Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ margir aðrir menntamenn kenn- ingu Adams Smiths um ósýnilegu höndina. Hann gat ekki ímyndað sér, að regla gæti sprottið upp úr frjálsum samskiptum einstaklinga. Reglan hlaut jafnan að vera vald- boðin, hún komst ekki á, heldur var henni komið á. Mannlegt sam- líf gat ekki verið skipulegt án þess að vera skipulagt. Menn eins og Kiljan töldu, að skipulagið yrði og hlyti að vera sköpunarverk mann- legrar skynsemi, smíðað eftir vinnuteikningum einhvers gáfu- mannafélagsins. Þeir skildu ekki, að skipulagið gæti verið sjálf- arríkið. Pílagrímsferð. Frelsaðir menn í starfskynningu á himnum. Hvernig gat okkur grunað að við værum staddir í hel?“ En Hall- grímur breytir nokkuð sögunni um Veru Hertzsch og nýtir sér þar at- vik úr lífi danska kommúnistaleið- togans Arne Munch Petersen, sem hvarf eins og Vera inn í Gúlagið sovéska. Einar umgengst í Moskvu kommúnistann Kristján Jónsson, sem kallaður er Stjáni rauði vegna stjórnmálaskoðana sinna. Stjáni á litla dóttur með sænskri vinkonu, Lenu. Þeir Einar og Stjáni sitja eitt sinn að kvöldskrafi í herbergi Stjána á gistihúsi. Þá handtekur öryggislögregla Stalíns Stjána. Þremur dögum síðar kemur Lena til Einars, segist vita, að hún verði senn handtekin eins og Stjáni, en biður hann að taka litlu stúlkuna þeirra með sér til foreldra hennar í Svíþjóð. Einar neitar að gera þetta, en iðrast síðar. Í skáldsögu Hallgríms Helga- sonar eru engar nýjar skýringar veittar á því, hvers vegna Halldór Kiljan Laxness sagði þjóð sinni ósatt um Sovétríkin áratugum saman og barðist auk þess fyrir hinni austrænu alræðisstefnu. Hallgrímur nýtir sér aðallega skýringar Kiljans sjálfs. En þær eru ófullnægjandi, þótt þær séu áreiðanlega ekki rangar. Ég hygg, að hinar furðulegu og raunar fá- ránlegu ferðasögur frá Sovétríkj- unum, sem samdar voru í tíð Stal- íns, hafi ekki átt að vera heimildir um Sovétríkin eins og þau voru þá, heldur um það, hvernig þau gætu orðið, og líka um hitt, hversu mikla óbeit ferðalangarnir höfðu á átthögum sínum á Vesturlöndum. Það skipti að dómi þessara píla- gríma minna máli, hvar Sovétríkin voru stödd á veginum en hvert ferðinni var heitið, og henni var heitið út úr þeirri martröð, sem vestrænn kapítalismi var í hugum þeirra. Þetta tengist einni meg- inskýringunni á því, hvers vegna margir vestrænir menntamenn fylktu sér á fyrri tíð um Stalín. Þeir voru sannfærðir um það, að dagar kapítalismans væru taldir og að sósíalisminn myndi sigra í heiminum. Þeir veðjuðu á sósíal- ismann, ætluðu sér að vera í því liði, sem sigraði. „Ég var skáldið sem gekk fyrir rangan kóng,“ seg- ir Einar J. Grímsson í skáldsögu Hallgríms og endurómar orð Sig- hvats skálds í Gerplu Kiljans: „Kvæði um fallinn konúng, það er ekki kvæði. Kvæði um sigursælan konúng, þann er í dag ræður landi, það eitt er kvæði.