Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ 17. desember 1991: „Íslend- ingar eru ekki eina smáþjóðin á Vesturlöndum, sem hefur áhyggjur af tungu sinni og menningu á tímum alþjóð- legrar fjölmiðlunar þar sem enskan ræður ferðinni. Við erum ekki eina Norður- landaþjóðin sem horfir til þess með ugg, að tungunni sé teflt í tvísýnu vegna sinnu- leysis um utanaðkomandi máláhrif. Við gerum okkur á hinn bóginn betur grein fyrir því, máski vegna fámennis okkar, hve mikilvægt það er fyrir stjórnarfarslegt og menning- arlegt sjálfstæði okkar, að standa vörð um móðurmál okkar og menningararfleifð. Sú hefur a.m.k. verið trú okk- ar til skamms tíma. En spurning er, hvort vitund okkar um mikilvægi íslensk- unnar hefur slævst í fram- vindu og fjölbreytileika nýrra tíma. Er okkur það ekki sama keppikeflið sem fyrr (heim- ilum, uppeldisstofnunum, skólum og fjölmiðlum) að „móðurmálið streymi ekki sína leið út í hið eng- ilsaxneska hafdjúp“? Ragnheiður Briem, kenn- ari í íslensku og málvísindum, segir í greinaflokki í Lesbók Morgunblaðsins: „Móðurmálskunnáttu Ís- lendinga, einkum ungu kyn- slóðarinnar, er áfátt. Það lýs- ir sér þannig að (ungt) fólk á æ erfiðara með að tjá hugs- anir sínar bæði munnlega og skriflega. Orðaforði hefur rýrnað mjög svo að nú skilja nemendur ekki mál sem lá ljóst fyrir jafnöldrum þeirra fyrir tveimur áratugum. Þetta veldur meðal annars því að kennarar þurfa að eyða dýrmætum tíma í að „þýða“ ósköp venjulegar náms- bækur á hálfgert barnamál ef efni þeirra á að komast til skila. Ritleikni, þar með talin réttritun, er á svo lágu stigi að mikill hluti framhalds- skólanema getur alls ekki tal- ist sendibréfsfær.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FRIÐARVERÐLAUN NÓBELS Friðarverðlaun Nóbels voruveitt í hundraðasta skipti10. desember sl. og var þeim að þessu sinni skipt á milli Samein- uðu þjóðanna og Kofis Annans, framkvæmdastjóra þeirra. Um- mæli Annans í ræðu hans við mót- töku verðlaunanna hafa vakið verð- skuldaða athygli en þau þykja lýsa vel þeirri hugarfarsbreytingu sem hann hefur átt þátt í að móta varð- andi rétt alls mannkyns til mann- sæmandi lífs hvar sem er á jarð- arkringlunni. Í ræðu sinni rifjaði framkvæmdastjórinn upp upphafs- ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóð- anna þar sem vísað er til „þjóða heimsins“ og benti á að „þjóðir heimsins“ væru myndaðar af „ein- staklingum sem oft hefðu þurft að þola það að grundvallarréttindum þeirra væri fórnað í þágu ímynd- aðra hagsmuna ríkis eða þjóðar“. Annan hóf ávarp sitt á því að leggja áherslu á sammannlega þætti sem tengja okkur öll, svo sem vilja okkar til að fæða, hugga og annast börnin okkar, sama hvar við fæðumst í heiminum. Hann tók dæmi af lítilli stúlku sem fæðist í Afganistan í dag og þarf að hefja líf sitt í heimi sem er „í margra alda fjarlægð frá þeirri velmegun sem aðeins lítill hluti mannkyns hefur náð að öðlast […] við kringumstæð- ur sem mörg okkar […] myndu telja ómannúðlegar“. Annan benti á að í dag gæti enginn verið án vit- undar um skilin á milli þeirra ríku og fátæku í heiminum né heldur „látið sem þeim sé ókunnugt um þá byrði sem þessi skil leggja á þá fá- tæku og eignalausu sem eiga ekki síður skilið mannlega virðingu, grundvallarfrelsi, öryggi, næringu og menntun en hvert okkar hinna. Byrðin er þó, þrátt fyrir allt, ekki borin af þeim einum. Þegar allt kemur til alls er hún borin af okkur öllum – í norðri og suðri, af ríkum og fátækum, körlum og konum af öllum kynþáttum og trúarbrögð- um“. Neyð, hvar sem hún er, er smánarblettur á samfélagi þjóð- anna. Þessi sýn Kofis Annans á sam- mannlegan veruleika og ábyrgð þar sem „réttur einstaklinga