Morgunblaðið - 16.12.2001, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.12.2001, Qupperneq 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir rúmum hundrað árum voru afi minn og amma um það bil að leggja land undir fót og flytjast til Reykjavíkur til þess að freista gæf- unnar. Hann fæddur á Hrappsey á Breiðafirði 30. ágúst 1879 og alinn upp við erfið kjör. Faðir hans lést á besta aldri við að bjarga manni frá drukknun og móðir hans var bláfá- tæk svo að börnin voru send um all- ar sveitir eins og títt var í þá daga. Amma mín var fædd í Hörgsdal á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Mig minnir að systkini hennar hafi verið ein tólf eða þrettán og víst var að það var oft hart í ári. Það var svo skömmu fyrir alda- mótin að þau tóku bæði stefnuna til Reykjavíkur hvort í sínu lagi. Hann til þess að nema blikksmíði og hún sem vinnukona. Í þá daga var ein helsta skylda vinnukonu á heimili góðborgara að sjá um alla þvotta. Amma mín gekk frá miðbæ Reykja- víkur og inn að þvottalaugum til þess að sinna sínum skyldum en þar hitti hún líka fyrir jafnöldrur sínar og þar var margt skrafað um lífið og tilveruna og ungu herrana eins og gengur og gerist. Þarna kom líka oft eldri kona sem var talin gædd spádómsgáfu og dag einn kallaði hún í hana Guðrúnu, ömmu mína, og sagðist vilja eiga við hana orð. Guð- rún varð hálffeimin við þetta en konan horfði ákveðið á hana og sagði svo: „Mig langar til að segja þér að þú átt eftir að búa lengi, já reyndar allt þitt líf, hérna í Reykja- vík. Þú munt kynnast hávöxnum ljóshærðum manni og giftast hon- um. En það er svo skrítið að ég get ekki séð hvort brúðkaupið verður haldið á landi eða sjó. En hitt get ég sagt þér Guðrún mín, og það er að ein af stúlkunum hérna verður við- stödd brúðkaupið.“ Ekki vildi Guð- DÓRÓTHEA G. STEPHENSEN ✝ Dóróthea Breið-fjörð Stephensen fæddist í Reykjavík 16. desember 1905. Hún lést á Droplaug- arstöðum 31. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 10. sept- ember. rún nú taka þetta al- varlega, sagðist leiðast Reykjavík og ætla heim við fyrsta tæki- færi enda þekkti hún engan ungan ljóshærð- an og hávaxinn mann. Svo að Guðrún og ungu vinnukonurnar hlógu bara að þessu öllu saman. Það fór samt svo að Guðrún kynntist ung- um, hávöxnum, ljós- hærðum manni frá Breiðafirði innan skamms og felldu þau hugi saman. Efnt var til brúðkaups á Hrappsey á Breiðafirði, á mörkum sjós og lands ef svo má segja, og stúlku nokkurri sem var vinnukona í Stykkishólmi var boðið í brúð- kaupið og hafði hún einmitt verið stödd í þvottalaugunum umræddan dag. Guðmundur Breiðfjörð og Guð- rún Bjarnadóttir voru glæsilegt par og þau settust að í Reykjavík þar sem þau unnu hörðum höndum að því að koma sér upp heimili. Fyrstu þrjú árin bjuggu þau í litlu húsi við Lækjargötu og þar fæddist þeim þeirra fyrsta barn, 16. desember 1905; lítil og falleg stúlka sem var björt og ljós yfirlitum og allra yndi og hlaut hún nafnið Dóróthea. Þetta var hún mamma mín og hún hefði orðið 96 ára í dag. Þegar litla stúlkan, sem var alltaf kölluð Thea, var tveggja ára flutti fjölskyldan sig um set austur fyrir læk. Þau keyptu húsið Laufásveg fjögur þar sem mamma bjó svo alla sína daga ef undan er skilið síðasta árið er hún dvaldi á hjúkrunarheim- ilinu Droplaugarstöðum. Þremur árum síðar fæddist svo Agnar, litli