“ En eiga skáld að ganga fyrir kónga til að flytja þeim lofkvæði? Að sjálfsögðu gerast rithöfundar ekki aðeins handgengnir alræð- isherrum af ávinningsvon einni saman, þótt ekki megi vanmeta þátt hennar í fari þeirra. Ein al- gengasta ástæðan til þess, að margir andans menn hafa gerst sósíalistar og kommúnistar á tutt- ugustu öld, er eflaust þrá þeirra eftir samræmi, röð og reglu, skyn- samlegu skipulagi, vitringaveldi. Þetta var, hygg ég, sterkur þáttur í sósíalisma Halldórs Kiljans Lax- ness. Hann skildi ekki fremur en sprottið, ávöxtur reynslunnar, nið- urstaða ótal tilrauna. Þeir töldu kapítalismann, skipulag einkaeign- arréttar og frjálsra viðskipta, óskapnað, af því að enginn einn aðili hafði skapað hann, heldur hafði hann skapast í langri þróun. Það var síðan að dómi Kiljans og annarra menntamanna höfuðgalli kapítalismans, að hann sýndi gáfu- mönnum eins og þeim ekki nægi- lega virðingu. Í skipulagi frjálsra viðskipta ræður lögmál framboðs og eftirspurnar. Tekjuskipting er þar eftir frjálsu vali, menn fá eins og þeir eru valdir, eftirspurn eftir þjónustu þeirra ræður tekjum. En eftirspurn eftir þjónustu rithöf- unda og annarra gáfumanna hefur ekki alltaf verið mjög mikil. Ef kapítalisminn hafnaði þeim, þá höfnuðu þeir kapítalismanum. Sjálfur ætlaði Kiljan einmitt að hasla sér völl í kvikmyndaiðn- aðinum í Los Angeles í Bandaríkj- unum á þriðja áratug tuttugustu aldar. En þegar honum tókst það ekki, snerist hann gegn Bandaríkj- unum og öllu því, sem þeim fylgdi. Berin voru súr. llll Líklega verða þeir rithöf-undar jafnan í miklumminni hluta, sem una bæri- lega hlutskipti sínu í þessu lífi, um leið og þeir reyna að sjálfsögðu að bæta það eftir föngum. En þótt rithöfundum líði ekki alltaf vel í skipulagi einkaeignarréttar og frjálsra viðskipta og þeim sé þar sjaldan sýnd sú virðing, sem þeir telja sér bera, hafa þeir hvergi meira svigrúm, fleiri tækifæri. Hatur margra þeirra á þessu skipulagi þarf því sérstakra skýr- inga við, og hef ég hér reynt að benda á nokkrar þeirra. En sitt er hvað, að vera ósáttur og segja ósatt. Eins og Benjamín Eiríksson sagði í ævisögu sinni, sem ég tók saman árið 1996, þurfti Halldór Kiljan Laxness ekki að segja allan sannleikann um Sovétríkin. En hann átti að sleppa því að segja ís- lensku þjóðinni beinlínis ósatt og bæta síðan gráu ofan á svart með því að berjast áratugum saman af öllu afli fyrir svipuðu skipulagi og þar. Það er furðulegt, að þeir ör- fáu ungu menn, sem glæptust til þess á Íslandi á fjórða áratug að lýsa yfir stuðningi við Adolf Hitler, hafa verið fordæmdir hástöfum, en lítið sem ekkert hefur verið sagt um þá, sem gengu til liðs við Stal- ín. Var þó Stalín miklu afkasta- meiri fjöldamorðingi en Hitler. Víða annars staðar í Evrópu hafa menntamenn gert upp við blekk- ingar og sjálfsblekkingar fyrri tíð- ar, gælur sínar við kommún- ismann. Hér á Íslandi hefur lítið farið fyrir slíku. En hvernig getum við lært af mistökunum, ef við fáum ekki einu sinni að vita, að þau hafi verið mistök? Oft má satt kyrrt liggja. En ósatt má ekki kyrrt liggja. Við verðum að gera upp við Lygina miklu, stíga út úr henni, inn í nýja öld. Bók Hall- gríms Helgasonar er varða á þeirri leið, hlaðin af meistara höndum. Höfundur er prófessor í stjórn- málafræði. Halldór Kiljan Laxness Benjamín H.J. Eiríksson Jósef Stalín Ein algengasta ástæðan til þess, að margir andans menn hafa gerst sósíalistar og kommúnistar á tutt- ugustu öld, er eflaust þrá þeirra eftir samræmi, röð og reglu, skynsamlegu skipulagi, vitringaveldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.