er settur ofar rétti ríkja“ eins og fram kom hér í blaðinu sl. þriðjudag er ekki síst athyglisverð í ljósi þess hvernig heimsmálin hafa þróast að undanförnu. Annan segir „raun- veruleg landamæri ekki vera á milli þjóða, heldur á milli þeirra sem hafa völd og þeirra valdalausu, þeirra sem njóta forréttinda og þeirra sem eru niðurlægðir“. Þann- ig sé ekki hægt að skilja á milli þess þegar vegið er að mannréttindum eða mannúðarsjónarmiðum og vanda heillar þjóðar, því orsaka- samband sé ávallt þar á milli. Máli sínu til stuðnings vísaði Annan til þeirra hörmunga sem riðu yfir heiminn í kjölfar hryðjuverkaárás- arinnar 11. september, sem hann segir ef til vill hafa orðið til þess að við sjáum hlutina í skýrara ljósi hvað varðar þá staðreynd að mann- kyninu verður ekki skipt í flokka. „Nýjar ógnir gera engan greinar- mun á kynþáttum, þjóðum eða landsvæðum,“ sagði Annan. En þótt framfarir hafi átt sér stað í gegnum samtakamátt þjóða í heiminum, eins og best sést á bar- áttunni gegn hryðjuverkum á síð- astliðnum mánuðum, er margt sem enn hefur ekki verið tekist á við, svo sem vaxandi ójöfnuður í efna- hagslegum skilningi. Alþjóðavæð- ing á sviði viðskipta hefur ekki orð- ið öllum til góða og þeir fátækustu hafa stundum þurft að þola alvar- legar efnahagslegar og félagslegar afleiðingar í refskák þeirra ríku og valdamiklu. Þær afleiðingar eru á ábyrgð allra þeirra sem heiminn byggja því að það er samtakamátt- ur okkar einn og sér sem getur hrundið umbótum af stað – umbót- um sem tryggja ekki einungis að allir séu fæddir jafnir heldur hafi jafnan rétt til þess að lifa lífi sínu við mannsæmandi skilyrði. Þetta þurfa einstaklingar allra samfélaga, einnig íslenska þjóðin, að hafa í huga. Afdrif stúlkubarns í Afganistan eru „prófsteinn á sam- eiginlega mannúð okkar – á trú okkar á ábyrgð okkar sem einstak- linga á samferðamönnum okkar og -konum“, sagði Kofi Annan, og „það er eini prófsteinninn sem skiptir sköpum“. U M ÞESSI jól koma út tvær bækur þar sem fjallað er um utanríkismál okkar Ís- lendinga á undanförnum áratugum. Önnur er bók dr. Vals Ingimundarsonar sagnfræðings sem nefnist Uppgjör við umheiminn og fjallar um tímabilið frá 1960 til 1974 og þá sér- staklega um þær sviptingar sem urðu á þeim ár- um í varnar- og öryggismálum þjóðarinnar og landhelgisdeilunni við Breta 1972–1973. Áður hafði dr. Valur ritað bókina Í eldlínu kalda stríðs- ins, sem fjallar um samskipti Íslands og Banda- ríkjanna á árunum 1945–1960. Sú bók kom út ár- ið 1996. Báðar bækurnar byggjast á umfangs- miklum rannsóknum, ekki sízt í erlendum skjalasöfnum, og er með þeim gefin yfirsýn yfir stærstu þættina í íslenzkum utanríkismálum fyrstu þrjá áratugi lýðveldisins. Með ritverkum tveggja sagnfræðinga, dr. Vals og dr. Þórs Whiteheads, sem hefur einbeitt sér að rannsóknum á stöðu Íslands í aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari og á stríðsárunum sjálfum hefur staða og hlutverk Íslands í alþjóða- málum meginhluta síðustu aldar verið kortlögð. Það eina, sem eftir er í þeim efnum, er lokakafl- inn í baráttu þjóðarinnar fyrir fullum yfirráðum yfir fiskveiðilögsögunni, sem Geir Hallgrímsson leiddi til sigurs með Óslóarsamkomulaginu í byrjun júní 1976, en að baki því er viðburðarík saga. Hin bókin, sem út kemur um þessi jól, er greinasafn Björns Bjarnasonar menntamálaráð- herra, Í hita kalda stríðsins, sem fyrst og fremst byggist á greinum Björns hér í Morgunblaðinu á undanförnum áratugum um varnar- og öryggis- mál þjóðarinnar og endurspeglar þau gífurlega hörðu pólitísku átök sem fóru fram hér innan- lands um þau málefni. Tíminn er fljótur að líða, atburðir gleymast, þeir sem gegndu lykilhlutverki