bróðir mömmu, sem var ávallt mikið stolt og uppáhald hjá systur sinni. Agnar lést fyrir fimmtán árum og voru alla tíð miklir kærleikar með þeim systkinunum. Þegar amma Guðrún átti von á Agnari var Thea litla send í sveit, eins og þá tíðk- aðist, austur í Ölfus að Auðsholti. Mig minnir að afi hafi farið með hana á hjóli og eitthvað var litla stúlkan lítil í sér þegar hún var skil- in eftir. En Auðsholtsfólkið reyndist henni sérlega vel og hélt hún alla tíð sambandi við það góða fólk. Guð- mundur og Guðrún Breiðfjörð tóku líka í fóstur litla stúlku sem heitir Ágústa Jónasdóttir sem varð með því uppeldissystir Theu og Agnars og reyndist hún þeim ávallt sem besta systir. En Laufásvegur fjögur var löngum eins og stórt sveita- heimili í hjarta bæjarins þar sem hverjum gesti var tekið opnum örm- um og það var líka alltaf líf og fjör í þessu húsi. Afi Guðmundur rak þarna bæði Breiðfjörðs blikksmiðju og litla nýlenduvöruverslun og þar fór Thea litla að afgreiða ung að ár- um samhliða því að aðstoða við heimilisverkin. Á þeim tíma var háttur þeirra sem voru aflögufærir að ganga í hús og gefa mat og fatnað þar sem mjög þröngt var í búi og hlúa að þeim sem áttu um sárt að binda. Thea litla lærði því fljótt að temja sér þennan hugsunarhátt og lífsstíl sem hafði náungakærleik að leiðarljósi, þegar hún var að sendast fyrir mömmu sína. Síðan sá hún auðvitað líka um að passa litla bróður og seinna meir gengu þau bæði í Mið- bæjarbarnaskólann og eignuðust þar góða vini. Thea var falleg og hæfileikarík stúlka og hún naut þess að fá að læra á píanó og stunda hannyrðir og að loknum barnaskól- anum tók við nám í Kvennaskól- anum í Reykjavík. Þegar hún lauk prófi þaðan hóf hún störf í bókabúð Snæbjarnar eða ensku bókabúðinni, eins og hún var oft kölluð. Thea hafði alla tíð mikið yndi af góðum bókum og þótti sinna starfi sínu í bókabúðinni með miklum sóma enda var henni boðið að fara utan á vegum búðarinnar til þess að læra um bóksölu og slíkan rekstur. En aldrei varð nú af þeirri ferð hjá Reykjarvíkurmærinni. Thea var alla tíð vinmörg kona og þá sem nú gerði unga fólkið margt sér til skemmtunar. Vinsælt var að fara í útreiðartúra og halda böll úti í guðsgrænni náttúrunni og átti mamma margar góðar minningar frá slíkum stundum. Á meðal henn- ar bestu vina voru Ingibjörg Kaldal og bræður hennar Jón og Leifur, Vilhelmína Jónsdóttir og Halldór bróðir hennar og margt fleira af kátu og skemmtilegu fólki. En á þessum árum kom líka að því að ást- in knúði dyra. Þorsteinn Ö. Steph- ensen eða Steini á Grímsstaðaholt- inu var agalega sætur, nýútskrif- aður stúdent sem hún kynntist á balli. Þá var mamma búin að ákveða að halda til Danmerkur í hús- mæðraskóla og þar var hún heilan vetur og prinsinn beið hennar á meðan. Það var svo hinn 21. nóv- ember 1930 að þau gengu í hjóna- band og fluttu inn á efri hæðina á Laufásveginum og amma og afi bjuggu á þeirri neðri. Aldrei féll skuggi á ástkært samband þeirra mæðgna og sambýlið var alla tíð með miklum ágætum. Faðir minn hafði ákveðið að nema læknisfræði og hóf nám við Háskóla Íslands að loknu stúdentsprófi. En í menntaskóla hafði hann ánetjast leiklistargyðjunni við það að leika í skólaleikjum og átti leiklistin hug hans allan. Það varð líka úr að hann legði leiklistina fyrir sig að atvinnu seinna meir. Árið 1931 eignuðust ungu hjónin sitt fyrsta