Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 25 hafi verið gaman að vera. Heim- ilishaldið hjá Jóni og Ebbu hafi ein- kennst bæði af íslenskum og dönsk- um hefðum. Jón hafi viljað hafa íslenska siði en Ebba danska. Á heimilinu var ýmist töluð íslenska eða danska. Ebba var nokkuð farin að gleyma íslenskunni þegar Guð- rún var í Danmörku. Helga Finnsdóttir dýralæknir, dóttir Guðrúnar, var við nám og störf í Danmörku um 10 ára skeið. Leið hennar lá oft í Egedal. „Þetta var óskaplega fallegt heimili og mikið af fallegum íslenskum mál- verkum á veggjum,“ segir Helga. Guðrún segir að Jón hafi haft mikinn áhuga á veiðum og sá áhugi hafi komið í ljós meðan hann bjó hér á Íslandi. Meðal veiðifélaga hans hafi verið Nicolaj G. Bjarna- son, síðar umboðsmaður Bergenska skipafélagsins og heiðursfélagi í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. Við Egedal er síki þar sem Jón fór gjarnan til veiða. „Hann var alltaf að veiða og reyndi að kenna Erlingi syni sínum veiðar. Jón veiddi fisk á stöng og skaut fugla. Einu sinni datt Jón í síkið, en bjargaðist. Hann veiddi endur og gæsir og reitti þær sjálf- ur. Á jólunum var gæsasteik og steiktar endur. Okkur þótti þær góðar.“ Bernskuminningar og laxamaðkar Jón fékkst einnig við stangveiðar og fór m.a. í veiði þegar hann kom í heimsóknir til Íslands. Í fórum Helgu Finnsdóttur eru tvö bréf frá Jóni til Magnúsar Finnssonar, bróður Helgu. Bréfin eru rituð þeg- ar Magnús er 9 ára gamall, en nú er hann fulltrúi ritstjóra Morgun- blaðsins. Í fyrra bréfinu, sem skrifað er 25. janúar 1949, lýsir Jón bernsku- leikjum ungra drengja á uppvaxt- arárum hans í Reykjavík. „Jeg gæti nú sagt þjer mikið um það, hvað jeg helst lagði mig eftir á þínum aldri, en nú er lífið í Reykja- vík og aðrir staðarhættir svo breyttir frá því jeg var á þínum aldri, og árin þar á eftir, að ekki einu sinni hann pabbi þinn mundi skilja mig. Fjöruna í Reykjavík, eins og hún var þá, man pabbi þinn ekki, en þar vorum við strákarnir í þönglastríði oft og einatt. „Mjósur“ kölluðum við bestu þönglavopnin; tjörguðum við þær og eldbárum síðan; sást þá ekki að brögð hefðu verið notuð, en svo seigar voru þær þá, að við gátum notað sömu „mjós- una“ í heila viku, og feldi hún þá marga miklu digrari þöngla. Annað var það sem var mikil skemmtun að. Þegar stórstraums- flóð komu, fylltust allar rennur í miðbænum af sjó, sem kom inn um lækinn, sem þá rann opinn úr tjörn- inni niður í fjöru; pabbi getur enn sýnt þjer, hvar lækurinn enn kem- ur undan pallinum, þegar lágsjávað er inni í litlu bátahöfninni, mig minnir fram undan þar sem Sjálf- stæðishúsið blasir við. Þá fórum við á rennisteinsbrettunum um allan miðbæinn og stjökuðum okkur fram með löngum prikum. Þegar svo fjaraði út, varð lögreglan og „vakt- ararnir“ sem voru einustu þjónar bæjarstjórnarinnar, að ná í brettin, og koma þeim í sinn stað, því mjög voru rennurnar misbreiðar. Svo þegar ég þroskaðist betur, varð 8–10 ára, voru það hestarnir og byssurnar og laxastangirnar, sem jeg átti mest við, og svo Ak- ureyjartúrar etc., etc.. [Lárus Sveinbjörnsson, faðir Jóns, átti eyna þá, innsk. blm.]