri vildu harða gagnrýni á Bandaríkin, en aðrir, þar á meðal Austur-Tímormaðurinn Jose Ramos-Horta, styðja ekki aðeins loft- árásirnar heldur einnig viðskipta- bannið á Írak. Breski sagnfræðingurinn Eric Hobsbawm var svartsýnn á að ný öld færði mönnum meiri frið, hann sagði að eitt af einkennum nýrra tíma væri að þurrkaður hefði verið út munurinn á hermönnum og óbreyttum borgur- um; hinir síðarnefndu væru nú ekki síður skotmörk. Fræðimaðurinn Louise Fawcett við Oxford-háskóla sagði að kalda stríðið hefði ekki síður snúist „um land og auðlindir en hug- myndafræði“ en aðrir andmæltu og sögðu að grundvallardeilan hefði ver- ið milli frelsis og ánauðar. „Þeir gátu einfaldlega ekki skotið börn“ Rithöfundurinn Elie Wiesel fékk verðlaunin 1986, hann er rúmenskur gyðingur að uppruna og var fangi í Buchenwald á stríðsárunum en býr nú í New York. Hann minnti á að hryðjuverk væru ekki nýtt fyrirbæri, andstæðingar keisarans í Rússlandi hefðu beitt þeim af miklum móð á 19. öld. Eitt sinn skipulögðu þeir vand- lega morð á borgarstjóranum í Sankti Pétursborg, ætluðu að skjóta hann þegar hann færi í vagni sínum til kirkju. „En hann ákvað skyndilega að taka börnin með sér og þá hættu þeir við. Þeir gátu einfaldlega ekki skotið á börn,“ sagði Wiesel. Atburðirnir 11. september sýndu hve grimmdin hefði aukist. Ekki hefðu einu sinni verið nefndar ástæður fyrir ódæðinu gegn saklausum börnum, konum og körl- um heldur fólkið myrt eins og af kuldalegri rælni og án skýringa. Dalai Lama hvatti til hófsemi en minnti einnig á að stundum væri reynt að dylja raunverulegt ofbeldi með „fögrum orðum og brosi“. Of- stæki væri ógnin sem mannkynið þyrfti nú að glíma við en umburðar- lyndi væri rauði þráðurinn í flestum trúarbrögðum, þau ættu sér þann sameiginlegan kjarna. Desmond Tutu brýndi einnig fyrir mönnum að gleyma því ekki að öll værum við menn, „Saddam og Powell, bin Laden og Bush“. Sumir ræðumenn, þ.á m. Hobsbawm, töldu að 20. öldin hefði verið blóðugust allra í skráðri sögu manna. Rætur ofbeldis og stríðs Guatemalakon- an Rigoberta Menchu Tum sagði að eftir 11. september hefði baráttan gegn hryðjuverkum valdið því að önn- ur brýn vandamál hefðu fallið í skugg- ann, umræðan hefði verið kæfð. Gagnrýnistónn vegna meints skiln- ingsleysis vestrænna þjóða á málefn- um fátækra þjóða og yfirgangs í heimsmálunum var algengur, jafnt í máli verðlaunahafanna sem sumra fræðimannanna. En hvað veldur stríðum, hryðjuverkum og öðru of- beldi? Indverski hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Amartya Sen er heimsþekktur fyrir rannsóknir sín- ar á efnahagslegu misrétti, orsökum fátæktar og leiðum til úrbóta. Hann varaði í fyrirlestri sínum við því að einfalda flókin mál með því að segja að ef fátækt og misrétti hyrfu myndu menn komast fyrir rætur ofbeldis. Betra væri að viðurkenna að við viss- um ekki mikið um bein orsakatengsl milli fátæktar og blóðugra átaka í heiminum. Útrýma ætti fátækt ein- faldlega vegna þess að hún væri slæm í sjálfu sér en ekki vegna þess að sannað væri að hún væri grundvall- arorsök allra átaka. Þetta gæti verið en alls ekki víst að svo væri. „Ég man að þegar ég ungur á Ind- landi svalt fólk á götum Kalkútta en braut ekki einu sinni rúðurnar í versl- unum til að ná sér í mat,“ sagði Sen. Margir fullyrtu að helsta ógnin við frið á nýhafinni öld yrði ekki herská stefna ríkja heldur ofbeldi laus- tengdra hópa ofbeldismanna sem ekki myndu hlíta neinum reglum um mannleg samskipti. Þeir myndu aldr- ei vilja semja um málamiðlun, aldrei gefa öðrum sjónarmiðum tækifæri. En er gagn að friðarverðlaunun- um? Eru þau aðeins máttlaus orð, tildur og samkvæmisleikir eða eru þau tækifæri til að efla málstað sið- menningar og hreyfa við samvisk- unni? Lech Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, er ekki í vafa um gagnið. Hann fékk verðlaunin 1983, herlög voru í gildi og kommúnistar héngu enn á völdunum. Hann sagði stjórn- völd hafa átt erfiðara með að þagga niður í sér og ganga milli bols og höf- uðs fjöldahreyfingunni Samstöðu vegna verðlaunanna, „þau voru skjöldur“. Og eins og bent var á í um- ræðunum: orð eru til alls fyrst, líka þegar menn biðja um frið. Dínamít í þágu heims- friðarins Öld er síðan Nóbelsverðlaunum var fyrst úthlutað. Kristján Jónsson fylgdist með ráðstefnu fyrrverandi friðarverðlaunahafa fyrir skömmu og afmælishátíðinni í Ósló. AP Wiesel Menchu Walesa Ramos-Horta Hobsbawm Friðarverðlaunin voru afhent í sal ráðhússins í Ósló. Meðal viðstaddra voru konungsfjölskyldan og ráðherrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.