barn, Guðrúnu. Thea studdi mann sinn dyggilega í því að sigla til Kaupmannahafnar og nema leiklist við Konunglega leiklistar- skólann og ég veit að amma Guðrún var honum einnig mikill stuðningur í þessu sem og vissulega foreldrar hans. Á þessum tíma vann Thea fyr- ir sér og Guðrúnu með því að taka til sín kostgangara, eins og það var kallað að vera með erlenda eða ut- anbæjarnámsmenn í fæði inni á heimilinu. Það var dýrt í þá daga að halda til náms, og þá ekki síst utan- lands, svo þetta varð aðeins einn vetur. Síðan skall heimsstyrjöldin á og erfitt varð að fá vinnu. Árið 1936 hafði þeim fæðst dóttirin Ingibjörg og Thea lagði allt sitt í að hlúa vel að heimili og börnum og var sann- kölluð fyrirmyndarmóðir í alla staði. Þorsteinn hóf feril sinn sem leik- ari hjá Leikfélagi Reykjavíkur en í þá tíð var sú vinna öll launalaus svo að hann vann alla þá vinnu sem var að hafa: Verkamanna- og skrifstofu- vinnu og starfaði meira að segja sem lögregluþjónn austur á fjörðum eitt sumar. Síðan hóf hann störf sem þulur hjá Ríkisútvarpinu og sá í mörg ár einnig um barnatíma út- varpsins. Þá starfaði hann síðar einnig sem leiklistarstjóri Ríkisút- varpsins og átti hjá þessari ágætu stofnun langan og farsælan feril. Alls urðu börnin fimm: Guðrún, Ingibjörg, Stefán, Kristján Þorvald- ur og Helga. Ingibjörg lést síðast- liðið vor og var og er sárt saknað. En á þeim árum sem við vorum að alast upp systkinin hafði mamma aldrei úr miklu að moða, enda dýrt að sjá sjö manna fjölskyldu far- borða. Mamma vann heima, eldaði mat, saumaði allt á börnin og alltaf var ákaflega gestkvæmt á Laufás- veginum. Thea hafði mikla gleði af því að taka á móti gestum og gerði það af sannri gestrisni, bauð upp á kaffi og jólaköku eða annað með- læti, enda var hún einstaklega vel liðin og vinmörg kona. Hún unni leikhúsinu og studdi mann sinn af öllum mætti. Þau höfðu alla tíð mik- ið yndi af því að ræða bókmenntir og það sem var efst á baugi í leik- húsunum og voru sannarlega miklir og góðir vinir. Guðrún amma mín lést árið 1946 og ég veit að það reyndist mömmu ákaflega erfitt og hún var lengi að ná sér eftir það, en faðir hennar bjó á Laufásveginum allt til dauðadags árið 1975. Fjölskyldan var alltaf í fyrirrúmi hjá Theu. Hún elskaði sitt fólk skil- yrðislaust, var alltaf til staðar fyrir alla og vildi veg barna sinna sem mestan. Mamma var einkar skemmtileg kona með létta lund og skemmtilegan húmor. Barnabörnin heilluðust af ömmu Theu og kölluðu hana á stundum „veislu-Theu“ eða „ömmu nammi“ og meira að segja barnabarnabörnin nutu þess að kynnast þessari einstöku Reykja- víkurmær á Laufásveginum. Mamma var mér mikil hjálpar- hella og satt best að segja hefði ég aldrei komist í gegnum það að koma þremur drengjum til manns ef ekki hefði komið til hennar ómetanlegi stuðningur, þolinmæði og ástríki. Þegar hún var komin hátt á áttræð- isaldur lagði hún það á sig að koma í Strætó inn í Fossvog, þar sem ég bjó með strákana mína, til þess að passa, gefa að borða og gefa þeim hlutdeild í sjálfri sér og sögu þjóð- arinnar með alls konar skemmtileg- um sögum, vísum og kvæðum. Fyrir allt þetta og alla hennar ómetanlegu hjálp er ég henni óendanlega þakk- lát og sakna hennar sárt. Hún hafði með sanni mannbæt- andi áhrif á alla sem hún umgekkst. Hún elskaði að hafa fólk í kringum sig og það var ómetanlegt hve