á ákveðnum tíma hverfa af sjónarsviðinu og það getur verið erfitt fyrir nýjar kynslóðir að skilja viðhorf og hugs- unarhátt á fyrri tíð. Það á ekki sízt við um kalda stríðið. Þeir sem ekki upplifðu kalda stríðið eiga erfitt með að skilja þá hörku sem einkenndi stjórn- málabaráttuna hér á þeim tíma. Íslenzka þjóðin var klofin í tvær fylkingar í meira en þrjá ára- tugi. Fyrir þá, sem tóku þátt í þessum atburðum á einn eða annan veg, er fróðlegt og lærdómsríkt að kynnast sýn nýrrar kynslóðar á þá atburði sem fjallað er um í bók Vals Ingimundarsonar. Á viðreisnarárunum var það áreiðanlega sterk tilfinning bæði í Sjálfstæðisflokki og Alþýðu- flokki að stjórnarflokkarnir hefðu öll undirtök í umræðum um varnarmálin. Undir lok þess tíma- bils var Bjarni heitinn Benediktsson augljóslega með hugann við það sem við tæki að loknum kosningum 1971. Hann ræddi þann möguleika við ýmsa samstarfsmenn sína að stjórnarflokk- arnir tækju upp samstarf við Alþýðubandalagið. Þær hugmyndir verður að skoða í ljósi sögulegra átaka á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks um forystu í málefnum lands og þjóðar áratugina áður. Þessar hugmyndir hlutu misjafn- ar undirtektir innan Sjálfstæðisflokksins og við einn viðmælanda sinn sagði Bjarni: „Það er nú alla vega hægt að vinna með Lúðvík.“ Mistök Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks við stefnumótun í landhelgismálinu fyrir kosning- arnar 1971 ruddu brautina fyrir vinstri stjórnina sem mynduð var þá um sumarið. Ólafur Jóhann- esson var staðráðinn í að mynda ríkisstjórn án þátttöku viðreisnarflokkanna. Til þess að ná því markmiði féllst hann á ákvæði í stjórnarsáttmála sem fól í sér brottför varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli. Þar með voru víglínurnar markaðar í einhverjum hörðustu átökum íslenzkra stjórn- mála frá lýðveldisstofnun. Hvað vildi Ólafur? Hver var hin raun- verulega afstaða Ólafs Jóhannessonar til brottfarar varnarliðs- ins? Það var og er erfitt að festa hendur á henni. Valur Ingimundarson segir í lokakafla bókar sinnar: „Ólafur stóð í raun frammi fyrir því óleys- anlega verkefni að halda Framsóknarflokknum og ríkisstjórninni saman án þess að styggja Bandaríkin í hermálinu.“ Og hann segir ennfremur: „Framsóknar- flokknum var það ekki aðeins bráðnauðsynlegt pólitískt að komast í stjórn eftir tólf ára útlegð. Sú stefna hafði verið mörkuð innan flokksins að herliðið færi úr landi og menn eins og Þórarinn Þórarinsson fylgdu henni eftir. Samt sem áður taldi Ólafur vafasamt að þingmeirihluti væri fyr- ir stefnu stjórnarinnar í varnarmálum.“ Hafi Ólafur Jóhannesson í raun ekki viljað að varnarliðið hyrfi af landi brott, sem margir þeir, sem fylgdust með þessum atburðum hafa hallazt að seinni árin og hann sjálfur gaf raunar í skyn mörgum árum seinna, má a.m.k. segja að hann hafi verið tilbúinn að taka mikla áhættu með fjör- egg þjóðarinnar til þess að ná dægurpólitískum markmiðum sem er ekki til eftirbreytni. Það kann að vera erfitt fyrir fólk í upphafi nýrrar aldar að skilja hversu djúpar tilfinningar tengdust varnar- og öryggismálum þjóðarinnar á þessum árum. Til marks um það er óbirt minn- isblað Matthíasar Johannessen, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, um samtal, sem hann átti við Ásgeir heitinn Ásgeirsson, fyrrum forseta Ís- lands, hinn 10. október 1971 nokkrum mánuðum eftir að Ólafur myndaði ríkisstjórn sína. Þar seg- ir: „Sl. föstudag átti ég samtal við Ásgeir Ásgeirs- son, fyrrum forseta Íslands og spurði hann, hvort hann vildi sýna okkur þann sóma að skrifa fyrstu greinina um sjálfstæði Íslands og öryggi þess, sem við hefðum í hyggju að birta hér í