... Hver veit nema við sjáumst í sumar, og þá vil jeg gjarnan eiga þig að með að útvega hjá einhverj- um stráknum, sem á við þess hátt- ar, stóran kassa með mold í og ána- möðkum, stóra í laxinn.“ Hinn 23. maí um vorið skrifar Jón Magnúsi annað bréf og þar segir m.a.: „Nú fer að líða að því, að þú þurfir að fara að tala við ein- hvern strákinn, sem þú ætlar að láta sjá mjer fyrir ánamöðkum til laxveiðanna; þeir eiga að vera vel stórir og geyma þá í mold og arfa í kassa, vel heldum, þar til jeg kem heim að sækja ykkur heim; jeg ætla mjer hjeðan með Drottning- unni 24. júní... Þú getur, ef til vill, talað um ánamaðkana, ef þú þarft þess, við Brynjólf Stefánsson, sem pabbi þinn víst þekkir, eða þá Har- ald Árnason, sem allir þekkja, en hann og kona hans hafa boðið mjer að vera hjá sjer og auk þess í lax- veiðitúr, hvert og hvenær veit jeg ekki.“ Lýsing samferðamanna Nokkrar ritaðar heimildir sam- tíðarmanna eru til um Jón Hjaltalín Sveinbjörnsson Jón Helgason skrif- ar um hann í bók sinni Íslendingar í Danmörku, sem kom út 1931. Hann segir m.a.: „Síðan 1919 er hann íslenzkur konungsritari í Kaupmannahöfn og kammerjung- herra að nafnbót. Er það alment álit manna, að ekki hafi geta valizt heppilegri maður í þá þýðingar- miklu stöðu sökum lipurðar hans, prúðmannlegrar framkomu í hví- vetna og náins kunnugleika og skilnings á öllum vorum högum.“ Vilhjálmur Finsen, stofnandi Morgunblaðsins og fyrsti ritstjóri þess, lýsir Jóni sem sérstaklega ráðhollum og góðum mörgum ís- lenskum stúdentum, sem til hans leituðu. Vilhjálmur skrifar árið 1953: „Engan Íslending hefi ég þekkt, sem hefði verið hæfari til að gegna hinni mikilsmetnu stöðu við hirð konungs Íslendinga og Dana og geta orðið betri ráðunautur hans í Íslandsmálum en Jón Sveinbjörns- son. Hann hafði alla þá kosti til að bera, sem nauðsynlegir voru til þess embættis, framúrskarandi prúðmennsku og snyrtimennsku, nákvæmni, samvizkusemi og ein- urð, auk góðrar þekkingar á stjórn- málasögu Íslands og kunnugleiks á öllu athafnalífi og staðháttum heima. Jón hefir áreiðanlega frætt Kristján konung um margt, sem var þarflegt fyrir hann að vita. Hann var alla tíð góður Íslendingur og hefir áreiðanlega unnið Íslandi mikið gagn sem ráðunautur kon- ungs í Íslandsmálum. Jón Svein- björnsson var fyrir nokkru sæmdur nafnbótinni „Kammerherre“ af Friðriki Danakonungi, og var það vottur þakklætis fyrir vel unnið starf við hirðina, en hann er eini Ís- lendingurinn, sem þá nafnbót hefur hlotið.