margir lögðu leið sína á Laufásveg- inn síðustu árin: Hólabrekkufólkið, Gústa og Nonni og fjölmargir fleiri ættingjar og vinir. Fyrir nokkrum árum missti mamma sjónina en góða skapið var alltaf á sínum stað og heilsan hreint ótrúlega góð að mörgu leyti. Engin manneskja hef- ur haft jafn mikil áhrif á líf mitt og kennt mér jafn mikið og hún. Vegna þess og svo ótal margs annars er ég innilega þakklát fyrir mömmu mína, sem var alltaf til staðar fyrir bæði mig og strákana mína, og því sendi ég nú frá mér þessa síðbúnu kveðju. Guð geymi þig, elsku mamma. Helga. ✝ Guðlaug Þór-hallsdóttir fæddist hinn 1. febrúar 1918 að Breiðavaði í Eiða- þinghá. Hún lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnun- ar Austurlands á Egilsstöðum 10. desember síðastlið- inn. Foreldrar Guð- laugar voru hjónin Þórhallur Jónasson bóndi á Breiðavaði, og Sigurborg Gísla- dóttir. Sigurborg lést 28. janúar árið 1921 af af- leiðingum barnsburðar tæpum mánuði eftir að Borgþór, yngra barn hennar, fæddist. Ragnhild- ur systir Sigurborgar kom þá á heimilið sem ráðskona og aðstoð- aði Þórhall við uppeldi barnanna. Bróðir Guðlaugar er Borgþór Þórhallsson, fyrrv. starfsmaður hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, f. 4.1. 1921, kvæntur Sveinbjörgu kona hans er Ólöf Ólafsdóttir og eiga þau fjórar dætur. Guðlaug ólst upp í föðurhúsum á Breiðavaði og vann við öll al- menn sveitastörf þess tíma. Hún fór í Alþýðuskólann á Eiðum og lauk þaðan tveggja vetra námi. Hún starfaði í matarfélaginu á Eiðum í nokkur ár og var í tvo vetur í vist í Reykjavík. Hún stóð síðan fyrir búi með Þórhalli föð- ur sínum á Breiðavaði í nokkur ár. Guðlaug og maður hennar bjuggu allan sinn búskap á Breiðavaði, seinni árin félagsbúi með syni sínum og tengdadóttur. Síðustu árin var heilsu Guðlaug- ar tekið að hraka og fluttu þau hjónin þá í þjónustuíbúð á Egils- stöðum. Síðustu árin hefur Guð- laug dvalið á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Austur- lands á Egilsstöðum. Guðlaug var félagslynd og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Hún sat í hreppsnefnd í Eiða- þinghá eitt kjörtímabil. Hún var stofnfélagi Kvenfélags Eiðaþing- hár og fyrsti formaður þess. Hún átti sæti í stjórn Sambands aust- firskra kvenna og var um tíma formaður þess. Útför Guðlaugar fór fram frá Egilsstaðakirkju 15. desember. Eyþórsdóttur og eiga þau fjögur börn. Auk þeirra systkina ólust upp á heimilinu Sig- urður Magnússon og Líneik Gísladóttir hálfsystir þeirra Ragnhildar og Sigur- borgar. Guðlaug gift- ist 24.7. 1948 Jóhanni Magnússyni frá Upp- sölum í Eiðaþinghá, f. 8.4. 1918. Þau eign- uðust fjóra syni. Þeir eru: Jónas Þór, sveit- arstjóri á Norður- Héraði, f. 11.7. 1949, kvæntur Öldu Hrafnkelsdóttur húmóður; Magnús, vegaverk- stjóri á Breiðavaði, f. 4.9. 1952, en kona hans er Vigdís Alda Guð- brandsdóttir húsmóðir og eiga þau fjórar dætur; Ragnar, fram- kvæmdstjóri í Reykjavík, f. 23.9. 1953, kona hans er Helga Mar- grét Jóhannsdóttir og eiga þau fjögur börn; Jóhann Gísli, bóndi á Breiðavaði, f. 5.4. 