Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 35
Þetta fólk fær nánast enga skatta- lækkun nú en verðlagsáhrifin af hækkun tryggingagjaldsins mun rýra kjör þeirra um 0,3%–0,4%. Samfylkingin telur nauðsynlegt að spyrna við þessari þróun og lagði til að nefnd yrði skipuð með aðild stjórnmálaflokkanna, aðila vinnu- markaðarins og samtaka lífeyris- þega til að leita leiða við að afnema eða lækka verulega skatta á lág- markslaunum og lífeyri og skoða um leið kosti fjölþrepa skattkerfis. Stjórnarflokkarnir felldu þá tillögu og einnig tillögu Samfylkingarinnar um að hætta að skattleggja fjárhags- aðstoð sem sveitarfélögin veita ein- staklingum sem ekki eiga fyrir brýn- ustu nauðþurftum. 23% munur á skatthlutfalli launafólks og fyrirtækja Með tillögum stjórnarflokkanna er verið að færa skattbyrði í auknum mæli af fjármagni og eignum yfir á vinnutekjur og laun með þeim afleið- ingum að munur á skattlagningu ein- staklinga og fyrirtækja getur orðið allt að 23%. Slíkur munur er alls staðar talinn óeðlilegur enda veldur hann ójafnræði og ósanngirni í skattaframkvæmd og leiðir til skatt- undanskota og óeðlilegrar tilhneig- ingar til að færa einstaklingsrekstur yfir í einkahlutfélög. Þannig geta einstaklingar í rekstri fært aukinn hluta launa yfir á hagnað og arð og greitt 10% skatt af stórum hluta launa sinna í stað 38% eða 42% með hátekjuskatti. Stjórnarflokkarnir eru því með óeðlilegum hætti að hvetja til stofn- unar einkahlutafélaga með þeim af- leiðingum að það mun ýta undir gerviverktakastarfsemi og auka skattasniðgöngu. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi segir að það sé gert til að komast hjá réttum skatt- greiðslum og koma einkaútgjöldum yfir á reksturinn og skapa skatta- hagræði með ýmiss konar fjármála- gerningum við hlutafélagið. Þetta er alvarleg þróun sem m.a. ríkisskattstjóri, skattrannsóknar- stjóri, skattstjórar, Þjóðahagsstofn- un, Seðlabanki og ASÍ vara við í um- sögnum sínum um skattalagabreyt- ingar ríkisstjórnarinnar. Stjórnar- flokkarnir felldu allar breytingar- tillögur Samfylkingarinnar sem lagðar voru fram til þess að sporna gegn þessari þróun. Ljóst er að sá hvati sem nú er fyrir hendi til að breyta einkarekstri í einkahlutafélög getur haft veruleg áhrif til skattalækkunar fyrir marga hópa, ekki síst kvótaeigendur. Sam- kvæmt útreikningum sem Þjóðhags- stofnun gerði kemur fram að stofn- unin metur að hreinn söluhagnaður, ef allar aflaheimildir yrðu nú seldar á markaðsverði, væri á bilinu 165– 215 milljarðar króna. Samkvæmt til- lögum ríkisstjórnarinnar er skatta- lækkun á söluhagnað vegna kvóta að lágmarki 11–12% eða jafnvel meira. Það færir kvótaeigendum 18–26 milljarða kr. í skattalækkun miðað við markaðsvirði aflaheimilda í dag, yrðu þær allar seldar. Eignaskattar og skattar á fjármagnstekjur ASÍ hefur gagnrýnt að dregið sé úr skattlagningu á eignir og fjár- magn án þess að endurskoðun sé gerð á skattlagningu fjármagns- tekna. Samfylkingin telur að skoða verði mikla lækkun eignarskatta nú í samhengi við fjármagnstekjuskatt sem er hvergi lægri innan OECD- ríkjanna en á Íslandi. Samfylkingin vill að fremur en að hækka trygg- ingagjald sé sú leið farin að hækka fjármagnstekjuskatt lítillega á móti verulegri lækkun á eignarskatti. Það nær mun betur markmiði jafnræðis og sanngirni í skattkerfinu. Það dregur líka úr óeðlilegum hvata til yfirfærslu úr einstaklingsrekstri yfir í einkahlutafélög í þeim tilgangi að komast hjá eðlilegri skattlagningu launatekna. Samfylkingin leggur til að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður úr 10% í 16% og að tekið verði upp sérstakt frítekjumark. Þannig yrðu fjármagnstekjur hjá einstaklingum undir 100 þúsund krónum – og hjá hjónum undir 200 þúsund krónum – ekki skattlagðar. Samkvæmt útreikningum embættis ríkisskattstjóra myndi það, m.v. álagningu þessa árs, fækka þeim sem greiða fjármagnstekjuskatt um 56 þúsund manns eða úr 78 þúsund einstaklingum í 22 þúsund einstak- linga. Hóflegur sparnaður yrði þann- ig undanþeginn skatti við þessa breytingu, um leið og tekjur ríkis- sjóðs myndu aukast um 1.700 millj- arða króna. Útreikningar ríkisskatt- stjóra sýna að af 24–25 milljarða fjármagnstekjuskattsstofni eiga 10% framteljanda fjármagnstekju- skatts 16 milljarða króna af stofn- inum en 8 milljarðar skiptast á þau 90% framteljenda sem eftir eru. Hvað eiga skattareglur að ganga út á? Ljóst er að tillögur ríkisstjórnar- innar munu auka verulega á ójafn- ræðið innan skattkerfisins og leiða til verulegrar skattasniðgöngu. Auk þess munu einstaklingar í enn meira mæli standa undir skatttekjum rík- issjóðs en 83% allra skatttekna koma frá einstaklingum. Tillögur Samfylkingarinnar ná því markmiði að mismuna ekki atvinnu- greinum, tryggja meira jafnræði, auka sanngirni í allri skattlagningu en viðhalda jafnframt alþjóðlegu skattaforskoti íslenskra fyrirtækja. Með tillögum okkar er unnt að efla atvinnulífið, styðja við lítil og með- alstór fyrirtæki og sprotafyrirtæki, auka jafnræði á milli þeirra sem greiða skatt af launum og hinna sem greiða skatt af fjármagni, ásamt því að lækka skatta þeirra sem minnstar hafa tekjurnar. Þannig skattaum- hverfi viljum við sjá. Höfundur er alþingismaður og á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 35 Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is w w w .d es ig n. is © 20 01 Vertu viss um að gæðin nái í gegn. • 2 x 50.000 NW Power lyftimótorar. • 3 nuddmótorar með 7 nuddkerfum. • Öryggisbúnaður á nuddmótorum. • Loftfjarstýring. • Rennur til baka við lyftingu baks. • Sér koddastilling. • 10 ára ábyrgð á rafhlutum. Jólatilboð á stillanlegum rúmum með heilsudýnum Gravity Zero Super Ekkert að bursta, hreinlegt, þægilegt og einfalt. Sjálfgljáandi krem skóáburður Innflytjandi: ÁRGERÐI ehf sími 587 1888 Útsölustaðir: Skóverslanir, skósmiðir og verslanir Hagkaupa.  Þakka öllum þeim, sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu 11. nóvember sl., með heimsókn- um, gjöfum, skeytum, söng o.fl. Fjölskyldu minni þakka ég frábæra afmælisveislu. Guð gefi ykkur öllum gleðilega jólahátíð. Jóhanna Þórhallsdóttir, Hæðargarði 35, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.