“ Þorfinnur Kristjánsson, prentari og blaðamaður, segir einnig frá Jóni í endurminningum sínum. Hann segir að Jóni hafi þótt gaman að gefa Íslendingum nýkomnum til Kaupmannahafnar góð ráð og bendingar. „Mér féll vel við Jón. Hann var prúður og viðkunnanleg- ur í framkomu og blátt áfram. En hann gat farið hörðum orðum um menn og málefni, er hann var and- vígur, og mér fannst oft, eins og honum fyndist skoðanir sínar hið eina rétta. Hann virtist hafa gaman að því í viðræðum að láta skína í föðurlega umhyggju sína fyrir þeim eða því, sem um var rætt. Jón Sveinbjörnsson gekk ávallt snyrtilega klæddur, og var auðséð, að hann var þrifinn og reglusamur maður. Ég kom nokkrum sinnum til hans í skrifstofu hans í Amalien- borg og dáðist að reglusemi hans, hver hlutur á sínum stað. Þyrfti hann að finna bók eða skjal, mundi hann hafa getað tekið það blindandi í skápnum eða hillunni,“ skrifar Þorfinnur. Hann lýsir samskiptum sínum við Jón og hreinskilinni gagnrýni Jóns á skrif Þorfinns í blaði hans Heima og erlendis. Lýs- ingu sinni á Jóni lýkur Þorfinnur á þessum orðum: „Hvaða dómur sem lagður verður á Jón af samtíð hans, verður ekki frá honum tekið, að hann gerði allt til þess að verða Íslandi að liði með- al þeirrar þjóðar, sem hann hafði búið með í meira en fimmtíu ár. Hann gegndi um langt skeið vanda- samri stöðu, en mér er ekki kunn- ugt um, að hann hafi nokkru sinni fengið hnútur fyrir. Það mun þó ekki ávallt hafa verið leikur fyrir hann. Ég minnist, að hann sagði einu sinni við mig: „Maður þarf að þekkja konung vel, til þess að geta unnið vel með honum.“ Og það hef- ur Jón sjálfsagt gert.“ Danskt skyr Á vefsíðu Hússins á Eyrarbakka er frásögn sem sýnir að Jón kon- ungsritari hefur haft taugar til ís- lenskrar matargerðar, þótt hann byggi á danskri grund. Carl Jörg- ensen, fyrsti mjólkurbússtjóri Mjólkurbús Flóamanna, flutti til Danmerkur 1938 eftir átta ára dvöl á Íslandi. Hér stýrði hann mjólk- urbúinu á Selfossi og var síðar stöðvarstjóri Mjólkurstöðvar Reykjavíkur. Jörgensen festi kaup á mjólkurbúi í Óðinsvéum á Fjóni og rak í þrjú ár. Sagan segir að þá hafi honum borist áskorun frá Sveini Björnssyni, þáverandi sendi- herra Íslands í Kaupmannahöfn og síðar forseta Íslands, um að reyna að búa til íslenskt skyr því sjálfsagt væru margir Íslendingar í Dan- mörku sem vildu kaupa skyr. Jörg- ensen hóf skyrgerð og urðu þeir Sveinn Björnsson og Jón Svein- björnsson konungsritari fyrstu við- skiptavinir Jörgensens í skyri. Síð- ar keypti Jörgensen annað mjólk- urbú norðan Hróarskeldu og jók enn skyrgerðina, árið 1956 eign- aðist hann svo stórt mjólkurbú í Vigen þar sem framleidd voru 150 tonn af skyri árlega. Heimildir: Lögfræðingatal. Jón Helgason. Íslendingar í Danmörku, fyrr og síðar. Reykjavík 1931. Margrét Jónasdóttir: Í Babýlon við Eyr- arsund. Reykjavík 1996. Morgunblaðið, 1921, 1926 og 1930. Vilhjálmur Finsen. Alltaf á heimleið. Reykjavík 1953. Þorfinnur Kristjánsson. Í útlegð. Reykja- vík 1956. Heimasíða Hússins á Eyrarbakka (www.south.is/husid/syningar_mbf02.html) gudni@mbl.is Jón og fjölskylda fluttu í Egedal, lítinn herragarð skammt utan við Kaupmannahöfn, snemma á 4. áratug 20. aldar. Þar var síki, eða tjörn, þar sem Jón veiddi bæði fugl og fisk. JÓN Hjaltalín Sveinbjörnsson kon- ungsritari, var fæddur í Reykjavík 2. febrúar 1876 og dó 12. mars 1953 í Hørsholm í Danmörku. Faðir