Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 31 BOÐORÐIN tíu liggja til grund- vallar þessari skáldsögu sem fjallar um Hallgerði sem býr sig undir að fermast. Dag einn tilkynnir prestur- inn sem sér um fermingarundirbún- inginn að tveir úr hópnum verði verð- launaðir að vori með ferð til Parísar. Hallgerður hefur hug á Parísarferð- inni, en þar sem hún er nettur slúbert í dyggðum og námsástundun eygir hún ekki mikla möguleika. Helst þann að litla systir hennar, Bríet, láti sér detta eitthvað sniðugt í hug. Bríet er gríðarlega hugmynda- ríkur ofviti og það stendur hreint ekki á henni að koma með skothelda hug- mynd sem byggir á því að systir hennar hafi ekki rétt hugarfar til að vinna Parísarferðina. Hún leggur því til að Hallgerður fari að lifa eftir boð- orðunum tíu. Eftir að Hallgerður hef- ur fengið að heyra hver þau eru af munni litlu systur, ákveður hún að þetta verði ekki svo erfitt. Sonja vin- kona hennar og fermingarsystir er sammála. Engu að síður fer af stað atburða- rás sem gerir Hallgerði dálítið erfitt fyrir í viðleitninni, einkum þar sem dyggðadómarinn er enginn annar en Bríet, sem túlkar brot út úr ótrúleg- ustu hlutum. Inn í atburðarásina blandast líka Lúlli, litli bróðir Sonju, sem þeim þykir heldur þreytandi, og tveir bekkjarbræður, þeir Hannes og Bogi. Og allir taka þátt í að hjálpa Hallgerði í boð- orðaviðleitninni, með heldur slök- um árangri oft á tíðum. Atburðarásin hefst þegar faðir Hallgerðar og Bríetar hringir heim úr vinnunni til að biðja þær að taka á móti styttu sem fræg- ur myndhöggvari í Frakklandi hefur gert af stofnanda golfklúbbs sem fað- irinn er virtur meðlimur í. Meiningin er að afhjúpa styttuna við hátíðlega athöfn þegar nýr golfskáli verður vígður og þangað til verður styttan í geymslu hjá þeim. Þær systur eru all- ar af vilja gerðar, en þegar sendi- ferðabílstjórarnir hlamma styttunni niður fyrir framan sjónvarpstækið, þarf að færa hana. Það er óhætt að segja að uppákom- urnar í þessari sögu séu skrautlegar. Það fer eiginlega allt úrskeiðis sem getur farið úrskeiðis, en Hallgerður, ásamt vinum sínum og systur, er gríð- arlega hugmyndarík þegar á reynir. Inn í atburðarásina blandast sam- skiptin á heimilinu. Faðir Hallgerðar og Bríetar er einn með þær og það sem helst er á döfinni er fermingar- undirbúningurinn. Þar er pabbinn ekki beinlínis á heimavelli. Hann er alltof seinn að átta sig á því hvað er í vændum og þar af leiðandi er fátt sem gengur upp. Þetta er stórskemmtileg saga, sem tekur endalaust nýjar og óvæntar stefnur og er oft organdi fyndin. Það gerist oftar en ekki í uppákomunum að lesandinn spyr hvernig sögumaður ætli nú að leysa þær ógöngur sem persónurnar eru komnar í, því þær eiga það til að verða yfirþyrmandi. En sagan er svo skipulega og vel hugsuð að það eru hvergir lausir endar, aula- legar eða ótrúverðugar lausnir. Per- sónusköpun er mismunandi. Þær Hallgerður og Sonja eru til að byrja með óttalegar „ljóskur“ og trúverð- ugar sem slíkar en rata í þvílíkar ógöngur að þær neyðast til að fara að hugsa. Bríet litlasystir er svo skemmtilega skrifuð að hún ætti eig- inlega að fá sérstaka sögu um sig, þar sem hún er alger vísindafíkill sem ætlar í læknisfræði og er stöðugt að hrella fólk með því að sjúkdóms- greina það. Lúlli, litlibróðir Sonju, er einnig mjög skýr, eitt af þessum börn- um sem dúkka upp þegar síst skyldi, bregst við á röngum stundum og er eiginlega öllum til ama. Aðrir sem koma við sögu eru aukapersónur sem eru ekki dregnar sérlega skýrum dráttum – en það kemur ekki að sök. Þær eru aukapersónur sem þjóna vissu hlutverki og skila því. Og endir sögunnar er óborganleg- ur í köflum sem bera heitið Eftirmáli og Eftirmáli 2. BÆKUR Unglingasaga Höfundur: Yrsa Sigurðardóttir. Útgefandi: Mál og menning. 198 bls. B10 Vandinn við boðorðin … Súsanna Svavarsdóttir Yrsa Sigurðardóttir Nú kemstu í sólina eftir jólin á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí þann 3. janúar þar sem þú nýtur 25 stiga hita og veðurblíðu og getur fagnað nýju ári á þessum vinsæl- asta vetraráfangastað Evrópu við frábærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Verð kr. 39.905 Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting og skattar. 3. janúar, vikuferð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.950 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar. 3. janúar, vika. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Síðustu 23 sætin 1 eða 2 vikur Stökktu til Kanarí 3. janúar í viku frá kr. 39.905 ÚTBOÐ BEKKIR Í FLUGSTÖÐ Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. óskar hér með eftir tilboðum í bekki. Um er að ræða tveggja, þriggja og fjögurra sæta bekki alls um 450 sæti, með og/eða án arma. Verktími: Afhending eigi síðar en 1. maí 2002. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu hjá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. á Keflavíkurflugvelli og hjá VSÓ Ráðgjöf ehf., Borgartúni 20, 105 Reykjavík. Tilboðum skal skila til VSÓ Ráðgjafar, Borgartúni 20, eigi síðar en þriðjudaginn 8. janúar 2002 kl. 14.00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. HÁGÆÐA NÆRFATNAÐUR Mikið úrval Fallegar jólagjafir Laugavegi 4, sími 551 4473 Póstsendum Nú gilda frípunktarnir tvöfalt í Kanarífer›ir. Fríkorti› ásamt Úrval-Úts‡n og Plúsfer›um bjó›a korthöfum tvöfalt ver›gildi punkta í sérvaldar vikufer›ir frá 3.–19. janúar. Einstakt tækifæri til a› skella sér í sólina! Takmarka› sætaframbo› ... Bóka›u núna ... fiú átt fla› inni a› slaka á! *m.v. a› lágmark tveir fer›ist saman. Innifali›: Flug, flugvallarskattar, íbú›agisting, fer›ir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Tvöfaldir punktar í fer›ir til Kanarí í janúar Fer›ir fyrir tvo 129.800 kr. 119.800 kr. Frípunktar (25.000 x 1.10 kr.) 27.500 kr. 27.500 kr. Ver› fyrir tvo 102.300 kr. 92.300 kr. Me›alver› á mann 51.150 kr. 46.150 kr. Úrval-Úts‡n Plúsfer›ir Ver›dæmi m.v. a› tveir fer›ist saman:** Brottfarardagar: 3., 12. og 19. janúar Gistista›ur sta›festur 4 dögum fyrir brottför. Brottfarardagar: 5. og 12. janúar Gistista›ur sta›festur 4 dögum fyrir brottför. Bókunarsími: 535 2100 Tilbo›sver› 59.900* 46.150 kr.** Bókunarsími: 585 4000 Tilbo›sver› 64.900* 51.150 kr.**
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.