Morg- unblaðinu. Ásgeir var fljótur til svars og sagði, að því miður yrði hann að vera mjög varkár í þessu máli eins og á stæði. Hann sagði að ástandið væri mjög ískyggilegt á Íslandi nú. „Við kynntumst ástandinu eins og það var fyrir 50 árum, þegar baráttan við Jónas frá Hriflu hófst. Það var bara innanlandserjur, nú er um líf þjóðarinnar að tefla og sjálfstæði Íslands,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson. Ég reyndi að ýta dálítið á hann að skrifa fyrr- nefnda grein og þegar það ekki tókst sagði ég við hann: það verður ekkert gaman að hafa verið for- seti leppríkis. „Nei góði, sagði hann en það er þó betra að hafa verið forseti, en forsetinn.“ Síðan töluðum við allnokkuð saman um þessi mál og þá fann ég inn á það hjá Ásgeiri að honum fyndist að rödd hans ætti að vera til taks einhvern tímann síðar, er virkilega þyrfti á henni að halda á ör- lagastund í sjálfstæðissögu þjóðarinnar. Að þessu búnu sneri Ásgeir sér að því að segja mér í trúnaði að margir Framsóknarmenn hefðu orðið þrumulostnir yfir ræðu Einars Ágústsson- ar á Alþingi um utanríkismál. Þó að hann hefði slegið úr og í á ýmsum öðrum stöðum, þá hefði það vakið athygli þeirra, hvað hún var ákveðið orðuð. Þetta hefði farið mjög í taugarnar á mörg- um Framsóknarmönnum og þeir hefðu farið að velta fyrir sér hlutunum. Hann sagði að hann tal- aði við marga Framsóknarmenn og að hann ætti innangengt í þann flokk og sér væri sagt að þeir sem væru andvígir núverandi utanríkisstefnu ráðamanna flokksins væru milli 50% og 60% Framsóknarmanna.“ Þetta trúnaðarsamtal þeirra Ásgeirs Ásgeirs- sonar, forseta Íslands í fjögur kjörtímabil, og Matthíasar Johannessen gefur svolitla mynd af því, hvernig ábyrgir menn hugsuðu fyrir 30 árum þegar Ólafur Jóhannesson var nýbúinn að mynda ríkisstjórn sína. Valur Ingimundarson birtir í bók sinni tilvitn- anir í mikið magn af skjölum sem hann hefur fundið í skjalasöfnum beggja vegna Atlantshafs- ins um þennan tíma og segja má að frásögn hans sé æsispennandi á köflum. Þarna er komið alveg inn í innsta kjarna þjóðfélagsátaka á Íslandi. Sú mynd, sem birtist af Einari Ágústssyni ut- anríkisráðherra í bókinni, hlýtur að mati þeirra, sem fylgdust náið með stjórnmálabaráttu þess- ara ára að teljast sönn. Með sama hætti og segja má að Ólafur Jóhannesson hafi alltaf verið og sé enn að nokkru leyti ráðgáta, þegar kemur til þessara umræðna, var enginn vafi í huga þeirra, sem töluðu við Einar Ágústsson, hver afstaða hans væri. Hann var andvígur þeirri stefnu í varnarmálum sem hann hafði tekið að sér að framkvæma. Þetta kom mjög fljótt fram. Að- spurður í einkasamtali við Matthías Johannessen hinn 1. nóvember 1971, hvort Magnús Kjartans- son, ráðherra Alþýðubandalags, mundi ráða ein- hverju um utanríkisstefnu Íslendinga sagði Ein- ar: „Hann ræður engri stefnu núna og svo mun ekki heldur verða. Ég mun sjá um það.“ Það er erfitt fyrir ráðherra að framfylgja stefnu sem hann er á móti. Af þeim sökum birtist Einar Ágústsson á þessum árum sem veikur stjórnmálamaður og sú mynd af honum birtist einnig í bók Vals Ingimundarsonar. Það er svo annað mál, sem má íhuga þegar horft er um öxl, að stjórnmálamenn þurfa að vera býsna sterkir hið innra með sér til þess að láta yf- ir sig ganga auðmýkingu ef flokkshagur eða þjóðarhagur krefst eða hvort tveggja. Athafnir eða aðgerðarleysi Einars Ágústssonar á þessum árum má ræða í því ljósi. Valur Ingimundarson dregur skýrt fram í bók sinni það lykilhlutverk sem bandaríski sendi- herrann, Frederick Irving, gegndi á þessum ár- um. Hann var opinn og hreinskiptinn og þeir sem við hann töluðu vissu hvar þeir höfðu hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.