Jóns var Lárus (Lauritz) Edvard Svein- björnsson sýslumaður á Eyrarbakka og Húsavík, síðar bæjarfógeti, há- yfirdómari, bankastjóri og alþing- ismaður í Reykjavík. Móðir hans var Jörgine Margrethe Sigríður Guð- mundsdóttir Sveinbjörnsson, fædd Thorgrimsen. Jón lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1895 og lögfræðiprófi (cand. juris) frá Hafnarháskóla 23. júní 1903. Hann varð löggiltur dómtúlkur og þýðandi í íslensku 15. október 1910. Jón starfaði sem aðstoðarmaður í Stjórnarráði Íslands í Reykjavík frá 1. febrúar 1904 þar til hann fluttist til Kaupmannahafnar í maí 1906. Hann varð aðstoðarmaður hjá bæjarfóg- etanum í Kaupmannahöfn frá 1. nóv- ember 1907 til 1918. Hann var einnig aðstoðarmaður í I. endurskoð- unardeild danska fjármálaráðuneyt- isins frá 1. júlí 1908 til 1918, ritari þar frá 1. október til 30. nóvember 1919 og fulltrúi á skrifstofu Stjórnarráðs Íslands í Kaupmannahöfn 1914–1918. Jón var konungsritari Íslands frá fullveldisdeginum 1. desember 1918 þar til lýðveldið var stofnað 17. júní 1944. Jón gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum um ævina. Hann var formaður Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn frá 1896 í mörg ár. Jón sat stofnfund félagsins Dansk- Islandsk Samfund 4. janúar 1916 sem hélt fundi og gaf út bækur og rit. Í afmælishófi íslenska stúdenta- félagsins í Kaupmannahöfn í janúar 1943 var Jón Sveinbjörnsson gerður að heiðursfélaga ásamt tveimur öðrum Jónum, Krabbe sendiráðsrit- ara og Helgasyni prófessor. Höfðu þessir þrír stutt ötullega við starf fé- lagsins um áratuga skeið. Hann var ritari íslensku Fálkaorð- unnar frá því hún var stofnuð 1921 og orðuritari þar til orðunni var breytt 1944. Þá var hann ritari milli- ríkjanefndarinnar 1907 og trún- aðarmaður konungs hvað varðaði samskipti Danmerkur og Íslands á árunum 1906–1918. Jón ritaði grein- ar um málefni Íslands í dönsk blöð og flutti fyrirlestra um Ísland og ís- lenska list víða um Danmörku. Kona Jóns var Ebba Marguerite Sveinbjörnsson, fædd Shierbeck. Hún var dóttir Hans Jakobs George Shierbeck lækni, sem um tíma var landlæknir í Reykjavík, og konu hans Inu Ragnhildu Schierbeck. Minning- arsteinn um Shierbeck stendur í gamla kirkjugarðinum við Að- alstræti í Reykjavík. Shierbeck var mikill grasafræðingur og merkur maður á sinni tíð. Jón og Ebba eignuðust tvö börn: Erling og Svövu, sem dó 17 ára göm- ul. Erlingur lærði hagfræði og starf- aði sem fulltrúi stjórnar Alþjóða- bankans í Washington um árabil. Hann var einnig skrifstofustjóri í danska verslunar- og iðnaðarráðu- neytinu og umsjónarmaður með dönsku sparisjóðunum. Erlingur eignaðist fjóra syni. Sá elsti, Kåre Sveinbjörnsson, var arkitekt og bjó í Versölum í Frakklandi. Hann and- aðist í fyrra. Øyvind er fasteignasali í Kaupmannahöfn, Ingolf er háls-, nef- og eyrnalæknir í Óðinsvéum, kvæntur Kirsten sem er prestur. Sá yngsti, Hálfdan, er bóndi á Jótlandi. Jón Hjaltalín Sveinbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.