Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁHUGI minn á júdó vakn-aði skömmu fyrir stúd-entsprófin í MR. BjarniFriðriksson kom í skól-ann að kynna íþróttina fyrir nemendum og mér leist strax vel á. Ég hafði verið að æfa djassball- ett sex sinnum í viku í Jazzballett- skóla Báru, auk þess sem ég kenndi þar leikfimi. Ég var ákveðin í að minnka við mig í dansinum af því að ég hafði tekið ákvörðun um að fara í læknisfræði í Háskóla Íslands. Ég vissi að til þess að komast þar inn yrði ég að minnka við mig og ákvað að breyta um íþrótt, því það er erfitt að stunda dansinn nema af fullum krafti,“ segir Gígja um upphafið að júdóferlinum. Nú á hún tæplega fjögurra ára fer- il að baki og hefur þegar unnið til fjölda verðlauna. Hún varð Reykja- víkurmeistari kvenna í opnum flokki árin 1999, 2000 og 2001 og Íslands- meistari í -70 kg flokki kvenna árin 2000 og 2001, auk þess sem hún var kjörin júdókona Íslands árið 2000. Hún hafnaði í þriðja sæti á opna finnska meistaramótinu í nóvember síðastliðnum, þar sem hún „skellti“ – eins og sagt er á júdómáli – núver- andi Norðurlandameistara, og keppti um bronsverðlaunin á Norðurlanda- mótinu 2001 en hafnaði í 5. sæti. Árið 1999 varð hún í þriðja sæti á opna Brusselmótinu í Belgíu, svo segja má að ferill hennar sé þegar orðinn glæsilegur. Of kraftmikil fyrir dansinn Gígja segir að júdóið hafi að mörgu leyti hentað sér betur en djassball- ettinn: „Ég var rosalega orkumikil og fannst skemmtilegast að hlaupa, stökkva hátt og sparka í djassinum. Ég þurfti að losa um mikla orku og stundum dugði dansinn ekki til. Júdóið hentar mér því mjög vel,“ seg- ir Gígja. Júdó byggist fyrst og fremst á tækni, úthaldi og styrk – í þessari röð – en við það má bæta snerpu, skarpri hugsun og útsjónarsemi, sem eru líka nauðsynlegir kostir. Júdó er gömul japönsk sjálfsvarnaríþrótt þar sem hvorki má kýla né sparka, en júdó þýðir „hin mjúka leið“. Talað er um að það taki tíu ár að þjálfa upp góðan júdómann vegna þess hvað það tekur langan tíma að ná tækninni. Gígja hefur æft júdó frá því vorið 1998 hjá Júdófélagi Reykjavíkur og er Bjarni Friðriksson þjálfari hennar. Einhverra hluta vegna varð lítið úr því markmiði hennar að draga úr íþróttaiðkun samhliða læknisfræði- náminu, eins og upphaflega stóð til, og nú æfir hún sex til ellefu sinnum í viku. Hún mætir á styrktaræfingar í hádeginu og tækniæfingar á kvöldin. Hún segir að dansinn hafi nýst sér mjög vel í nýju íþróttinni: „Liðleikinn sem ég fékk í dansinum kemur sér til dæmis mjög vel í júdóinu. Þar förum við í splitt á hverri æfingu svo ég átti ekki mjög erfitt með það. Mörg tækniatriði byggjast líka á því að fara hátt upp með fótinn til að ná meiri sveiflu og krafti í sparkið, og það hafði ég náttúrulega æft í mörg ár í dansinum.“ Fleiri stelpur iðka júdó Undanfarið hafa Gígja og félagar hennar hjá Júdófélagi Reykjavíkur farið á milli skóla til að kynna júdó- íþróttina og m.a. kennt grunnatriði í sjálfsvörn. „Við kennum krökkunum hvernig þau eiga að losa sig úr háls- taki og skella árásarmanninum í gólf- ið, sem er vel mögulegt jafnvel þótt hann sé mun þyngri og sterkari en þau. Þau kunna oft vel að meta það sem við kennum þeim og júdótæknin getur verið mjög praktísk,“ segir Gígja. Stúlkum og konum hefur fjölgað mjög í júdóíþróttinni frá því Gígja byrjaði að æfa fyrir tæpum fjórum árum. „Það mættu samt vera fleiri stelpur af því að við keppum oftast í opnum flokki og það getur verið mjög óhagstætt fyrir þær sem eru léttari. Annars hentar júdó okkur konum mjög vel. Þetta er alhliða þjálfun sem reynir á styrk og úthald, – að ógleymdu sjálfstraustinu sem maður hefur þegar maður gengur einn um auðar og myrkar götur.