Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 29 Hjallakirkja Aðventusöngvar verða kl. 20.30. Kammerkórinn Vox Gaud- iae syngur og einsöngvari er Hrafn- hildur Björnsdóttir, sópransöng- kona. Þau flytja m.a. verk eftir Britten, Bruckner, Bach og Distler auk hefðbundinna aðventu- og jóla- laga og einnig er almennur söngur. Fyrirmynd aðventusöngvanna er sótt til Englands og skiptast á ritn- ingarlestrar og söngur. Ritning- arlestrarnir eru sóttir í spádómsrit Gamla testamentisins og í guðspjöll Nýja testamentisins. Söngvarnir fjalla um aðventuna, fæðinguna og Maríu guðsmóður. Söngstjóri og orgelleikari er Jón Ólafur Sigurðsson og upplesari er séra Íris Kristjánsdóttir. Norræna húsið Davíð Oddsson for- sætisráðherra les sögu fyrir börnin í Söguherberginu kl. 13 og afhendir vinningshöfum bókagjafir frá Máli og menn- ingu. Ævin- týrasýningunni lýkur á sunnu- dag. Norska barnakvikmynd- in Ferðin til jólastjörnunnar verður sýnd kl. 14. Myndin er frá 1976 og tekur 92 mín. í flutningi. Leikstjóri er Oli Solum. Handrit er gert eftir leikriti eftir Sverre Brandt. Myndin er ætluð börnum eldri en fimm ára. Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10 Rúss- neska kvikmyndin Veiðimenn í Síb- eríu verður sýnd kl. 15. Myndin er frá sjötta áratug síðustu aldar og segir frá því er veiðimenn eru sendir út af örkinni til að fanga lifandi Síb- eríu-tígra. Myndin er með enskum texta og er aðgangur ókeypis. Borgarleikhúsið Tónleikar söng- leikjadeildar Domus Vox verða kl. 20. Nemendur eldri deildar flytja lög úr ýmsum söngleikjum, m.a. úr Chicago, Rent, Gypsy og The Life. Leikstjóri er Margrét Eir. Píanó- leikari er Agnar Már Magnússon. Nemendur yngri deildar flytja ýmis lög, t.d. úr söngvaseiði (Sound of music), It’s been a hard day’s night og Moulin Rouge. Stjórnendur Kol- brún Anna Björnsdóttir og Margrét J. Pálmadóttir. Skálholtskirkja Skálholtskórinn heldur tónleika kl. 21. Gestir kórsins að þessu sinni eru Sophie Schoonj- ans hörpuleikari og Páll Rósinkranz söngvari. Þá kemur kirkjukór Stóra- Núps- og Ólafsvallakirkju til sam- söngs ásamt stjórnanda sínum Þor- björgu Jóhannsdóttur, en einnig syngur Kammerkór Biskupstungna og hljóðfæraleikarar frá Tónlistar- skóla Árnesinga. Orgelleikari er Kári Þormar. Stjórnandi Skálholts- kórsins er Hilmars Arnar Agnars- sonar. Þorlákskirkja Sigurður Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunn- arsson organisti halda tónleika kl. 20. Þeir flytja tónlist af nýútkomn- um geisladiski þeirra, Sálmur jólanna. Menningarmiðstöðin á Lauga- landi Holta- og Landsveit Menn- ing, handverk og listir nefnist dag- skrá sem hefst kl. 11 og stendur til kl. 18. Fram koma Félagar úr Harmonikkufélagi Rangæinga, Veirurnar syngja við stjórn og und- irleik Þóru Fríðu Sæmundsdóttur, píanóleikara, jólasveinar, félagar úr Leikfélagi Rangæinga, Bjarni Harð- arson blaðamaður og sagnagrúskari kynnir bók sína um yfirskilvitleg pláss í héraðinu. Einsöng syngja Gísli Stefánsson á Hellu og Guð- mundur Sigurðsson úrNjarðvík. Kirkjuhvoll, Akranesi Mæðgurnar Steinunn Jóhannesdóttir rithöf- undur og Arna Kristín Einarsdóttir flautuleikari efna til aðventustundar við arininn kl. 16. Steinunn les úr bók sinni Reisubók Guðríðar Sím- onardóttur. Arna Kristín leikur tónlist eftir Johan Sebastian Bach, Oistein Sommerfeldt og Geir Rafns- son. Menningarmiðstöðin í Edinborg, Ísafirði Bandaríska myndlist- arkonan Holly Hughes opnar sýn- ingu á verkum sínum kl. 17. Holly hefur um nokkurra ára skeið siglt um heiminn á seglskútu og samhliða unnið að myndlist. Hún sýnir af- rakstur sköpunar sinnar hér á landi og við strendur Íslands auk sýn- ishorna af eldri verkum. Á opn- uninni heldur hún fyrirlestur og sýna litskyggnur um verk sín. Sýn- ingin er opin daglega til jóla frá kl. 16-18. MÁNUDAGUR Kópavogskirkja Skólakór Kársness syngur árlega jólasöngva kl. 20:30. Á efnisskrá eru aðventu- og jólalög, sungin við kertaljós. Í kórnum eru um 50 söngvarar á aldrinum 10-16 ára. Auk þess syngur Stjörnukór Kársness nokkur jólalög, en kórinn skipa fyrrverandi kórfélagar úr barnakórunum. Stjórnandi er Þór- unn Björnsdóttir og undirleikari Marteinn H. Friðriksson. Aðgangur er ókeypis. Dómkirkjan Jólatónleikar nemenda Tónlistarskólans í Reykjavík verða kl. 20. Borgarneskirkja Gunnar Gunnars- son, organisti og Sigurður Flosason, saxófónleikari flytja sálma jólanna, aðventu- og jólasálma, kl. 20. Tón- leikarnir eru á vegum sóknarinnar og Borgarfjarðarprófastsdæmis. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Davíð Oddsson Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.