1960, en Nú kemur heimsins hjálparráð, helgasta líf í duftið sáð. Soninn Guðs eina, sannan mann, sælust María fæða vann. Þetta aðventuvers vísar til þess mikla atburðar, þá mannkynsfrels- arinn fæddist hér á jörðu, fyrir rúmum 2000 árum, sem við kristið fólk minnumst og fögnum á helgum jólum. Fögnum yfir því, að ljósið skein þá skærast í myrkrinu, í gegnum myrkur ófriðar, sjúkdóma og dauða, fram til sigurs að jötu lausnarans, hans sem aðventan boð- ar að er að koma. Þetta kom mér í hug er ég frétti lát Guðlaugar Þórhallsdóttur hús- freyju frá Breiðavaði í Eiðaþinghá. Fyrir nærri hálfri öld kom ég í fyrsta sinni í hlað á Breiðavaði til þess að heimsækja fólkið þar, á ljúf- um sumardegi í fylgd með Þórarni Þórarinssyni þáverandi skólastjóra á Eiðum. Ég man hvað mér fannst umhverfið allt fallegt, Snæfell blasti við í suðvestri, Fljótið liðaðist áfram hægt og sígandi fyrir neðan bæinn út Héraðið. Áður en við börðum dyra snaraðist unglegur og vörpu- legur maður út á hlaðið þar sem við stóðum, þetta var Jóhann bóndi Magnússon, maður Guðlaugar, á leið út til þess að halda áfram bygg- ingu yfir kýr sínar. Við heilsuðumst og hann bauð okkur í bæinn og kynnti mig fyrir konu sinni Guð- laugu, þar sem hún var í eldhúsinu, að enda við að gefa heimilisfólki sínu síðdegiskaffið. Þannig bar fundum okkar Guðlaugar fyrst sam- an. En í áranna framvindu urðu fundir okkar margir, samveru- stundir við ýmis tækifæri. Við nán- ari kynni fann ég hvað Guðlaug var greind kona, minnug og fróð. Hún var alin upp á rómuðu menningar- heimili á Breiðavaði. Faðir hennar Þórhallur Jónasson, einn svo- nefndra Eiðabræðra, var sérstakur snyrtimaður, átti mikið bókasafn og fróður um marga hluti. Þórhallur var lengi hreppstjóri í Eiðaþing- hánni, félagslega sinnaður í anda ungmenna- og samvinnuhreyfingar- innar. Guðlaug kynntist því snemma ýmsum félagslegum við- horfum, bæði heima og í Alþýðu- skólanum á Eiðum, þar sem hún dvaldi tvo vetur við nám, en sú stofnun var henni ávallt síðan mjög kær. Um tíu ára skeið var Guðlaug for- maður sóknarnefndar Eiðasóknar, einnig söng hún mörg ár í kirkjukór Eiðakirkju. Fyrir samstarf á þeim vettvangi vil ég þakka henni sér- staklega nú við leiðarlokin. Ýmsum fleiri félagsstörfum gengdi Guðlaug um ævina. Hún sat í hreppsnefnd Eiðahrepps í nokkur ár, hún var fyrsti formaður kvenfélags Eiða- þinghár og gegndi því starfi í mörg ár og um skeið var hún formaður Kvenfélagasambands Austurlands. Síðast en ekki síst minnist ég Guðlaugar sem hinnar traustu hús- freyju á Breiðavaði, sem bjó þar myndarbúi ásamt manni sínum Jó- hanni, og með hjálp sona þeirra er þeir uxu úr grasi, en þeir eru allir hinir duglegustu menn. Breiðavað er því í dag eitt af betri bændabýl- um Héraðsins, í höndum Jóhanns Gísla yngsta sonar þeirra hjóna og Ólafar konu hans. Síðustu árin dvaldi Guðlaug á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum í ná- lægð við mann sinn, sem býr í eldri- borgaraíbúð. Þrátt fyrir sjúkleika síðustu árin hélt Guðlaug sinni and- legu reisn. Þess vegna var enn ánægjulegt að hitta hana og rifja upp gömul atvik og spjalla um lífið og tilveruna. Og nú hefur Guðlaug, fyrrum húsfreyjan á Breiðavaði, gengið inn í þá dýrð sem aðventan boðar. Það er trúa mín, að hún taki þar undir sönginn um hann sem fæddist í jöt- unni lágu, eins og hún gerði í kirkj- unni á Eiðum forðum daga, sönginn um Guðssoninn, sem María fæða vann, um hann sem er frelsari heimsins. Við hjónin sendum Jóhanni, son- um hans og fólki hans öllu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Einar Þ. Þorsteinsson. GUÐLAUG ÞÓRHALLSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.