“ Tveir kröfuharðir makar Þótt júdóiðkun taki mikið af tíma Gígju tekur læknisfræðinámið þó mestan tíma. „Þetta eru tveir kröfuharðir makar,“ segir Gígja þegar hún er spurð hvernig henni takist að samræma þetta tvennt. Hún er á þriðja ári í læknisfræði og líkar námið vel. Hún stefnir á að ljúka námi með bekknum sínum en svo gæti farið að hún þyrfti að gera hlé á náminu eða minnka álagið ef henni gengur vel á næstu júdómótum. „Ég hef sett mér það markmið að komast á Ólympíuleikana í Aþenu ár- ið 2004. Róðurinn verður erfiður en ég stefni að þessu og hef þegar hafið undirbúning. Til að ná ólympíulág- markinu þarf ég að keppa á sjö til níu alþjóðlegum mótum árlega auk þess að dvelja í æfingabúðum. Bjarni hef- ur hvatt mig sérstaklega til að stefna að þessu og ef það tekst ekki núna mun ég stefna á Ólympíuleikana árið 2008,“ segir þessi unga júdókona, sem kann að setja sér háleit mark- mið. Kostnaðurinn mikill En háleit markmið duga skammt þegar ekkert fé er til skiptanna. Kostnaður við keppni á alþjóðlegum mótum er töluverður og hefur Gígja reiknað út að það kosti hana u.þ.b. þrjár milljónir að sækja öll þau mót og æfingabúðir sem hún þarf til að ná ólympíulágmarkinu. Hún hefur und- anfarið leitað að styrktaraðilum til að geta tekið þátt í þessum mótum og segir það hafa gengið ágætlega. Hún hefur þó tekið sér hlé núna vegna próflestrar en hyggst halda áfram að honum loknum. Takist Gígju að kom- ast á öll mótin og ná ólympíulág- markinu verður hún fyrsta íslenska konan sem keppir fyrir Íslands hönd í júdó á Ólympíuleikum. Blaðamaður óskar henni góðs gengis, en sér að nú þarf hún að fara. Bækur um undur mannslíkamans bíða hennar heima og nokkur próf eru eftir áður en hún kemst í jólafrí. Stefnir á Ólympíuleikana Morgunblaðið/Árni Sæberg Gígja Guðbrandsdóttir er 23 ára og stundar nám við læknadeild Háskóla Ís- lands. Auk námsins hefur hún stundað júdó af kappi. Hún hefur unnið fjölda titla og var meðal annars valin júdókona ársins árið 2000. Morgunblaðið/Kristinn Gígja skellir Hjördísi Ólafsdóttur, júdófélaga sínum, á æfingu með harai-goshi, sem er eitt uppáhaldsbragðið hennar. Júdó þýðir „hin mjúka leið“ og eitt fyrsta sem menn læra er að meiða ekki andstæðinginn. Gígja æfir nú sex til ellefu sinnum í viku og segir að námið og júdóiðkunin fari vel saman – jafnvel þó hún sé í prófum. Eftir að hafa æft júdó í tæp fjögur ár hefur Gígja Guðbrandsdóttir sett markið hátt: Hún stefnir á þátttöku í Ól- ympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Tak- ist henni það verður hún fyrsta konan sem keppir fyrir Íslands hönd í júdó. Ragna Sara Jónsdóttir hitti Gígju, en samdi um að engum júdóbrögðum yrði beitt. Gígja sam- þykkti það og tók sér smástund til að líta upp úr þriðjaárs prófum í læknisfræði. Einhverra hluta vegna varð lítið úr því markmiði hennar að draga úr íþrótta- iðkun samhliða læknisfræðináminu. rsj@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.